Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 41 fólk í fréttum + Hin brasiliska sambýliskona breska lestarræningjans, Ronald Brigg, sem svo mjög hefur verið í fréttunum, var í Sviss er henni bárust fréttirnar um örlög sam- býlismannsins, að honum hefði verið rænt heima í Brasilíu og fluttur til Barbados. Sagði hún, að hún myndi reyna að komast sem fyrst heim til þess að sækja son þeirra. Hún heitir Raimunda de Castro og er fatafella og var á skemmtistaðnum Tiffany í bæn- um Winterthur, sem er bær fyrir norðan Zúrich. Sem fatafella kallar hún sjálfa sig „Xuxu“. — En vegna skorts á farareyri mun ferð hennar til Brasilíu eitthvað hafa tafist a.m.k. Hún kvaðst vilja koma aftur til Svisslands með drenginn sinn. + Þetta glæsikvendi er forsetafrúin í Egyptalandi, Jehan Sadat. Myndin er tekin af forsetafrúnni fyrir skömmu er hún var á ferð i Bandarikjunum. og tók AP-ljósmyndari myndina er hún skoðaði náttúrugripasafnið i Chicago ásamt borgarstjór- anum i þeirri hasarbrog, en það er kona, sem kunnugt er af fréttnm Dali málverk í fangelsi + 116 ár hafa fangar í einu fangelsanna í New York matast í borðsal fangelsisins undir málverki af krossfestingu Jesú Krists eftir listmálarann Salva- dor Dali. — Hann gaf fangelsinu þetta málverk á sínum tíma. Það er 4x5 fet að stærð. — Fyrir nokkru kallaði fangelsisstjórinn á kunnáttumann, til þess að verðleggja málverkið, því fjárskortur þrengir að starfsemi í þágu fanganna. Er málverkið metið á 75—100.000 dollara og hyggst fangelsis- stjórinn leita til Salvadors Dali um samþykki hans og leyfi til að selja málverkið. ,pskutunmi- tvíburar“ + Þessi reifabörn sem myndin er af komust í fréttir allra fjölmiðla í Bandaríkjunum fyrir skömmu. — Þetta eru tvíbura-drengir, sem börn er voru að leik fundu ofaní öskutunnu í borginni Dayton í Ohiofylki. — Tvíburarnir litlu voru 3—4ra daga gamlir er þeir fundust. Voru þeir þegar fiuttir á vöggustofu í borginni, þar sem þeir komust undir lækna hendur. Var talið að tvíburunum myndi ekki hafa orðið meint af dvölinni í sorptunnunni. Einn krakkanna sem fundu börnin, 10 ára strákur, sagði frá því að hann og leikfélagarnir hefðu heyrt einhver vein. Hefði hann talið að þau kæmu frá hundi. Hefðu krakkarnir gengið á hljóðin sem komu úr öskutunnu. Buíð hafði verið um börnin í pappírspokum. Við urðum að moka með höndun- um ofan af þeim til að ná þeim upp úr sorpinu. Annar tvíburanna var rúmlega 6 pund, en hinn 5 pund. Þá þegar að fréttin spurðist út, höfðu hundruð foreldra snúið sér til spítalayfirvald- anna og boðist til þess að ganga öskutunnu-tví- burunum í foreldra stað. A ,Reagan- skemmtun" + Fyrir nokkru var haldin skemmtun, til heiðurs Reagan Bandaríkjaforseta í svonefndu Ford- leikhúsi í Washington. Komu þar fram ýmsir kunnir listamenn. A þessari mynd eru þrjú úr þeim hópi: Fiðluleikarinn Itzhak Perlman, söngv- arinn Johnny Cash og hin fræga ballerína Natalia Makarova. NATIONAL ALKALINE RAFHLÖÐUR Ávallt fyrirliggjandi UM-3DE Rafborg sf. Rauóarárstígl Sími11141 ÞAÐ ER SAMA HVERT LITIÐ ER HURÐIRNAR ERUALLARFRA SICURÐI ELIASSYNI SELKO Hringiö eða skrifið eftir frekari upplýsingum. Ég óska eftir að fá ókeypis myndalista yfir SELKO hurðir. Nafn:_______________________________________________ SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKU 52. KÓPAVOGI. SIMI 41380 _______^ Heimili: ______________________________________________________________________ Sími:__________________________________________________________________________ Sendist til: Siguröar Elíassonar h.f. Auðbrekku 52 — Kópavogi Sími 41380 Kynningarverð á furubaðinnréttingum í stuttan tíma. kajmar innréttingar hf. SKEIFAN 8. REYKJAVÍK SIMI 82011.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.