Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 47
V MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 47 Ástandið í Póllandi rætt á ráðherrafundi Sant Chitpatima hershöfðingi (fyrir miðju) ásamt öðrum herforingj- um sem studdu hann í byltingartilrauninni. Handtökur í Thailandi Banickok. Thailandi. 6. april. AP. Konungsfjölskyldan i Thai- landi hélt aftur til Bangkok sl. sunnudag ásamt forsætisráðherr- anum Prem Tinsulandonda. Voru þá liönir tveir dagar frá þvi byltingartilraun herforingja var brotin á bak aftur. Yfir 100 herforingjar sem voru viðriðnir byltingartilraunina hafa verið handteknir. Meðal þeirra eru allir helstu leiðtogarnir nema að- alleiðtoginn, Sant Chitpatima hershöfðingi, og virðist enginn vita hvar hann heldur sig. Prem sagði sl. sunnudag, að herforingjarnir myndu allir hljóta réttláta meðferð og myndu þeir sem gáfu sig fram fá gefnar upp sakir sínar. Meðan á byltingartilrauninni stóð fékk Prem umboð frá ríkis- stjórn sinni til að taka til hverra þeirra ráðstafana sem hann teldi nauðsynlegar. Hann kvaðst í dag ætla að skila þessu umboði „þegar rétti tíminn væri kominn". Stjórnmálamaður einn í Thai- landi sagði, að þrátt fyrir að Prem hefði tekist að brjóta tilraunina á bak aftur væri hann ekki sigur- vegarinn. Hann hefði misst meira en helming bestu herforingjanna. Washin?ton, 6. april. AP. REAGAN Bandarikjaforseti fylg- ist grannt með atburðunum i Póllandi og þróun máia i þeim heimshluta. að sögn George Bush varaforseta. en Reagan hefur enn vægan hita. og komið hefur i ljós, að lausir aðskotahlutir eru i vinstra lunga, sem skaddaðist i skotárásinni á forsetann. Læknar við George Washington háskólasjúkrahúsið sögðu, að lík- lega væri um dauðar blóðklessur eða vefjastykki að ræða, sem fylgdi gjarnan innvortissárum af því tagi sem Reagan hlaut. Hann sagði, að Hklega liði langur tími, þar til þessir aðskotahlutir eydd- ust upp og yrðu að engu. Læknarnir sögðu, að ekkert hefði komið í ljós er bent gæti til þess, að sýklar hefðu komist í þessa aðskotahluti. I tilkynningu sjúkrahússins sagði, að James S. Brady blaða- fulltrúi forseta færi fram, og að málfar hans yrði æ skiljanlegra. Þá þekkti hann eiginkonu sina er hún kom í heimsókn í gær. Síðdegis bárust þær fregnir frá Washington, að Reagan verði tæp- lega leyft að fara af sjúkrahúsinu fyrr en eftir næstu helgi. Gro Harlem Brundtland Brundtland var kosin formaður 08ló, 6. aprll. AP. GRO HARLEM Brundtland, for- sætisráðherra Noregs var kosinn formaður Verkamannaflokksins norska á þingi flokksins sl. laugar- dag með öllum greiddum atkvæð- um. Einar Förde dóms- og kirkju- málaráðherra var kosinn varafor- maður. Einn höfuðpaura Rauðu herdeildanna handtekinn Reagan fylgist með þróun mála Bonn, 6. aprtl. AP. Varnarmálaráðherrar 13 NATO-ríkja hittast á reglu- bundnum fundi á morgun og miðvikudag til að endurskoða stefnu bandalagsins i varnarmál- um, en búist er allt eins við því, að fundurinn snúist fyrst og fremst um málefni Póllands, að sögn þátttakenda i fundunum. Ráðherrarnir hittast tvisvar á ári til að endurskoða varnaráætl- un bandalagsins, en embættis- maður, sem þátt tekur í fundinum, sagði að hin öra þróun mála í Póllandi og næsta nágrenni síð- ustu daga, væri það mikið áhyggjuefni, að vart kæmist ann- að að á fundinum. Búist er við að varnarmálaráðherrarnir gefi út yfirlýsingu varðandi málefni Pól- lands í fundarlok. Fundurinn er fyrsti fundur ráð- herra frá ríkjum Atlantshafs- bandalagsins frá því í desember, þegar Sovétmenn voru varaðir við hvers kyns íhlutun í Póllandi, og Niður- talning hafin Canaveralhöfda, 6. apríl. AP. NIÐURTALNING að því að skjóta geimskutlunni Kólumbíu á braut umhverfis jörðu hófst í morgun, þrátt fyrir bilanir í rafbúraði skutlunnar á siðustu stundu. Ef allt gengur að óskum verða hreyflar skutlunnar settir í gang klukkan 11.50 að íslenzkum tíma á fö8tudag. Rafmagnsbilunin, sem í ljós kom í gærkvöldi, hafði það í för með sér að loki í hreyflum skutlunnar opnaðist. Gert er ráð fyrir að allt að 32 klukkustundir taki að gera við bilunina, og treysta menn því að það takist í tæka tíð. að íhlutun kynni að hafa hinar alvarlegustu afleiðingar í för með sér. Fundurinn er einnig fyrsti ráðherrafundurinn frá því að bandalagsríkin hófu að vinna að þvi á bak við tjöldin til hvaða ráða skyldi gripið ef Rússar réðust inn í Pólland. Mílanó, 6. apríl. AP. Hryðjuverkamaðurinn Mario Moretti sem ítalska lögreglan hef- ur leitað hvað mest að undanfarin ár var handtekinn i Milanó sl. Iaugardag. Moretti er einn af höfuðpaurum rauðu herdeildanna og er talinn hafa skipulagt ránið og morðið á Aldo Moro fyrrum forsætisráðherra ítaliu árið 1978. Moretti var eftirlýstur fyrir 51 glæp, allt frá samsærum til morðs- ins á Moro. Lögreglan umkringdi Moretti og félaga hans, Enrico Fenzi, á götu í miðborg Mílanó síðdegis á laugardag .Lögreglan segir að Moretti hafi verið vopnað- ur og reynt að ná til byssu sinnar en séð að hann var í vonlausri aðstöðu og gefist upp. Moretti og Fenzi voru á leið til að hitta tvo aðra félaga í Rauðu herdeildunum og voru þeir handteknir skömmu siðar. „Ég er Mario Moretti og ég lýsi því yfir að ég er pólitískur fangi," sagði Moretti eftir að hann hafði verið handtekinn. Fenzi sagðist einnig vera pólitískur fangi, að sögn Iögreglunnar. Endalok Rauðu herdeildanna? Búist er við að handtaka Morettis hafi í för með sér tímamót í rannsókn á morðinu á Moro og búist er við því að hún þýði endalok Rauðu herdeildanna. Aðeins einn af höfuðpaurum þeirra gengur enn laus, það er sambýliskona Morettis, Barbara Blazarni. Sérfræðingar ítölsku lögreglunn- ar í baráttunni gegn hryðjuverka- mönnum hafa á sl. mánuðum farið herferð á hendur hryðjuverka- mönnum á Norður-Ítalíu. Þeir segja að Moretti hafi komið til Mílanó til að endurskipuleggja starfsemi Rauðu herdeildanna þar í borg. Moretti er 34 ára og telur lögregl- an að hann hafi meðal annarra staðið að baki fyrsta glæpi Rauðu herdeildanna, tveimur þjófnuðum árið 1971. Honum hefur hvað eftir annað tekist að komast undan lögreglunni og töluðu ítölsku blöðin oft um að ekki væri hægt að hafa hendur í hári hans. Árið 1972 var hann t.d. á leið inn í hús sem lögreglan sat fyrir honum í er hann á einhvern hátt var var við hættuna og komst í burtu. Talið var að hann hefði flúið land fyrir nokkru en hann hefur verið aðaltengiliður Rauðu herdeildanna við erlenda hryðjuverkamenn. ^ móttökumælir. nn dolby I fyrir betri upptökur. ® Útgangsorka 2x20 SINUS Wött v/4 Ohm. I■ SHARP SG-1H/HB: Klassa steríó samstæóa með hátalara, í,,silfur“ eöa ,,brons“ útliti. Breldd 390 mm Hæð 746 mm 373 mm. Dýpt 330 mm. / w ! SHARP CP-1H/HB: 0 Rafeinda /METAL Hatalarar, bassa og diskant styrkmæiir stiiiing fyrir metai 25 Watta í „silfur“ eða kassettur ,,brons“ útliti. ^Nt settiö, verö kr.: Breidd 220 mrr. Hæð 373 mm Dýpt 18 3 mm 6.320.00. fÆU. HLJÖMTÆKJADEILD <£)il KARNABÆR ^f LAUGAVEGI 66 SIMI 25999 Útsölustaóir: Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík — Portiö Akranesi — Eplið Isafirði — Alfhóll Siglufirði — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafirói — Eyjabær Vestmannaeyjum — M.M. h/f. Selfossi. (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.