Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 Umræðurnar um svonefndan Þórshafnartogara hafa vakið at- hygli og aukið skilning margra á því í hvert óefni stefnir í fiskveiði- málum, ef ekki verður spyrnt við fótum og tekin upp skynsamleg aðferð til að hafa hemil á stærð skipastólsins. Viðbót rýrir kjörin Eins og nú standa sakir er beitt víðtæku skömmtunarkerfi til þess að takmarka heildarafla helztu sjávarútvegi. Engu að síður hefur nú á ný verið hleypt af skriðu innflutnings sem eykur stærð skipastólsins. Ymsir hafa undrast það, að sífellt skuli vera ásókn í ný fiskiskip, þótt afkoma sé léleg og erfitt að sjá rekstrargrundvöll fyrir ýmis þau skip sem í flotann bætist. Skýringin á þessu er vafa- laust sú, að útgerðaraðilar byggja það á reynslunni, að stjórnvöld hlaupi undir bagga þegar í harð- bakka slær. Kjartan Jóhannsson: Hagkvæmni í tækt að bæta atvinnuástand í tilteknu plássi með því að bæta fiskiskipi í flotann, sem færi þá í þetta tiltekna sjávarpláss. Nú eru hins vegar viðhorfin önnur. Þegar ekki er unnt að auka heildarafl- ann, verður viðbót af þessu tagi á kostnað heildarinnar. Þá er ekki lengur skynsamlegt að ætla sér jðfnun á hráefnisaðdráttum milli staða með auknum skipakaupum til landsins. Á hinn bóginn eru margvísleg dæmi um það, að svo mikill afli berist á land á einu landshorni að hann skemmist á sama tíma og hráefnisskortur ríkir í fiskvinnslu í öðrum lands- hlutum. Sömuleiðis eru dæmi um það, að ráðist er í togarakaup til að mæta þörf fyrir tiltölulega litla hráefnisviðbót í tilteknum pláss- nytjafiska. Togurum eru bannaðar þorskveiðar þriðjung úr árinu. Bátaflotinn býr við takmarkanir á þorskveiðum, síldveiðum og loðnu- veiðum. Af þessu er augljóst, að fiskiskipastóllinn er of stór miðað við afrakstrargetu fiskstofnanna. Þegar heildarveiðin og þar með heildartekjur eru takmarkaðar, mun sérhver viðbót við flotann minnka afla og tekjur allra hinna, sem fyrir eru. Viðbótin við flotann þýðir að minna kemur í hvern hlut jafnframt því sem kostnaður vex. Viðbótin rýrir þannig kjör sjó- manna, útgerðar og þjóðarinnar allrar. Á sama hátt þýðir minnkun flotans við þessar aðstæður, að meira kemur í hvern hlut og hagur sjómanna, útgerðar og þjóðarinn- ar allrar batnar. Almennur skilningur Flestum ætti að vera þessi sannindi ljós, enda má segja að nauðsyn þess að hafa hemil á stærð skipastólsins njóti nú orðið almenns skilnings og þá ekki síst meðal sjómanna, útgerðarrnanna og annarra þeirra sem starfa í stærð og endurnýjun fiskiskipaflotans Skylda stjórnvalda Á hinn bóginn er vert að leggja áherzlu á, að sérhver einstakur útgerðaraðili keppist vitaskuld við að ná sem mestu i sinn hlut, án tillits til þess að aukin afla- brögð hans eru á kostnað allra annarra í greininni, þegar heildar- afli er takmarkaður. Þetta er að ýmsu leyti eðlilegt, og birtist m.a. í ásókn í ný skip. En einmitt það, að málum skuli svona háttað, leggur stjórnvöldum ríkar skyldur á herðar. Einmitt af þessum sökum verða stjórnvöld að tryggja hæfilega stærð skipastólsins og hindra ofvöxt hans. Fiskveiði- stefna án takmörkunar á stærð skipastólsins er markleysa. Fjögur stefnumarkandi frumvörp Eðlileg endurnýjun, en viðbætur séu minni en brottfall Jafnframt því að stefna að hagkvæmari stærð skipastólsins verður að vinna að því, að fiski- skipin séu vel búin og veiti góðan aðbúnað. Eðlileg framþróun og endurnýjun verður að eiga sér stað. Þótt togaraflotinn sé tiltölu- lega nýr, er ljóst, að bátaflotinn er að ýmsu leyti úr sér genginn og þarfnast endurnýjunar og endur- bóta. Að því þarf að stefna. '' Engin leið er til önnur til þess að draga úr stærð fiskiskipastóls- ins, en að brottfall skipa úr rekstri sé meira en það sem við bætist vegna endurnýjunar. Nærtækasta og jafnframt átakaminnsta leiðin er að setja sér að viðbætur og endurnýjun fari ekki fram úr tilteknu hlutfalli af brottfalli úr flotanum. Samræmi veiða, vinnslu og atvinnu Meðan fiskiskipastóllinn var ekki stærri en svo að sóknargeta hans var minni en svaraði til afrakstrargetu fiskistofnanna, þá þurftu menn ekki að hafa áhyggj- ur af flotastærðinni. Þá var nær- um og hafa menn dæmi af því tagi fyrir augunum. Stefnumörkun í skipastólsmálum Vandamálið, sem við er að fást, er í rauninni þvíþætt: (1) Hafa hemil á og draga úr stærð flotans. (2) Sjá til þess að eðlileg endur- nýjun geti átt sér stað. (3) Tryggja sem jafnasta hrá- efnisaðdrætti milli staða með tilliti til atvinnuþarfar og af- kastagetu. Til þess að mæta þessum þrí- þætta vanda höfum við nokkrir þingmenn Alþýðuflokksins flutt fyrir hönd flokksins fjögur laga- SUMMA \ SUMMA í STOFUNA SUMMA raðskápamir sóma sér vel í stofu, 2 eða fleiri saman, allt eftir húsrými. Uppröðun getur verið eins og myndin sýnir, — 6 skápar í allt, þar af einn sjónvarpsskápur, tveir glasaskápar, 6 skúffur, 2 lokaðir skápar, hljómtækjahirsla, bóka- hillur og skrauthillur, — sem síðan má breyta eftir þörfum. í BARNA- OG UNGLINGA- HERBERGIÐ EÐA TÓM- STUNDA- OG VINNUKRÓKINN. SUMMA skapar notalega aðstöðu til leikja og lærdóms. Hvar sem er í húsinu má finna stað fyrir heimavinnuna og tómstundastarfið. Borð, korktafla og 2 — 4 skápar er það sem til þarf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.