Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 Friðarviðræður írana og íraka? Kuwait, 6. aprii. ÁP. DAGBLAÐIÐ Al-Watan i Kuwait hélt þvi fram i dag, að írakar og íranir hafi byrjað óformlegar samningaviðræður um að binda enda á striðið milli þjóðanna fyrir milligongu sáttanefndar múhameðstrúarrikjanna. I blaðinu sagði, að „áþreifan- legur árangur" hefði orðið af þessum viðræðum og hefði náðst samkomulag um sex atriði af átta, sem þjóðirnar settu sem skilyrði fyrir friði. Þau tvö atriði, sem ágreiningur er um, eru framtíð þriggja eyja í Persaflóa, sem Iranir lögðu undir sig 1972, og framtíð Shatt-Al-Arab-sundsins. írakar krefjast þess, að Samein- uðu furstadæmunum verði skilað eyjunum en Iranir halda því fram, að yfirráðin yfir þeim séu annað mál og óskylt styrjaldarátökunum milli þjóðanna. Hvað Shatt-Al- Arab varðar þá vísa írakar til ráðstefnunnar í Konstanínópel 1913, sem ákvað að sundið væri hluti Iraks, en Iranir vitna til samkomulagsins í Alsír 1975, sem deilir sundinu með báðum þjóðun- um. Alexander Haig: Varar við frekari Sigri fagnað. Breska hljómsveitin Bucks Fuzz fagnar sigri í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu, sem háð var í Dublin sl. laugardagskvöld. Meðlimir hljómsveitarinnar eru, talið frá vinstri: Bobby G., Jay Aston, Cherly Baker og Michael Nolan. AP-simamynd. Bretar sigruðu í söngvakeppnirmi Dublin. 6. april. AP. BRCTAR unnu Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evropu, sem haldin var i Dublin á írlandi sl. laugardag. Hljómsveitin Bucks Fuzz söng fyrir hönd Bretlands og heitir sigurlangið „Making Your Mind Up“. Lag frá Þýska- landi varð i öðru sæti en Frakkar höfnuðu i þvi þriðja. Baráttan um efstu sætin var hörð og skildu aðeins 4 atkvæði Breta og Þjóðverja að. Breska lagið tók forystu undir lok at- kvæðagreiðslunnar og voru það atkvæði Svía sem tryggðu því sigurinn. Aðeins eitt lag fékk ekkert atkvæði, lagið „Aldri í Livet“, sem Finn Kalvik söng fyrir hönd Norðmanna. Norð- menn hafa oftast hafnað í neðsta sæti söngvakeppninnar og eru á skrá sem slikir í heimsmetabók Guinnes. For- maður norsku dómnefndarinnar, Harald Tusberg, sagði að Norð- menn væru himinlifandi með árangurinn, þeir hefðu a.m.k. ekki misst sitt sæti í heimsmeta- bókinni. Þetta er í annaö sinn á 3 árum sem Norðmenn fá ekkert atkvæði í söngvakeppninni en þeir hafa verið í neðsta sætinu undanfarin þrjú ár. „Okkur gekk ekki vel“ „Við áttum alls ekki von á að lenda í efsta sætinu," sagði Michael Nolan, einn fjögurra meðlima Bucks Fuzz. „Þegar fyrstu löndin höfðu greitt atkvæði vorum við hvergi nærri því að vera efst og þá taldi ég þetta vonlaust. Okkur gekk heldur ekki vel og vorum alls ekki ánægð með hljómburðinn," sagði hann. Hljómsveitarmeðlimirnir, tveir karlmenn og tvær konur, eru allir ákveðnir í því að fylgja sigrinum eftir og falla ekki í skuggann eins og svo oft hendir þá sem vinna söngvakeppnina. Eru þeir þegar farnir að huga að plötuupptöku. Öryggisvarla á keppnisstað var ú strangasta sem sést hefur í 26 ára sögu söngvakeppninnar. Leitað var rækilega á bæði þátttakendum og áhorfendum og margir óeinkennisklæddir lög- regluþjónar sátu meðal áhorf- enda. Fyrir utan keppnisstað stóðu mótmælendur sem vöktu athygli á hungurverkfalli fang- anna í Maze-fangelsinu og kröf- um þeirra um að fá réttindi pólitíska fanga. átökum í Líbanon Beirút, 6. april. AP. FORSETI Libanons, Elias Sarkis, skipaði i dag Sýrlendingum og libanska hernum að hætta átökum og utanríkisráðherra Bandarikj- anna, Alexander Haig, varaði við „alvarlegum“ afleiðingum þess, ef ekki yrði samið um vopnahlé. Fréttir berast enn af bardögum milli Sýrlendinga og hægri sinn- aðra kristinna manna i Austur- Lfbanon, en þeir hafa nú staðið i sex daga samfleytt. Israelskar herflugvélar flugu í dag yfir höfuðborgina, Beirút, og hópar vinstri sinnaöra múham- eðstrúarmanna hvöttu til allsherj- arstuðnings við Sýrlendinga í „væntanlegri úrslitaorrustu". „Rödd Líbanons", útvarpsstöð falangista, sem eru stærstu samtök hægri- manna, sagði, að hrundið hefði verið árás Sýrlendinga á Zahle eftir næturlanga orrustu. Með átökunum undanfarna daga var bundinn endir á 16. vopnahléssamkomulagið milli Sýrlendinga og kristinna manna í Líbanon. Haig, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, kom í dag til Amman í Jórdaniu frá ísrael og mun ræða við Hussein Jórdaníukonung um ástandið i Austurlöndum nær. í Jerúsalem lét hann þau orð falla, að ekki væri ólíklegt, að Rússar stæðu að baki átökunum i Líbanon nú, enda vildu þeir draga athyglina frá Póllandi. Bandarískur sérfræðingur í alþjóðamálum: Rússar tregir í innrás þar sem illa gengur í Afganistan Cleveland, 6. aprll. AP. BANDARÍSKUR sérfræðingur í alþjóðamálum, Louis Dupree, sagði i dag, að Rússar væru trúlega mjög tvístígandi yfir þvi hvort þeir eiga að senda heri sina inn í Pólland eða ekki, þar sem vonir þeirra um skjótan sigur a frelsisöflunum i Afganistan brustu. Hann sagði að í Afganist- an hefðu Rússar orðið að leggja út i miklu meira hernaðarbrölt en þeir gerðu ráð fyrir f upphafi. Dupree, sem dvaldist í Afgan- istan og Pakistan í 30 ár, sagði að í Moskvu væri litið á Samstöðu sem ógnun við kommúnistamann. Hann sagði að Rússar hefðu mis- reiknað sig og talið að Afganir myndu fúsir vilja kommúnistískt þjóðskipulag. „Þeir töldu sig geta komið á „röð og reglu“ í Afganist- an á 90 dögum,“ sagði Dupree. Af þessum sökum, sagði hann, væru þeir á báðum áttum og jafnvel óvissir um árangur af innrás í Pólland. Dupree sagðist álíta að frelsis- sveitirnar í Afganistan myndu eiga auðvelt með því að veita sovézku hersveitunum í Afganist- an mótspyrnu í a.m.k. 20 ár, einkum ef þeim bærust vopn frá öðrum þjóðum. Spádómur- inn falsaður Las Vegas, 6. april. AP. UPPLYST hefur verið að við- talið við spákonuna Tamara Rand þar sem hún sagði fyrir um morðtilræðið við Ronald Reagan hafi verið tekið upp daginn eftir að tilræðið var framið en ekki i byrjun janúar eins og fram kom i sjónvarps- þættinum sem viðtalið var sýnt 1 fyrir sl. helgi. Umsjónarmaður þáttarins, Dick Maurice sagðist í sjón- varpsþættinum hafa tekið við- talið við Rand 6. janúar. Um helgina birtist svo grein eftir hann í Las Vegas Sun þar sem hann biðst afsökunar á því að hafa logið. Hann hafi í raun tekið viðtalið við Rand daginn eftir morðtilraunina og starfs- menn sjónvarpsstöðvarinnar hafa staðfest það. Rand sagðist hafa falsað viðtalið til að hjálpa spákonunni en hún vill ekkert segja um grein Rands. Reagan aðvarar Rússa WawhinKton. 6. april AP. TALSMAÐUR Hvita hússins sagði i morgun, að Ronald Rea- gan, Bandarikjaforseti, hefði sent Leonid Brezhnev, forseta Sovétrikjanna, harðort skeyti, þar sem Sovétmenn eru varaðir sérstaklega við hernaðarihlutun i Póllandi. Larry Speakes vildi ekki segja fréttamönnum nánar um innihald skeytisins, en NBC-sjónvarpsstöð- in sagði, að Sovétmenn hefðu verið varaðir við hinum verstu afleið- ingum. New York times hafði eftir heimildamönnum, að „kjarnyrt orðalag" hefði verið á skeytinu, en embættismenn í Hvíta húsinu sögðu skeytið ekki hafa falið í sér neina hótun eða ögrun. Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum sagði, að nýjar heræfingar og herliðsflutn- ingar í nágrenni Póllands jafn- giltu í raun og veru innrás. Brzezinski, fyrrum öryggis- ráðgjafi Carters, sakaði í dag Sovétmenn um að reyna að koma í veg fyrir að pólsk stjórnvöld og Samstaða gerðu með sér sam- komulag, er báðir deiluaðilar gætu sætt sig við. Rússneskir hernaðarráðgjafar fremja sjálfsmorð í Afganistan Inlamabad, 6. aprll. AP. AFGANSKUR skæruliðafor- ingi sagði, að rússneskir hern- aðarráðgjafar fremdu frekar sjáifsmorð en láta afganska skæruliða taka sig lifandi. Hann sagði, að í siðustu viku hefðu skæruliðar umkringt sveit stjórnarhermanna i Skander Khel-dalnum í Paktia- héraði. í för með þeim hafi verið þrír sovézkir hernaðar- ráðgjafar. Ráðgjafarnir voru um borð i T-55 skriðdreka og er skothríð hófst á lestina, sprengdu þeir handsprengju, en við það sprungu aðrar sprengjur í skriðdrekanum. Skæruliðaforinginn sagði, að skæruliðarnir hefðu eyðilagt tólf brynvarðar herflutningabifreið- ar í árásinni og fellt a.m.k. 150 stjórnarhermenn og sex liðsfor- ingja. Hann sagði, að enginn hefði komist undan og 72 her- menn hefðu gefist upp mót- spyrnulaust. Sumir þeirra voru allt niður í 16 ára. Vestrænir diplómatar hafa skýrt frá miklum bardögum í Paktia-héraði í síðustu viku. Þeir búast við, að bardagar eigi enn eftir að harðna með hlýn- andi veðri. Segir í fréttum frá Kabúl, að frelsissveitir skæru- liða hafi látið til skarar skríða í 20 af 29 héruðum landsins. í öðrum fregnum sagði, að afganskir stjórnarhermenn hefðu yfirbugað sveitir skæru- liða í Badghis-héraði í norðvest- urhluta landsins og gert upp- tækt mikið magn kínverskra vopna. Sagði í þessum fregnum, sem útvarpið í Kabúl var borið fyrir, að þrír skæruliðaleiðtogar hefðu faliið í átökunum. Jafn- framt sagði, að skæruliðaleiðtogi hefði verið tekinn fastur í hinu afskekkta héraði, Balkh, í norð- urhluta landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.