Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 15. frumvörp á Alþingi. í þessum fjórum frumvörpum felst stefnu- mörkun i skipastólsmálum. Þessi frumvörp eru um afnám sérstakr- ar heimildar til ríkisábyrgðar vegna togarakaupa erlendis frá, um hagkvæmni í stærð og endur- nýjun skipastólsins um greiðslu- tryggingasjóð fiskafla og um efl- ingu úreldingarstyrkja. Fjögur lagafrumvörp Alþýðuflokksins Megindrættir í frumvörpunum eru þessir: 1. Fyrsta frumvarpið fjallar um afnám heimildar fyrir ríkis- stjórnina til að veita ríkis- ábyrgð á lánum til skuttogara- kaupa erlendis. Fer þá heimild- arveitingin til Alþingis eins og um aðrar ríkisábyrgðir, sbr. t.d. meðferðina á Flugleiðamálinu. Gerð er tillaga um þessa breyt- ingu af því að ríkisstjórnar- heimildin, sem er samkvæmt lögum frá 1972 hefur leitt ríkisstjórnina í þá freistni að láta undan þrýstingi eins og dæmin sanna. 2. Samkvæmt frumvarpi um hag- kvæmni í stærð og endurnýjun skipastólsins eru sett lög um það, að nýjar viðbætur við fiskiskipaflotann á hverjum tíma fram til 1985 megi ekki fara fram úr 50% af meðalúr- falli úr flotanum næstu 2 ár á undan og er þá miðað við brúttórúmlestatölu. Þó eru ákvæði um bann við fiskiskipa- innflutningi árin 1981 og 1982 og tiltekið hámark á innan- landsmiðum á sama tíma. Þetta er gert til þess að draga úr stærð flotans en hann hefur haft tilhneigingu til þess að halda áfram að vaxa, þótt veiðiskömmtun sanni að afköst flotans eru umfram afraksturs- getu fiskistofnanna. 3. I frumvarpi um greiðslutrygg- ingasjóð fiskafla er gert ráð fyrir stofnun sérstaks sjóðs, sem hafi milligöngu um stað- greiðslu á afla i plássum sem búa við hráefniseklu. Þetta er gert til þess að jafna aflanum og draga úr þörf fyrir skipa- kaup. 4. í frumvarpi um eflingu aldurs- lagatryggingar eru sett lög um aukningu úreldingarstyrkja til þess að skapa aukið svigrúm til endurnýjunar. Sííelldur vöxtur nema árið 1979 í þessu sambandi er vert að líta sérstaklega á hver þróunin hefur verið seinustu árin. Árið 1977 nema viðbætur við fiskiskipaflotann 5083 tonnum í skipum keyptum erlendis og 991 tonnum í innanlandssmíði, eða alls 6074 tonnum, en brottfall nemur þá 2039 tonnum. Nettóvið- bót er því 4035 tonn. Árið 1978 eru viðbætur 3849 tonn í skipum keyptum erlendis frá og 1390 tonn í innanlandssmíði eða alls 5239 tonn, en brottfall nemur 241 tonni. Nettóviðbót er 4998 tonn. Árið 1979 eru viðbætur 2050 tonn í skipakaupum erlendis og 722 tonn úr innanlandssmíði eða alls 2772 tonn, en brottfall nam þá 4672 tonnum. Það ár minnkaði þvi fiskiskipastóllinn um 1900 tonn. Á árinu 1979 hafði stækkunar- þróunin þannig ekki bara verið stöðvuð heldur hafði þróuninni verið snúið við. Strax á árinu 1980 sótti svo aftur í sama stækkunarfarveginn. Átak sem skilaði árangri Fjöldi þeirra fiskiskipa, sem úrelt eru og eyðilögð eða eyði- leggjast er líka athyglisverður. Árið 1977 voru þau einungis tvö og 1978 voru þau þrjú talsins, en 1979 voru þau 35. Árið 1980 voru þau aftur á móti 12 talsins. Árið 1979 sker sig þannig úr, enda var þá gert sérstakt átak til þess að taka úrelt skip úr rekstri. Það átak hefur aftur runnið að verulegu leyti út i sandinn siðan, eins og þessar tölur sýna. Undanlátssemin ríður húsum á ný Það er ekki siður íhugunarefni að skoða brottflutning skipa úr landi, ekki sízt með tilliti til þess að ýmsir sjávarútvegsráðherrar hafa gert sérstakt mál úr því að skip færi úr landi i stað innflutts. Árið 1977 voru 3 skip flutt úr landi, árið 1978 var hins vegar ekkert skip flutt úr landi, en árið 1979 voru þau 7 talsins. Árið 1980 var hins vegar einungis eitt skip flutt úr landi. Það er liklega ekki úr vegi að geta þess að á árinu 1979 var sérstakt átak gert til þess að þvinga erlenda kaupendur ís- lenzkra fiskiskipa til þess að flytja úr landi þau skip sem þeir höfðu keypt. Því höfðu þeir ekki vanist og þetta kostaði nokkra fyrirhöfn. En lika i þessum efnum er öld snúin og undaniátssemin ríður húsum á ný. Þríþættar aðgerðir, sem skiluðu árangri Eins og kunnugt er, var gert þríþætt átak til að sporna gegn óhagkvæmri stækkun skipastóls- ins i tíð minni sem sjávarútvegs- ráðherra. 1. Teknir voru upp sérstakir úr- eldningarstyrkir sem fyrst voru fjármagnaðir með ákveðnu framlagi úr gengismunasjóði, en hlutu síðan fastan tekju- stofn sem hlutdeild í útflutn- ingsgjaldi. 2. Innflutningur fiskiskipa var stöðvaður með sérstakri reglu- gerð. 3. Erlendir aðilar sem áttu hér skip, voru neyddir til að flytja þau úr landi. Síðan núverandi ríkisstjórn tók við hafa mál breytzt. Sett var af stað skriða innflutnings. Reglu- gerð um að flytja út skip í stað innflutts var notuð sem skálka- skjól en sú reglugerð hefur síðan verið þverbrotin. Ennfremur hafa sérstakir tilburðir verið uppi við að flytja inn að nýju skip, sem voru þegar flutt út og að skip sem eiga að heita að fari úr landi, fari alls ekki. Likleg stækkun á þessu ári um 2000 tonn Mér telst svo til að viðbótin í stórum skipum á árinu 1981 muni nema um 2600 tonnum. Eru þá ótaldir smærri bátar, sem smíðað- ir yrðu innanlands. Má telja lík- legt skv. reynslu, að sú smíði yrði á bilinu 100—200 tonn. Hér hef ég þó ekki talið Þórshafnartogarann. Að honum meðtöldum fer viðbótin þannig upp í ca. 3200 tonn. Ég hef heldur ekki talið þá togara og báta sem lausafregnir herma að séu uppi hreyfingar um, svo sem af hálfu Akurnesinga og Patreksfirð- inga, né heldur þann samning sem Vestmanneyingar munu hafa gert við Slippstöðina um smíði fyrir sig. Ég hef heldur ekki talið endurinnflutning á Guðbjörgu til Reyðarfjarðar, eins og um mun talað eða frágengið. Án átaks í úreldingu má búast við brottfalli sem nemur ca. 1200—1300 tonnum á þessu ári, sbr. spá um úreldingu og reynsl- una á sl. ári. Er því fyrirsjáanleg nettóviðbót upp á ca. 2000 tonn á árinu 1981. Nauðsyn stefnumörkunar Þetta ætti að sanna betur en nokkuð annað nauðsyn þess að samþykkja lagafrumvörp þau sem við Alþýðuflokksmenn höfum flutt um stefnumörkun í skipastólsmál- um, þ.e.a.s. frumvarpið um greiðslutryggingasjóð fiskafla, frumvarpið um hagkvæmni í stærð og endurnýjun skipastólsins og síðast en ekki síst frumvarpið um aukningu úrlendingarstyrkja. Erindi um ræktun plöntuhluta ÞRIÐJUDAGINN 7. apríl heldur Sigurgeir ólafsson erindi á veg- um Liffræðifélags íslands, sem hann nefnir „Ræktun á plöntu- frumum og plöntuvef“. í erindinu verður einkum fjallað um þýðingu ræktunar einstakra plöntuhluta fyrir rannsóknir á plöntusjúkdómum og aðgerðir til að auka plöntuheilbrigði. Erindið sem er öllum opið verður haldið í stofu 158 í húsi verkfræði- og raunvísindadeildar, Hjarðarhaga 2—4, og hefst kl. 20.30. Viíjafá- brú yfir Dýrafjörð MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd stjórnar Kaupfélags Dýrfirðinga, Þingeyri: „Stjórn Kaupf. Dýrfirðinga skor- ar á þingmenn Vestfjarða, Vegagerð ríkisins, og alla Vestur-ísfirðinga, að vinna ötullega að því að hafin verði undirbúningur að vegagerð og brú yfir Dýrafjörð, úr Lambadals- odda að Kjaransstöðum. Stjórnin vill benda á að hér er mikið hagsmunamál fyrir alla íbúa Dýra- fjarðar seih og nálægra byggða. Leggur stjórnin mikla áherslu á að hér er um að ræða möguleikann á að halda opnum akfærum vegi allt árið, sem og allmikla styttingu á vegalengd. Samgöngumál eru sá þáttur er hvað mesta þýðingu hefur fyrir æskilega þróun í atvinnumál- um, heilbrigðismálum sem og fé- lagslegum samskiptum þessara byggðarlaga." HVAR SEM ER Á HEIMILINU ERU SUMMA RAÐSKÁPAR LAUSNIN Óteljandi möguleikar á uppröðun, einfalt útlit, vandaður frágangur og mikið notagildi auk hag- stæðs verðs og afborgunarskilmála okkar gera valið auðvelt. SUMMA raðskáparnir eru framleiddir í verk- smiðju fyrirtækisins og þróaðir af starfsmönnum þar. Komið í verslunina eða á næsta útsölustað og kannið kosti og verð SUMMA raðskápanna. Útkoman kemur á óvart. Útsölustaðir fyrir K.S. húsgögn: Reykjavík: Hallarmúli sf., Jón Loftsson hf • Akureyri: Augsýn hf., Örkin hans Nóa • Akranes. Verslunin Bjarg hf • Blönduós: Trésmiðjan Fróði hf • Borgarnes: Verslunin Stjarnan • Bolungarvík: Verslunin Virkinn • Hafnarfjörður: Nýform • Húsavík: Hlynursf • Keflavík: Duus® Kópavogur: Skeifanhf • Neskaupstaður: Húsgagnaverslun Höskuldar Stefánssonar • Ólafsfjörður: Verslunin Valberg hf • Ólafsvík: Verslunin Kassinn • Sauðárkrókur: Húsgagnaverslun Sauðárkróks • Selfoss: Kjórhúsgögn • Siglufjörður: Bólsturgerðin • Vestmannaeyjar: Húsgagnaverslun Marínós Guðmundssonar • Patreksfjörður: Húsgagnaverslun Patreksfjarðar • Stykkishólmur: J.L. húsið • Hornafjörður: Húsgagnaverslun J.S.G • f/\ KRISTJflfl SIGGEIRSSOfl HE m LAUGAVEG113. REVKJAVIK SIMI 25870 Ég óska eftir aö fá sendan SUMMA litmyndalistann. Nafn:________________________________________________ heimili: staður: Sendisttil: Kristján Siggeirsson hf. Laugavegi 13.101 Reykjavík Sjómannafélag ísfírðinga: Mótmælir lagabindingu olíugjaldsins og skollaleik við fiskverðsákvörðun MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Sjómannafélags ísfirðinga: „Fundur haldinn í stjórn S.í. þriðjudaginn 24. mars 1981 hefur samþykkt einróma eftirfarandi yfirlýsingu. Stjórn S.I. telur sig mæla fyrir munn allra Vestfirzkra sjómanna er hún mótmælir öllum fyrirætl- unum stjórnvalda um áframhald- andi lagabindingu olíusjóðsins. Stjórnin lýsir furðu sinni yfir þeirri afstöðu, sem núverandi sjávarútvegsráðherra hefur til þessa máls og brýtur algjörlega í bága við fyrri yfirlýsingar hans og loforð. Vill stjórnin minna á að við seinustu kjarasamninga gaf nú- verandi sjávarútvegsráðherra Steingrímur Hermannsson for- svarsmönnum sjómannasamtak- anna á Vestfjörðum skýlausa yfir- lýsingu þess efnis að það væri skoðun hans og stefna að olíu- gjaldið yrði alfarið fellt úr gildi og mundi hann vinna að því með öllum tiltækum ráðum að svo yrði sem allra fyrst. Reyndin er sú að sá hinn sami ráðherra hefur nú þegar beitt sér fyrir hækkun olíugjalds úr 2,5% í 7,5%. Þykir sjómönnum að vonum leitt til þess að vita að orð ráðherra skuli eigi marktæk og munu að sjálfsögðu taka mið af þeirri staðreynd ef á reynir síðar. Skorar stjórn S.í. eindregið á þingmenn alira flokka að fella frumvarpið um lögbindingu oliu- gjaldsins. Við viljum ennfremur benda á að fiskverðshækkun, sem er í orði 18% er á borði um 10,2% ef miðað er við aflasamsetningu skuttogar- anna og lækkun kassauppbótar. Mótmælum við harðlega þeim skollaleik sem verðlagsráð sjávar- útvegsins leikur með verðhækkun- um á ruslfiski, sem litlu máli skiftir í heildarafla og búa þannig til falskar tölur um fiskverðs- hækkun. Við viljum minna á að einn af þeim þáttum, sem einna stærstan hlut á í erfiðleikum útgerðar nú er ofvöxtur fiskiflotans og má rekja beint til stjórnleysis ráðamanna og væri æskilegra að þeir þættir, sem snúa að fiskvernd og flota- stærð væru betur í takt, en eigi ávallt gripið til þeirra ráða að ganga á kjör sjómanna. Olíusjóðurinn einn jafngildir um það bil 2% skiptakjaraskerð- ingu hjá hlutasjómönnum og hef- ur orsakað um það bil 1,4% kjararýrnun frá undirskrift sein- ustu kjarasamninga vestfirskra sjómanna. Þar við bætist skerðing á kassauppbót og skollaleikur með fiskverð. Skorar S.í eindregið á íslensk sjómannasmtök að taka öll þessi mál fastari tökum og jafnframt benda stjórnvöldum á að síendur- teknar aðfarir að kjörum sjó- manna gætu haft ófyrirsjáanlega neikvæðar afleiðingar." EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.