Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 • Margrét reynir að brjótast í gegn en tekst ekki. LkWbi. R*x Auðveldur sigur Þróttar ÞRÓTTUR sigraði Aftureldingu mjög örugglega i 8-iiða úrslitum bikarkeppninnar i handknattleik i íþróttahúsinu að Varmá á laug- ardaginn. Lokatölur ieiksins urðu 22—16, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 8—5. Fyrri hálfleikurinn var lengst af í járnum og lítið var skorað, þannig var staðan 3—3 þegar 14 mínútur voru til leikhlés og 4—3 fyrir Þrótt er níu mínútur voru eftir. En síðan tók 1. deildar félagið að síga fram úr. Mest náði liðið níu marka forystu, 19—10, er langt var liðið á síðari hálfleik, en lokakaflann tókst leikmönnum UMFA að lagfæra stöðuna nokkuð sér í hag. Þróttarar voru slakir að þessu sinni, en engu að síður var slíkur gæðamunur á liðunum að miðl- ungsliðið úr 2. deild náði aldrei að veita liðinu nokkra keppni sem heitið gat. Bestur hjá Þrótti var markvörðurinn Sigurður Ragn- arsson, sérstaklega varði hann vel framan af. Sigurður Sveinsson var í strangri gæslu nær allan leikinn og virtist bera lítið á honum. Engu að síður skoraði hann 9 mörk! Páll Ólafsson var frekar skapstyggur framan af, en tók sig saman í andlitinu og var mjög drjúgur. Sigurjón Eiríksson var atkvæða- mestur hjá UMFA og Emil markvörður stóð sig ágætlega. Mörk UMFA: Sigurjón Eiríks- son 6, 4 víti, Steinar Tómasson 4, Þorvaldur Hreinsson 3, Þórður Hjaltested 2 og Björn Bjarnason 1 mark. Mörk Þróttar: Sigurður Sveins- son 9, 3 víti, Páll Olafsson 7, Jón Viðar Jónsson 3, Magnús Mar- geirsson 2 og Einar Sveinsson eitt mark. — gg. Handknattlelkur V- ............... v íslensku stúlkurnar í kennslustund hjá Noregi SÍÐARI handknattlcikslandsleik íslands og Noregs, vináttulands- leiknum á sunnudaginn, lauk eins og þeim fyrri, með öruggum stórsigri norska liðsins. Ef nokk- uð var, þá var íslenska liðið enn grátt leiknara en i fyrri leiknum og þótti mönnum þó þá nóg um. Lokatölur á sunnudag urðu 27— 12 og var hreinlega um hand- knattleikssýningu að ræða hjá norsku stúlkunum, sem skoruðu mörg mörk eftir frábærar leik- fléttur. t hálfleik var staðan 13-5. Liðsuppstilling íslenska liðsins í byrjun leiksins vakti nokkra at- hygli, Sigurbergur þjálfari hafði þá á bekknum hjá sér flesta af sterkustu leikmönnum sínum. Hefur stefnan trúlega verið sú, að leyfa öllum að vera með, en umrædda leikmenn setti hann ekki inn á fyrr en staðan var orðin 7—0 og sú veika von um að gera aðeins betur en í fyrri leiknum rokin út í veður og vind. Staðan breyttist síðan í 10—1 og deginum ljósara hvert stefndi. íslenska liðið náði þó að svara fyrir sig endrum og eins þegar líða tók á leikinn, en fyrst og fremst mátti liðið þó læra af mótherjum sínum, enda sýndi norska liðið oft og tíðum tilþrif sem sjást ekki einu sinni til 1. deildar félaganna í karlaflokki hér á landi. Þær Guðríður Guðjónsdóttir og Margrét Theodórsdóttir léku mjög þokkalega fyrir íslenska liðið að þessu sinni, sérstaklega í sókninni. Gyða Úlfarsdóttir varði nokkuð vel eftir atvikum í markinu og Eiríka Víkingur stóð vel fyrir sínu. Að öðru leyti var meðal- mennskan ríkjandi. Mörk íslands: Guðríður 5, Mar- grét 4, 2 víti, Katrín, Eiríka og Oddný eitt hver. Sissel Bucholdt var markhæst í norska liðinu með 6 mörk, Glosi- mot og Rise skoruðu 4 mörk hvor, en aðrir leikmenn minna. Sænsku dómararnir tveir sem sáu um landsleikina báða, dæmdu afar illa, en það kom jafnt niður á báðum liðunum. —gg Norðmenn skoruðu níu í röð ÞAÐ FÓR aldrei svo, að islenska kvennalandsliðið i handknattleik næði að standa i hinu norska, er liðin áttust við í Ilafnarfirði á laugardaginn. Var það siðari viðureign liðanna i undankeppni fyrir B-keppni HM. Norðmenn unnu fyrri leikinn 17—9, en lokatölurnar á Iaugardag urðu 20—10 fyrir Noreg, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 13-4. Ýmislegt í byrjun leiksins lofaði þó góðu fyrir framhaldið, Margrét Theodórsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins og þó að norska liðið svaraði með þremur mörkum, þá var jafnt, 4—4, þegar 11 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. ís- lenska liðið hafði að vísu sýnt mikið óöryggi í varnarleiknum, en það sem átti eftir að ganga yfir fór fram úr svörtustu svartsýni. í stuttu máli skoraði íslenska liðið ekki eitt einasta mark síðustu 14 mínútur hálfleiksins, en fékk hins vegar á sig 9 stykki! Því 13—4 í hálfleik. íslenska liðið skoraði tvö fyrstu mörkin í síðari hálfleik, en síðan gekk hvorki né rak, liðin skiptust á að skora og Norðmenn gerðust æ kærulausari, enda stórsigur í ör- uggri höfn. Lokatölur urðu síðan 20—10 eins og áður sagði. íslenska liðið náði sér aldrei á skrið, enda var mótherjinn af allt öðru sauðahúsi. Norsku stúlkurn- ar léku þær íslensku oft afar grátt, snerpa þeirra var svo miklu meiri en hjá landanum, að með ólíkindum var. Sem dæmi má nefna Oddnýju Sigsteinsdóttur, sem var rekin tvívegis af leikvelli með nokkurra mínútna millibili, einfaldlega vegna þess að hún braut klaufalega af sér af fyrr- greindum sökura. Þá tala 11 víta- köst Norðmanna sínu máli, svo og sjö brottrekstrar hjá íslenska lið- inu. Þá var reginmunur á mark- vörslunni, hún var mjög góð hjá Norðmönnum frá upphafi til enda, en afar slök hjá íslandi allt þar til seint í leiknum, að Jóhanna Páls- dóttir tók að verja vel um tíma, þar af tvö víti. Annars var Mar- grét Theodórsdóttir einna best í íslenska liðinu. Mörk íslands: Margrét Theo- dórsdóttir 3, 1 víti, Guðríður Guðjónsdóttir 2, 1 víti, Kristjana Aradóttir 2, Erna Lúðvíksdóttir, Ingunn Bernódusdóttir og Jó- hanna Halldórsdóttir eitt hver. Kristín Glosimot var marka- hæst í norska liðinu með 6 mörk, Tove Liberg skoraði 5 mörk. —gg. • Akui um 200 Líf og fjör var á skíðamóti eldri kynslóöarinnar á Akureyri Karlar, 35 — 40 ára 1. HafKteinn SÍKuróftnon I 95,42 2. Árni SÍKurðsKon í 101,92 3. Samúel (íÚKtaÍKHon I 102.66 4. Haukur Björnsson R 103,33 5. Reynir Brynjólfaaon A 104,44 6. MaxnÚK InxólísKon A 104,59 7. Bjorn Óisen R 105.95 8. Hlnrik IlermannKson R 108,10 9. tvar SÍKmundsson A 108,18 10. Höróur ÞórleifKaon A 113,78 Svlit karla. 41 ira o* eldri: 1. jóhann VilberifSKon R 59.97 2. Þorlikur SÍKurðsHon A 64.74 3. Gisli Braiti Hjartarson A 70,45 4. Þórir Lirusson R 73,68 5. Svanberif Þórðarson A 97.91 Karlar, 35—40 ira: 1. HafKteinn Slifurðsson 1 56,27 2. Samúel Gústafsson I 58.97 3. Árni Sigurðsson I 59,54 4. Maitnús Initólfsson A 60.36 5. Bjðrn Ólsen R 60.43 6. Reynir Brynjólfsson A 61.89 7. Ivar SÍKmundsson A 63,10 8. Haukur Björnsson R 63,71 9. Hörður Þórleifsson A 68,09 10. Ævar Guðmundsson A 83,71 11. lflnrik Hermannsson R 93,38 Konur: m • Hafsteinn Sigurðsson ísafirði sigraði í svigi og stórsvigi á Akureyri um síðustu helgi. Ljósm. sor ÞAÐ VAR mikið fjör i Hliðarfjalli við Akureyri um helgina þar sem fram fór mót á vegum Skíðaráðs Akureyrar fyrir 35 ára og eldri. Keppt var i stórsvigi á laugardaginn og svigi á sunnudaginn, í dásamlega góðu veðri. Þarna voru saman komnir margir af þekktustu skiðamónnum landsins hér i eina tið, og var greinilegt að menn höfðu mjðg gaman af. Töluðu menn um hvað væri nú helv. gaman að þessu og sögðust hittast aftur á næsta ári. Undirrituðum barst til eyrna að þar sem „Andrésar andar-leikarnir“ eru fyrir börn, væri tilvaiið að kalla þetta mót „Fetmúla festival". Úrslitin (samanlagðir timar) urðu sem hér segir: 4. BraKÍ lljartarson A 5. Sveinn MaKnússon A Konur: 1. Karólina Guðmundsdóttir A 2. BjörK FinnboKadóttir A 114.18 117.64 77.97 78.49 StórnvÍK karla, 41 irH ok eldri: 1. Jóhann VilberKHKon R 2. SvanberK Þórðarson A 3. Þorlikur SÍKurÓKHon A 97.79 103.51 106.10 • Ánægðir keppendur að loknu mótinu á Akureyri fyrir 35 ára og eldri. 1. BjörK FinnboKadóttir A 86.64 2. Karólína Guðmundsdóttir A 97,02 3. Kolbrún Geirsdóttir A 135,10 Keppendur fra ísafirði og þjálfari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.