Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 81. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Júgóslavar játa að ólga ríki í Kossovo Belgrad. 6. apríl. AP. EINN valdamesti kommúnistaleiðtoginn í Júgóslavíu, Stane Dolanc, staðfesti í dag, að 11 hefðu fallið í óeirðum, sem Albanir stóðu fyrir í héraðinu Kossovo, fyrstu óeirðunum í Júgóslavíu er eiga rætur að rekja til rígs milli ólíkra þjóðarbrota síðan Josip Broz Tito marskálkur lézt í fyrra. Meðal þeirra sem biðu bana voru tveir lögregluþjónar og fimm „óbreyttir borgarar". Hinir munu hafa fallið fyrir hendi lögreglu, sem bældi óeirðirnar niður. Dol- anc sagði, að 22 hefðu verið handteknir í óeirðunum, sem 2.000 manns tóku þátt í til að krefjast aukinnar sjálfstjórnar Kossovo. Hreinskilni Dolanc kemur á óvart, en bent er á að enn hefur ekki verið aflétt banni við ferðum útlendinga til héraðsins. Erlendur sendiráðsmaður sagði, að ekki yrði hægt að leggja mat á ástandið fyrr en ferðir til héraðsins yrðu leyfðar. Þetta er í fyrsta sinn sem fréttamönnum hefur verið bannað að ferðast til óróasvæðis í Júgó- slavíu. Bann við fundum og útgöngu- bann er enn í gildi í Kossovo, en þetta er í fyrsta skipti sem yfirvöld hafa gripið til slíkra ráðstafana. Dolanc sagði á blaðamannafundi, að hér væri um „bráðabirgðaráðstafanir" að ræða, Æ fleiri flýja frá Póllandi Genf, 6. apríl. AP. TÆPLEGA 1.400 pólskir flóttamenn komu til Austur- ríkis á fyrstu þremur mán- uðum ársins til að biðja um hæli sem pólitiskir flótta- menn á Vesturlöndum sam- kvæmt yfirliti, sem var birt í dag. Þetta eru þrisvar sinn- um fleiri flóttamenn frá Póllandi en á sama tima í fyrra. Alls flúðu 1.678 manns frá Austur-Evrópulöndum öðr- um en Sovétríkjunum til Austurríkis á þessu tímabili. Jafnframt er sagt í Varsjá, að Rússar hafi tilkynnt mik- inn niðurskurð á fjölda þeirra pólsku skemmtiferð- amanna, sem verður leyft að fara til Sovétríkjanna á þessu ári. Kunnugir telja tilgang- inn þann að koma í veg fyrir að upplýsingar berist um ókyrrð verkamanna í Póll- andi, Ný stjórn í Belgíu ItrUswl, 6. sprll. AP. NÝ RÍKISSTJÓRN undir forsætí Mark Eyskens vann embættiseiða í kvöld. Að henni standa kristilegir demókratar og sósíalistar og ráð- herrar hennar eru hinir sömu og í fráfarandi stjórn að einum undan- skildum. Nýja stjórnin heitir því að hafa samráð við verkalýðshreyfing- una og atvinnurekendur, m.a. um nýja launastefnu, verðbindingu og skattaívilnanir handa fyrirtækjum. en gaf í skyn að þær yrðu í gildi í nokkurn tíma. Dolanc sagði, að „erlend áhrif" hefðu leitt til mótmælanna í Kossovo. „Hópar þjóðernissinna", er stæðu í sambandi við „útlagaöfl erlendis“, hefðu borið hluta ábyrgðarinnar á óeirðunum. Hann sagði, að útlagarnir væru í Banda- ríkjunum, Vestur-Þýzkalandi og víðar. Einn þeirra sem féll var Júgó- slavi, sem er sagður hafa búið erlendis, og Dolanc benti á það sem sönnun fyrir erlendum áhrifum á skipulagningu óeirðanna. Albanska sendiráðið vill ekkert segja um Kossovo-óeirðirnar, þar sem þær séu Júgóslavneskt inn- anríkismál“. Dolanc sagði, að efla bæri menningartengsl Kossovo og Albaníu, en þau hafa aukizt mikið á síðari árum. Karel Hoffmann úr stjórn tékkóslóvakiska kommúnistaflokksins heilsar Stefan Olszowski, harðlínumanni úr stjórn pólska kommúnista- flokksins er hann kemur til Prag að sitja flokksþingið þar. Ihlutun er talín eina von pólskra harðlínumanna Varsjá, 6. april. AP. Á SAMA tima og uggur manna á Vesturiöndum um sovézka ihlutun i Póllandi hefur aukizt var haft eftir einum af ráðunautum verkalýðs- hreyfingarinnar Samstöðu, Jan Olszewski, að aðeins „ihlutun“ gæti bjargað harðlinumönnum kommún- ista frá uppreisnargjörnum, óbreyttum flokksmönnum. Jafnframt hörðnuðu árásir Var- sjárbandalagslandanna á pólska verkamenn og leiðtoga með ræðu sem tékkóslóvakíski kommúnistaleiðtog- inn Gustav Husak flutti á þingi tékkóslóvakíska kommúnistaflokks- ins í Prag. Gagnrýni hans naut greinilega samþykkis Leonid Brezhn- evs, forseta Sovétríkjanna, sem situr þingið og hlýddi á ræðuna. í Bonn er sagt að Brezhnev hafi lýst áhuga á því að fara i heimsókn til Vestur-Þýzkalands á þessu ári. Sovézki forsætisráðherrann, Nikolai A. Tikhonov, kom í dag til Austurrík- is í fimm daga opinbera heimsókn. Pólska fréttastofan hefur sagt frá því, að Wojciech Jaruzelski, forsætis- ráðherra, hafi veikzt af inflúenzu. Þar með urðu að engu sögusagnir um að sú ákvörðun hans að aflýsa boðskap, sem hann ætlaði að flytja þjóðinni, og sú ráðstöfun að fresta þingfundi stæðu í sambandi við fréttir um hernaðaraðgerðir Rússa umhverfis Pólland. Þingfundum var frestað til 10. apríl á föstudaginn þegar fréttir bárust til Vesturlanda um að herliði Varsjárbandalagslandanna hefði verið skipað að vera viðbúið með litlum fyrirvara og það gæti látið til skarar skríða hvenær sem væri tii að bæla niður uppreisn verkamanna. Málgagn pólska hersins sagði í dag, að heræfingar Varsjárbanda- lagsins héldu áfram, þótt langt sé síðan þeim átti að ljúka, og Pólverjar eru farnir að ræða vestrænar fréttir um viðbúnað Rússa. Tilkynnt var í Austur-Berlín að nýr liðsafli hefði verið sendur til æfinganna um helg- ina. Þau ummæli Weinbergers, varnar- málaráðherra Bandarikjanna, að við- búnaður Rússa hafi sömu hræðslu- áhrif og raunveruleg innrás hafa vakið mikla athygli í Póllandi. Sumir telja dálítið til í þessu, en aðrir eru vissir um að Pólverjar fái sjálfir að leysa vandamál sín. Yfirlýsing Olszewski, sem birtist í Gustav Ilusak, leiðtogi tékkóslóvakiksra kommúnista (til hægri) ásamt Leonid Brezhnev, forseta Sovétríkjanna og Vasil Bilak úr stjórn tékkóslóvakiska kommúnistaflokksins á flokksþinginu i Prag. fréttablaði Samstöðu, fylgir í kjölfar annarra yfirlýsinga leiðtoga Sam- stöðu um að ráðherrar hafi varað við innrás í viðræðunum er komu í veg fyrir allsherjarverkfall í síðustu viku. Hann sagði, að barsmíðarnar í Bydgoszcz 19. marz hefðu átt að kalla fram allsherjarverkfall og síðan íhlutun. „Slíkt ástand getur komið fyrir aftur og því verður að finna aðrar leiðir til að þrýsta á stjórnina," sagði hann. Stefan Olszowski, einn harðlínu- manna í forystu pólskra kommún- ista, er kominn til Prag að sitja þing tékkóslóvakíska kommúnistaflokks- ins. Husak sagði í ræðu sinni að leiðtogum Pólverja hefði ekki tekizt að koma á reglu eftir að hafa viðurkennt að landið stæði andspæn- is stjórnleysi. „Sú staðreynd að þessi stjórnmálakreppa heldur áfram fyllir okkur þeim mun meiri ugg,“ sagði Husak í líklega hörðustu opin- beru árás austantjaldsleiðtoga til þessa. Husak hvatti jafnframt til heimsráðstefnu kommúnistaflokka um vandamál, sem hefðu „hrannazt upp“. I Moskvu birtu sovézkir fjölmiðlar bréf frá sovézkum verkamanni, þar sem hann lýsir þeirri sannfæringu sinni að pólski kommúnistaflokkur- inn sé eina aflið sem geti sigrazt á ástandinu. Bandaríkin saka Rússa um brot á Helsinki-samningnum Washlnaton. 6. april. AP. BANDARÍSKA utanríkisráðuneyt- ið sagði 1 dag, að hernaðaraðgerðir Rússa umhverfis Pólland væru brot á ákvæði Helsinki-sáttmálans er bannaði hótun um herihlutun. Talsmaðurinn William Dyess sagði að ekkert lát hefði orðið á hernaðaraðgerðum Rússa, en engin sönnun lægi fyrir um að Rússar hefðu tekið ákvörðun um innrás i Pólland. Auk þess sem bannað er sam- kvæmt Helsinki-sáttmálanum að hóta heríhlutun eru aðildarríki hans skuldbundin til að tilkynna allar heræfingar, sem fleiri en 25.000 menn taka þátt í. Dyess sagði, að ríkisstjórnin væri að kanna hvort Rússar hefðu brotið það ákvæði. Með tilliti til umfangs aðgerða Rússa hefði tilkynning frá Moskvu „áreið- anlega stuðlað að því að draga úr spennu". Bandaríkjastjórn hefur sagt í nokkra daga, að aðgerðir Rússa séu komnar á það stig að þeir geti gert innrás í Pólland hvenær sem er. Dyess sagði hins vegar í dag, að stjórnin teldi ekki að sovézk ihlutun væri líkleg í nánustu framtíð. í stað þess að gera hreina innrás megi vera að Rússar ætli að hafa áhrif á stjórnmálaþróunina í Póllandi. Talsmaður Hvíta hússins skýrði frá því í gær, að Ronald Reagan forseti hefði sent Leonid Brezhnev forseta orðsendingu um Pólland, þótt hann skýrði ekki frá efni hennar. í London var skýrt frá því í dag, að Margaret Thatcher hefði sent Brezhnev bréf á laugardaginn og varað hann við því að íhlutun í Pólland mundi hafa „alvarlegar al- þjóðlegar afleiðingar". Frú Thatcher sagði að Pólverjar yrðu að fá að leysa vandamál sín sjálfir án utanaðkomandi afskipta og hvatti Rússa enn til þess að hörfa frá Afghanistan, ef þeir vildu bæta sambúð austurs og vesturs. Einn helzti talsmaður Verka- mannaflokksins, John Silkin, hvatti ríkisstjórnina til að kalla þingið saman ef Rússar gerðu innrás í Pólland um páskana, þegar þing- menn eru í leyfi. Varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, Caspar W. Weinberger, sem Rússar hafa sakað um að magna spennu í heiminum með því að gagnrýna heræfingarnar, kom til Bonn í dag til að ræða Póllandsmálið við aðra vestræna varnarmálaráð- herra á venjulegum vorfundi. Áður en Weinberger fór til Bonn frá Bretlandi sagði hann, að hernað- arviðbúnaður Rússa hefði sömu hræðandi áhrif og innrás. Tilgang- urinn með þeim -væri að hræða Pólverja og kúga þá til hlýðni. Utanríkisráðherra Breta, Carr- ington lávarður, sem er í Tokyo, sagði í dag að „raunverulegur mögu- leiki“ væri á sovézkri innrás og var sammála japönskum leiðtogum um að vara ætti Rússa við því að innrás yrði svarað með ströngum aðgerð- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.