Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 Höldum borðvínunum - höfnum sterkari drykkium Vínveitingar stjórnvalda TÍU þingmenn úr öllum þingflukkum hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsáiyktunar um afnám vínveitinga á vegum ríkisins. Tiilaga þessi hefur þrisvar verið áður flutt en ekki náð samþykki. Að dómi flutningsmanna þessarar tillögu (Jóns Helgasonar, Helga Seljan, Salome Þorkelsdóttur, Karvels Pálmasonar, Stefáns Valgeirssonar, Péturs Sigurðssonar, Haraldar Ólafssonar, Árna Gunnarssonar, Óiafs Þ. Þórðarsonar og Alexanders Stefánssonar) „er fyllsta ástæða tii að ríkisvaldið gefi hér gott fordæmi í stað þess að kynna drykkjusiði við margvísleg tækifæri“, eins og segir í greinargerð. Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur fyrir nokkru fellt niður vínveitingar og Norðmenn hafa ákveðið að hafa sama hátt á. Framkvæmd vínlausra veitinga á vegum hins opinbera gæti haft heilladrjúg, leiðbeinandi áhrif til að draga úr vandanum í áfengismálum hér á landi. Ekki vóru þingmenn á einu máli um þessa síðbúnu tillögu á þinginu. Hér á eftir fer úrdrátt- ur úr ræðu eins þingmanns, Sigurlaugar Bjarnadóttur, sem vildi fara milliveg í málinu, halda borðvínum (léttum vín- um) en gera hina sterkari drykki útlæga. Sigurlaug Bjarnadóttir lýsti ánægju sinni yfir að áfengis- málin kæmu til umræðu á Al- þingi. Löngum hefði það verið svo, að um þau hefði verið fjallað innan þessara veggja ýmist sem feimnismál eða gam- anmál. Þetta mál, um afnám vínveitinga á vegum Alþingis hefði þegar verið svæft þrisvar á þingi. Fyrir 10 árum hefði það komið fram og síðan tvisvar sinnum endurflutt en aldrei ALHIGI ■k. r hlotið afgreiðslu. Nú lægi það hér fyrir í fjórða sinn og litlar líkur fyrir, að það næði fram að ganga m.a. vegna þess, hve seint það kæmi fram á þessu þingi og greinilegt, m.a. af þeim undir- tektum sem málið fengi í þess- um umræðum nú, að um það væru skiptar skoðanir meðal þingmanna. Sigurlaug taldi í hæsta máta ómaklegt að væna flutnings- menn tillögunnar, þingmenn úr öllum flokkum, um sýndar- mennsku og skinhelgi, þar lægju vafalaust full heilindi að baki. Þingmaðurinn lýsti hinsvegar þeirri skoðun sinni, að það væri vænlegra til árangurs að fara þarna ekki út í yztu mörk með afdráttarlausu banni á vínveit- ingum á vegum ríkisins. Alþingi fyrir sitt leyti, væri hinsvegar í lófa lagið, ef vilji væri fyrir hendi, að setja ákveðnar reglur um hvenær og hvernig það veitti vín í boðum og veizlum. Það væri óþarfi að banna borðvín með mat í kvöldveizlum. Sterkir drykkir og síðdegis-„kokkteilar“ mættu hinsvegar hverfa. Það væri óhæfa að halda áfengi að gestum með þeim hætti, sem stundum væri tíðkað í opinber- um veizlum og fullkominn skortur á mannasiðum að hafa ekki á boðstólum óáfenga drykki fyrir þá, sem ekki vilja neita áfengis. Sigurlaug hélt því fram, að það væri á valdi gestgjafans hverju sinni að sjá um og fyrirskipa að fyllsta hófs væri gætt í vínveitingum sem öðrum veitingum — og hvort yfirleitt væri veitt nokkuð vín. Innkaup mætti miða, eftir ákveðnum reglum, við gestafjölda. Gott fordæmi Alþingis í þessum efn- um, sem eftir væri tekið, gæti þannig komið til, án þess að, gripið væri til bannákvæða, sem vísast væri að farið yrði kring- um með einum eða öðrum hætti. Sigurlaug vakti athygli á, að Ekkert þingmál hefur fengið meiri umræðu í efri deild Alþing- is í vetur en frumvarp sjáifstæð- ismanna um þrjú ný raforkuver á þessum áratug. Þingmenn Al- þýðuflokks hafa síðan flutt frum- varp sem gengur mjög í sömu átt, og Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, hefur tekið undir helztu efnisatriði frumvarpsins og jafn- fram lýst stuðningi við orkufrek- an iðnað á Austfjörðum og Norð- urlandi, samhliða stækkun stóriðjufyrirtækja syðra. Tals- menn Alþýðubandalagsins hafa hinsvegar veitzt hart að frum- varpinu og ekki siður hugmynd- um um stóriðju. Morgunblaðið birti á þingsíðum framsögu Þor- valds Garðars Kristjánssonar (S) nú væri í undirbúningi herferð gegn áfengi með samstarfi fjöl- margra félagssamtaka, þ.á m. allra stjórnmálaflokkanna, Höf- uðmarkmið þessarar herferðar væri að „draga úr heildarneyzlu áfengis" í landinu eftir ýmsum leiðum. Ekki þætti ráðlegt eða raunhæft að krefjast fullkomins banns eða afnáms áfengisneyzlu en skorað er á almenning að endurskoða áfengisvenjur sínar og viðhorf til vínneyzlu, draga úr henni eða hafna henni alger- lega. Sigurlaug hét á þingnefnd þá, sem fengi málið til umfjöllunar að taka það föstum tökum svo að það sof-"5i ekki eina ferðina og úrdrátt úr umræðum. Hér verða lauslega rakin örfá efnis- atriði úr svörum Þorvalds við gagnrýni á frumvarpið. Þorvaldur sagði frumvarp Al- þýðuflokksins „stuðning við meg- instefnu frumvarps sjálfstæð- ismanna" um virkjunarkosti og virkjunarhraða. Þá hefðu tillögur flokkanna í stóriðjumálum verið felldar í eina. Sjálfstæðismenn gera ráð fyrir Landsvirkjun og/ eða landshlutafyrirtækjum sem virkjunar- og rekstraraðilum en jafnaðarmenn binda sig eingöngu við Landsvirkjun. Landshlutafyr- irtæki eru í samræmi við þá stefnu að heimaaðilar fái, ef þeir kjósa, áhrifa- og stjórnunarað- stöðu varðandi þennan mikilvæga Ný orkuver — aukin stóríðja: Atvinnuöryggi - ar þjóðartekjur Alþýðubandalagið eitt í andóf i Sigurlaug Bjarnadóttir enn í þinginu. Eðlilegt væri að sérstakri nefnd yrði falið milli þinga að semja skýrar og ákveðnar reglur um vínveit- ingar á vegum ríkisins, þar sem tryggt væri stóraukið aðhald og fyllsta hófsemi. og aukn- þátt atvinnuuppbyggingar og al- menningsþjónustu, sem orkuöflun og dreifing tengist. Hjörleifur Guttormsson, orku- ráðherra, hefur látið að því liggja, að heimildarákvæði til handa rík- isstjórn um þrjár stórvirkjanir feli í sér trúnað og traust stjórn- arandstöðu í hans garð. Hér er ekki talað um að heimila ríkis- stjórn, hér eru fyrirmæli til ríkis- stjórnar um stórhuga fram- kvæmdir, að uppfylltum vissum skilyrðum. Fyrirmælin eru m.a. um, að ríkisstjórnin skuli fela Landsvirkjun eða landshlutafyr- irtækjum þær framkvæmdir sem um ræðir. Hitt er svo auðskilið, eins og mál hafa þróazt — eða staðnað — að orkuráðherra leiti grannt eftir „einhverju trausti" í þessum málaflokki. Forsenda fyrir þeim virkjunar- hraða, sem hér er lagður til, er að markaður fáist fyrir þá orku sem umfram verður almennan markað í formi stóriðju eða orkufreks Jakob V. Hafstein, lögfræðingur - Fiskiræktarmál 4: Sjóeldi á Varla leikur á tveim tungum að framgangur og framfarir Norðmanna með sjóeldi á laxi, hefur haft geysilega víðtæk og mikil áhrif og vakið óblandinn og sterkan áhuga á fiskiræktar- og fiskeldismálum hér á landi voru, ísiandi, sem og víða annars stað- ar. Og því meira sem mál þetta er kannað og rannsakað, þeim mun betur kemur í ljós að enginn efi er um það, að sjóeldi á laxi á strandlengju íslands mun eiga mikla framtíð sem nýr atvinnu- vegur. Brýna nauðsyn ber til þess að vel og rétt sé að málum þessum staðið, ekki rasað um ráð fram heldur vandaðar allar forrann- sóknir færustu manna með menntun og þekkingu og helzt einnig nokkra reynslu, svo að fyrir valinu verði strax í öndverðu hinir beztu og ákjósanlegustu staðir og allar aðstæður. Það hefur verið mjög ánægju- legt að fyigjast með hinum víð- tæka og brennandi áhuga á þess- um þætti fiskiræktar- og fiskeld- ismálanna. Margir áhugamenn eru beinlínis þeirrar trúar í dag, varðandi sjóeldi á laxi á íslandi, að þar bíði þjóðarinnar gullnáma, sem gefa muni okkar fámennu þjóð meiri verðmæti í aðra hönd en frændur vorir Norðmenn afla í dag, svo víða hljóti skilyrðin að vera góð hér hjá okkur, sem Nýr atvinnuvegur jafngildir góðri loðnuvertíð höfum yfir að ráða tæru og ómenguðu vatni, bæði heitu og köldu og jafnvel sumstaðar heitan saltan sjó. Það er vissulega gott að vera bjartsýnn, en það er líka eins gott „að hafa fætur fyrir sér og fara gætilega". Norðmenn eru 10 til 15 árum á undan okkur í þessum efnum. Við höfum því miður sofið alltof lengi á málum þessum. Norðmenn hafa bæði fjármagn og skilning stjórn- valda til öflugra framkvæmda á þessu sviði, búnir að ganga í gegnum byrjunarörðugleika og áföll í því sambandi en eru nú komnir á „sléttan sjó“. Af þessu má mikið læra — og það eigum við vissulega að gera. í þessu sambandi má geta þess — til fróðleiks fyrir þá, sem vilja fylgjast með málum þessum og hafa áhuga á þeim, að á síðast- liðnu ári urðu brúttótekjur Norð- manna af laxeldi í sjó rúmlega allar þær tekjur hrúttó, sem við íslendingar höfðum af sumar- loðnuveiðunum á hinum nýja og dýra fiskiskipaflota okkar 1980. laxi Hinsvegar var tilkostnaðurinn hjá Norðmönnum miklu minni og hreinar þjóðartekjur þar af leið- andi mörgum sinnum meiri, eða nærfellt 43—47%. Það þarf sem sagt hvorki mikla né rándýra olíu við rekstur á stórri sjóeldisstöð á laxi. Og ekki krefst heldur rekstur slíkrar stöðvar fjölda starfsfólks. I þessu tvennu liggur meðal ann- ars gæfumunurinn. Nú áætla Norðmenn að á þessu ári muni framleiðsla þeirra á laxasjóeldi aukast um 55—60% og fara upp í 7000 tonn (var rúm 4000 tonn á árinu 1980). Á næsta ári, það er árinu 1982, telja þeir að laxasjóeldið muni skila af sér um 10.000 tonnum og árið 1983 komist framleiðslan uppí 15.000 tonn. Þá verða þjóðartekjur Norðmanna af þessum atvinnurekstri — sjó- eidi á iaxi — orðnar mun meiri á ársgrundvelli en allar árstekjur okkar íslendinga af þorskveiðum eru áætlaðar á þessu ári. Geta má þess til gamans hér, að Norðmenn hafa aflað sér hluta efnis til þessarar framleiðslu sinnar frá nágrannalöndum og Islandi á síðasta ári sem hér segir: 1. frá Svíþjóð: 1.155.000 augn- hrogn, 25.000 kviðpokaseiði og 240.000 sjógönguseiði. 2. frá Finnlandi: 30.000 sjógönguseiði og 3. frá ísiandi 586.000 augnhrogn og 120.000 sjógönguseiði, en þetta er samanlagt: 1.711.000 augn- hrogn, 25.000 pokaseiði og 330.000 sjógönguseiði, en Norð- menn stefna að því að verða sjálfum sér nógir í þessum efnum í náinni framtíð, sem vissulega mundi þýða minnkandi markaðs- möguleika okkar þangað fyrir laxeldisstöðvaframleiðsluna hér, sem fer nú ört vaxandi. Þá eigum við einmitt að verða þannig í stakk búnir, að við getum hagnýtt okkar laxaseiði á sama hátt og Norðmenn hafa gert með laxaseið- in héðan frá okkur, en það er að geta tekið sem mest af okkar seiðaframleiðslu í sjóeldi. Það er skoðun margra manna, sem um mál þessi fjalla, og fram hefur komið í fjölmiðlum á síðustu mánuðum, að mikið af íslenzka laxastofninum sé veiddur á úthaf- inu, við Færeyjar, Jan Mayen og Grænland. Við gætum tekið hér í taumana með því að efla sjóeldi á laxi og hætta að sleppa stórum hluta fiskiræktar- og fiskeldis- starfseminnar í formi sjógöngu- seiða út á afrétt úthafsins og hagnýtt okkur hann að fullu hér heima. Sjóeldi á laxi er í stuttu máli þannig, að laxinum er haldið í þar til gerðum netkvíum við ströndina eða á afgirtu sjávarsvæði, einnig með gerð strandkvía á sjávar- bakka eða nærri sjó, svo og einnig í afgirtum sjávarlónum, þar sem aðstæður leyfa í hinum einstöku tilfellum. Við slíkar aðstæður er laxinn fóðraður og alinn frá því að vera lítið laxaseiði, komið í sjó- göngubúning 15 til 20 cm að stærð upp í slátrunarstærð á 1 til 1,5 eða 2 árum frá 2,5 kgr. allt upp í 8 kgr. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar hér á landi með sjóeldi á laxi. Byrjunarörðugleikar hafa vissulea verið miklir og fjárskort- ur hjá þeim áhugasömu mönnum, sem í þetta hafa ráðist, sem er mjög virðingarvert. Óhöpp hafa hent, sem valdið hafa erfiðleikum. en samt sem áður er brennandi áhugi fyrir framgangi þessara mála og árangur jafnvel orðið furðulega góður, miðað við allar aðstæður. Við verðum að gera okkur ijósa grein fyrir því, að markað- ur fyrir þessa framleiðslu er af mjög skornum skammti hér inn- anlands og ekkert á honum að byggja I afkastamikilli fram- leiðslu. Því verður að róa á erlend mið og heyja samkeppni við nágranna okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.