Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 ]H«rðunbI<tbi& fHtrigtTOWaljii®* ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 Síminn á afgreiðslunni er 83033 JH«r0unbtabib 1979-1980: Sala innflutts elds- neytis dróst sam- an um liðlega 8,30% SALA á innfluttu eldsneyti ntinnkaði um 10,4% ntilli ár- Braut rúðu til að fá húsaskjól hjá lögreglunni UNGUR martur greip til þess örþrifaráðs á sunnudaginn að brjóta rúður í banka ojj verzlun til þess að fá húsaskjól hjá lögreglunni. Maðurinn, sem er liðlega tví- tugur kom í Breiðholtskjör á fimmta tímanum á sunnudaginn og fékk að hringja þar í sælgæt- issölunni. Maðurinn, sem var ölvaður hringdi á aðaistöð lög- reglunnar og vildi að lögleglu- bifreið kæmi að sækja sig. Hann hefði í ekkert hús að venda og vildi fá inni í fangageymslu lögreglunnar. Lögreglan sá ein- hver tormerki á því að sækja manninn og bað hann að koma sjálfan í leigubíl eða strætó. Maðurinn var ekki hrifinn af þessu svari og greip nú til eigin ráða til þess að fá lögregluna á staðinn. Hann braut rúðu í verzluninni og gier í afgreiðslu- borði og ennfremur braut hann tvær stórar rúður í útibúi Verzl- unarbankans við hliðina. Lög- reglunni var strax gert viðvart og maðurinn fékk gistingu í fangageymslu hennar, alveg eins og hann hafði óskað. | anna 1979 og 1980. Á árinu | 1979 voru flutt inn og seld tæplega 605 þúsund tonn af eldsneyti, en um 542 þúsund tonn á síðasta ári. Innflutningur á benzíni jókst hins vegar úr 87.724 tonnum í 88.976 tonn milli áranna. Sala á flugvélabenzíni minnkaði úr 2.438 tonnum í 1.576 tonn milli áranna. Ennfremur varð mikill sam- dráttur í sölu á þotueldsneyti, eða úr 68.947 tonnum í 47.959 tonn. Steinolíusala minnkaði úr 1.829 tonnum í 1.418 tonn. Gasolíuinnflutningur minnk- aði úr 282.678 tonnum á árinu 1979 í 231.051 tonn á síðasta ári, en sala á brennsluolíu jókst hins vegar úr 161.367 tonnum í 171.103 tonn milli áranna. Sé litið yfir lengra tímabil, eða árabilið 1977 til 1980, þá kemur í ljós, að sala á innfluttu eldsneyti hefur aðeins minnkað um 8,3% eða úr 591 þúsund tonnum í um 542 þúsund tonn, eins og áður sagði. Samdráttur- inn hefur mestur orðið á þessu árabili í sölu á gasolíu, eða um liðlega 25%, úr 309.724 tonnum í 231.051 tonn, eins og áður gat. Miðstjórn Framsóknarflokksins: Óbreytt stefna í öryggismálum „MÉR FINNST ekki rétt að rugga bátnum eins og á stendur,“ svaraði Steingrímur Hermanns- son spurningu á fréttamanna- fundi í gær, um það hvort Fram- sóknarflokkurinn héldi ekki við sína fyrri stefnu þess efnis að herinn færi brott úr landi i áföngum. „Eins og ástandið er nú í heiminum get ég ekki litið svo á Auglýsendur athugið! Páskablað Morgunblaðs- ins kemur út á skírdag, 16. apríl nk. Þeir, sem vilja auglýsa í blaðinu, eru vinsamlega beðnir að staðfesta pant- anir við auglýsingadeild- ina sem fyrst, vegna tak- markaðs auglýsingarýmis i hlaðinu. Fyrsta blað eftir páska kemur út miðvikudaginn 22. apríl, síðasta vetrar- dag. Jfldtaxtnlila&jfc að friðartímar ríki, sem er for- senda þess að herinn fari úr landi," sagði hann. í sjónmálaálytkun aðalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins segir m.a.: „Við ríkjandi aðstæður skal framfylgt óbreyttri stefnu í öryggismálum,“ og í sérstökum kafla um flugstöðina á Keflavík- urflugvelli segir: „Aðskilnaður hers og þjóðlífs meðan erlendur her er í landinu er grundvallarat- riði í stefnu Framsóknarmanna og bygging nýrrar flugstöðvar tr forsenda þeirrar stefnu.“ Að- spurður á fundinum sagði Stein- grímur, að hann teldi persónulega ekkert rangt við það, að Banda- ríkjamenn greiddu sinn hluta í kostnaði af því að slíkur aðskiln- aður væri fyrir hendi og nefndi hann töluna 50% sem réttláta skiptingu kostnaðar. Þá kom og fram á fundinum, að Framsóknarflokkurinn telur rétt að ráðist verði í byggingu nýrrar flugstöðvar á næsta ári, en í niðurlagi kaflans um flugstöðina í ályktuninni segir: „Ný flugstöð er auk þess skilyrði bættrar ferða- mannaþjónustu, og núverandi að- staða er ósamboðin þjóðlegum metnaði. Aðalfundur miðstjórnar 1981 lýsir því eindregnum stuðn- ingi við byggingu nýrrar flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli." Gylfi Þ. Gíslason, formaður Norræna félagsins í Reykjavík, færir borgarskáldinu, Tómasi Guðmundssyni, blómvönd á samkomunni „Tómas og við“, sem efnt var til í Norræna húsinu á sunnudaginn. Fjölmenni sótti samkomuna og varð fólk frá að hverfa, þótt hún væri endurtekin siðar um daginn. Sjá nánar á blaðsíðu 20 i Morgunblaðinu i dag. Ríkisstjórnin snið- gengur Verðlagsráð Heimilar upp á sitt einsdæmi 10% hækkun til Sementsverksmiðjunnar „Verðlagsstofnun hefur haft samband við fyrirtækið og fékk þær skýringar, að þessi hækkun hefði verið sam- þykkt í rikisstjórninni, og fulltrúi hennar tilkynnt for- ráðamönnum fyrirtækisins það,“ sagði Georg óiafsson, verðiagsstjóri, i samtali við Mbl., er hann var inntur eftir því, hvort rétt væri, að Sem- entsverksmiðja ríkisins, hefði hækkað framleiðslu sína um 10% frá og með deginum í gær. „Ef þetta er rétt, þá er hér um mjög sérstæða málsmeð- ferð að ræða, þar sem verð- lagning á framleiðslu þessa fyrirtækis heyrir undir Verð- lagsráð. Það er hins vegar ríkisstjórnarinnar að stað- festa eða hafna ákvörðunum Verðlagsráðs. Verðlagsstofnun mun kanna hjá ríkisstjórninni hvernig Getrauna- vinningur kom of seint í ÞRÍTUGUSTU og fyrstu leik- viku Getrauna um helgina. komu fram tveir seðlar með 12 leikjum réttum, og var vinningur fyrir hvora röð krónur 41.130, en með 11 rétta voru 24 raðir og vinning- ur þar var 1.468 krónur. Annar vinningshafinn með 12 rétta upplýsti, að hann hefði fyrir nokkrum dögum neyðst til þess að selja hús sitt, en ef hann hefði dokað aðeins við, hefði þessi vinn- ingur fleytt honum yfir erfiðleik- ana. þetta mál er vaxið, en nánar get ég ekki tjáð mig um það á þessu stigi,“ sagði Georg Ólafsson, verðlagsstjóri. Er þetta mál ekki svipaðs eðlis og hækkunin á unnum kjötvörum, þar sem Verðlags- ráð hafði heimilað um 8% meðalhækkun, en ríkisstjórn- in skar hana niður í 6%. Hérna virðist vera um svipað mál að ræða, en ég get ekki tjáð mig frekar um það á þessu stigi.“ Þykist vera að gera kynlífs- könnun fyrir blað Rannsóknarlögreglan leitar nú manns, sem hefur margoft á undanförnum mánuðum hringt í konur og þótzt vera að vinna að kynlífskönnun fyrir blaðið Samúel. Hefur maðurinn spurt konurnar nærgöngulla og oft dónalegra spurninga. Aðstand- enur Samúels hafa að vonum haft mikinn ama af þessu fram- ferði mannsins og þeir kærðu málið til lögreglunnar. Það er nánast ógerningur að rekja simtöl af þessu tagi og er maðurinn ófundinn. En ástæða er fyrir konur að svara engu ef þær verða fyrir þeirri óskemmtilcgu reynslu að fá slíka hringingu. Morgunblaðið hafði samband við Þorvarð Jónsson yfirverk- fræðing hjá Pósti og síma og spurði hann hvaða möguleika stofnun hans hefði til að rckja símtöl. Þorvarður sagði að venjulega rofnaði samtalið þeg- ar sá sem hringdi legði tólið á. Ef ákveðið símanúmer yrði fyrir ítrekuðu ónæði væri hægt að tengja viðkomandi númer og þá væri mögulegt að finna út hver ónæðinu ylli. Fólk yrði þá að vera vel á verði, það mætti alls ekki leggja tólið á en hraða sér í annan síma og láta mælaborð Pósts og síma vita um það að síminn væri í sambandi við númer mannsins, sem væri vald- ur að ónæðinu. Póstur og sími hefur þá reglu, að sögn Þorvarð- ar, að gefa ekki upp nafn þess sem ónæðinu veldur nema lög- reglan leiti hans. Hins vegar er haft samband við manninn og hann beðinn að hætta þessum hringinum, að öðrum kosti eigi hann á hættu að verða kærður auk þess sem hann kunni að missa símann. Samkvæmt þessu eru símtöl ekki rakin nema ónæðið sé ítrekað svo „kynlífskönnuður- inn“ verður varla gripinn alveg á næstunni svo framarlega sem hann hringir ekki í sömu konuna aftur. Er aðeins hægt að gefa konum það heilræði að skella á manninn ef hann hringir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.