Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBkAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 fHtfgtntftbtfrifc Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. V erðstöðvun eða ekki? Enn einu sinni er risin upp deila milli viðskiptaráðherra, Tómasar Árnasonar, og verðlagsráðs um framkvæmd verðstöðvunar eða réttara sagt þess, sem ríkisstjórnin kallaði um áramótin „algjöra verðstöðvun". Ágreiningur ráðherrans og verðlagsráðs snýst um það, hvort ráðherra hafi heimild til að breyta ákvörðun ráðsins eða ekki. í því tilviki, sem um er deilt, neitar ráðherra og ríkisstjórn að staðfesta þá hækkun, sem verðlagsráð samþykkti en vill hins vegar heimila dálítið minni hækkun en ráðið. Verðlagsstjóri hefur lýst því yfir, að hann geti ekki gefið út verðið eins og ríkisstjórnin ákvað það, þar sem hann líti svo á, að ríkisstjórnin geti aðeins hafnað eða samþykkt ákvarðanir verðlagsráðs. Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ, sem sæti á í verðlagsráði, hefur sagt: „Að mínu mati er það alveg ljóst, að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar gengur algerlega í berhögg við gildandi lög.“ Miðað við þær yfirlýsingar, sem gefnar voru hátíðlega um áramótin, hefðu flestir að óreyndu haldið, að deilur milli verðlagsráðs og ríkisstjórnar myndu ekki snúast um það á gildistíma þeirra yfirlýsinga, hvort verðhækkanir væru prósent- unni hærri eða lægri heldur hvort þær skyldu koma til framkvæmda eða ekki. Ágreiningurinn, sem nú er uppi, snýst um prósentur en ekki „algjöra verðstöðvun". Hann á rætur að rekja til þess, að viðskiptaráðherra telur, að geðþóttasjónarmið hans eigi að ráða en ekki hlutlægt mat verðlagsráðs. Þessi deila ætti að sannfæra menn um það í eitt skipti fyrir öll, hve haldlaust núverandi verðlagskerfi er orðið. Það sviptir þá, sem undir það eru settir, allri viðleitni til að leita hagkvæmustu kosta í innkaupum eða framboði á vöru sinni. Verðlagsráð hefur átt að starfa eftir þeim reglum, sem tækju mið af skynsamlegum forsendum í rekstri fyrirtækja. Ríkisstjórnin telur nú orðið slíkar forsendur að engu hafandi. í stað geðþóttastjórnar undir yfirskini „algjörrar verðstöðvunar" á að koma frelsi í verðlagsmálum, þar sem samkeppni ræður verðlagi en ekki misvitrir stjórnmálamenn. „Framkvæmd" þeirrar stefnu í verðlagsmálum, sem ríkisstjórnin boðaði um áramótin, verður vonandi til að eyðileggja þá úreltu skipan, sem nú ríkir á þessu sviði. Stjórnsýslulög Alþingi hefur samhljóða samþykkt þingsályktunartillögu, sem Ragnhildur Helgadóttir flutti, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að láta hið fyrsta kapna, hvort tímabært sé að sett séu hér á landi almenn stjórnsýslulög. Þetta er skynsamleg samþykkt, því að með stjórnsýslulögum á að tryggja réttaröryggi einstaklinga gagnvart ákvörðunum stjórnvalda og jafnframt gera athafnir framkvæmdavaldsins skýrari, eins og komist er að orði í greinargerð Ragnhildar fyrir tillögunni. Með sívaxandi íhlutun hins opinbera í málefni einstaklinga og fyrirtækja þeirra er meiri þörf en áður fyrir lagareglur, er gefa borgurunum færi á því að verjast og bera hönd fyrir höfuð sér, ef þannig má að orði komast. Má ekki lengi dragast að ríkisstjórnin leggi þetta mál fyrir Alþingi að nýju í formi lagafrumvarps. Tvíbentar heillaóskir Ymsum þykir áreiðanlega réttmætt að óska Ólafi R. Grímssyni, formanni þingflokks Alþýðubandalagsins, til hamingju í tilefni af því, að yfirlýsingar hans um öryggismál Islands þykja nú orðið fréttnæmar í málgögnum Sovétstjórnar- innar. Með þeirri viðurkenningu hefur traustið á Ólafi R. Grímssyni í valdakerfi heimskommúnismans margfaldast og vegur hans til enn meiri valda innan Alþýðubandalagsins verður greiðfærari eftir en áður. Fréttin í Sovetskaja Rossyia fyrir rúmri viku, þar sem fagnað er afstöðu Þjóðviljans og Ólafs R. Grímssonar til varna íslands, auðvitað á þeirri forsendu, að þessir aðilar ganga erinda sovéskra hernaðarhagsmuna, sýnir betur en flest annað, hve vel Sovétmenn fylgjast með öllum hræringum hér á landi og hverjum þeir treysta best nú um stundir. Það er einnig í samræmi við áróðursaðferðir málgagna heimskommúnismans, að snúa stað- reyndum algjörlega við, eins og gert er, þegar gefið er til kynna að „íslenska þjóðin" fylgi Þjóðviljanum og Ólafi R. Grímssyni í þessu máli! Skáldið spjallar við gesti að dagskránni lokinni á sunnudaginn. „Tómas og við“ í Norræna húsinu: Dagskráin tvítekin, en þó komust færri að en vildu FJÖLMENNI var á hátíðinni sem eínt var til í Norræna húsinu á sunnudag, vegna átt- ræðisaímælis Tómasar Guð- mundssonar skálds fyrr á þessu ári. Upphaflega átti að vera ein samkoma klukkan 15, en vegna gifurlegrar aðsóknar, var ákveðið að endurtaka hana klukkan 16.30, og þá þurfti fóik enn að hverfa frá er fullt var út úr dyrum. Norræna félagið í Reykjavík efndi til dagskrárinnar, sem nefndist „Tómas og við“. Nem- endur í þriðja bekk Leiklistar- skólans fluttu ljóð skáldsins, er þau höfðu sjálf valið, og skáldið, sem var viðstatt, var heiðrað af samkomugestum. Dagskráin tókst í alla staði frábærlega vel, flytjendum var vel tekið, Tómasi færð blóm frá Norræna félaginu, og hann hylltur með langvarandi lófa- taki. — Til þess var tekið að margt ungt fólk sótti samkom- urnar, og fjöldi fólks bað Tómas um að árita bækur hans er það hafði meðferðis. Hluti samkomugesta á dagskránni „Tómas og við“ i Norræna húsinu á sunnudaginn. Reykjanes — Reykjavík: Einbýlishús stærst, en f jöl- býlishúsaíbúðir minnstar EINBÝLISHÚS Reyknesinga og Reykvíkinga eru áberandi stærst, samkvæmt yfirliti frá Fasteignamati ríkisins, en í þvi segir, að einbýlishús séu að meðaltali 175 fermetrar á Reykjanesi og 172 fermetrar í Reykjavík. Á Reykjanesi eru einbýlishúsin að meðaltali 534 rúmmetrar og í Reykja- vík 514 rúmmetrar. Vesturland og Vestfirðir eru teknir saman í yfirliti Fast- eignamatsins og þar kemur í ljós, að einbýlishúsin eru að meðaltali 146 fermetrar og 460 rúmmetrar. Á Norðurlandi eru einbýlis- húsin að meðaltali 148 fer- metrar og 467 rúmmetrar. Á Austurlandi eru húsin að með- altali 145 fermetrar og 475 rúmmetrar og á Suðurlandi eru húsin að meðaltali 131 fermetri og 412 rúmmetrar. Við samanburð á fjölbýlis- húsum kemur í ljós, að íbúðir eru að meðaltali langstærstar á Vesturlandi og Vestfjörðum, eða 101 fermetri og 350 rúm- metrar. í Reykjavík eru fjöl- býlishúsaíbúðir að meðaltali 82 fermetrar og 297 rúmmetr- ar, á Reykjanesi 87 fermetrar og 308 rúmmetrar, á Norður- landi 91 fermetri og 322 rúmmetrar, á Austurlandi 99 fermetrar og 337 rúmmetrar og loks á Suðurlandi 98 fer- metrar og 316 rúmmetrar. Rétt er að taka fram, að í flatarmáli og rúmmáli einbýl: ishúsa er öll stærð þeirra. í flatármáli fjölbýlishúsa hins vegar, er allri sameign sleppt. Allt rúmmál fjölbýlishúsa er þó tekið með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.