Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 Alþjóðaforseti Lions til Islands WILLIAM C. Chandler, alþjóðafor- seti Lions-hreyfingarinnar, kemur til íslands í dag, þriðjudaginn 7. apríl. íslenzkir Lionsmenn munu taka á móti alþjóðaforsetanum og Mörthu, konu hans, á Keflavíkur- flugvelli seinni hlutann í dag og sýna þeim hjónum mannvirkin að Svarts- engi undir leiðsögn Eiríks Alexand- erssonar, umdæmisstjóra í Lions- umdæmi 109 A. Síðan verður haldið til Reykjavíkur, þar sem William C. Chandler mun heimsækja Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og veita honum, sem forsætisráðherra íslands, sérstaka heiðursorðu Lions-hreyfingarinnar. Um kvöldið munu þau hjónin Martha og William C. Chandler sitja kvöldverðarboð íslenzkra Lions- manna að Hótel Sögu, en því stjórn- William C. Chandler ar Ólafur Sverrisson umdæmisstjóri Lions-umdæmis 109 á íslandi. (Fréttatilkynning.) Nefnd til stuðnings fjölskyldu Korchnois: Halldór Blöndal kjörinn formaður \\\ beU' i \\6V\Sii HALLDÓR Blöndal alþingismaður var á sunnudaginn kjörinn formað- ur Íslandsdeildar Stuðningsnefnd- ar fjölskyldu Victors Korchnois. stórmeistara i skák, en markmið nefndarinnar er að vinna að þvi að eiginkona stórmeistarans og sonur fái að flytjast frá Sovétrikjunum. Þeim hefur itrekað verið neitað um brottfararieyfi, og sonurinn er nú i fangelsi i Sovétrikjunum. Með Hall- dóri Blöndal i stjórn nefndarinnar eru þeir Margreir Pétursson skák- maður og Páll Heiðar Jónsson dagskrárgerðarmaður. I undirbúningsnefnd fyrir stofn- fundinn voru þeir Einar S. Einars- son forseti Skáksambands Norður- landa, Haraldur Blöndal og Högni Torfason. Halldór Blöndal sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að stjórnin hefði þegar haldið sinn fyrsta stjórnarfund, og væri nú unnið að skipulagningu starfsins og línur lagðar um það á hvern hátt helst megi koma fjölskyldu Kor- chnois til aðstoðar. Verða hugmynd- ir stjórnarinnar kynntar blaða- mönnum innan tíðar. Halldór sagði það vera grundvall- ar mannréttindi að mati okkar íslendinga, að fjöiskyldur fái að búa saman og ferðast milli landa að geðþótta. Stjórnmálaskoðanir eða önnur slík mál eigi þar ekki að hafa nein áhrif á. Sovésk stjórnvöld virðist hins vegar reyna að kúga fjölskyldu skákmeistarans í þeim tilgangi að halda heimsmeistaratitl- inum í skák austan járntjalds, og séu slík vinnubrögð forkastanleg og óskiljanleg öllum lýðræðissinnum. Formaður Alþjóðanefndarinnar til stuðnings fjölskyldu Korchnois, er dr. Max Euwe, fyrrum forseti Alþjóða skáksambandsins, FIDE. Sve'<wb'.®^sv.ut **•%»*** ^ vbö'íaSe^h f. s{ivX s'9’ * S\8B'® "'carf'a Óöum WKam® raeKt- . «-arrS>saE sveitW séT ^a\ds\ö9'n PÖNTUNARSÍMI 44440 mer jafnvægisdisk Sendiö Nafn ... Heimilisfang ............................... Póststöð ................................... Póstversl. Heimaval, Box 39, 202 Kópavogur. kr. 164.00 póstkostn. Enn kemur Útsýn á óvart . . . MEÐ UNDURSAMLEGA ÆVINTÝRAFERÐ Mexíco-Arizona-Nevada 14 dagar frá 26. maí til 9. júní. Náttúrfegurö Kyrrahafsstrandar Mexíco, dregur feröamenn hvað- anæva úr heiminum. Útsýn hefur valiö einhvern besta baöstaö Mexico, sem dvalarstað fyrstu daga þessarar óvenjulegu ferðar. Síðan er ferðast um þetta töfrandi land: Tolteca, Maya og Azteka-indíánanna, notið hins dýrlega veðurfars og létta mexikanska andrúmslofts. Þar ríkir hvarvetna söngur og gleöi. Frá Mexico er svo feröast um Arizona á slóöum „kúreka" og gullgrafara þar sem enn í dag er aö finna andrúm hins „villta vest- urs“. Dvaliö á búgöröum meöal „kúreka" og snæddur kvöldveröur viö varöeld í félagi viö þá. Sagt er aö enginn gleymi Grand Canyon, sem séö hefur. Þar veröur dvaliö og notiö sólarupp- rásar yfir þessu furöulandi, sem laöar til sín fleiri ferðamenn árlega en nokkur annar staður í víöri veröld. Síöan er farið inn í Nevada „auðnina“ og dvaliö í mestu skemmtiborg veraldar LAS VEGAS, þar sem þekktustu skemmtikraftar Ameríku og Evr- ópu eru stöðugt á sviöum skemmtihúsa og spilahalla. Islenzkur framlengja dvölina í Bandaríkjunum. Feröaskrifstofan ÚTSÝN Símar 26611 og 23638. Austurstræti 17. •V ; ,j.í i •■*«< fíi •V - 'if! :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.