Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 18 Þór Sigurbjörnsson, flugmaður: Orð skulu standa Hér fyrr meir var það talið aðaismerki þeirra, sem voru vandir að virðingu sinni, að standa við orð sín. Þá var talið að samningur tækist með handabandi í votta viðurvist. Síðar verður það, sum- part vegna almennrar skriftar- og lestrarkunnáttu eða hrakandi orð- heldni, að samningar verða skrif- iegir og undirritaðir af aðiljum. Ekki er talið lakara, þegar mikið liggur við að hafa pappírinn lög- giltan og gjörninginn þinglýstan. Ilia er fyrir okkur komið núna, þegar slíkan formála þarf að hafa fyrir stuttum og einföldum texta. Hjá öðru verður hins vegar ekki komist samhengis vegna. Undirritaður starfar sem flug- maður hjá Flugleiðum og hefur gert frá úpphafi. Eins og alþjóð er kunnugt, hefur ýmislegt gengið á afturfótum hjá fyrirtæki þessu allt frá stofnun þess. Þó sýnist mér að nú sé fyrst að keyra um þverbak, þegar stjórnendur þess sjá sér ekki fært að standa við gerða samninga. Hinn 1. febrúar 1980 rann út kjarasamningur Flugleiða og FÍA og enn hefur ekki tekist að gera annan nýjan. En eins og lög, venjur og hefð segja til um, er seinasti samningur notaður til þess að illir hlutir hljótist ekki af þar til nýr liggur fyrir. Þannig hagar til, að í hann persónulega, sem slíkar skoð- anir væru kynntar. Neikvæð afstaða Morgunblaðsins Valdimar Indriðason sagðist vilja taka undir ræðu Friðriks Sophus- sonar, hún hefði verið hógvær og ánægjulegt að heyra hana frá manni, er talinn hefði verið í hópi hörðustu stjórnarandstæðinga. Valdimar vék einnig að Morgun- blaðinu, og sagði hann skrif þess blaðs í stjórnarandstöðu ekki til þess fallin að efla traust eða sáttarvilja milli manna í Sjálfstæðisflokknum. Sagðist Valdimar heyra óánægju með þjóðmálaskrif Morgunblaðsins mjög víða, ekki síst í röðum sjálf- stæðismanna. Valdimar sagðist að lokum vera þeirrar skoðunar að Geir Hall- grímsson hlyti að tapa á frestun landsfundarins, enda yrði stjórnar- andstaðan nú að fara að hægja á sér. Þrjár forsendur sátta Jósef H. Þorgeirsson alþingis- maður sagði meðai annars í ræðu sinni, að ekki væri einhlítt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði tapað fylgi síðari ár eins og skilja hefði mátt á Pálma. Benti þingmaðurinn til dæmis á hinn mikla kosningasig- ur flokksins 1974 því til sönnunar. En stórt atriði í því, hvers vegna flokkurinn væri svo illa staddur sem raun ber vitni, sagði Jósef vera það, að formaður og varaformaður hafi aldrei náð saman eins og menn áttu að venjast áður fyrr, svo sem á tímum Ólafs Thors og Bjarna Bene- diktssonar. En þegar rætt væri um samein- ingu Sjálfstæðisflokksins á ný, sagði Jósef, að þrjú atriði yrðu að vera mönnum ljós, áður en þeir gætu búist við að allt félli í Ijúfa löð innan flokksins. Þessi atriði væru: 1. Flokkurinn sameinist ekki undir núverandi forystu. 2. Sjálfstæðisflokkurinn sameinist ekki um stuðning við núverandi ríkisstjórn. 3. Sjálfstæðisflokkurinn verður að ganga samhentur til næstu kosn- inga. „Þetta eru þau þrjú meginskilyrði sem ég held að þurfi að vera fyrir hendi til að endanleg samstaða geti orðið í flokknum," sagði Jósef. Virðing fyrir uppreisnarmönnum Stefán Teitsson sté næstur í pontu, og sagði hann atburðina í flokknum í fyrra hafa vakið hjá sér athygli á Sjálfstæðisflokknum og aukið áhuga sinn á starfinu innan hans. Sagðist hann bera virðingu fyrir þeim mönnum er risu upp og mynduðu núverandi ríkisstjórn. Stefán sagði ekki ætti að vera vanda að flnna nýja forystu handa samningi flugmanna FÍA eru svo kallaðar starfsaldursreglur óað- skiljanlegur hluti af kjarasamn- ingi, þannig að séu reglur þessar brotnar er samningurinn rofinn. Þetta hefur nú gerst með þeim hætti, að Flugleiðir auglýstu lausar stöður flugstjóra á Fokker Friend- ship í innanlandsflugi og veittu þær síðan flugmönnum í félagi Loftleiðaflugmanna. Alltént eru 7 eða 8 þeirra sestir á Fokker-nám- skeið núna. I fljótu bragði virðist þetta ekki koma málinu við. Eiga ekki Flugleiðir Fokkerana? Ráða þeir ekki hverjir verða flugstjórar á þeim? Málið snýst bara ekki um þetta heldur hitt, að Flugleiðir gerður samning við FÍA, sem kveður á um allt aðra tilhögun mála, sem sé þá að flugmenn Félags íslenskra Atvinnuflug- manna eigi allan rétt til þessarra starfa. Nú kann einhver að spyrja hví LL-flugmenn setjist á þetta Fokker-námsskeið, þegar gengið er framhjá þeim, sem réttinn eiga. Við þessari spurningu kann ég fá svör sérstaklega ef haft er í huga að LL-flugmenn hafa allir sótt um inngöngu í FIA og ætla sér vænt- anlega að starfa með þeim mönn- um, sem þeir núna hlunnfara og troða á. flokknum, nóg væri af hæfum mönnum. Hvað á að koma á móti valdaafsali? Friðrik Sophusson sagði í loka- ræðu sinni meðal annars, að þegar rætt væri um að Geir Hallgrímsson ætti að hætta sem formaður, þá yrði að hugsa það mál til enda. Væri það ■ örugglega til góðs? Hvað ætti að koma á móti? Menn yrðu að gera sér það Ijóst, að ekki væri einhlítt að skipta um formann í flokknum, og síðan væri allt eins og áður, flokkur- inn jafnvel beggja vegna stjórnar sem nú. Þingmaðurinn vék síðan að leift- ursókninni, sem hann sagði meðal annars merka fyrir þá sök, að skýrum orðum var sagt fyrir kosn- ingar hvað gera ætti eftir þær. Þetta hefði ekki gengið, meira vegna þess að ekki tókst að skýra stefnuna, heldur en að hún væri svo slæm. Þá vék hann að baráttu ungra sjálf- stæðismanna fyrir „Bákninu burt“, sem hann sagði ekki hafa átt upp á pallborðið hjá öllum flokksmönnum. Mikilvægt hefði hins vegar verið þá, að alltaf hefði verið barist innan flokksins og menn þar sætt sig við vilja meirihlutans, hvort sem mönnum líkaði hann vel eða illa. Þá ræddi hann einnig um vinnu- brögð stjórnarandstöðunnar, sem Pálmi hafði gagnrýnt. Sagði Friðrik þingmenn Sjálfstæðisflokksins yfir- leitt reyna að styðja þau frumvörp er flokksbræður þeirra flyttu, og mætti til dæmis minna á að stjórn- arandstaða flokksins hefði aldrei lagst gegn lagafrumvörpum Friðjóns dómsmálaráðherra eða Pálma land- búnaðarráðherra. í Iok ræðu sinnar sagði Friðrik, að hann hefði þá trú að flokkurinn ætti eftir að ná sér af núverandi ástandi, flokksmenn myndu geta komist að sameiginlegri niðurstöðu svo að Sjálfstæðisflokkurinn yrði enn sterkari en nokkru sinni fyrr. óbrúanleg gjá ekki í flokknum í siðustu ræðu sinni sagði Pálmi Jónsson ra.a., að samstaða ætti að geta tekist með sjálfstæðismönnum á ný. Þar þyrfti þó að koma til meiri virðing manna fyrir skoðunum hvers annars, þar sem minni hluti væri ekki settur til hliðar af meiri hluta innan flokksins eins og oft hefði brunnið við á síðustu árum. Sjálfur sagðist hann hafa virt leikreglur flokksins alla tíð, þar til núverandi stjórn var mynduð, þá hefði hann ekki geta unað lengur við ástandið. Óbrúanlega gjá sagði hann hins vegar ekki vera í Sjálfstæðisflokkn- um, flokksmenn ættu að geta náð saman á ný, ef raunverulegur áhugi væri fyrir hendi, en því yrði að trúa að 8vo væri. bór Sigurbjörnsson Það má ekki og mun ekki ske, að Flugleiðum líðist að þverbrjóta kjarasamninga, hvort heldur það verður með fulltingi Alþingis og dómstóla eða fyrir tviskinnungs- hátt Loftleiðaflugmanna. Það er skýlaus réttur okkar að berjast öllum tiltækum meðulum gegn ofríki og yfirgangi Flugleiða. Málið snýst um það hvort launþegar megi búast við því, að seinustu kjara- samningar, sem unnið er eftir séu einhvers virði utan pappírs þess, sem þeir eru skráðir á. Á þessu stigi hvarflar ekki að mér, að blanda sanngirni eða réttlæti í málið þó Flugleiðir vilji nefna undirlægjuhátt sinn og ótta í garð Loftleiðaflugmanna sann- girniást, en með því íklæðist samn- ingsbrotið einungis „nýju fötum keisarans", í augum þeirra, sém kynna sér málavöxtu. í leiðinni læt ég fljóta með nöfn Nafn Hóf sforf Flux þeirra flugmanna í FÍA, sem sam- kvæmt samningi verða flugstjórar á Fokker Friendship, ásamt reynslu þeirra í innanlandsflugi. Taflan skýrir sig að mestu sjálf, en því má bæta við, að undanfarin 4 til 7 ár hafa þessir menn utan einn flogið Boing-727-þotum Flugleiða og hafa flugstjóraréttindi á þá tegund, þó þeir starfi sem flug- menn þar um borð. FIuk FluKtími FluKtimi FluKtök/ lendinKar hjá FÍ innanl. F-27F-27/DC-3 F-27 i F27 Þór Sigurbjörnsson 1965 9 ár 8 ár 4900 4100 (áartl. tala) 4580 Jón Pétursson 1%5 lO'/t - 10 - 6600 5900 65% Kjartan Norðdahl 1%6 9>Á - 9- 5400 4100 4580 Páll Stefónsson 1966 m - 9- 5300 4000 4470 Sigurður E. Guðnas. 1%7 8% - 8 - 4600 3400 3800 Eyþór Baldursson 1%7 9% - 9- 5300 4000 4470 Gísli Þorsteinsson 1%7 9>A - 9- 5100 3700 4130 Jóhannes Fossdal 1%8 10‘A - 8 - 6500 4000 4470 Þessir flugmenn og í þessari röð, eiga skýlausan rétt á flugstjóra- stöðum á F-27-flugvélum Flugleiða samkvæmt kjarasamningi/starfs- aldursreglum, nema gróft samningsbrot af hálfu Flugleiða komi til. Spyrja má: Hafa Flugleiðir efni á því, að nýta ekki reynslu þeirra? Mér vitanlega er reynsla Loftleiðaflugmanna í innanlandsflugi hverfandi og á Fokkar Friendship engin. Flugleiðir ætla ekki einungis að þverbrjóta samninga heldur einnig að sniðganga hið rökrétta í þessu máli. Þeim væri hollt að hafa í huga máltækið „betri er krókur en kelda“, en það er víst öðru nær, því ekki verður betur séð, en að þeir taki beinlínis á sig krók til þess að ná að endastingast á hausinn ofan í kelduna. Með þökk fyrir birtinguna. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU reidda tii íslar imieiddir fyrir LADA KOO CANAOA Með sérstöku hefur tekist a rstaklega hafa Canada er a sparar bensíi smiðjurnar a 1600 sem markað. Lada orkutaj^Sjl dungnum s n um 15% Munid að varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki. Það var staðfest í könnun Verðlagsstofnunar. Verö ca. kr. 67.890.- < Hiíreiöar \ Landbúnaðarvélar hí. I'^ S11* | 'udnrlaniMiraiil U - llrikjuvik - 'iini 3HHMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.