Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 VALKOSTIR í VIRKJUNARMÁLUM % SULTARTANGAVIRKJUN Þriðja greinin, sem Morgunblaðið birtir um þá virkjanakosti, sem hæst ber í umræðunni um næstu framkvæmdir til orkuöflunar, fjallar um Sultartanga- virkjun. Þessi grein er að meginefni byggð á kynningarbæklingi Landsvirkj- unar og birt með leyfi útgefanda, svo og meðfylgjandi kort. Fyrstu áætlanir um virkjun við Sultartanga eru frá árunum 1956 til 1957. Þá var gert ráð fyrir að stífla Þjórsá og Tungnaá skammt ofan við ármótin upp í 290 m hæð y.s. og virkja árnar niður í Fossá í Þjórsárdal, þar sem hún er í 160 m hæð y.s. Gert var ráð fyrir þessu virkjunarfyrirkomulagi í yfirlitserindi Sigurðar Thor- oddsen um vatnsafl íslands frá árinu 1962 og var orkuvinnslugeta talin 2780 GWh/á í meðalári. Áætlan- irnar voru byggðar á ófullkomnum gögnum og síðari uppdrættir sýndu m.a., að með þeirri vatnsvegalengd, sem reiknað var með, yrði fallhæð vart meiri en 115 m í stað 130 m. Eins og kunnugt er var síðar tekin ákvörðun um að Landsvirkjun virkjaði hluta af þessari fallhæð í Búrfells- virkjun og þá niður í Fossá, þar sem hún er í 125 m hæð y.s. Á árunum 1965 til 1966 unnu norsku verkfræðiráðgjaf- arsamtökin NORENO að gerð mynzturáætlunar um Þjórsár- og Hvítárvirkjanir á vegum Sameinuðu þjóð- anna. I álitsgerð þeirra var gert ráð fyrir að virkja 24 m fallhæð með stíflu á Sultartanga, og orkuvinnslugeta virkjunarinnar var talin 520 GWh/á. í febrúarmánuði 1965 fól Raforkumálastjóri verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen gerð mynzturáætlunar um Þjórsár- og Hvítárvirkjanir og var áætlunin birt í apríl 1967. Virkjun við Sultartanga var þáttur í þeirri áætlanagerð og gert var ráð fyrir að virkja 32 m fallhæð með stíflu og frárennslisskurði í farvegi Þjórsár. Áætlun þessi var endurskoðuð á árinu 1971 og var orkuvinnslu- geta talin 725 GWh/á, þegar gert var ráð fyrir að veita Skaftá í Tungnaá með miðlun í Langasjó. Frumhönnun virkjunar við Sultartanga var gerð fyrir Landsvirkjun á árinu 1972 og síðan var unnið að verkhönnun hennar. Samkvæmt verkhönnun, sem birtist í árslok 1975, var ráðgert að stífla Þjórsá neðan ármóta upp í 303 m hæð y.s. og nýta 35,4 m raunfallhæð með stíflu og skurði í farvegi Þjórsár. Strax árið eftir var hins vegar gerð lausleg áætlun um að nýta meiri fallhæð með stíflu á sama stað, göngum undir Sandafelli og skurði um Hafið út í Þjórsá á móts við Klofaey. Líta má á síðastnefnda áætlun sem upphaf hugmynda um þá tilhögun virkjunar, sem nú er unnið að. Fleira hefur þó orðið til að breyta þeim fyrirætlunum, sem fólust í verkhönnun frá árinu 1975, og þá fyrst og fremst hætta á leka undan tiltölulega háum stíflum á hrauni. NÚVERANDI VIRKJUNAR- HUGMYNDIR Núverandi hugmyndir um tilhögun Sultartangavirkj- unar eru í stórum dráttum, að Þjórsá verði stífluð austan undir Sandafelli, um það bil 1 km ofan ármóta við Tungnaá. Þaðan liggur stíflan austur yfir Sultartanga og Tungnaá og áfram á suðurbakka hennar á átt að Haldi. Við austurenda stíflunnar er gert ráð fyrir yfirfalls- rennu með þröskuldi í 297 m hæð y.s. Við hinn endann, á vesturbakka Þjórsár, verður botnrásarskurður með lokuvirki. Inntaksskurður og inntak í aðrennslisgöng verða litlu ofar, en við gangamunna suðvestan í Sandafelli er gert ráð fyrir jöfnunarþró, sem er 80 m langur opinn skurður. Stöðvarinntak verður við enda jöfnunarþróarinnar og þaðan þrýstigöng að stöðvarhúsi ofanjarðar. Frá stöðvarhúsi verður frárennslisskurður um Hafið út í Þjórsá við Klofaey. Verg fallhæð virkjunarinnar úr Sultartangalóni niður í Þjórsá við Klofaey er 46,5 m. Gert er ráð fyrir tveimur vélasamstæðum, samtals 120 MW, miðað við raunfallhæð 37,5 m og virkjað rennsli 366 rm/s. Orkuvinnslugeta er áætluð nálægt 770 GWh/á. Kortið sýnir mynsturáætlun Landsvirkjunar um orkunýtingu á Þjórsár/Tungnaár- svæðinu niður fyrir Búrfellsvirkjun. Þær virkjanir, sem komnar eru, eru Búrfell 1 og Sigölduvirkjun, unnið er við Hrauneyjafossvirkjun og Sultartangavirkjun er næst á dagskrá. NOSOLINQA ÖLDUMIOLUN 430 Ql BO KRÖKBVIRKJUN 8BB IULTARTANQAVIRKJUN 188 I 81B niBB MW RKÝRINQAR LAND5VIRK JUN THt NAT10NAL P0WER C0MPANY. CCLAN0 5omþ............. T«tUnoa yfiefarid STIFLUR, LON JAROGÖNG SKURÐUR STÖOVARHÚS 1 i~j~ í~T:izi:jd__ . .......... I ---1 10 0 10 20 km

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.