Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 45 Skerum nú upp herör gegn því orðafári sem blótsyrðin eru Lesandi skrifar 1. apríl: „Kæri Velvakandi. Eg skora á ykkur fjölmiðla- menn að sneyða hjá blótsyrðum og öðru grófu tali í máli ykkar. Það er nóg að heyra þetta glymja í eyrum næstum hvar sem maður kemur í landinu okkar. I morgun var lesið úr rit- stjórnargreinum dagblaðanna. Þá kvað við blótsyrði. Ég las Morgunblaðið með morgunkaff- inu. Þar var skýrt frá viðbrögð- um Reagans, þegar honum var sagt, hvernig komið væri fyrir blaðafulltrúa hans eftir tilræði tilræðismannsins. Reagan blót- aði. (Síðan sagði hann: „Við skulum biðja fyrir honum.“ Von- andi hefur hann beðið Guð að fyrirgefa sér orðbragðið og ákveðið að vanda munnsöfnuð- inn eftirleiðis.) Þessu blótsyrði mátti sleppa í frásögninni. Og í kvöld lagði ég eyrun við lista- spjalli í útvarpinu, og þar þurfti kvenmaður að leggja áherzlu á orð sín með blótsyrði. Ég er þakklátur sjónvarpinu fyrir, að það dregur stundum úr grófu orðbragði frumtextans á kvikmyndum, þegar þýtt er í íslenzku. En betur má, ef duga skal. Það er synd og skömm, hvað Islendingar eru blótsamir. I helgri bók segir: Látið ekkert svívirðilegt orð líða yður af munn, heldur það eitt, sem er gott til uppbyggingar. Og frels- arinn sagði: Af orðum þínum muntu verða réttlættur, og af orðum þínum muntu verða sak- felldur. Flestir íslendingar vilja kall- ast kristnir. Ekki getur það talizt kristilegt að saurga sjálf- an sig og umhverfi sitt með óviðurkvæmilegu tali. Sárast er að heyra, hvað börn eru víða blótsöm. En er það nokkur furða? Þau læra það, sem fyrir þeim er haft. Stórt og smátt, gott og illt, fallegt og ljótt, allt má „túlka“ með bölvi og ragni, ef svo ber undir, og þykir ekki mikið. Við berjumst á móti reyking- um, á móti ofdrykkju, á móti eiturlyfjum og sóttkveikjum. Skerum nú upp herör gegn því orðafári, sem blótsyrðin eru. Viljið þið fjölmiðlamenn leggja lið í þeirri baráttu? Áhrif ykkar eru mikil.“ Fyrirspurn til Náttúrulækn- ingafélagsins Grænfriðungur hringdi og sagði: — Fyrir u.þ.b. 30 árum las ég tvær bækur eftir náttúru- lækningafólk. önnur bókin heit- ir Lifandi fæða og er eftir Kristinu Nolfi, en kom út hér á landi árið 1951 í þýðingu Björns L. Jónssonar, læknis í Hvera- gerði. Hin bókin, Matur og megin, er eftir Are Waerland og kom hér út 1944 í þýðingu Björns. Þetta fólk skrifaði um mikilvægi hrárrar fæðu og grænmetisfæðu fyrir heilsu manna. Nú langar mig til að spyrja Náttúrulækningafélagið eða aðra sem vita betur en ég: Eru þau Kristine Nolfi og Are Waerland á lífi? Ef svo er: Hvað eru þau gömul? Ef ekki: Hvenær létust þau og úr hverju? Kærar þakkir til karlakórsins Stefnisí Mosfellssveit Haukur Friðriksson, fyrrver- andi stöðvarstjóri í Króksfjarð- arnesi, nú til heimilis að Hátúni 12, Reykjavík, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Eg verð endilega að biðja þig að koma á framfæri þökkum mínum og fleiri til karlakórsins Stefnis í Mosfellssveit. Kórinn kom hingað í Hátúnið til okkar og söng svo fallega hvert lagið á fætur öðru. Þetta fyllti mann af sérstakri gleði, svo að ég varð að hringja. ætlunin að rifja þá sorgarsögu upp. Þar auglýsti þessi fína ferðaskrifstofa, Samvinnu- ferðir/Landsýn, hús sem ekki voru til og allt lenti í vandræð- um þegar til Rimini var kom- ið. Ég hef aldrei vitað aðra eins dellu og merkilegt að þessi maður sem stendur fyrir svona löguðu skuli ekki skammast sín að koma fram fyrir alþjóð og þykjast vera að gera eitthvað fyrir allan al- menning. Ég held að þeir sem fóru til Rimini í maí í fyrra gleymi aldrei Samvinnuferð- jum og loforðunum þeirra sem . ^^gjjjUjporu svikin." Handboltamenn — þjálfarar KRAGERÖ Idrettsforening, Norskt 1. deildarliö í karlaflokki óskar eftir aö komast í samband viö íslenskan handboltaþjálfara eöa leikmann, sem hefur áhuga á aö koma til Noregs sem þjálfari/leikmaöur. Góöir möguleikar og skilmálar fyrir hæfan mann. Allar nánari upplýsingar veitir: KRAGERÖ I.F. Handballgruppe v/Tore Brubakken, Stussdalen, 3770 KRAGERÖ, NORGE, og Sigurður Ásmundsson, sími 36165. SIEMENS Veljid Siemens — vegna gædanna Öll matreiðsla er auðveldari með Siemena eldavélinni: MEISTERKOGH SMITH & NORLAND HF., Nóatúni 4, sími 28300. R O Y A L SKYNDIBÚÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGiN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragðtegundir ODYR GISTING ÍHJARJA BORGARINNAR Bergstaöastræti 37, Reykjavik. Simi 21011.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.