Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 — Samtök stundakennara á fréttamannafundi: Ayikin aðild að stjórn HI og samningsréttur Fulltrúar stundakennara a tundi með fréttamönnum, þar sem þeir gerðu grein fyrir kröfum sínum. líósbi. rax FULLTRÚAR Samtaka stunda- kennara, sem nú eru i verkfalli og fulltrúar fjármála- og mennta- málaráðuneyta sátu i gær á sáttafundi að frumkvæði Guð- mundar K. Magnússonar há- skólarektors. Fulltrúar ráðu- neytanna lögðu þar fram tillögur um lausn málsins og verða þær ræddar á fundi Samtaka stunda- kennara er vera á í Árnagarði kl. 20:30 i kvöld. Verkfallið hefur haft nokkuð viðtæk áhrif á starfsemi Háskólans og i dag er allsherjarverkfall nemenda. Samtök stundakennara boðuðu fréttamenn á fund sinn í gær og greindu þar frá helstu kröfum sínum. Aðalkröfurnar eru í 7 liðum og hefur þeim verið hafnað nema einni, að greiðslur í veik- indaforföllum stundakennara við H.í. verði færðar til samræmis við samsvarandi greiðslur til stunda- kennara í KHI. Aðrar kröfur eru: Að stundakennarar, sem nú taka laun í launaflokkum 109 til 111, færist upp í launaflokka 112 til 114 og í þessu sambandi leggja stundakennarar áherslu á að flokkahækkun komi til eftir 1.000 vinnustundir en ekki 1.500. Að prósentuálag verði jafnað og tek- inn upp nýr liður, 25% álag fyrir aðstöðu, en stundakennarar sögð- ust ekki njóta aðstöðu í skólanum og því verða að leggja hana fram sjálfir. Tímakaup stundakennara er nú frá 62 til 69 kr. með álagi. Að stundakennurum verði greidd yf- irvinna fyrir vinnu umfram 40 stundir, en í dag segjast þeir aðeins njóta dagvinnutaxta jafn- vel þótt vinna þeirra sé meiri á viku en hin hefðbundna 40 stunda vinnuvika og einnig gera þeir kröfur um yfirvinnukaup á kennslu er fellur til að ósk skólans eftir kl. 17 virka daga og á laugardaga. Að stundakennurum verði greidd laun í hlutfalli við kennslu eina viku í páskaleyfi og minnst tvær vikur um jólin. Að greiddar verði minnst 40 stundir til þeirra fyrir undirbúning nýrra námskeiða og að annar fulltrúi stjórnsýslu háskólans úr stunda- kennslunefnd verði úr hópi fastra kennara. Þá hafa stundakennarar sett fram kröfur um að réttur samtaka þeirra til að semja við stjórnvöld um málefni stundakennara verði viðurkenndur og að skipan stundakennslu við HI verði þegar tekin til gagngerðrar endurskoð- unar og samtökin fái beina aðild að þeirri endurskoðun. Einnig greindu forráðamenn Samtaka stundakennara frá því á fundin- um, að fyrir reglugerðarnefnd Háskólans liggi nú tillögur um að þeir fái fulltrúa í Háskólaráði, að þeir sem annist a.m.k. eitt nám- skeið á misseri fái rétt til setu á deildarfundum, að stundakennar- ar eigi fulltrúa í deildarráðum og að þeir fái aðild að rektorskjöri. Meðal þeirra félaga stúdenta er lýst hafa stuðningi við stunda- kennara og hvatt til þess að deila þeirra verði leyst hið bráðasta eru félög læknanema, hjúkrunar- fræðinema, sjúkraþjálfanema, þjóðfélagsfræðinema, bókmennta- fræðinema, málvísindanema, dönskunema, enskunema, ís- lenskunema, sagnfræðinema, verkfræðinema, matvælafræði- nema, líffræðinema, jarðfræði- og landafræðinema og stúdentaráð hefur einnig lýst yfir stuðningi sínum. Þá segir í frétt frá stjórn Félags háskólakennara, að að- staða og aðbúnaður stundakenn- ara við HÍ sé lakari en æskilegt geti talist og verði að bæta úr. Er skorað á stjórnvöld að marka nýja stefnu sem stundakennarar geti vel við unað og þegar um sé að ræða viðamikla stundakennslu sé nauðsynlegt að stofna fastar kennarastöður með rannsókna- skyldu og rannsóknaaðstöðu. Á fundinum lögðu fulltrúar stundakennara áherslu á að starf stundakennara við Háskólann væri all ótryggt, oft væru þeir ekki ráðnir til kennslu nema með stuttum fyrirvara, þeir héldu ekki kaupi um jólafrí og páska og segja mætti að þeir væru daglauna- menn. Þó virtist sem Háskólinn gengi einatt að þessum vinnu- krafti vísum og þess vegna væri nú lögð áhersla á að skapa þeim öruggari grundvöll. «KaKan 6e3ynpeMHafl MOHTamHan cþopMa BbiTb MomeT, H3M cneflOBano óbi KonnpoBaTb ee.» ,,Atveg einstakt kerfi. Vió ættum etv. að líkja eftir þvi!" Betri ending Reynslan hefur sýnt, að pústkerfi úr álvörðu stáli endist 20-40% lengur en venjuleg pústkerfi, - bæði kútar og rör. Pústkerfi fyrir alla Fjöðrin h/f framleiðir nú um 50 gerðir af hljóð- kútum og mörg hundruð gerðir af púströrum - allt úrálvörðu stáli. Fjöðrin h/f hefur rúmlega 1000 mismunandi gerðir af pústkerfum á lager og í pöntun. LJrvalið er gífurlega mikið, enda er vandfundinn sú bíltegund, sem Fjöðrin getur ekki „þaggað niður í”! Góð þjónusta Fjöðrin h/f er brautryðjandi í sérþjónustu við íslenska bifreiðaeigendur. Eigin framleiðsla og eigið verkstæði tryggir góða vöru og gæða framleiðslu. Hljóðkútar og púströr eru okkar sérgrein, en vanti þig tjakk, fjaðrir, fjaðrabolta, hosuklemmur, skíðaboga, farangursgrind, eða smáhluti í bílinn borgar sig að ræða við okkur. BÍLAVÖRUBUOIN FJÖÐRIN Skeifan 2 simi 82944 Við getum þaggað niður í þeim flestum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.