Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 Matthías Á. Mathiesen: Markmiöin frá í fyrra horfin úr áætluninni Kemur fram breytingartillaga við láns- fjáráætlun varðandi flugstöð í Keflavík? GUNNAR Thoroddsen, íorsœtis- ráðherra. mælti i j?®r í Samein- uðu þingi fyrir fjárfestingar- og lánsfjáráætlun 1981. Matthías A. Mathiesen (S) og Jón Baldvin Hannibalsson (A), talsmenn stjórnarandstöðu, gagnrýndu málsmeðferð og efnisinnihald áætlunarinnar, sem þeir sögðu sex mánuðum á eftir áætlun og stefna i meiri erlenda skuldasöfn- un en nokkru sinni fyrr. Hér á eftir verður lauslega rakinn efn- isþráður úr ræðum ráðherra og gagnrýnenda. Þjóðarframleiðsla, viðskiptakjör, viðskiptajöfnuður Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sagði bráðabirgðatölur fyrir 1980 benda til að þjóðarfram- leiðsla hafi aukizt um 2,5%. Við- skiptakjör hafi hins vegar versnað um 3,5% frá árinu áður, sem samsvari 1,3% af þjóðarframleiðslu. Þannig varð vöxtur þjóðartekna aðeins 1,2% en þær höfðu rýrnað um 1,2% 1979. í þjóðhagsspá, sem gerð var í október sl., var reiknað með 1% vexti þjóðarframleiðslu 1981, en nú er talið að hún muni ekki vaxa á þessu ári. Þessu veldur einkum tvennt: Sóknartakmarkanir í sjáv- arútvegi og orkuskortur, sem dregur úr framleiðslu iðnfyrirtækja sem nota mikla raforku. I ár er gert ráð fyrir að viðskipta- kjör rýrni um 1—2% en hafa verður í huga að óvissa er óvenjumikil um viðskiptakjör. Helztu óvissuþættir eru: Verðlag á frystum fiski á erlendum sölumörkuðum, verðþróun olíu og „gengisþróun á erlendum gjaldeyrismörkuðum". Vöruútflutningur umfram inn- flutning jókst 1980. Hins vegar varð þjónustujöfnuður óhagstæður, eink- um vaxtagreiðslur og samgöngur við útlönd, um 42,8 milljarða. Þegar tekinn er saman viðskipta- og þjón- ustujöfnuður kemur út viðskipta- jöfnuður sem því var óhagstæður um 32 milljarða króna. I þjóð- hagsspá 1981 er gert ráð fyrir að vöruskiptajöfnuður geti orðið hag- stæður um nálægt 100 m.nýkr. Halli þjónustujafnaðar er á móti áætlað- ur óhagstæður um 500 m.nýkr. Verulegan hluta af þessum halla má rekja til hærri vaxta á erlendum skuldum og erfiðleika i flugrekstri. Samkvæmt þessari spá verður við- skiptahallinn á árinu 1981 400 m.nýkr. Þjóðarframleiðsla, byggingar- starfsemi og mannvirkjagerð eru áætluð með svipuðum hætti og á liðnu ári. Gangi þessar spár eftir „er líklegt að eitthvað dragi úr þeirri spennu eftirspurnar, sem ríkt hefur oft á vinnumarkaði á undanförnum árum. Nauðsynlegt verður að fylgj- ast náið með atvinnuástandi, bæði í einstökum atvinnugreinum og ein- stökum byggðarlögum." Samkvæmt efnahagsáætlun ríkis- stjórnarinnar stendur til að verð- bólga frá upphafi árs til lykta þess verði „ekki meiri en 40%“. í spám Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir 8% hækkun í ágúst, 11% í nóvem- ber. Miðað við það og 10,2% hækkun á fyrstu 4 mánuðum ársins, og ef gert er ráð fyrir svipuðum verð- hækkunum fyrir síðustu mánuði ársins, „verður verðbólgan frá upp- hafi til loka árs um 40%“. En það verður að hafa allan fyrirvara á um þessar spár. Þeim árangri, sem hefur náðst er nauðsynlegt að fylgja eftir á næstu mánuðum og misser- um unz verðbólga verður ekki meiri hér á landi en í helztu viðskipta- löndum okkar. Fjárfesting 1980 var 26% af Gunnar Thoroddsen „Verðbólgan frá upphafi til loka árs 1981 40%.“ þjóðarframleiðslu, en í stjórnarsátt- mála er mörkuð stefna um 25% fjárfestingu. Samkvæmt bráða- birgðatölum urðu útgjöld ríkissjóð 28% af þjóðarframleiðslu 1980, en meðaltal síðustu 6 ára var 28,5%. Þróun innlána í lánastofnanir var mjög hagstæð 1980, 67,4% en var 57,4% árið áður. Aukning útlána varð 56% en var 58% árið áður. Betra jafnvægi er nú í peningamál- um en verið hefur um árabil. Viðreisn — verðbólga Matthias Á. Mathiesen (S) gerði samanburð á tveimur áratugum; viðreisnaráratugnum (1961 — 1970), þegar verðbólga var af stærðargráð- unni 6 til 9%, og verðbólguáratugn- um (1971—1980), þegar verðbólga óx úr innan við 10% í 60%! Á fyrri áratugnum, áratug samstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, þrefaldaðist verðlag, og var harð- lega ganrýnt af þeim er síðan réðu ferð á verðbólguáratugnum og fimmtánfölduðu verðlagið. Ríkis- umsvif hafa vaxið úr u.þ.b. 22% af vergum þjóðartekjum á viðreisnar- árum í 28—30%. Þessu hlutfalli tókst að ná niður í 26% 1976 en það hefur nú aftur náð fyrra hámarki. Samkvæmt Ólafslögum ber að leggja fram lánsfjáráætlun með fjárlögum í þingbyrjun haust hvert. Það talar sínu máli um vinnubrögð í ríkisstjórninni, hve síðbúin þessi áætlun er, sem og frumvarp að lánsfjárlögum, sem enn er til athug- unar í fyrri þingdeild. MÁM vakti athygli á tvennu, sem e.t.v. væri mælikvarði á árangur stjórnarsam- starfsins, hvað ræða forsætisráð- herra væri styttri og efnisrýrari en þá hann mælti fyrir lánsfjáráætlun á sl. ári, og að annar kafli áætlunar- innar, sem heitið hefði „Markmið og þjóðhagshorfur“ héti nú aðeins í látleysi sínu „Þjóðhagshorfur“. „Markmiðin“ hefðu týnst. Matthías Á. Mathiesen „Þreföldun verðlags og fimmtánföldun." MÁM vitnaði til ágreinings milli forsætisráðherra og Lárusar Jóns- sonar á fyrra þingi um líklega þróun verðlagsmála 1980, hvar forsætis- ráðherra hefði haldið sig fast við 40% verðlagsþróun það ár og haft stór orð um „hrakspár" Lárusar. En hver var reynslan? Verðbólgan 1980 varð 58,5%, ef samanburður er gerður milli áranna 1979/1980, en 58,9% ef reiknað er frá upphafi árs til loka. Þetta kom næstum því heim og saman við spár Lárusar (60%) en reynslan var hins vegar betur á öðru máli en forsætisráðherrann. Af orðum forsætisráðherra og lánsfjáráætlun má sjá, að gert er ráð fyrir samdrætti útflutnings 1981, lakari viðskiptakjörum og hliðstæðum viðskiptahalla og á liðnu ári. Hinsvegar er gert ráð fyrir aukinni samneyzlu. Hvern veg bregst ríkisstjórnin við í brú þjóðar- skútunnar þegar svo gefur á bátinn, sem forsendur lánsfjáráætlunar segja til um? Sjónarspil gamlárs- kveldslaganna lofa ekki góðu um siglingu inn á lygnari sjó í efna- hagsmálum okkar. Að visu tala einstakir ráðherrar um viðbótarað- gerðir er tímabil bráðabirgðalag- anna lýkur, 1. maí nk., sem skammt er undan, og telja þessar viðbótaað- gerðir forsendu þess að einhver árangur náist. En hljótt er um hverjar þær verða, enda líkiegt að þar um sé ekki einhugur í ríkis- stjórninni. Hér er og stefnt í meiri erlenda skuldasöfnun er nokkru sinni, eða um 37% af vergum þjóðartekjum 1981. Á sama tíma eru helztu útflutningsframleiðslugreinar rekn- ar með verulegum halla og flestar ríkisstofnanir eru ekki betur stadd- ar en framleiðslufyrirtækin, enda streyma hækkunarbeiðnir frá þeim í „verðstöðvuninni". Ríkisstjórnin eykur skattheimtu, skuldasöfnun og ríkisumsvif — en undirstöðuat- vinnuvegirnir — og ýmsar opinber- Jón Baldvin Hannibalsson „Stefna ríkisstjórnar- innar í málefnum at- vinnuveganna í megin- atriðum röng.“ ar þjónustustofnanir — safna rekstrarskuldum. Bendir þetta til að rétt sé á málum haldið í ríkisstjórn- inni eða að bregðast þurfi við með öðrum og markvissara hætti? Steínan í grundvallar- atriðum röng Jón Baldvin Hannibalsson (A) sagði ríkisbúskapinn rekinn með umtalsverðum halla. Fjárlög ársins 1981 koma hallalaust út á pappírun- um en sívaxandi hluti ríkisútgjalda er einfaldlega sópað undir horn skuldaaukningar í lánsfjárlögum. Æ stærri hluti heildarfjármuna- myndunar í þjóðarbúskapnum er fjármagnaður með lánum. Hlutur lánsfjár í útlánum fjárfestingar- sjóða fer og ört vaxandi. Hlutur erlendra lána til langs tíma hefur stórhækkað í hlutfalli af þjóðarframleiðslu. Erlendar skuldir nema nú 2,5 milljónum gkr. á hvern einstakling, 10 m.gkr. á hverja 4ra manna fjölskyldu í landinu. Láns- fjáráætlanir hafa og ítrekað farið úr böndum. Þessi áætlun verður þar naumast undantekning, enda for- sendur um verðlagsþróun og gengi í meira lagi ótraustar. Markaðskerfi með samkeppni, sem skilað hefur mestum hagvexti og beztum lífskjörum í heiminum hefur mikið til verið aflagt hér á landi. Verðmyndun er mestan part háð stjórnvaldsákvörðunum. Hin innbyggða sjálfvirkni kerfisins set- ur efnahagskerfið á hvolf á fárra mánaða fresti. Hér er stefnt í allsherjar pólitískt forræði í efna- hagsmálum, fyrirgreiðslukerfi. Efnahagsskipan af þessu tagi ber mörg verstu einkenni þeirrar efna- hagsstjórnar sem Pólverjar eru nú í uppreisn gegn. JBH vitnaði til 14. gr. Ólafslaga, sem kveður á um að fjáfestingar- áætlun skuli fylgja fjárlagafrum- varpi og að henni skuli fylgja stefnumótun til þriggja ára. Hann vitnaði og til 15. gr. laganna um að lánsfjáráætlun skuli fylgja „mat á mannaflaþörf áætlaðra fram- kvæmda í heild, og þar með mat á atvinnuástandi í byggingarstarf- semi og mannvirkjagerð sérstak- lega“. Einnig í 21. gr. um að lánveitingar sjóðs skuli ákvarðast af „samræmdum reglum um arðsem- ismat“. Öll þessi lagaákvæði eru hér brotin, varðandi þessa lánsfjáráætl- un. „Það má ekki verða að almennri reglu," sagði JBH, „að lánsfjáráætl- un verði í reynd að eins konar ruslakistu í ríkisfjármálum ... og þar verði settar allar þær fram- kvæmdir og útgjaldaáform sem ekki tekst að fjármagna af skatttekjum viðkomandi fjárlagaárs...“ Með þessum vinnubrögðum er verið „að ástunda feluleik með ríkisfjármálin, sem er ábyrgðarlaus og með öllu óhafandi". JBH vék lítillega að „verðtrygg- ingarstefnu”. Hann minnti á að inneignir landsmanna í bankakerf- inu (peningamagn og sparifé) hefði verið 53% í hlutfalli af vergum þjóðartekjum, 1963, en aðeins 21% 1978. Þetta hlutfall hafi að vísu vaxið í 23.8% 1980, en sú óvissa sem ríki um efnahagsáform ríkisstjórn- arinnar og hringlandaháttur í efna- hagsstjórn kunni að eyðileggja þann litla árangur sem náðst hafi. Það stefnir ekki í rétta átt, sagði JBH, þegar hlutfall lánsfjár í útlán- um fjárfestingarsjóða fer sívaxandi 48,2% 1978, 67,5% 1981. Það stefnir ekki í rétta átt þegar erlendar lántökur fara langt umfram laga- heimildir tvö ár í röð: 17,3 milljarða gkr. 1979, 21,7 milljarða gkr. 1980. Það stefnir ekki í rétta átt þegar erlend lán hækka úr 32—34% 1976-1979 í 37% 1981. Þetta er langt yfir hættumörk hjá þjóð, sem býr við jafn einhæft og sveiflukennt atvinnulíf og við gerum. Það stefnir ekki í rétta átt þegar greiðslubyrði af erlendum lánum hækkar úr 13,8% 1976 í 15% af útflutningstekj- um 1981. Það stefnir heldur ekki í rétta átt þegar ríkið sölsar undir sig sífellt stærri hlut af þjóðartekjum í skattheimtu á sama tíma og at- vinnuvegirnir hanga á horriminni og verða sífellt háðari pólitískri skömmtunarstjórn misviturra stjórnmálamanna. Stefna ríkis- stjórnarinnar í málefnum atvinnu- veganna er í grundvallaratriðum röng. JBH vitnaði til ummæla Tómasar Árnasonar, viðskiptaráðherra, í þingræðu í desember sl., varðandi hlut flugstöðvarbyggingar í Kefla- vík í lánsfjáráætlun. Hann lýsti yfir stuðningi Alþýðuflokks við breyt- ingartillögu í þessu efni, ef við- skiptaráðherra fylgdi eftir orðum sfnum. Launasjóður ríthöfunda: Samstaða í allsherjarnefnd AUsherjarnefnd Sameinaðs þings hefur skilað sameigin- legu áliti um tillögu Halldórs Blöndal (S) o.fl. um launasjóð rithöfunda, svohljóðandi: Nefndin hefur fjallað um til- löguna og fengið umsagnir Rit- höfundasambands íslands, Fé- lags íslenskra rithöfunda og Menntamálaráðs. Einnig mætti á fund nefndarinnar Njörður P. Njarðvík, formaður Rithöfunda- sambandsins. Nefndin telur eðlilegt, að fram fari endurskoðun á lögum um launasjóð rithöfunda og reglu- gerðum samkvæmt þeim lögum, eins og greint er í tillögugrein- inni. Nefndin tekur þó ekki afstöðu til þeirrar hugmyndar, sem fram kemur í géeinargerð þingsálykt- unartillögunnar, að stjórn launasjóðs verði skipuð af Al- þingi. Mælir nefndin með samþykkt tillögunnar með breytingum, sem fluttar eru tillögur um á sérstöku þingskjali. Alþingi, 2. apríl 1981. Jóhanna Sigurðardóttir Birgir ísl. Gunnarsson Guðm. G. Þórarinsson Páll Pétursson Steinþór Gestsson Halldór Blöndal Guðrún Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.