Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1981 23 • Sigursælir keppendur á íslandsmótinu i badminton sem fram fór á Akranesi. Frá vinstri: Kristin Mannúsdóttir. isl.meistari i einliðaleik kvenna. Broddi Kristjánsson, ísl.meistari i einliðaleik karla. Jóhann Kjartansson og Kristin Berglind, sigurvegarar í tvenndarleik. Jafnframt léku þau til úrslita við þau fyrrnefndu i einliðaleiknum. AZ-67 tapaði stigi AZ’67 Alkmaar mátti sætta sig við jafntefli. 0—0, gegn neðsta liðinu i 1. deildarkeppninni i holiensku knattspyrnunni um helgina. Var það annað stigið sem Alkmaar tapar á þessu keppnistímabili. Feyenoord tap- aði 0—1 á heimavelli, en Feyen- oord lék án fjögurra fastamanna. m.a. þeirra Rene Notten, Ben Reykjavíkurmótið Leikjum frestað Reykjavikurmótið i knatt- spyrnu átti að hef jast i gærkvöldi með leik Vals og Þróttar á Melavellinum. En þar sem völlur- inn var mjög slæmur var leiknum frestað. Leik Fylkis og Þróttar sem fara atti fram i kvöld er líka frestað um óákveðinn tíma. Wijnstekers og Péturs Péturs- sonar. Úrslit leikja urðu sem hér segir. GAE Deventer — Roda JC 5—1 FC Utrecht — Wageningen 5—0 Willem 2. — Nac Breda 2—2 Feyenoord — PSV Eindhoven 0—1 Maastricht — Groningen 2—2 Ajax — Den Haag 2—0 Nec Nijmegen — Alkmaar 0—0 Pec Zwolle — Sparta 3—1 FC Tvente — Excelsior 0—1 Dick Schonaker og Frank Arne- sen skoruðu mörk Ajax gegn Den Haag. Willy Carbo (2), Ton De Kruik, Koos Van Tameln og Joop Wildtbred skoruðu mörk Utrecht og Gran Rutgers skoraði sigur- mark Excelsior gegn Tvente. Alkmaar hefur tíu stiga forystu, 46 stig. Feyenoord heldur öðru sætinu þrátt fyrir tap, hefur 36 stig, Utrecht hefur 34 stig, PSV 32 stig og Ajax 31 stig. • Þrír fyrstu í Víðavangshlaupi Akureyrar. Frá vinstri Gunnar Páll Jóakimsson. Mikko Háme, og Agúst Ásgeirsson. • Þrjár fyrstu í kvennaflokki. Frá vinstri Laufey Kristjánsdóttir, Valdís Hallgrimsdóttir, Linda Ólafsdóttir. Mikko sigraði á Akureyri Á laugardaginn fór fram Viða- vangshlaup Akureyrar og var það siðasta hlaup i svonefndum stjörnuhlaupum sem hafa farið fram í vetur. Á Akureyri var keppt i 3 flokkum og var þátt- taka með ágætum. Úrslit mótsins urðu sem hér segir: Karlaflokkur: 1. Mikko Háme ÍR 16.35 2. Ágúst Ásgeirsson ÍR 17:02 3. Gunnar P. Jóakimsson ÍR 17:06 4. Guómundur Sigurðsson UMSE 17:53 5. Einar Sigurðsson UBK 17:54 6. Magnús Haraldsson FH 18:26 7. Gunnar Birgisson ÍR 18:29 8. Friðgeir Sigurðsson UMSE 19:26 9. Benedikt Bjðrgvinsson UMSF. 20:12 10. Viggó Þórisson FH 21:52 Sveit ÍR sigraði í sveitakeppn- inni, fékk 6 stig, og hlaut þar með til varðveizlu bikar sem Bókabúð Jónasar gaf til hlaupsins. Kvennaflokkur: 1. Laufey Kristjánsdóttir HSÞ 9:36 2. Vaidfs Hallgrímsdóttir KA 10:50 3. Linda B. Ólafsdóttir FH 11:53 4. Þórunn Sigurðardóttir KA 12:16 5. Siffrún Marteinsdóttir KA 12:18 Sveit KA sigraði í sveitakeppn- inni, fékk 11 stig, og hlaut þar með til varðveizlu bikar sem verzlunin Skart gaf til hlaupsins. Piltaflokkur: 1. Viggó Þórisson FH 4:24 2. Kagnar Stefánsson UMSE 4:36 3. Árni Árnason UMSE 4:37 Meistaramót íslands í badminton Engin óvænt úrslit, Broddi og Kristín sigruóu örugglega ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í badminton fór fram á Akranesi um siðustu helgi. Keppendur á mótinu voru um 80 talsins, langflestir frá TBR. Alls fóru fram um 100 leikir á mótinu í heild. Mótið gekk allvel fyrir sig og var framkvæmd þess góð. íslandsmeistari i einliðaleik karla varð Broddi Kristjánsson. Hann sigraði Jóhann Kjartansson mjög örugglega i úrslitaleiknum 15—2 og 17—16. Broddi hafði umtalsverða yfirburði. f síðari lotunni komst Broddi í 8—2, en slakaði þá verulega á og kom sigrinum í höfn án teljandi erfiðleika. Sá sem veitti Brodda hvað mesta keppni i mótinu var Guðmundur Adolfsson er þeir mættust i undanúrslitunum. Guðmundur sigraði 17—16 í fyrstu lotu. En Broddi í næstu tveimur 15-7 og 15-12. fslandsmeistari i einliðaleik kvenna varð Kristín Magnúsdóttir. Hún sigraði Kristinu Berglind í úrslitum. Fyrsta lota þeirra endaði 12—9 fyrir Kristinu Berglind en í næstu tveimur lotum sigraði Kristin Magnúsdóttir örugglega og tryggði sér sigurinn. Þær lotur enduðu 11—0, og 11—4. Það má þvi segja að engin óvænt úrslit hafi átt sér stað á mótinu. fslands Kristin Magnúsdóttir. meistari kvenna i einliðaleik. Berglind þær Laufeyju Sigurðar- dóttur og Ragnheiði Jónasdóttur 15-4 og 15-4. í úrslitum í tvíliðaleik karla mættu Jóhann og Broddi þeim Guðmundi Adolfssyni og Sigurði Kolbeinssyni og sigruðu 15—6, 10-15, 15-4. Úrslit í tvenndarleik urðu þau að Jóhann Kjartansson og Kristín Berglind sigruðu Brodda og Krist- ínu Magnúsdóttur 15—11, 12—15 og 15-11. Úrslit í Öðlingaflokki 40 til 50 ára: Til úrslita í einliðaleik léku Reynir Þorsteinsson og Garðar Alfonsson. Reynir sigraði 15—7 og 15—4. í tvíliðaleik í sama flokki sigruðu Garðar Alfonsson og Kjartan Magnússon Hæng Þor- steinsson og Viðar Guðmundsson 15-12, 13-15 og 15-8. í elsta flokki 50 ára og eldri sigraði Ragnar Haraldsson Gísla Bjarnason í einliðaleik 12—15, 15—12 og 15—4. í tvíliðaleik sigruðu Gísli Guðlaugsson og Ragnar Haraldsson Gísla Bjarna- son og Einar Jónsson 15—10, en fleiri lotur voru ekki leiknar. Gísli Bjarnason meiddist á fæti og varð að hætta keppni. Úrslitaleikir mótsins urðu þess- ir: f tvíliðaleik kvenna sigruðu Kristín Magnúsdóttir og Kristín Úrslit í A-flokki: í einliðaleik karla sigraði Gunn Broddi Kristjánsson, fslands- meistari i einliðaleik karla. ar Björnsson Ara Edwald 15—2 og 15—7. í einliðaleik kvenna sigraði Elísabet Þórðardóttir Ingu Kjart- ansdóttur 12—10 og 11—5. í tvílið- aleik sigruðu Elín Bjarnadóttir og Elísabet Þórðardóttir. Þær stöllur sigruðu Ingu Kjartansdóttur og Ingunni Viðarsdóttur 7—15, 15— 11 og 15-1. í tvíliðaleik karla í A-flokki sigruðu Ólafur Ingþórsson og Gunnar Björnsson þá Atla Hauks- son og Þorstein Þórðarson 8—15, 15-11 og 15-10. Eins og áður sagði voru lang- flestir keppendur frá TBR. Rafn Viggósson formaður Badminton- sambands íslands sagði i viðtali við Mbl. að sér hefði ekki fundist nægilega margir keppendur af landsbyggðinni. Til dæmis frá Selfossi og Hafnarfirði var enginn keppandi. — ÞR. Tap og sigur hjá körfu- knattleikslandslióinu ÍSLENSKA landsliðið í körfu- knattleik bæði tapaði og sigraði i vináttulandsleikjum þeim sem Bikarkeppni HSÍ Víkingar mæta Fram DREGIÐ heíur verið í undanúrslituni í bik- arkeppni HSÍ or leika Víkingar Kej?n Fram ok Þróttur gegn IIK. Leikir liðanna fara fram í LauKardalshöIl- inni á fimmtudags- kvöldið kl. 20.00. Handknattieikur það tók þátt í i Skotlandi um helgina. Fyrsti leikurinn var gegn enska landsliðinu sem reyndar er skipað 6 „handarísk um Englendingum”. eða Könum sem fengið hafa enskan rikis- borgararétt. Englarnir sigruðu 89—64, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 42—39. Lengst af var leikur þessi i járnum. en er islenska liðið missti bæði Torfa Magnússon og Jón Sigurðsson út af með fimm villur. hrundi leikur liðsins og Englendingarnir sigr- uðu örugglega. Pétur Guð- mundsson skoraði mest fyrir ts- land, 32 stig, Gunnar Þorvarðar- son skoraði 8 stig og Ágúst Lindal 7 stig. Betur gekk gegn Noregi á sunnudaginn og Norðmenn áttu aldrei möguleika gegn jöfnu og frísku íslensku liði. ísland sigraði 88—51, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 43—41. Norðmenn skoruðu því aðeins tíu stig í síðari hálfleik sem veit ekki á mikil gæði. íslenska liðið lék mjög vel að þessu sinni, en stigahæstur var Símon Ólafsson með 17 stig. Pétur Guðmundsson og Jón Sigurðsson skoruðu 14 stig hvor og Kristinn Jörundsson 8 stig. Á morgun mætir liðið belgíska landsliðinu í Belgíu, en heldur síðan til Sviss þar sem C-keppnin fer fljótlega fram. Knattspyrnufélagið Haukar hyggst halda fyrirtækjakeppni í innanhúss- knattspyrnu í Haukahúsinu v/Flatarhraun, ef næg þátttaka fæst. Mótiö verður haldiö um páskana, 16,—20. apríl n.k. Þátttökugjald kr. 400.- Þátttaka tilkynnist í Haukahúsinu, sími 53712, fyrir 14. apríl nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.