Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL1981 III, Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra í ræðustól. Til hægri eru Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra og Friðrik Sophusson alþingismaður. Til vinstri eru þeir Baldur Eiriksson fundarritari og Halldór Sigurðsson fundarstjóri. Myndirnar tók Ragnar Axelsson. Friðrik Sophusson alþingismaður í ræðustól. Halldór Sigurðsson Valdimar Indriðason Jósef H. Þorgeirsson alþingismaður Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra í ræðustól. Sagðist hann ekki vilja gera lítið úr þeim vanda, er Sjálfstæðisflokk- urinn væri í, en þó væri það svo, að ef tækist að sameina flokksmenn á ný, ef tækist að gera flokkinn á ný frjálslyndan og víðsýnan, sem áður var, þá þyrfti ekki að óttast um framtíð hans. Hugsjónir ættu að lifa, hvað sem liði forystuvandamál- um eða átökum milli einstakra manna. Síðan sagði landbúnaðarráð- herra: „En ég get sagt þá skoðun mína hér, að það mun reynast torvelt fyrir núverandi forystu flokksins að ná honum saman að fullu, eins og við. þurfum á að halda. í því felst ekki neinn áfellisdómur yfir þessari forystu, en það er ekkert vafamál að það er léttara fyrir nýja menn að ná heilum sáttum. Þetta atriði er eitt þeirra er við þurfum að ná samstöðu um. Engin einhlit svör eru við því hvernig þetta getur gerst, en það þarf aðdraganda og starfið þarf að hefja strax. Aðdragandann er hægt að hugsa sér fram til næstu kosninga eða á skemmri tíma, jafn- vel má hugsa sér lengri tíma. En æskilegast væri að full samstaða næðist áður en gengið verður til kosninga á ný, gerist það ekki, er meiri hætta á að ágreiningurinn verði varanlegur." Pálmi sagði einn- ig að á þessum aðlögunartíma þyrfti að stilla deilum í hóf, gagnrýni stjórnarandstæðinga ætti að vera málefnaleg en ekki jafn neikvæð og yfirborðsleg og oft væri raunin á. Ákvarðanir ætti að taka efnislega, en ekki bara til þess að vera á móti í þeim tilgangi að gera ríkisstjórn erfitt fyrir. Ekki mætti gleymast að núverandi ríkisstjórn starfaði undir forsæti varaformanns Sjálfstæðis- flokksins. Ræðu sinni lauk Pálmi á því að minnast tveggja þingskörunga, er báðir voru um árabil þingmenn Vestlendinga, þeirra Jóns Árnason- ar og Péturs Ottesens, sem báðir hefðu gefið sjálfstæðismönnum for- dæmi um hvernig starfa ætti innan Sjálfstæðisflokksins og í baráttu fyrir hugsjónum hans. Frestun lymskulegt bragð? Halldór Sigurðsson fundarstjóri, þakkaði ræðumönnum fyrir ræður þeirra, og sagði þarna greinilega vera á ferðinni hógværa og góð- gjarna menn. Hins vegar sagðist hann ekki sjá slíka eiginleika í öllum sjálfstæðismönnum um þessar mundir. Frestun landsfundar sagðist hann til dæmis óttast að væri lymskulegt bragð til að koma ríkis- stjórninni illa. Ekki hefði sáttahljoð heldur verið mikið í mönnum á flokksráðsfundin- um, er formaður flokksins skipaði Sverri Hermannssyni, yfirsátta- semjara og honum til aðstoðar Halldór Blöndal, Ólaf G. Einarsson, Pétur Sigurðsson og Ingu Jónu Þórðardóttur. Þau hefðu staðið að samningu stjórnmálaályktunar, og ekki verið gæfulegt til sátta. Sverrir hefði til dæmis sagt að hann „gúter- aði“ engar breytingar á því er þegar væri búið að setja niður á blað. Þá er að stjórnarmynduninni stóðu sagði hann eiga þakkir skildar, en greinilegt væri að formaðurinn, Geir Hallgrímsson, mæti sjálfan sig meira en flokkinn. Átti að efna til hanaats? Friðrik Sophusson bað um orðið að lokinni ræðu eða innskoti fundar- stjóra. Sagðist hann hafa haldið að á fundinum ættu að fara fram hrein- skilnar umræður, og margt gott hefði verið í þeim dúr í ræðu Pálma. Óeðlilegt væri á hinn bóginn að fundarstjóri gripi inn í á þennan hátt, og sagðist Friðrik vona að ekki hafi verið ætlunin að efna til hana- ats um liðna tíð, heldur hefði ætlunin verið að horfa til framtíðar- innar og reyna að finna heppilega lausn, við ættum ekki að leita sökudólga, heldur að því er flokks- menn ættu sameiginlegt. Sagðist Friðrik vona að þessi athugasemd yrði ekki tekin illa upp af fundar- stjóra. — Eitt atriði sagðist Friðrik þó vilja leiðrétta strax og ítreka, en það væri að formaður hefði alls ekki viljað fresta landsfundi, heldur þvert á móti. Frestun landsfundar getur orðið til góðs Friðjón Þórðarson dómsmálaráð- herra, talaði næstur, og sagði hann ræður þeirra Friðriks og Pálma hafa verið góðar og hógværar, sem von væri frá svo góðum mönnum, raunar báðum ættuðum úr Húnaþingi. — Væri það ef til vill til marks um hið einkennilega ástand í Sjálfstæðis- flokknum núna, að margir frændur Friðriks þar væru í hópi hörðustu stuðningsmanna Pálma. Ráðherrann sagðist ekki óttast að ekki gæti gróið um heilt með mönnum á ný. Minntist hann í því sambandi deilna Péturs Ottesens og Jóns á Akri um stjórnarmyndun. Þá hefði legið við vinslitum en þó tekist heilar sættir á ný. Friðjón sagðist muna vel eftir hinum örlagaríku febrúardögum í fyrra, þá hefði hann lengi verið á báðum áttum, en að lokum tekið ákvörðun er hann væri reiðubúinn að standa eða falla með. Um landsfundinn sagði Friðjón, að frestun hans gæti verið til góðs, ef vorið og sumarið yrði notað til sáttastarfs, og væri vonandi að fullar sættir gætu tekist. Menn ekki nógu sáttfúsir Guðjón Guðmundsson þakkaði hógværar og skynsamlegar ræður frummælenda, en því miður væri ekki nægilegt sáttahljóð í öllum innan Sjálfstæðisflokksins, og nefndi hann nokkur nýleg dæmi um hnútukast milli manna. Vonandi væri þó að menn næðu saman á ný, en að lokum sagðist hann vilja segja þá skoðun sína, að ekki hefði gengið svona vel að mynda ríkisstjórnina hefði allur Sjálfstæð- isflokkurinn komið með. Þá hefðu framsóknarmenn og alþýöubanda- lagsmenn ekki verið eins viljugir til samstarfs. Horfum fram á við Ólafur Sigurðsson kvaðst telja að það hefði ekki verið rétt ákvörðun hjá Gunnari Thoroddsen á sínum tíma að mynda stjórnina á sínum tíma, einkanlega sem þar hefði verið leikið mjög að tjaldabaki. Nú væri þó ekki ástæða til að súta það, heldur ætti að horfa fram á veginn og góðs viti væri að stjórn og stjórnarandstaða funduðu nú sam- an. Ólafur sagði það hafa verið sjálf- sagt að fresta landsfundinum, menn þyrftu lengri tíma til að átta sig, slíkt sáttastarf tæki óumflýjanlega nokkurn tíma. Skipta þarf um for- ystu i flokknum Hörður Pálsson kvaðst telja ágreininginn í flokknum bundinn við menn fremur en málefni, og slíkt ætti að vera hægt að leysa. Nauðsyn- legt væri þó að skipta um forystu í flokknum ef sættir ættu að nást, enda hefði forystan lengi ekki verið nægilega einörð. Hefði hún verið styrkari hefði stjórnin aldrei verið mynduð, og þá hefði einnig margt farið betur í stjórnarsamstarfinu 1974 til 1978. Stöðu Geirs Hall- grímssonar sagði Hörður vera mjög veika, og veiktist hún dag frá degi. Sagði hann formanninn af þessum sökum tapa á frestun landsfundar- ins, en nota yrði timann til hausts til að finna nýja forystu. Framsókn vildi allan flokkinn inn Pálmi Jónsson talaði næstur, og sagði, að það hefði síður en svo þurft að hindra stjórnarmyndunina, þó allur Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið að henni. Framsóknarmenn hefðu til dæmis látið það álit í ljósi, að ríkisstjórnin yrði sterkari ef allur flokkurinn yrði með. Pálmi sagðist telja, að eftir vetrarkosningarnar hefði myndun ríkisstjórnar verið nær ómöguleg án þátttöku Alþýðu- bandalagsins, og Alþýðuflokkurinn hefði þá ekki verið fýsilegur til samstarfs. Pálmi sagði það rétt, að hluti ágreiningsins innan Sjálfstæðis- flokksins væri um menn, en þó mætti alls ekki gera lítið úr mál- efnalegum ágreiningi, sem væri verulegur. Ef til vill væri að draga úr þeim ágreiningi, en það væri þá vegna þess, að augu manna hefðu opnast, og þeir, er að leiftursókninni stóðu, væru að átta sig á að of langt hafi verið gengið. Menn skyldu í þessu samhengi einnig hafa það hugfast, að fásinna væri að ætla, að þeir Friðjón hefðu farið í stjórnar- samstarfið aðeins vegna Gunnars Thoroddsens. Slíkt gerðu menn ekki í pólitík. Málefnin hefðu þar ráðið, og nauðsynlegt verið að stíga þetta skref til þess að hafa möguleika til að efla flokkinn, er til lengri tíma væri litið. ítrekaði Pálmi, að erfitt yrði fyrir núverandi formann að ná flokknum saman, og vonandi skildist honum, að það væri ekki af fjandskap við SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.