Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 21
% MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR It'lÍPWÍL 1981 21 IHox-flnnfrlntúft Míwurra Jón tvíbætti Evrópumetið KR-INGURINN sterki, Jón Páll Sigmarsson, setti nýtt Evrópu- met í réttstöðulyftu í kraftlyft- ingum um helgina. Jón, sem keppir í yfirþungavigt, lyfti 350 kg. Met þetta var sett á innanfélagsmóti KR, sem fram fór i Jakabóli i Laugardal. Jón Páll, sem er í mjög góðri æfingu um þessar mundir, tvíbætti Evrópumetið. Fyrst lyfti hann 342,5 kg og bætti met sem Arthúr Bogason frá Akureyri átti og var 340 kg. Síðan lét Jón setja 350 kg á stöngina og fór upp með þá þyngd. Er það mál manna, að Jón Páll geti gert enn betur. Sverrir Hjaltason KR setti met í 100 kg flokki í réttstöðu- lyftu. Lyfti Sverrir 320 kg og bætti met Óskars Sigurpálsson- ar um 20 kg. Frábært afrek hjá Sverri. — þr. Óvenjulegt mark UM helgina léku lið ÍBV og Reynis, Sandgerði, tvo æfinga- leiki i knattspyrnu sem reyndar er ekki i frásögur færandi. Fyrri leik iiðanna lauk með sigri ÍBV 3—2, en þeim síðari 8—0. í síðari leiknum skoraði nýliði hjá ÍBV, Ingólfur Ing- ólfsson. fyrrum leikmaður Breiðabliks, óvenjulegt mark. í upphafsspyrnu siðari leiksins gaf Sigurlás á hann boltann. Ingólfur sá að markmaður Reynis var ekki rétt staðsettur og skaut þegar föstu og háu skoti frá miðju vallarins og skoraði. Boltinn fór yfir mark- vörðinn sem kom engum vörn- um við. HKJ/ÞR. • Tveir íslenskir júdómenn, þeir Bjarni Friðriksson (t.v.) og Ilalldór Guðbjörnsson (t.h.), stóðu sig frábærlega vel á sterkasta opna júdómótinu sem haldið er í Evrópu. Báðir sigruðu í sínum riðlum en töpuðu svo naumlega í úrslitakeppnunum. Ljósm. Þórarinn RaKnarsson Glæsilegt afrek hjá Bjarna og Halldóri TVEIR islenskir júdómenn, þeir Bjarni Friðriksson og Halldór Guðbjörnsson, kepptu á Opna hollenska meistaramótinu i júdó, sem háð var um helgina. Þetta er sterkasta opna mótið sem haldið er i Evrópu, og tóku islenskir júdómenn nú þátt i þvi i fyrsta sinn, og stóðu sig með prýði. Haildór Guðbjörnsson keppti i 71. kg.-flokki á laugardag. Hann sigraði með yfirburðum i sínum riðli. Annar i riðlinum var Hangyasi frá Ungverjalandi sem siðar hlaut gullverð- launin, og var Ilalldór sá eini sem hann sigraði á mótinu. í úrslitakeppninni, sem er útsláttarkeppni, lenti Halldór fyrst á móti þýskum keppanda og sigraði auð- veldlega. í næstu umferð mætti hann sovéskum kepp- anda. Rússanum tókst ekki að skora stig gegn Halldóri, en Halldóri var dæmt refsi- stig fyrir að stiga út af keppnissvæðinu og vann Rússinn á þvi. Þessi Rússi komst áfram i úrslitaviður- eignina gegn Ungverjanum Hangyasi, og það þýddi að Halldór komst aftur inn i keppnina um þriðja sætið. Þar tapaði Ilalldór gegn þýskum keppanda með að- eins 3 stigum (koka(, og voru það einu stigin sem skoruð voru á hann i þeim 6 viðureignum sem hann glimdi á þessu sterka móti. Bjarni Friðriksson keppti í 95 kg.-flokki á sunnudag. Hann sigraði einnig með yfirburðum í sinum riðli og lagði alla keppinauta á ipp- on (10 stig). Bandaríkjamað- ur varð annar i riðlinum. í úrslitakeppninni tapaði Bjarni fyrir hollenskum keppanda og var þar með úr leik. Sigurvegari í þessum þyngdarflokki var Numann frá Hollandi, sem varð þriðji á ólympiuleikunum sl. sumar. Frammistaða þeirra Hall- dórs og Bjarna verður að teljast mjög góð í harðri alþjóðlegri keppni sem þess- ari. 12 ára stúlka setti glæsilegt met Knattspyrna) FRÁBÆR árangur náðist á meistaramóti íslands i sundi sem fram fór um siðustu helgi. Ragnheiður v-þyzkur meistari RAGNHEIÐUR Óiafsdóttir FH hefur nýverið hlaupið tvö stór- hlaup úti í Vestur-Þýzkalandi, þar sem hún hefur dvalist við æfingar frá því haustið 1979. Varð hún vestur-þýzkur ungl- ingameistari í 1500 metra hlaupi innanhúss, og skömmu seinna varð hún i þriðja sæti i unglingameistaramóti V-Þýzka- lands i viðavangshlaupi. Árangur Ragnheiður er framúrskarandi. Fyrr í vetur hefur Mbl. skýrt frá þvi er Ragnheiður varð héraðsmeist- ari i Nord-Rhein-héraði á nýju íslandsmeti i 1500 metra hlaupi, og fyrir skömmu sögð- um við frá því að hún væri bezt v-þýzkra unglinga i 800 og 1500 metra hlaupum innanhúss. Ragnheiður Ólafsdóttir varð yfirburðasigurvegari á ungl- ingameistaramótinu innanhúss, að sögn Jóns Diðrikssonar hlaupara úr UMSB, í spjalli við Mbl. Jón, sem dvelst við nám í Köln, sagði einnig að þegar um 200 metrar hefðu verið eftir af víðavangshlaupinu, hefði Ragn- heiður verið 50 til 60 metrum á undan næstu keppendum og allt stefnt í stórsigur hennar. Hefði hún þá fengið skyndilegan krampa í kálfa og orðið að valhoppa í markið og orðið að gera sér að góðu þriðja sætið, því tvær stúlkur hefðu skotist fram úr henni eftir óhappið. Jón sagði, að til allrar Guðs lukku hefði Ragnheiður sloppið við meiðsl þrátt fyrir krampann og æfði hún af fullum krafti. Jón sagði, að fátt gæti komið í veg fyrir að Ragnheiður ynni stórafrek á hlaupabrautinni í sumar. Jón sagðist sjálfur æfa af kostgæfni, og er hann á förum í æfingabúðir með hópi af fremstu hlaupurum V-Þjóðverja, þar sem hann dvelst út apríl. Jón hyggst keppa í sínu fyrsta brautar- hlaupi í maíbyrjun í Bonn, en hann keppir fyrir félag þar í borg. Alls voru sett níu islensk met eða um metjöfnun var að ræða. Ung stúlka, Guðrún Fema Ág- ústsdóttir. vakti mikla athygíi á mótinu, hún er aðeins 12 ára gömul, en engu að síður setti hún nýtt íslandsmet, telpnamet og stúlknamet i 100 m bringu- sundi. Synti vegalengdina á 1.17,5 mín. Glæsilegur árang- ur.Þá var millitími hennar í 50 metrunum 34,4 sek, nýtt ís- landsmet. Guðrún setti líka telpnamet í 200 m bringusundi. Félagarnir frá Akranesi, þeir Ingólfur Gissurarson og Ingi Þór Jónsson voru iðnir við kolann og settu mörg met. Ingólfur Gissur- arson jafnaði islandsmet Guð- jóns Guðmundssonar í 200 m bringusundi 2.27,9 mín. Mjög góður árangur. Þá setti hann met í 100 m bringusundi, 1.08,3 mín. í sama sundi setti hann met í 50 m, 31,6 sek. Ingólfur setti lika met í 400 m fjórsundi 4.43,2 mín. í sama sundi synti hann 50 m baksund á 29,1 sek sem er nýtt met. Þá var hann í sveit ÍA í 4x100 m boðsundi sem setti met 4.16,1 mín. Ingi Þór Jónsson setti þrjú met: I 100 m skriðsundi 53,6 sek. 50 m. flugsundi 27,8 sek og 100 m baksundi 1.03,0 mín. Miklar framfarir eru greinilegar hjá sundfólkinu. - þr Ragnheiður Ólaísdóttir er i stöðugri framför. Frjðlsar Iþrútttr Ingi Þór Jónsson setti þrjú ný met. i < '■ * ■ ■ ; /J * v: ■ ■f'.'T t mn v. ■ /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.