Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍU 1981 29 Vestfirðir: Fádæma góður afli línubáta í marz SKAKVIÐRI var mikinn hluta mánaðarins á miðunum úti af Vestfjörðum og setti það svip sinn á sjósóknina, sérstaklega við Djúp og frá nyrðri fjörðunum. Þar gaf ekki til róðra á aðra viku, segir meðal annars í yfirliti Fiskifélagsdeildarinnar á ísa- firði um sjósókn og aflabrögð í Vestfirðingafjórðungi i marz- mánuði siðastliðnum. Afli línubáta var fádæma góður allan mánuðinn og var uppistaðan í aflanum vænn þorskur, en lítið bar á steinbít fyrr en rétt síðustu dagana. Afli togaranna var tregur framan af mánuðinum, en glædd- ist þegar á leið. Voru togararnir margir í þorskveiðibanni hluta mánaðarins og þá að veiðum fyrir sunnan land. Sjór er nú óvenju- lega kaldur útaf Vestfjörðum og öll fiskislóðin gjörsamlega lífvana og telja menn, að það sé orsökin fyrir þessum góða línuafla, sem verið hefur nú í vetur. I marz stunduðu 13 togarar og 25 bátar botnfiskveiðar frá Vest- fjörðum. 18 reru með línu, en 7 með net. Heildaraflinn í mánuðin- um varð 8.645 lestir og er heildar- aflinn frá áramótum 22.762 lestir. í fyrra var aflinn í marz 12.025 lestir og fyrstu þrjá mánuði ársins 30.774 lestir. Aflahæsti línubáturinn í marz var Vestri frá Patreksfirði með 257 lestir, en í fyrra var Hugrún frá Bolungarvík aflahæst línubáta með 246,6 lestir í 20 róðrum. Pálmi frá Patreksfirði var aflahæstur netabáta bæði árin, nú með 344,3 lestir, en í fyrra með 331,4 lestir. Páll Pálsson var nú aflahæstur togaranna með 499,9 lestir, en í fyrra var Guðbjörg aflahæst í marz með 673,8 lestir, segir í yfirliti fiskifélagsdeildarinnar á Isafirði. Hitaveita formlega tek- in í notkun á Homafirði Höfn Hornafirði, 4. april 1981. LAUGARDAGINN 4. apríl var formlega tekin i notkun Hita- vcita Hafnarhrepps, en nú er lokið fyrsta áfanga. þ.e. bygg- ingu kyndistöðvar og tengi- brunna ásamt öðrum og þriðja áfanga dreifikerfisins. Sjálf vígsluathöfnin fór fram í hinni nýju kyndistöð í Álaugarey að viðstöddum fjölda gesta, þar á meðal voru iðnaðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson, Sverrir Hermannsson, alþingismaður, ásamt hönnuðum veitunnar. Kristján Jónsson, rafmagnsveitu- stjóri ríkisins, setti athöfnina og bauð gesti velkomna. Að loknu stuttu ávarpi rafmagnsveitustjóra ríkisins lýsti Karl Omar Jónsson, forstjóri Fjarhitunar hf., bygg- ingu veitunnar, en það fyrirtæki sá um alla hönnun veitunnar. Karl Ómar sagði meðal annars, að varmaafl veitunnar við lok 1. áfanga væri 3 megawött, en þegar 2. og 3. áfanga væri lokið, væri varmaaflið komið í 12 megawött. Einnig sagði Karl Ómar, að í haust yrði byggður rafskautsket- ill, sem fá mun orku frá Lands- virkjun með tilkomu suðaustur- línunnar en hún mun verða tengd Hornafirði í haust. Næstur tók til máls Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, og að loknu stuttu ávarpi, ræsti ráðherrann dælur veitunnar og lýsti hana formlega tekna í notk- un. Því næst var gestum boðið að skoða kyndistöðina en að því loknu bauð Kristján Jónsson, raf- magnsveitustjóri ríkisins, fyrir hönd RARIK og hitaveitu Hafnar- hrepps, gestum til samsætis að Hótel Höfn. Samsætið sátu um 70 manns og voru flutt mörg stutt ávörp á meðan veitingar voru bornar fram. Margt fróðlegt kom fram hjá ræðumönnum og meðal annars sagði Sigurður Hjaltason, sveitar- stjóri Hafnarhrepps, að nú hefðu verið tengd um 140 hús eða um 67% húsa, einnig að um 254 tonn af lögnum hefði verið notað í dreifikerfið. Sigurður sagði, að kostnaður við veituna í dag væri um 800 millj. gkróna. Því næst talaði hitaveitustjóri, Þorsteinn Þorsteinsson, og í ávarpi sínu sló hann á létta strengi og las meðal annars upp úr dagbók eftirlitsmanna sem rituð var á meðan framkvæmd stóð. Á stundum fengu gestir það á til- finninguna, að verið væri að lýsa sprengjuárásum úr fyrri heims- styrjöldinni, þegar verið var að lýsa sprengjuárásum á klappir hér og þar um bæinn sem voru í vegi fyrir tengibrunnastæðum. Einnig má geta þess, að til þess að tengja og koma í jörð þeim 254 tonnum af lögnum sem í dreifi- kerfið fóru, var unnið í svo til hvaða veðri sem var og á einum illviðrisdeginum þegar vindmælar stóðu í 12 vindstigum þá máttu rafsuðumenn sem unni við teng- ingu dreifikerfisins horfa á eftir sérhönnuðu hlífðarhúsi sínu tak- ast á loft og hafna í innsigling- unni, og vonandi verður þetta eina skiptið sem framkvæmdir við Hitaveituna valda innsiglingar- tegðu í einni stærstu verstöð landsins. Haukur Þorvalsson, form. Hita- veitunefndar, flutti stutt árvarp ásamt því að flytja gamanmál og má segja að létt hafi verið yfir samsætinu enda allir mættir til að fagna merkum áfanga. Að lokum tók til máls Kristján Jónsson, rafmagnsv.stjóri ríkisins og þakkaði öllum þeim er að byggingu veitunnar hafa staðið og að lokum óskaði hann Hafnar- búum til hamingju með þennan merka áfanga. Einar Þorskaflinn 55 þús. lestum minni en ’80 Þrír aflahæstu bátarnir, sem lönduðu á laugardag, voru: Giss- ur hvíti SF með rúm 67 tonn, Skógey SF með tæp 62 tonn og Hvanney SF með rúm 60 tonn. — Einar Mikill rækju- afli á land á Bíldudal í marz RÆKJUVEIÐAR voru stundað- ar á þrem veiðisvæðum i Vest- firðingafjórðungi í marz: Arn- arfirði, ísafjarðardjúpi og Iiúnaflóa. og bárust alls á land 586 lestir, en i fyrra var rækju- aflinn i marz 748 lestir. Á Bíldudal komu á land 147 lestir, og er það einn bezti rækjuafli, sem þar hefir fengist í einum mánuði. Er aflinn í Arn- arfirði frá byrjun haustvfertíðar þá orðinn 362 lestir. I verstöðvunum við ísafjarð- ardjúp komu á land 309 lestir af rækju, og er aflinn á haust- og vetrarvertíðinni þá orðinn 2.398 lestir. Á Hólmavík og Drangs- nesi komu á land 130 lestir og er vertíð þar lokið, en þar komu á land í vetur 1.045 lestir af rækju. Einn bátur frá Bíldudal, Snæ- berg, stundaði skelfiskveiðar og aflaði 141,6 lestir í 23 róðrum í marz. ÞORSKAFLI fyrstu þrjá mán- uði þessa árs var 55 þúsund lestum minni heldur en fyrsta ársfjórðung siðasta árs. Kemur þetta fram í hráðabirgðatölum Fiskifélags tslands um afla- brögð þetta tímabii. í marzmánuði var þorskafli báta 48.896 lestir, en í sama Suðurland 1981 1980 Suðurnes 1981 1980 Hafnarfjörður 1981 Reykjavík 1980 Vesturland 1981 1980 Vestfirðir 1981 1980 Norðurland 1981 1980 Austfirðir 1981 1980 Erlendis 1981 1980 1981 Alls afli 1980 mánuði í fyrra 69.658 lestir. Þorskafli togara í marz var 17.005 lestir, en 25.469 lestir í marz í fyrra. Hér fer á eftir tafla Fiskifél- agsins um þorskafla báta og togara annars vegar og botnfisk- aflann hins vegar frá áramótum til 31. marz: Þorskur Botnfiskur Bátar Tog Batar Tog 12376 2570 21048 6036 18859 4485 26085 7567 25099 2354 31395 6602 26232 6758 32578 9250 3126 5003 3733 19198 5180 12473 5731 17827 16047 2465 17020 5901 21129 5825 22380 7285 8110 6426 9394 13583 8199 18389 10658 20880 8561 11682 8652 18830 9692 22151 9909 25285 6278 9964 7741 13034 8555 5992 12190 10647 133 1539 175 4438 235 2754 605 5966 79730 42003 99158 87622 98081 78826 120137 104707 Afli loksins f arinn að glæðast Vestmannaeyjum. 6. apríl. AFLI HEFUR glæðst verulega undanfarið hjá bæði bátum og togurum. Á laugardag var mjög góður afli og stærsti löndunar- dagur á vertíðinni. Bátaafli var þá yfir 900 tonn, en samanlagð- Bezti dagur vertíðarinn- ar á Höfn Hornafirði, 5. apríl. AFLI netabáta frá Hornafirði virðist vera að glæðast og var stærsti löndunardagur vertíðar- innar í gær, laugardag, en þá var landað um 480 lestum. Mikil vinna hefir verið að und- anförnu og var t.d. unnið um aila helgina i fiskvinnslustöðv- um staðarins. ur afli með togaraiöndun, sem þá var, var yfir þúsund tonn. margir netabátar voru með 20 —40 tonn eftir nóttina. Minni trollbátarnir, sem eru hér á heimamiðum, voru margir með 10—20 tonn eftir daginn. Mestur hluti aflans er nú þorskur, en áður hafði afli troll- báta meira veirð ýsa, en ufsa- blandað hjá sumum netabátum. Virðist þorskur nú vera að ganga meira á heimamið. Um helgina var fyrsta helgar- fríið hjá netabátunum. Þeir eru nú á heimleið og það sem frézt hefur er að margir hafi fengið góðan afla og því er útlit fyrir að í kvöld komi mikill afli á land. Togaraafli hefur einnig verið verulega góður. Þannig er Vest- mannaey með fullfermi inni í dag og Sindri og Klakkur, sem lönduðu í lok siðustu viku, voru einnig með góðan þorskafla. Þór- unn Sveinsdóttir er aflahæst netabátanna með tæp 800 tonn, en Suðurey kemur fast á eftir. Mikið af fiskinum er hengt upp í skreið og nánast eins mikið og hægt er að hengja upp og undan hefst við að byggja upp hjalla. Er þá bæði um að ræða flestar tegundir fiskjar og hausa. Við fiskvinnsluna er mik- ið af fólki úr öðrum atvinnu- greinum, sérstaklega um helgar og á kvöldin, m.a. skrifstofufólk, verzlunarfólk, skólanemar og fleiri. Á laugardag og sunnudag var einnig loðnulöndum hér, en þá landaði Bergur hér um 500 tonnum. Aflinn fékkst rétt aust- an við Eyjar. Þá landaði Huginn 170 tonnum af spærling á laug- ardag og er það fyrsti spærlings- aflinn á vertíðinni. — Fréttaritari í Vestmannaeyjum hefur mikið verið hengt upp á vertíðinni og stundum hafa menn ekki haft við við að koma upp nýjum hjöllum. Óskar Matthíasson lítur það greinilega með velþóknun að sjá þorskhausana verða að verðmætum, en mikið er hert af þeim. (Ljósm. SigurKeir). V estmannaeyjar:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.