Morgunblaðið - 07.04.1981, Page 11

Morgunblaðið - 07.04.1981, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 11 Jean-Pierre Jaqcuillat Garðar Cortes Ólöf K. Harðardóttir Halldór Vilhelmsaon IngveHur HJaltested John Speight Eiöur Gunnarsson Guðmundur Jónsson Krlstinn Hallsson Höfundur leikmyndar Steinþór Sigurðsson La Bohéme „Við erum stödd í París um 1830,“ segir þulur í gegnum magn- arakerfi hússins og þar með er búið að tæknivæða „bóhem- stemmninguna". Þulurinn rekur síðan söguna og segir hvað hlust- endur eigi að sjá og heyra og gleymir ekki að telja upp helstu aríurnar, svona rétt til að minna hlustendur á að þar eftir skuli þeir klappa. Þetta tiltæki, að kynna hvílir á Marcello, sem Halldór gerði góð skil, nema í siðasta atriðinu, rifrildinu við Musettu, sem var stirðbusalegt í meira lagi. Samleikur Mímíar og Rudolfo var fallegur. Leikútfærslan var að þvi leyti gölluð, að söngvararnir eins og bíða eftir innkomum sínum. í þessum kafla eru þessi atriði nokkuð viðkvæm, vegna þess að leikurinn er klofinn í tvo samlíð- Þannig er rétt að túlka þessa þokkafullu lilju. Marcello, málarinn, var bæði vel og illa mótaður af Halldóri Vil- helmssyni. Það er eins og Halldór yfirsyngi, ef svo má að orði komast. Hann ofbeitir röddinni stundum all harkalega og eru söngátök hans eins og túlka eigi heimsendi eða eitthvað álíka. Musetta í flutningi Ingveldar Hjaltested var allt of gróf. Söng- urinn stundum frekar nær því að geta kallast óp en söngur. Musetta þarf ekki að vera svona ofsafengin Giacomo Puccini og fram úr hófi ósmekkleg gleði- kona. Schaunard, tónlistarmaður- inn, er sunginn af John Speight og þar bregst honum ekki kunnáttan. John Speight er léttur og kemur vel fyrir. Af hendi leikstjórans er lögð of mikil áhersla á ærslin í senunum hjá bóhemunum og því verður þessi glaðlyndi „karakter" ekki eins áberandi, og innkoma hans með mat, drykk og peninga ekki eins mikið leikbrot og annars hefði getað orðið. Heimspekingurinn Colline er leikinn af Eið Gunnarssyni. Coll- Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON ine er sambland hins yfirvegaða heimspekings og óforbetranlegs bóhems. Það hefur verið sagt, að hápunktur óperunnar sé, er heim- spekingurinn syngur kveðjuaríuna til frakkans síns og í þessu tiltæki sé alvöruleysi verksins undirstrik- að. Eiður Gunnarsson söng þessa frægu aríu mjög vel og gerði auk þess hlutverki sínu góð skil. Tveir góðir eru hér ótaldir og skal fyrstan frægan telja Kristin Hallsson, er lék húsráðandann Benoit. Kristinn gerði þetta karl- fífl að einni minnisstæðustu per- sónu leiksins. Þá var Guðmundur Jónsson í hlutverki Alcendoro, ekki síður kómískur og eftirminni- legur. Leikmynd verksins (Steinþór Sigurðsson) er glæsileg, en eins og fyrr greinir er torgsenan of þröng. Leikur Sinfóníuhljómsveitar Is- lands var mjög góður, undir svolítið órólegri stjórn Jean- Pierre Jacquillat. Leikstjórarnir, Sveinn Einars- son og Þuríður Pálsdóttir, hafa hér skapað samstæða og góða sýningu, þar sem allt er í röð og reglu, gott leikhús er gefur fyrir- heit um að nú sé allt á réttri leið í óperumálum okkar íslendinga. Leikstjórarnir Þuriður Pálsdóttir og Sveinn Einarsson. efni hvers þáttar í gegnum hátal- arakerfið, spillir mjög allri stemmningu á annars góðri sýn- ingu. Fyrri hluti fyrsta þáttar var nokkuð of órólegur, allt að því asi á mönnum, sem verður aðallega að skrifast á reikning stjórnandans, Jean-Pierre Jacquillat. Leikinn virðuleiki hæfir betur góðlátlegu gríninu en ærsl, sérstaklega þegar Rudolfo (Garðar Cortes) brennir handritum verka sinna. Marcello (Halldór Vilhelmsson), Colline (Eiður Gunnarsson) og Schaunarti (John Speight) eru einnig of stillt- ir inn á ærslafulla túlkun, þannig að grínið verður oftúlkað og miss- ir marks. Seinni hluti þáttarins var mjög góður. Samleikur Garð- ars (Rudolfo) og Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur, í hlutverki Mímíar, var mjög góður og söngur þeirra sömuleiðis, nema siðasti tónninn. Torgsenan í öðrum þætti er allt of þröng. Það er óþægilegt að sjá fólk troðast og skáskjóta sér og hreyfingar þess verða óeðlilegar. Musetta (Ingveldur Hjaltested) og Alcendoro (Guðmundur Jónsson) áttu ágæta senu, einkum var Alcendoro sannfærandi en Mus- etta aftur á móti við efri mörk ærslanna bæði í söng og leik. Þá má geta þess að búningur Musettu var einum of ósmekklegur. Söngur kórsins var nokkuð í molum, en þátturinn endaði vel, þar sem Alcendoro situr eftir með reikn- inginn. Meginþunginn í 3. þætti andi þætti. Mímí, sem er nokkra stund í felum, hefði betur verið staðsett fyrir framan, í stað þess að hverfa sjónum áheyrenda. Með því móti hefði samspil hennar við samtal Marcellos og Rudolfos ver- ið sterkara. Þessi tvískipting held- ur áfram í síðasta hluta þáttarins, eftir fallegan samsöng Mímíar og Rudolfos, þar sem tvenns konar ástarsenur eru uppfærðar sam- tímis. Síðasti þátturinn hefur ávallt verið erfiðastur hvað snert- ir leiktúlkun, en síðasta atriðið, söngur Mímíar, sem Ólöf flutti mjög vel, er frá hendi höfundarins sérlega vel ritaður. Ólíkt því sem oft á sér stað í óperum, er aðalhetjurnar syngja hvað mest í andarslitrunum, er hlutverk Mímíar mjög sannfærandi og til að undirstrika kraftleysi hennar, er hljómsveitin látin leika þá tóna, er hún getur ekki sungið. I þessum þætti á alvöruleysi bóhemanna og gleðikonunnar Musettu að víkja fyrir alvöru lífsins, því dauðinn er það eina, sem ekki verður hæðst að, og þessvegna lýkur gamansem- inni með gráti og angist. Garðar Cortes söng Rudolfo vel. Með kunnáttu og góðri tilfinningu fyrir tónlistinni skóp hann sann- færandi Rudolfo. Samsöngsatriðin í niðurlagi fyrsta og þriðja þáttar voru vel flutt, bæði af Garðari og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Mímí er ekki margbrotin persóna, fallegt blóm, sem fölnar og deyr jafn snemma og það blómstrar. VARANLEG LAUSN á þök, loft og veggi Seltuvarðar álplötur með innbrenndum litum. Auðveldar í uppsetningu, hrinda frá sér óhreinindum og þarf aldrei að mála. Álklæðið þökin og losnið við eilíft viðhald - það er ódýrara þegar til lengdar lætur. Einnig bjóðum við ýmsar gerðir klæðninga á veggi og loft - úti sem inni. Leitið upplýsinga, við gefum verðtilboð og ráðleggingar ef óskað er. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012 SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.