Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1981 Við dauða sjómanns fær ekkja með þrjú börn 84 þús. krónur HIN tíðu sjóslys, sem orðið hafa í vetur leiða hugann að því hverjar bætur ekkja sjómanns, sem t.d. er með þrjú born, fær við fráfall eiginmanns. Morgunblaðið leit- aði upplýsinga um þetta mái hjá Landssambandi ísl. útvegsmanna og miðað við greiðslutaxta frá því í desember á siðasta ári fær ekkjan samtals 83.860 krónur i einu lagi frá tryggingafélagi við dauða sjómannsins. Siðan koma samtals 7.743 krónur á mánuði frá trygg- ingastofnun og tryggingafélagi. Loks eru greiðslur úr lífeyris- sjóði, en þær eru mjög misjafnar eftir því hve mikil réttindi við- komandi hafði aflað sér og fleiri atriði koma þar inn í. Mánaðargreiðslurnar eru sem hér segir: 1.486 krónur í makabæt- ur frá Tryggingastofnun ríkisins og sama upphæð frá tryggingafé- lagi. Barnabætur frá trygginga- stofnun er 1821 króna á mánuði, þ.e. 3 sinnum 607 krónur, og sama upphæð kemur frá tryggingafé- lagi. Loks eru mæðralaun frá lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins með 3 börnum 1.129 krón- ur á mánuði. Stúdentar hvetja tíl allsherjarverk- falls í HÍ í dag ALMENNUR stúdentafundur, sem haldinn var í gær í Félags- stofnun stúdenta, samþykkti ályktun þar sem er m.a. skorað á alla stúdenta að mæta ekki til kennslu í dag, 7. apríl. „Fundur- inn skorar á yfirvöld að ganga þegar til samninga um sann- gjarnar kröfur Samtaka stunda- kennara. Lágmarkskrafa er að þeim sé búin viðunandi aðstaða," segir m.a. í ályktuninni. Háskólarektor boðaði í gær- morgun fulltrúa Samtaka stunda- kennara og ráðuneyta á sáttafund og lögðu starfsmenn fjármála- og menntamálaráðuneyta þar fram tillögur að lausn málsins. Hvorki fulltrúar Samtaka stundakennara né Þröstur Ólafsson aðstoðarmað- ur fjármálaráðherra vildu tjá sig um hverjar þessar hugmyndir væru. Er ráðgert að þær verði kynntar á fundi Samtaka stunda- kennara sem halda á í kvöld í Árnagarði og hefst hann kl. 20:30. í ályktun hins almenna stúd- entafundar í gær segir m.a. „Fundurinn átelur þá stefnu yfir- valda að leysa aukna kennsluþörf með síaukinni stundakennslu. Verði þróun undanfarinna ára ekki snúið við er stöðu Háskóla íslands, sem rannsókna- og kennslustofnunar stefnt í voða.“ Fundinn sóttu milli 3 og 4 hundr- uð stúdentar. Sjá einnig á bls. 19. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins: Steingrímur Hermannsson endurkjörinn formaður STEINGRÍMUR Hermannsson var kjörinn formaður Framsókn- arflokksins á aðalfundi mið- stjórnar flokksins um siðustu helgi með 96 atkvæðum, Páll Péturssson fékk eitt atkvæði einn seðill var auður. Tómas Árnason var kjörinn ritari með 93 atkvæð- um, 5 atkvæði dreifðust á aðra. Guðmundur G. Þórarinsson var kjörinn gjaldkeri með 92 atkvæð- um, 6 atkvæði dreifðust á aðra. Þá var Halldór Ásgrímsson kjör- inn varaformaður með 93 at- kvæðum, 5 atkvæði dreifðust á aðra. Vararitari var kjörinn Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir með 83 atkvæðum og varagjald- keri Haukur Ingibergsson með 73 atkvæðum. í framkvæmdastjórn voru kjörnir 9, en í hana eru 5 sjálf- kjörnir. Þeir sem náðu kjöri eru: Ólafur Jóhannesson, Eysteinn Jónsson, Erlendur Einarsson, Helgi Bergs, Hákon Sigurgríms- son, Jónas Jónsson, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, Hákon Hákon- arson, Þórarinn Þórarinsson og til vara: Gerður Steinþórsdóttir, Guðmundur Bjarnason og Jón Helgason. í níu manna blaðstjórn voru kjörin: Halldór Ásgrímsson, Heið- ur Helgadóttir, Sigrún Sturludótt- ir, Geir Magnússon, Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Jóns- son, Haukur Ingibergsson, Pétur Einarsson, Hákon Sigurgrímsson, Til vara: Leó Löve og Óskar Þórmundsson. Dísarfell náðist óskemmt af strandstað HornafirAi 5. apríi EITT af skipum Sambandsins, Dísarfellið, kom hingað á sunnudagsmorgun og til að lesta hér um 100 tonn af fiskimjöli. Það óhapp vildi til er skipið var á leið inn innsigling- una, að það lagðist utan i sandeyri rétt austan við Hellinn og sat skipið þar fast þangað til það losnaði á flóðinu um klukk- an 17.45 með aðstoð lóðsbátsins. Ekki er talið að nein hætta sé á að skipið hafi skemmst þótt það legðist utan í eyrina þar sem þarna er mjúkur, leirkenndur botn. Strax og Dísarfellið var lagst að bryggju var hafist handa við að lesta 100 tonnum af mjöli í skipið eins og ekkert hefði í skorist. Þess má geta, að Dís- arfellið kom hingað frá Akureyri og virtist það nokkuð hlaðið. Einar Skuldbreytingar útgerðarinnar: Stöðvun blasir við mörg- um verði ekkert að gert — segir Eggert Haukdal, stjórnarformaður Framkvæmdastofnunar LIÐLEGA ár er nú liðið frá því Framkvæmdastofnun óskaði eft- ir að sett yrði á laggirnar sam- starfsnefnd, sem fjalla skyldi um skuldbreytingar útgerðarinnar. Eggert Haukdal, stjórnarformað- •ur Framkvæmdastofnunar, sagði aðspurður, að málið hefði gengið alltof hægt fyrir sig, hefði reynd- ar lítt þokast á þessu liðlega ári, frá því stofnunin opnaði málið. „Það er mikill fjöldi útgerða í landinu, sem á í miklum vandræð- um. Málið er reyndar svo alvarlegt hjá sumum, að verði ekkert að gert, er ekki um annað að ræða fyrir viðkomandi, en að loka. Það verður að gefa þessum aðilum kost á því að skuldbreyta, en um er að Nafn drengsins er drukknaði DRENGURINN sem drukknaði skammt frá bænum Ási við ör- lygshöfn á föstudaginn, hét Hrafnkell Hjartarson, til heimilis að Hænuvik í Rauðasandshreppi. Hann var fæddur 15. júni árið 1976. Að sögn lögreglunnar á Pat- reksfirði er líðan hins drengsins, er féll í vökina, við tilraun til að bjarga Hrafnkatli, góð, og mun hann ná sér að fullu. Hann er sjö ára gamall, en faðir hans bjargaði honum er hann hafði borist um 70 metra frá vökinni, undir ísnum. ræða gífurlegar skuldir við marga aðila, s.s. olíufélög, hreppana heima í héraði og sveitarfélögin og lífeyrissjóði," sagði Eggert Hauk- dal ennfremur. Eggert sagði, að þessar upphæð- ir skiptu samanlagt nokkrum milljörðum, og þvi lægi í augum uppi að taka yrði á málinu fyrr en síðar. „Maður getur reyndar ekki ímyndað sér, að togarar verði látnir stöðvast, þegar hægt er að henda nokkrum milljörðum í Þórshafnarævintýri," sagði Egg- ert ennfremur. Hugmyndir Framkvæmdastofn- unar voru þær, að samstarfshóp- ur, sem í væru fulltrúar sjávar- útvegsráðuneytisins, Fiskveiða- sjóðs, bankanna og fulltrúar Byggðasjóðs, sem Framkvæmda- stofnun hefur með að gera. „Eftir viðræður við menn að undanförnu, geri ég mér vonir til þess, að málið komist á einhvern skrið innan tíðar, og það er nauðsynlegt, að snarlega verði á málum tekið," sagði Eggert Hauk- dal ennfremur. Alþingi verði ein málstofa — segir í stjórnarskrártillögum Alþýðufl. ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokks- ins hefur ályktað um stjórnar- skrármálið. og telur timabært að hafnar verði viðræður þing- flokka um málið, svo að niður- staða um breytingar á stjórn- arskránni geti fengist á þessu kjörtimabili. Segir i ályktun al- þýðuflokksmanna, að lengri dráttur á slikum viðræðum geti leitt til þess að breytingum verði enn slegið á frest, eða þá að of knappur timi gefist á endanum til samkomulagstilrauna, sem þá Tilraun til bankaráns á Hellissandi: Náði ekki neinum f jármunum, en tapaði skó á flótta undan þjófabjöllunni BROTIST var inn í útibú Landsbanka íslands á Hellis- sandi á Snæfellsnesi um helg- ina. Þeir er þar voru að verki höfðu þó ekkert upp úr krafs- inu og komust ekki í neinar fjárhirslur, en annar þeirra tapaði á hinn bóginn öðrum skó sínum, er hann flýtti sér á brott við hávært undirspil þjófabjöllu i húsinu er ekki gast að manna- ferðum á þessum tima sólar- hrings, en atburðurinn átti sér stað laust fyrir klukkan fimm að morgni sunnudagsins. Ingólfur Ingvarsson, yfirlög- regluþjónn í Stykkishólmi, sagði í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins í gær, að innbrotið, sem varla væri unnt að nefna bankarán, hefði átt sér stað um klukkan 4.40 aðfaranótt sunnu- dags. Dansleik var þá nýlega lokið í félagsheimilinu á Hellis- sandi, og voru lögregluþjónar frá Ólafsvík enn í þorpinu. Þá gerð- ist það að fólk heyrði til þjófa- bjallna í Landsbankahúsinu, og var lögreglumönnum þegar gert viðvart. Er þeir komu á staðinn, var þar hins vegar engan mann að sjá, en greinilegt var að maður eða menn höfðu skriðið inn um glugga einn er þvingaður hafði verið upp. Skó komumanns fundu þeir á gólfinu við glugg- ann. Skömmu síðar óku lög- reglumenn svo fram á tvo menn á gangi á þjóðveginum til Ólafs- víkur, var annar þeirra skólaus á öðrum fæti, og við nánari athug- un reyndist þar vera á ferð hinn óvenjulegi viðskiptavinur bank- ans. Játaði hann að hafa farið inn í bankann, en félagi hans beið átekta utan dyra. Er þjófa- bjöllurnar fóru í gang varð hann hræddur og hafði sig á brott ásamt félaganum svo skjótt sem verða mátti, en lenti þó innan skamms í klóm varðmanna laga og réttar sem fyrr segir. Sá er inn í bankann fór, er Reykvíkingur, milli tvítugs og þrítugs, og hefur hann undan- farið verið að vinna í Ólafsvík. Var honum sleppt að lokinni yfirheyrslu, og var hann mjög miður sín að sögn lögreglunnar, enda innbrotið framið í augna- bliksvitleysu, í og með undir leiðsögn Bakkusar konungs. einangrist ef til vill við kosinga- og kjördæmaskipunarákvæðin. En fleira þurfi að koma til, svo sem ákvæði um mannréttindi, valddreifingu, félagafrelsi, starfshætti Alþingis og fleira. Síðan segir í ályktuninni: „Þingflokkur Alþýðuflokksins telur, að breytingar á ákvæðum stjórnarskrár um kosningar til Alþingis og kjördæmaskipun séu erfiðasta og viðkvæmasta við- fangsefnið í endurskoðun stjórn- arskrárinnar og að miðað við fyrri reynslu sé líklegt að þau atriði komi ekki til endanlegrar af- greiðslu fyrr en nær dregur kosn- ingum. Því leggur þingflokkurinn áherslu á að tíminn verði nú notaður til að hefja viðræður milli flokka þingsins um endurskoðun á öðrum þáttum stjórnarskrár þannig að frá þeim hafi verið gengið þegar viðkvæmustu og um- deildustu atriði endurskoðunar- innar verða tekin til meðferðar. Til þess að auðvelda þetta verk hefur Alþýðuflokkurinn þegar lát- ið gera drög að nýjum 3ja kafla stjórnarskrárinnar með veiga- miklum umbótum og leggur þær hugmyndir fram sem umræðu- grundvöil, en hefur þó fyrirvara um einstök atriði. í þessum drög- um er m.a. gert ráð fyrir auknu eftirliti Alþingis með fram- kvæmdavaldinu, umboðsmanni Alþingis, einni málstofu, nýskipan á nefndakerfinu í Alþingi, 18 ára kosningarétti ásamt mörgum fleiri nýmælum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.