Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 Fundur um málefni Sjálístæðisflokksins á Akranesi: Mikilvægt að sjálfetæðismenn ræði vandamál flokksins og leiti allra leiða til sátta Pálmi Jónsson landbúnaðarráð- herra og Friðrik Sophusson alþingis- maður voru frummælendur á al- mennum fundi á Akranesi á mið- vikudagskvöldið, sem Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna gekkst þar fyrir. Fundarefni var „Staða Sjálf- stæðisflokksins." Staða flokksins erfiö nú Friðrik Sophusson hóf mál sitt á því að segja stöðu Sjálfstæðisflokks- ins nú erfiða, stjórnarmyndunin hefði skerpt skilin innan flokksins, og enn sæi ekki fyrir endann þar á. Friðrik sagðist hins vegar telja að flokksmenn væru nú reiðubúnari en áður að ræða vandann, og væri fundur þessi þáttur í slíkri viðleitni. Friðrik vék þessu næst nokkrum orðum að uppruna Sjálfstæðis- flokksins, sem myndaður hefði verið á þann fátíða hátt í lýðræðisriki, þar sem tveir flokkar sameinuðust. Þetta hefði meðal annars haft það i för með sér að tillitssemi ýmissra hópa innan flokksins hefði jafnan verið mikil hvers í annars garð, og flokkurinn hefði af þeim sökum aldrei klofnað þó nú hafi syrt í álinn. Agreiningurinn nú væri þó ekki algjör nýiunda í flokknum, og mætti minna á fyrri tíðar ágreining, svo sem við myndun Nýsköpunarstjórn- arinnar 1944, og við forsetakosn- ingarnar 1952 og 1968. Frjálslyndur eöa íhaldssamur flokkur? Þingmaðurinn sagði ágreining vera um það hvort Sjálfstæðisflokk- urinn sé ihaldsflokkur eða frjáls- lyndur flokkur. Flestir geti þó verið sammála um að hann sé frjálslyndur í þeim skilningi að innan hans sé rúm fyrir marga hópa með mismun- andi sjónarmið. Stétt með stétt hefði ekki aöeins verið venjulegt slagorð, heldur staðreynd í Sjálfstæðis- flokknum. Friðrik sagðist vera þeirrar skoð- unar að fólkið í flokknum vildi starfa í einum samhentum flokki, enda væri það vænlegra til árangurs. A vinstri væng stjórnmálanna hafi menn séð vítin til að varast, þar sem klofningur og flokksrof væru daglegt brauð. Vitað sé einnig að klofni Sjálfstæðisflokkurinn, verði áhrif stefnu hans aldrei söm og áður. Þá vék Friðrik að leiftursókninni, kosningastefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins í desemberkosningunum 1979. Sagði hann að ákveðið misvægi hefði orðið í gerð hennar, og í tímahraki kosningabaráttunnar hefði ekki tekist að útfæra hana sem skyldi. Hann kvaðst hins vegar bera fulla ábyrgð á stefnuskránni eins og aðrir forystumenn flokksins, og það hvarflaði ekki að honum að flýja frá henni. Þar hefði verið gerð merk tilraun til að skýra hvað átt væri með óljósum almennum landsfunda- samþykktum. „Við höfum hins vegar ekki tíma til að ræða stefnumótun- ina eins og æskilegt hefði verið, og jafnframt hafði flokkurinn ekki end- 'anlega náð saman endum í mjög mikilvægum málaflokkum eins og til dæmis í landbúnaðar- og byggðar- málum“ sagði Friðrik. l.febrúar 1980 var engri leiö hafnað Friðrik Sophusson vék þessu næst að myndun ríkisstjórnarinnar fyrir rösku einu ári. Sagði hann oft gæta misskilnings er rætt væri um það hvers vegna meirihluti þingflokksins hafnaði stuðningi við ríkisstjórnina. „I minum huga er það alveg ljóst“ sagði alþingismaðurinn, „að á fundi þingflokksins hinn 1. febrúar 1980 hafi engri leið verið hafnað. Við Pálmi og allir þingmenn flokksins vildum reyna aðra leið áður, en Gunnar og Friðjón sátu hjá. Eggert átti þá ekki sæti í þingflokknum. Það hvarflaði ekki að mér á því andartaki, að Gunnar myndi haída áfram samningaviðræðum við for- ystumenn Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Þegar það hins varð ljóst að Gunnari hafði verið falið umboð til stjórnarmynd- unar gerði þingflokkurinn tilraun til að komast inn í þær viðræður, en því var hafnað." Friðrik sagðist vilja láta það koma fram, að svona liti hann á málin, en það væri ekki aöalatriði lengur. Nú skiptir nútíðin og framtíðin máli, þegar rætt væri um stöðu Sjálfstæð- isflokksins. Fjórar forsendur sátta í flokknum Friðrik sagðist vilja nefna fjórar forsendur, er þyrftu að vera fyrir hendi, ef af sáttum í flokknum ætti að geta orðið. 1. Nauðsynlegt sé að gera sér ljóst að sameiginleg stjórnmálamark- mið séu sjálfstæðismönnum svo mikilvæg að menn vilji vera í einum flokki. Þá verði að vinna sleitulaust að settu marki og fremur eigi að leita lausna en sökudólga á núverandi vanda. 2. Sjálfstæðismenn verði að vera opnir fyrir breytingum á forystu flokksins, og forystusveitin verði að hefja opnar og hreinskilnar umræður um það. „Það er skyida og raunar veigamikill þáttur í forystuhlutverki formanns flokksins við þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja, að hann opni umræður um hugsanlega endur- nýjun í æðstu trúnaðarstöður, þar á meðal um formanssætið" sagði Friðrik, og sagði nauðsynlegt að niðurstaða fengist án tillits til persónu núverandi formanns, „en auðvitað ber að tryggja fulla virðingu allra forystumanna, hvort sem þeir verða endurkjörn- ir eða draga sig í hlé.“ 3. Menn verði að vera tilbúnir að breyta skipulagi flokksins á næsta landsfundi ef talið verði að það auðveldi sættir. 4. Sjálfstæðismenn verði að standa sömu megin ríkisstjórnar fyrir næstu kosriingar, annað hvort allir í stjórn eða allir í stjórnar- andstöðu. Hvað ber að gera fram að landsfundi? Friðrik vék þessu næst að því, hvað hann teldi mikilvægast að gera Guðjón Guðmundsson — sögðu Friðrik Sophusson og Pálmi Jónsson í ræðum sínum sínum á eflingu málefnalegs sam- starfs, í þeirri trú að fátt skilji sjálfstæðismenn raunverulega að í þeim efnum. Friðrik sagði þarna sameiginlegan flöt til að vinna á fram að landsfundi næsta haust og í framhaldi af því væri nauðsynlegt að þingmenn og ráðherrar úr Sjálf- stæðisflokki beri saman bækur sínar um flutning þingmála á grundvelli landsfundarályktana og starfa mál- efnanefnda flokksins. Sagði hann það að vísu geta orðið erfitt fyrir ráðherrana, en þess væri þó að gæta, að þeir aldrei sagt samstarfs- mönnum sínum annað en þeir yrðu áfram í þingflokki sjálfstæð- ismanna. Sáttatillaga verði rædd Þessu næst vék þingmaðurinn að tillögu er borin var fram af Stefáni A. Jónssyni á Kagaðarhóli á síðasta flokksráðs- og formannafundi, og samþykkt þar lítt breytt. Tillagan væri svohljóðandi: „Flokksráðs- og formannaráðstefna Sjálfstæðis- flokksins haldin dagana 29. til 30. nóvember 1980, samþykkir að fela miðstjórn að leita allra leiða til sátta og samkomulags í flokknum." Sagði Friðrik samþykktina hafa verið lagða fram í miðstjórn en ekki rædda þar svo nokkru næmi, og ekki væri hún enn komin fram í þing- flokknum sér vitanlega. Sagði hann það sína skoðun að tillöguna ætti að ræða opinskátt og ítarlega, enda gæfi hún tækifæri til opinskárra umræðna að viðstöddum öllum helstu áhrifamönnum flokksins í fyrrnefndum stofnununum tveimur. Umræður þyrfti að hefja strax, og Hörður Pálsson legri en Sjálfstæðisflokkurinn og hugsjónir hans.“ Mikilvægt að ræöa málin Pálmi Jónsson byrjaði ræðu sína á að þakka það tækifæri að fá aö tala á fundi á Akranesi. Sagðist hann telja mikils virði, að málefni Sjálf- stæðisflokksins væru rædd, og hefðu skagamenn lagt mikiö til þess að svo yrði gert. Sagði hann hið sérstæða ástand í flokknum vera með þeim hætti, að nokkurri úlfúð hefði valdið, og margir hefðu jafnvel talað um, að þær sprungur væru nú komnar í flokkinn, að til greina kæmi, að hann klofni. „Ég mun hins vegar ekki gera neinu slíku skóna“ sagði Pálmi. Hitt væri augljóst að nauðsynlegt væri að brjóta þessi mál til mergjar, finna hvernig bæta megi úr og hvernig sameina megi flokkinn á ný. Pálmi sagðist ekki telja nauðsynlegt að fara mörgum orðum um orsakir þessara stöðu. Þó sagðist hann vilja segja það um þá sjálfstæðismenn, er í stjórnarsamstarfið gengju, að svo hefði verið að þeim þrengt í vinnu- brögðum og ákvörðunum um stór- pólitísk efni og um stefnumörkun, að þeir hefðu ekki átt annars kost en að standa að stjórnarsamstarfinu. Hefði það ekki gerst, hefði staða Sjálfstæðisflokksins orðið verri en ella, og flokkurinn haldið áfram að missa fylgi meðal þjóðarinnar eins og verið hafi á síðustu árum. Stjórnarmyndunin breikkaði flokkinn Pálmi sagðist líta svo til að þetta væri ekki aðeins sín skoðun, heldur og fjölda flokksmanna um land allt. Eftir stjórnarmyndunina hefði fólk komið til starfa í Sjálfstæðisflokkn- um, sem áður hafi verið hætt að starfa innan hans. í þeim hópi væri fólk, sem annað hvort var farið úr honum eða á mörkum þess að segja skilið við hann. Ekki væri sér hins vegar kunnugt um að nokkur maður hefði yfirgefið flokkinn vegna stjórnarmyndunarinnar eða að hann hafi tapaö fylgi meðal þjóðarinnar Stefán Teitsson Lengra til hægri Pálmi sagði því næst, að núver- andi staða innan flokksins mætti ekki vara til langframa. Núverandi ástandi verði að linna. Mikið væri um það rætt, að vandi flokksins væri fyrst og fremst bundinn við einstak- ar persónur, og út frá því væri oft gengið, þegar rætt væri um hvernig bæri að setja niður deilur flokks- manna. Pálmi sagði það að vísu rétt, að flokkurinn ætti við forystuvanda- mál að etja og flokkadrættir hefðu verið með mönnum, en vandinn ætti þó dýpri rætur. Þessar rætur sagði hann liggja í því, að á síðustu árum hefði flokkur- inn færst til hægri, og fyrir síðustu kosningar hafi verið gerðar þær breytingar á stefnunni, sem öllum hefðu ekki verið geðþekkar. Sjálf- stæðisflokkurinn ætti sér sínar grundvallarhugsjónir. Þær grund- vallarhugsjónir væru að standa vörð um frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar, að verna rétt og sjálfstæði hvers einstaklings um leið og hagsmunir allra stétta væru hafðir að leiðar- ljósi. Þessi stefnumál hefðu alla stund verið aðall flokksins. Þau aðhylltust í raun þorri íslendinga. Því ætti flokkurinn að geta náð til mjög stórs hluta kjósenda í kosning- um, en það hefði þó ekki tekist eins og skyldi, einkanlega hin síðari ár. Á síðari árum sagði Pálmi flokk- inn hafa leitað lengra til hægri en áður. Erlendar kennisetningar og blind fjármagnshyggja hefðu ráðið of miklu. Leiftursóknin hefði gengið of langt í þessum efnum, jafnvel lengra en mögulegt væri að fram- kvæma. Það hafi átt sinn þátt í hvernig fór í vetrarkosningunum og um leið þverrandi trausti á Sjálf- stæðisflokkinn. Pálmi sagðist þeirr- ar skoðunar, að hefði verið haldið áfram á þessari braut, hefði flokkur- inn orðið lítill hægri flokkur, þó hann hefði ef til vill getað orðið innbyrðis sterkur við það að minnka til muna, hefðu áhrif hans orðið lítil. Því sagöist hann vilja þakka það, er Friðrik segði að endurskoða þyrfti ólafur Sigurðsson á næstunni, fram að landsfundi í haust. En landsfundi hefði verið frestað sem kunnugt væri, þrátt fyrir andstöðu Geirs Hallgrímsson- ar, sem heldur hefði viljað halda hann í vor eins og gert hafði verið ráð fyrir. Bæði formaður og fram- kvæmdastjóri flokksins hefðu á hinn bóginn sagt, að tímann fram að landsfundi verði að nota til að finna leiðir til samkomulags. Friðrik kvaðst telja brýnt að tíminn verði vel notaður, og þegar í stað verði hafist handa við að fikra sig í átt til lausnar. Vitnaði Friðrik í grein Styrmis Gunnarssonar rit- stjóri á Morgunblaðinu, sem hann taldi vera í rétta átt, en þar hefði verið leitast við að finna ýmislegt sameiginlegt í málflutningi þeirra Geirs Hallgrímssonar og Gunnars Thoroddsens. Sagði þingmaðurinn það vonandi vita á gott, að Þjóðvilj- inn kallaði þetta „sögulegt bónorð" og hefði af því nokkrar áhyggjur. Sagðist Friðrik vilja taka undir með Styrmi, er hann segði: „Er eftir nokkru að bíða?“ — Sjálfstæðis- menn ættu þegar í stað hefja viðræður er hefðu það markmið að sameina flokk þeirra á ný. Þá vék Friðrik að því, að bæði Gunnar og Geir hefðu lýst áhuga niðurstaða verði að liggja fyrir landsfundi. Þá sagði Friðrik einnig að efna ætti til funda sjálfstæðismanna um allt land, beggja vegna stuðnings við ríkisstjórnina, þar sem meðal ann- ars ætti að leita leiða til sátta og engum dyrum ætti að loka fyrr en full samstaða og eining hafði náðst. Með tækjum lýðræðisins, svo sem opnum, hreinskilnum umræðum, kosningum og virðingu fyrir lýðræð- islegum niðurstöðum, verður Sjálf- stæðisflokkurinn að leysa mál sín sjálfur, sagði Friðrik. Ræðu sinni lauk hann síðan með þessum orðum, eftir að hafa sagt að minnihlutinn verði að hafa siðferðilegt þrek til að virða rétt meirihlutans, um leið og hann vinni skoðunum sínum fylgi innan flokksins í stað þess að rjúfa flokksbönd og efna til samstarfs við andstæðingana: „Þá er komin tími til að brjóta niður þá ímynduðu múra, sem reistir eru í nafni einstakra forystumanna utan um stuðningsmennina eins og réttarveggir um búsmalann. Við skulum minnast orða fyrrverandi formanns flokksins, Jóhanns Haf- stein, þegar hann sagði, að enginn einn sjálfstæðismaður væri merki- eftir stjórnarmyndunina. Að vísu væri erfitt að sanna þetta, en þetta væri sín skoðun. Grundvöllur flokks- ins hefði breikkað við stjórnarmynd- unina, sem gæfi möguleika til að ná til aukins fjölda fólks. Þrátt fyrir hið erfiða ástand innan flokksins sem vissulega þyrfti að ráða bót á. Ræðu Friðriks Sophussonar sagði hann hafa verið i alla staði ágæta og drengilega, og bera vott um skilning á stöðu Sjálfstæðisflokksins og hvað þurfi að gera til úrbóta. Eitt atriði í ræðu Friðriks sagði Pálmi þó hafa komið sér á óvart. Vildi þingflokkurinn taka þátt í viðræðunum? Þetta atriði sagði hann vera það, að Friðrik segði meirihluta þing- flokksins hafa gert tilraun til að komast inn í stjórnarmyndunarvið- ræðurnar í febrúar 1980. Sagði hann sér ekki kunnugt um þennan áhuga. Hann og Friðjón Þórðarson hefðu lagt sig í framkróka við að ná samstöðu innan þingflokksins um meiri breidd i stuðningi við núver- andi ríkisstjórn. Allar leiðir hefðu verið reyndar, en þær hefðu því miður ekki tekist. ýmislegt i stefnu flokksins og skoða suma málefnaflokka betur i því skyni að ná um þá víðtækari sam- stöðu meðal allra flokksmanna. Pálmi sagði flokkinn þurfa að feta sig til meira frjálslyndis og meiri víðsýni í líkingu við það er var í tíð Ólafs Thors, sem mótaði flokkinn eftir þeim sjónarmiðum, en honum var að vísu stundum brugðið um of mikla samningalipurð. A þeirri tíð hefðu kjörorðin „Stétt með stétt“ og „Flokkur allra stétta" verið í háveg- um höfð innan Sjálfstæðisflokksins. Eftir að þessi kjörorð hefðu verið lögð til hliðar í stefnu flokksins, hefði honum vegnað miður. Nú örlar aðeins á því, að sjálfstæðismenn í stjórnarandstöðuhluta flokksins taki sér þessi orð í munn að nýju. Vonandi væri það merki þess, að þeir vildu stefna í frjálslyndisátt, sem væri forsenda fyrir sáttum og sam- komulagi innan flokksins. Jákvætt að fresta landsfundi? Pálmi Jónsson sagðist ekki leggja dóm á þá ákvörðun að fresta lands- fundi flokksins til hausts, en ef tíminn væri notaður til að leita sátta, þá teldi hann um jákvæöa ákvörðun að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.