Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 • Týr varð Vestmannaeyjameistari i handknattleik 1981. Tveir leikir voru milii Eyjaliðanna Týs og Þóra. jafntefli varð í þeim fyrri. 16—1, en Týr sigraði með yfirburðum i þeim siðari, 23—13. Mikil aðsókn er að jafnaði að innbyrðisleikjum Eyjaliöanna og að þessu sinni gáfu liðin allan aðgangseyrinn til kaupa á mjðg fullkomnu þrekþjálfunar- tæki sem komið verður fyrir i íþróttamiðstoð þeirra Eyjamanna. óli Pétur Sveinsson. Ijósmyndari, tók þessa mynd af Eyjameisturum Týs. Aftari röð f.v.: Ingibergur Einarsson (liðsstjóri), Halidór Hallgrímsson, Erlendur Bogason, Logi Sæmundsson, Magnús Þor- steinsson, ólafur Lárusson. fremri röð f.v.: Kári Þorleifsson, Sigurlás Þorleifsson, Jón Bragi Arnarsson, Jens Einarsson (þjálfari), Þorvarð- ur Þorvaldsson, Davið Guðmundsson. Á myndina vantar Valþór Sigþórsson. Austur-Þjóðverjar unnu heppnissigur AUSTUR-ÞJÓÐVERJAR áttu í miklum vandræðum með að sigra Moltuhua i undankeppni HM um helgina. Þeir höfðu það þó af að sigra, en naumt var það. Lokatöl- ur urðu 2—1 og voru öll mörkin skoruð í fyrri háifleik. Möltubúar náðu forystunni snemma í leiknum með marki Emanuel Fabri, en Þjóðverjum tókst að svara fyrir hlé með mörkum þeirra Rudiger Schnup- hase og Reinardt Hafner. Þjóð- verjarnir áttu síðan í vök að verjast í síðari hálfleiknum, en Möltubúum tókst þó ekki að jafna 5000 áhorfendum til sárra von- brigöa. HK leikur í 1. deild — sigraöi lið ÍR í gærkvöldi 18—15 LIÐ HK úr Kópavogi tryggði sér sæti í 1. deild næsta keppnistima- bil. i gærkvöldi er liðið sigraði ÍR að Varmá í Mosfellssveit með 18 mörkum gegn 15. HK hafði ör- ugga forystu i hálfleik 11 mörk gegn 5. HK hlaut 18 stig i 2. deild jafnmörg stig og lið KA frá Akureyri. Bæði liðin leika því í 1. deild næsta keppnistimabil. Það var mikil stemming að Varmá í gærkvöldi. íþróttahúsið var fullt áhorfenda sem hvöttu liðin ákaft í hinum mikilvæga leik. Hefði lið ÍR sigrað í leiknum hefði 1. deildar sætið verið þeirra. HK byrjaði leikinn af miklurn krafti og náði frumkvæðinu. Eftir 15. mínútna leik var staðan 4—2, þeim í hag. Sex mörk skildu liðin af í hálfleik. í síðari hálfleik gekk HK afar illa fyrstu 12. mínútur hálfleiksins og skoruðu þá ekkert mark. IR-ingar minnkuðu hins- vegar munin niður í eitt mark 11—10. Þá tóku leikmenn HK aftur við sér og lið ÍR náði aldrei að jafna í leiknum. Það var fyrst og fremst stórgóð markvarsla Einars Þorvarðarsonar í leiknum sem skóp sigur HK. Einar varði 16 skot í leiknum þar af eitt víti. Þá var varnarleikur HK mjög sterk- ur. Besti útileikmaður HK var Hilmar Sigurgíslason. Þá átti Ragnar Ólafsson góðan leik. Hjá ÍR áttu Guðmundur Þórðarson, Bjarni Bessason og Sigurður Svavarsson bestan leik. Mörk HK: Hilmar Sigurgíslason 6, Ragnar Ólafsson 5 3v, Kristinn Ólafsson 4, Sigurður Sveinsson 3. Mörk ÍR: Sigurður Svavarsson 4, Bjarni Bessason 4, Bjarni Hákon- arson 3 2v, Guðmundur Þórðarson 3, Brynjólfur Markússon 1. — þr. Sigur gegn Wales í körfuknattleik ( HandlmatllelKiiP Góður sigur Lokeren — en Standard fékk slæman skell ÍSLENSKA landsliðið i körfu- knattleik sigraði landslið Waies i ærkvöldi með 101 stigi gegn 66. hálfleik var staðan 39—27 fyrir ísland. íslenska landsliðið lék allvel og sigraði örugglega. Stigahæstir i liðinu voru þeir Pétur Guðmundsson með 25 stig, Torfi Magnússon með 17, Krist- ján Magnússon 11, og Valur Ingimundarson með 10. —þr. Kðrtuknaltielkur ÞAÐ GEKK á ýmsu hjá Standard og Lokeren i belgísku deilda- keppninni i knattspyrnu um helgina. Ásgeir og félagar töp- uðu 0—2 úti gegn Molenbeek, en Lokeren vann hins vegar góðan sigur á heimavelli gegn FC Brugge. Úrslit leikja urðu sem hér segir: Molenbeek — Standard 2—0 Lierse — Beveren 2—2 Beringen — Waterschei 0—1 Kortrijk — AA Ghent 4—2 Beerschot — Waregem 3—0 FC Liege — Anderlecht 1—1 Lokeren — FC Brugge 3—1 Cercle Brugge — Antwerp 0—0 Anderlecht hefur þegar tryggt sér sigur í belgísku deildinni, hefur liðið 47 stig, eða 9 stigum meira en næsta lið, Beveren með sín 38 stig. Lokeren er í þriðja sætinu með 36 stig, 3 stigum meira en Standard sem er í fjórða sætinu með 30 stig. Skíðaaönquskóli Morqunblaðsins • Mjöjj víða eru marKar göngur skipulagðar fyrir fólk á öllum aldri, bæði keppnismenn og aðra. Elsta og kunnasta gangan er Birkibeinagangan í Noregi. Gönguleiðin er 56 km löng og hefst annað hvert ár í Lillehammer og Rena. • I>ú getur haft það fyrir takmark að vinna til mismunandi merkja fyrir þátttöku í göngum. • Á einum vetri er hægt að eignast mörg merki sem veitt eru fyrir mislangar göngur og tíma. Skíðasambandið gefur slík merki fyrir þátttöku. 'i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.