Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 27 'é Athyglisveröur árangur Hauka í körfuknattleik Árangur Iþróttafélagsins Hauka i Hafnarfirði i körfu- knattleik í vetur er sérlega at- hyglisverður. Auk þess að vinna sér sa ti i 1. deild næsta keppnis- timabil unnu þeir 5 meistaratitla í yngri flokkunum. KR vann 3 titla og Skallagrímur og UMFN sinn hvorn. Bikarkeppni KKÍ lauk sl. þriðjudag með úrslitaleik Hauka og UMFN í 2..flokki karla. Úrslit bikarkeppninnar voru þessi: 2. fl. karla Hauk. - UMFN 83-68 3. fl. karla Haukar — KR 66—63 4. fl. karla Haukar — ÍR 49—32 2. fl. kvenna KR — Haukar 40—38 (eftir framlengingu) í nýloknu íslandsmóti voru eft- irtalin lið meistarar í yngri flokk- unum: 2. fl. karla Haukar • 3. fl. karla Haukar 4. fl. karla KR 4. fl. UMFN 2. fl. kvenna Skallagrímur 3. fl. kvenna KR. Frá Bláfjallagöngunni i fyrra, en t>á voru þátttakendur mjög margir. Islandsmeistarar Víkings í 3. fl. kvenna Noröurlandaþing knatt- spyrnusambanda hér á landi NÝLEGA var ákveðið að næsti fundur Knattspyrnusambanda Norðurlanda verði haldinn hér á landi 15. ágúst nk. Gert er ráð fyrir að fundurinn verði haldinn í Reykjavík og sæki hann a.m.k. 15 fulltrúar hinna Norðurland- anna. Á þessum fundum eru rædd sameiginleg málefni samband- anna og teknar eru ákvarðanir um landsleiki milli þeirra inn- byrðis og leikdagar ákveðnir. Slíkur fundur var haldinn hér á landi árið 1975 og fór hann fram á Laugarvatni. • Keppni yngri flokkanna í handknattleik er nú lokið. í þriðja flokki kvenna sigraði lið knattspyrnufélagsins Vikings. Og hér að ofan sjáum við mynd af hinu sigursæla liði. Á myndinni hér tfl hliðar tekur Inga Lára fyrirliði við Islandsbikarnum úr hendi Friðriks Guðmundssonar stjórnarmanns HSt, og formanns mótanefndar. Leikum við kvennalandsleik í knattspyrnu í sumar? SKIPULöGÐ kvennaknattspyrna hefur nú verið stunduð i áratug hér á landi. Þátttaka félaganna hefur verið misjöfn, en þó er ljóst að áhugi fyrir því að stúlkur fengju að vera þátttakendur í knattspyrnu hefur verið fyrir hendi viöa um landið. Á siðasta ársþingi KSÍ var samþykkt að skipa þriggja manna ncfnd til að vinna að framgangi kvennaknattspyrnu. í nefnd þessa voru skipuð þau Gunnar Sigurðsson, formaður, Svanfriður Guðjónsdóttir og Sig- uröur Hannesson. 24. janúar sl. var haldin ráð- stefna um kvennaknattspyrnu. Þátttaka var mjög góð, en um 50 manns sóttu ráðstefnuna, sem heppnaðist með ágætum. Helstu niðurstöður voru þessar: 1. Komið verði á fót bikarkeppni kvenna á þessu ári. 2. Stefnt verði að því að hefja keppni í yngri flokkum kvenna á næsta ári. 3. Unnið verði að þátttöku í Norð- urlandamóti eða komið á lands- leikjum með öðrum hætti. Bikarkeppni kvenna er þegar orðin að raunveruleika. Á þessu ári munu 12 lið taka þátt í henni. Gert er ráð fyrir að keppni í yngri flokkum kvenna hefjist 1982. Þar sem of seint var að senda tilkynningu um þátttöku í Norður- landamóti verður þess í stað unnið að því að koma á landsleik við einhverja nágrannaþjóð okkar, t.d. Skota. Kvennanefnd hefur skrifað knattspyrnufélögum í landinu bréf þar sem þau eru hvött til þess að taka upp hjá sér knattspyrnu fyrir kvenfólk og hún væntir þess að félögin bregðist vel við og ísland verði með í þeirri hröðu framþróun sem kvennaknatt- spyrna nýtur nú síðustu árin í Evrópu. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur skrifað knatt- spyrnusamböndum áskorun um að sinna þessum þætti knattspyrnu vel, og hefur tilkynnt þeim að í undirbúningi sé að hefja Evrópu- keppni landsliðs kvenna. Niðurröðun leikja í bikarkeppni kvenna 1981 verður þannig: 1. umferð: 9.6. ÍBÍ — Leiknir B 9.6. Leiknir — Valur B 13.6. FH — Völsungur .9.6. Víðir - Valur 2. umferð 6.7. ÍBÍ/Leiknir B - UBK 6.7. UBK B — Leiknir/Valur 6.7. KR — FH/Völsungur 6.7. Víkingur — Víðir/Valur 3. umferðin 20. júlí. Úrslit 11. ágúst. i i rrjii í i hj Mínir menn sigra SPÁMAÐUR nokkur, sem taldi sig m.a. hafa spáð um dauða Perons og fall Nixons á sínum tima, hefur tjáð sig um hvaða þjóð sigri i HM-keppninni i kanttspyrnu sem fram fer á Spáni 1982. Spámaðurinn, Acar- oni Lino de Andrade, segir að Brasilia muni sigra örugglega. Andrade er Brasiliumaður! Karatefélagið skiptir um nafn KARATEFÉLAG íslands breytti um nafn á siðasta aðalfundi sinum og heitir félagið nú „Shot- okan Karatefélagið“. Nafnbreyt- ing þessi var gerð meðal annars vegna inngöngu félagsins i ÍBR og ÍSÍ. Stjórn félagsins skipa nú Karl Gauti Hjaltason, sem er formaður. Hjördis Ilaröardóttir ritari og Karl Sigurjónsson gjaldkeri. Mikil gróska er í félaginu um þessar mundir og æ fleiri leggja karate fyrir sig. í vetur hafa allt að 150 manns æft hjá félaginu þegar mest hefur verið. Félagar eru hins vegar um 100 talsins. Skíðaganga fyrir almenning Bláfjallagangan LAUGARDAGINN 11. apríl, kl. 2 eftir hádegi hefst almennings- ganga á skiðum (ef veður leyfir). Gengið verður frá Bláfjöllum til Hveradala um Þrengsli. Þetta er um 16 km leið og létt ganga. Mikill hluti leiðarinnar er undan- hald. Þátttaka er öllum heimil og tilkynnist á skrifstofu Skíðafé- lags Reykjavikur að Amt- mannsstig 2, föstudagainn 10. april kl. 18—21, i allra siðasta lagi kl. 12 laugardag við Blá- fjallaskála. Þátttökugjald er kr. 70.- og greiðist á innritunarstað. Þeir sem þess óska geta fengið hressingu á leiðinni og eins er framreidd heit súpa og drykkir á áfangastað og er það innifalið i þátttökugjaldinu. augu mótherja! ÞAÐ VARÐ uppi fótur og fit í Kolumbiu, er tveir leikmanna Millonarios gáfu út vægast sagt merkilegar yfirlýsingar. Þeir tjáðu fréttamönnum. að mikið væri um að leikmenn vættu hend- ur sinar upp úr sérstökum ment- ollegi. þannig að þegar þeir lentu i návigum, gætu þeir makað mentolinu i augun á mótherjum sinum og þannig skert sjón þeirra um stundarsakir. Leikmennirnir sögðu ennfrem- ur, að á mörgum leikvöllum i Kólumbiu hefðu drengir þeir sem standa fyrir aftan mörkin fengið þau fyrirmæli að sprengja knött- inn svo litið bæri á, ef heimaliðið hefði forystu i leiknum. Með þvi móti mætti tefja þann tima sem eftir lifði leiksins! Maka mentol í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.