Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 Douwe Jan Bakker Það er góður gestur sem um þessar mundir er staddur hér á landi og heiðrar okkur með sýningu á ljósmyndum er hann hefur tekið á Islandi. Hér er átt við velþekktan Hollenzkan myndlistarmann, sem búsettur er í Harlem nálægt Amster- dam. Hann hefur heimsótt ís- land átta sinnum síðan árið 1971 og tekið sérstöku ástfóstri við landið og yngri kynslóð íslenzkra myndlistarmanna. Hann er að því leyti óvenju- legur íslandsvinur, að hann hampar því ekki í tíma og ótíma. Það atriði, að njóta sérkenna landsins og virkja þau til eigin listsköpunar er Douwe Jan Bakker meira en nóg. Það þarf ekki lengi að skoða ljósmyndir listamannsins, er hann sýnir í sýningarsalnum að Suðurgötu 7, til að sannfærast, að hér fer maður með næma tilfinningu fyrir sérkennum landslagsins og íslenzkrar arf- leifðar í byggingarlist. Þá nær listamaðurinn andrúminu og samsemd landslags og bygg- ingarlistar fágætlega vel í þess- um myndum sínum. Hér er um að ræða hluta 400 mynda er hann tók á íslandi árið 1972 og Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON hafa þær sem hér eru sýndar verið birtar í listtímaritinu Art forum, Vol 25. No. 2 árið 1975 og úrval ljósmyndanna hefur verið sýnt í Rotterdam árið 1977. Hér er þannig um ágæta landkynningu að ræða, því að myndirnar eru hið mesta augnayndi í blíðum og þoku- kenndum grátónaskala sínum og hafa ábyggilega vakið þó nokkra athygli erlendra. Hér eigum við merkilega arfleifð, sem erlendir virðast ósjaldan taka betur eftir en landinn sjálfur, er lætur sér iðulega fátt um finnast um torfbýlin okkar gömlu. Á sýn- ingunni er t.d. ógleymanleg mynd af kirkju og mörgum smáhólum allt um kring. Er líkast sem að hér sé um álfa- bústaði að ræða í kringum kirkjuna og sem slík virkar myndin á áhorfandann sem klippt úr íslenzkri þjóðsögu. Það væri meira en æskilegt, að einhverjir tækju sig til og gæfu út þessar myndir í bók- arformi með íslenzkum og er- lendum textum með hverri Ilollenzki myndlistarmaðurinn Douwe Jan Bakker. mynd. Engin sýningarskrá er í gangi á sýningunni, myndirnar ónúmeraðar og nafnlausar — væri þó stundum fróðlegt að vita hvaðan listamaðurinn hef- ur mótívin jafnvel þótt sum séu auðþekkt. Það er mjög ánægjulegt að líta inn í Suðurgötugalleríið þessa dagana, a.m.k. fyrir þá er hafa tilfinningu fyrir þessum hlutum. Ég þakka fyrir mig og sendi listamanninum kveðjur mínar. — Að lokum vil ég koma að dálitlu, sem er sýningunni óvið- komandi en kemur sýningar- staðnum við. Nefnilega fagnaði ég því mjög, að koma tvisvar á þessa sýningu að opnum dyr- um. Það hefur nefnilega þrá- faldlega viljað koma fyrir að allt væri lokað og læst á augiýstum sýningartímum er mig hefur borið að garði á þennan stað. Þetta er einfald- lega ekki hægt og væri heiðar- legra að hætta rekstrinum en að bjóða fólki upp á slíkt. Að utan virðist húsið vera að detta í sundur og eru menn því á síðasta snúningi um varðveislu þess eða niðurrif. Þetta tvennt ber að athuga. Bragi Ásgeirsson Vorið gæg- ist á glugga Raufarhofn, 4. april. VORIÐ er aðeins farið að gægjast inn um gluggana hjá okkur og þó enn sé hiti aðeins fáar gráður fyrir ofan frostmark þá skín sólin í heiði. Enn er mikill snjór hér í plássinu og ruðningar allt að 2 metrum meðfram götum. Snjórinn er orðinn þungur og mjög erfiður viðureignar. Grásleppuvertíðin er vel komin af stað. Sæmilegt kropp hefur verið hjá netabátunum undanfarið og í fyrradag landaði Rauðinúpur tæplega 100 tonnum af þorski. - Helgi Afli Horna- fjarðarbáta að glæðast Hornaflrði, 4. april. AFLI hefur glæðst síðustu daga og sannarlega var tími til kom- inn því afli hefur verið tregur fram undir þetta og tíðarfarið erfitt til sjósókna. Bátarnir hafa fengið ágætan afla síðustu daga og t.d. kom Hvanney að í gær með tæplega 60 tonn, en að vísu tveggja nátta. Bátarnir eru á leið inn, þegar þetta er sent, í helgar- frí og eru þeir margir með góðan afla. í dag verður fjarvarmaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun með vígsluathöfn. — Einar Saltlaust í Siglufirði Siglufirði 4. april. SIGUREY kom hér inn í morgun með um 160 tonna afla. Nú er að verða hér saltlaust og er ekki vitað hvenær von er á meira salti til bæjarins, en dragist það eitthvað getur það skapað vandræði hjá fiskverkendum strax um eða eftir helgina, en bátarnir hafa aflað vel að undanförnu. Nú er farið að sjá hér í hreinar göturnar eftir snjó- ruðning og fært er til nágranna- byggðanna. m.j. i 26933 26933 1 * 3ja—4ra herb. íbúö óskast í lyftuhúsi. Staögreiösla í boði. | Höfm kaupanda aö 3ja til 4ra herb. íbúö í lyftuhúsi á 1. til 3. hæö. Staðsetning: Ljósheimar, Sólheimar, Austurbrún eöa Kleppsvegur. Staögreiðsla fyrir rétta eign. &AA&AAAAAAAA&&&&&AAAÁ&&&&AAAAAA& 26933 26933 3ja til 4ra herb. íbúö óskast í lyftuhúsi. Staögreiösla í boöi Höfum kaupanda að 3 — 4 herbergja íbúð í lyftuhúsi á fyrstu til þriðju hæö Staðsetmng: L|ósheimar. Sólheimar, Austurbrún eða Kleppsvegur Staðgreiðsla fyrir rétta eign Allar úrslitasveitirnar úr Rvík og Kópavogi Undankeppni íslandsmótsins i bridge, sveitakeppni, lauk um helgina. Spilað var í fjórum 6 sveita riðlum og fór keppnin fram á Hótel Loftleiðum. Tvær sveitir i hverjum riðli komst i úrslitakeppnina. Eftirtaldar sveitir komust i úrslit: Sveit Samvinnuferða, örn Arnþórsson, Sigurður Sverrirsson, Guðm. Sv. Hermannsson, Ásmundur Pálsson, Gestur Jónsson, Egill Guðjohnsen, Sævin Bjarnason. A-riðilI: Þessi riðill var talinn lang- sterkastur og var búist við harðri keppni eins og kom á daginn. Einkum voru það 4 sveitir sem þóttu koma til álita í úrslitin. Voru það sveitir Jóns Þorvarðarsonar, Samvinnuferða, Ólafs Lárussonar og sveit Arnar Arnþórssonar. Að loknum tveimur umferðum hafði sveit Arnar ekki hlotið eitt einasta stig, hafði tapað fyrir Sam- vinnuferðum og Jóni Þorvarðar- syni. Héldu þá flestir að þar með væri „landsliðið" úr sögunni og benti flest til þess. Þegar ein umferð var eftir var staðan þannig að Samvinnuferðir voru öruggar með annað af fyrstu sætunum, en sveit Ólafs Lárus- sonar var með 58 stig og átti að spila gegn Erni sem hafði 39 stig. Sveit Arnar varð að vinna leikinn 20—0 til að komast áfram. j hálfleik benti fátt eitt til þess að svo færi. Sveit Arnar var með 5 stig yfir en eins og svo oft áður í undankeppni ís- landsmótsins tóku þeir félagar þann endasprett sem þurfti og unnu leikinn 20—0 og þar með voru þeir komnir í úrslit. Lokastaðan í A-riðll: Samvinnuferðir 87 Örn Arnþórsson 59 Ólafur Lárusson 58 Jón Þorvarðarson 44 Aðalsteinn Jónsson 23 Stefán Ragnarsson 18 B-riðill: í þessum riðli voru Reykjavík- ursveitirnar taldar sigurstrang- legar, þ.e. sveitir Sigurðar Sverr- issonar og Guðmundar Sv. Her- mannssonar. Það var þó sveit Aðalsteins Jörgensen sem tók forystu í riðlinum og vann sveit- in hvern leikinn af öðrum. Fyrir síðustu umferðina var sveit Að- alsteins í fyrsta sæti ásamt sveit Guðmundar en tapaði illa fyrir Sigurði Sverrissyni í síðustu umferðinni. Lokastaðan i B-riðli: Sigurður Sverrisson 89 Guðm. Sv. Hermannsson 80 Aðalsteinn Jörgensen 70 Gunnar Jóhannesson 20 Gunnar Þórðarson 8 Kristján Kristjánsson 6 Lokastaðan í C-riðii: Ásmundur Pálsson 71 Gestur Jónsson 69 Sigmundur Stefánsson 55 Ingi St. Gunnlaugsson 39 Guðmundur Bjarnason 33 Steingerður Steingrímsdóttir 24 D-riðill: Sennilega hefir þessi riðill verið jafnastur að styrkleika. Allar sveitirnar af suð-vestur- horninu nema ein. Sveit Egils Guðjohnsens afrekaði það að Æ/m K ' < »M V'i * i . H ’ . ’z- mm Svipmynd frá fslandsmótinu á Hótel Loftieiðum. Það er keppnis- stjórinn, Agnar Jörgensen, sem er hér að skipta um spil á einu borðinu, en hann stjórnaði mótinu af mikilli röggsemi að venju. Bridge Umsjón» ARNÓR RAGNARSSON C-riðill: Þessi riðill var nokkuð jafn. Þó voru sveitir Ásmundar Páls- sonar og Gests Jónssonar Rvík taldar sigurstranglegastar eins og kom á daginn. Fyrir síðustu umferðina hafði sveit Ásmundar 51 stig enda þótt hún hefði tapað leik 0—20. Sveit Gests hafði 50 stig svo og sveit Sigmundar Stefánssonar. Það var því spurn- ingin hvaða sveitir ynnu stærst í síðustu umferðinni, því engin þessara sveita spilaði saman. Sveit Sigmundar tapaði sínum leik á meðan Gestur og Ásmund- ur unnu sína leiki stórt. tapa engum leik ein sveita í mótinu og vinna riðilinn örugg- lega. Sveit Sævins Bjarnasonar var í fyrsta sæti í riðlinum fyrir síðustu umferðina og nægði það þeim enda þótt þeir töpuðu síðasta leiknum illa. í þessum riðli gerðist það slys í næst síðustu umferðinni að vitlaust var sest að borði og kostaði það að verið var að spila til kl. 3 aðfararnótt mánudagsins. Voru þá margir orðnir toginleitir og syfjaðir. Má þar til dæmis nefna að síðasti hálfleikurinn sem gerður var upp á þessu móti endaði 114—0 sem eru tölur með ólíkindum. Lokastaðan í D-riðli: Egill Guðjohnsen 77 Sævin Bjarnason 60 Magnús Torfason 57 Þorfinnur Karlsson 46 Ólafur Valgeirsson 28 Arnar Hinriksson 24 Keppnisstjóri var Agnar Jörg- enson. Úrslitakeppnin verður spiluð á Hótel Loftleiðum 16.— 19. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.