Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 13 Miðað við framansagt verður nýtingartími virkjunarinnar tiltölulega hár eða nálægt 6400 stundum á ári, en hafa ber í huga, að nýtingartími Hrauneyjafossvirkjunar verður hlutfallslega lágur, og með henni hefur því verið búið í haginn fyrir Sultartangavirkjun að þessu leyti. RANN SÓKNIR Vettvangsrannsóknir á virkjunarsvæðinu við Sultartanga hófust fyrir alllöngu, en síðustu tvö árin hafa þær beinzt að þeirri virkjunartilhögun, sem nú er ráðgerð. Stíflustæði og vatnsvegaleiðir hafa verið kannaðar ítarlega. Boraðar hafa verið kjarnaholur, samtals um 1650 bormetrar til könnunar á jarðlagaskipan, og fjölmargar hoiur án kjarnatöku til könnunar á hraunlögum og jarðvatnsstöðu. Auk þess hefur þykkt lausra yfirborðs- laga verið könnuð með jarðsveiflumælingum og cobra-borun. Ymsar jarðeðlisfræðilegar mælingar hafa verið gerðar, einkum til sprunguleit- ar I Sandafelli. ítarleg leit að byggingarefnum hefur farið fram og fjölmörg sýni hafa verið rannsökuð. Nauðsynlegum undirbúningi undir verkhönnun er nú að mestu lokið. Kostnaður við Sultartangavirkjun er áætlaður um 1000 milljónir króna (100 milljarðar gkróna) á verðlagi desember sl. HELZTU EINKENNISTÖLUR Rennsli og miðlun: Vatnasvið virkjunar ............................ 6320 km2 Meðalrennsli til miðlunarlóns .................. 305kl/s Flatarmál miðlunarlóns með vatnsborði í 297 m hæð y.s. 19 km2 Nýtanleg miðlun ...................................... 85 G1 Stifla: JAROSTÍFLA: Lengd ............................................ 5900 m Mesta hæð .......................................... 21 m Meðalhæð ....................................... 12 m Hæð á stíflukrónu .............................. 302 m y.s. FLÓÐVIRKI: Lengd yfirfalls ................................. 400 m Hæð á yfirfalli ................................ 297 m y.s. Lengd flóðvars .................................... 500 m Hæð á flóðvari ............................... 299,8 m y.s. Hönnunarflóð ................................... 4000 kl/s Aftakaflóð við rofið flóðvar ................... 7000 kl/s BOTNRÁS: Hæð botnrásarskurðar ofan lokuvirkis ........... 278 m y.s. Stærð botnrásar .............................. 2x4x5,5 m2 Flutningsgeta við lónhæð 290 m y.s.............. 400 kl/s Vatnsvegir INNT AKSSKURÐUR: Lengd ............................................. 100 m Mesta dýpt ......................................... 40 m ADRENNSLISGÖNG (HLUTAFÓÐRUÐ): Lengd .......................................... 3040 m Þverskurðarflatarmál ................................. 162 m2 Vatnshraði við fullt álag ...................... 2,3 m/s Botnhæð í göngum ............................... 260 m y.s. JÖFNUNARÞRÓ: Lengd .............................................. 80 m Botnhæð ........................................ 270 m y.s. Hæsta vatnsborð við skyndilegt álagsfall ..... 304,8 m y.s. ÞRÝSTIGÖNG (TVENN, STEYPUFÓORUO): Lengd ............................................ 2x50 m Þvermál ganga ......................-................. 7,2 m FRÁRENNSLISSKURÐUR: Lengd ............................................ 6250 m Botnhæð ........................................ 245 m y.s. Botnbreidd ...................................... 13—20 m Mesta dýpt ......................................... 32 m Meðaldýpt .......................................... 13 m Vatnsborðshæð við fullt álag (efst) ...f...... 255,4 m y.s. Vatnsborðshæð við fullt álag (neðst) ......... 250,5 m y.s. Stöðvarhús og vélbúnaður STÖÐVARHÚS: Stærð ........................................... 19x57 m2 Hæð frá sográsarbotni .............................. 43 m VÉLASAMSTÆÐUR (TVÆR): Afl ............................................ 2x60 MW Gerð vatnshverfla ............................ Kaplan Rafalar ...................................... 2x75 KVA Snúningshraði ................................ 142,8 sn/mín. Orkuvinnsla .................................. 770 GWst/á Nýting ......................................... 6400 st/á Tengivirki .............................. SF6-einangrað Helztu magntölur Gröftur ................................... 2.100.000 rm Sprengingar ............................... 1.700.000 rm Fyllingar ................................... 2.330.000 rm Steinsteypa .................................... 51.000 rm Mótasmíði ...................................... 43.500 m2 Steypustyrktarstál og bergboltar ............ 2.040.000 kg Glæsilegur organleikur ANDRÉ Isoir hélt fyrri orgeltón- leika sína í Reykjavík laugardag- inn 4. apríl í kirkju Fíladelfíu- safnaðarins. Síðari tónleikar Isoir verða miðvikudaginn 8. apríl í Landakotskirkju. Á efnisskrá tónleikanna í Fíla- delfíukirkjunni voru svo til ein- göngu verk höfunda frá 16., 17. og 18. öld, flestra franskra. Nöfn eins og Preston, Cl. Le Jeune, Reinck- en, Lasceux, Balbastre, Corrette og Boely koma e.t.v. kunnuglega Tðnllst eftir RAGNAR BJÖRNSSON fyrir sjónir sum hver, en lítið kann maður frá þessum höfund- um að segja. Ástæðan er vitan- lega sú að maður þekkir of lítið franska tónlist frá þessu tímabili svo og hitt, eins og Isoir segir sjálfur, að á tímum frönsku orgel-„improvísatoranna“ var þýðingarlaust að semja og gefa út organtónsmíðar, organleikararnir sjálfir spunnu á staðnum þær tónsmíðar sem við átti hverju sinni og skrifaðar orgeltónsmíðar seldust einfaldlega ekki. (Styður þetta ekki þá kenningu, að góðan hljóðfæraleikara þurfi til að skrifa góða tónlist?) Afar fróðlegt var að kynnast þessum gömlu frönsku höfundum og þrátt fyrir að sumar tónsmíðarnar væru einskonar dægurflugur urðu þær perlur í meðferð Isoir. „Orna- ment“ í gamalli franskri tónlist er kapítuli út af fyrir sig og hafa kannske fáir • aðrir en Frakkar hana fyllilega á valdi sínu. Hér var um kennslustund að ræða í þeim fræðum af hálfu Isoir, en því miður allt of fáir organleikarar og aðrir tónlistarmenn urðu vitni að. Liklega hafa reykvískir tónleika- gestir ekki áttað sig á hver afburðamaður er hér á ferð. Franskur orgelskóli og þýskur eru ólíkir en standa þó hlið við hlið í stærstu tónleikasölum heims sem tákn ólíkra viðhorfa en gagnkvæmrar virðingar. Dupré, J. Alain, Litaze, Messiaen, Marie- Claire og glæsilegir fulltrúar fransks orgelstíls fylltu eða fylla tónleikasali og kirkjur hvar sem þeir koma við til að spila. Isoir er einn þessara snillinga, sem hlýtur að fylla hina sömu sali, slíkur er leikur hans. Franskur glæsileiki og nákvæmni er í leik hans öllum og yfirburða tækni er honum aðeins sjálfsagður hlutur. Hugs- anlega erum við ekki sammála honum í hverjum takti — en það er aukaatriði. Isoir hefur mikið að segja okkur. Hafi Antonio Corv- eiras þökk fyrir að tæla Isoir • hingað og vonandi leikur hann ekki fyrir lítinn hóp áheyrenda í Landakotskirkju á miðvikudags- kvöldið. Óhætt er að lofa glæsi- legum tónleikum. Borgarrall í Reykjavík BÍLALEIGA Loftleiða varð 10 ára 1. apríl sl. og á þessum merkisdegi voru 22 bílar frá bílaleigunni notaðir til þess að fara i sérstakt bílarall um Reykjavík. Það var trygg- ingafyrirtækið Abbey Life sem hélt ráðstefnu að Hótel Loftleiðum sem stóð fyrir rallinu undir stjórn Bíla- klúbbs Reykjavíkur. Ekki var lagt uppúr hrað- akstri í þessu ralli en hins vegar þurftu þátttakendur að koma við á 27 stöðum og minnsta möguleg vegalengd var 34,4 km. Þátttakendur sem allir voru erlendir óku eftir korti og virtu að sjálfsögðu reglur um hámarkshraða á götum og þjóðvegum. Þannig leysa SUMMA raðskápar geymsluvanda heimilisins, Bílaleiga Loftleiða tók til starfa með 45 bílum. Stofnun bílaleigunnar var af brýnni þörf, þar sem oft skorti bíla Íeigubíla fyrir ferðamenn yfir ferðamannatímann. Nú hefur bílaleigan 104 bíla og verða þeir nokkru fleiri í sumar. Uppistaðan í bílaflotanum hefur frá öndverðu verið Volkswagen og nú eru flestir bílanna af Volkswagen Golf- gerð. Auk þess eru bílar af gerðinni Scout og Volkswagen Micro-bus. auk þess að bæta aðstöðu allra í fjölskyldunni Nýlega opnaði Bílaleiga Loftleiða afgreiðslu í byggingu Innanlandsflugs á Reykjavík- urflugvelli. Framkvæmda- stjóri Bílaleigu Loftleiða er Erlingur Aspelund, en um daglegan rekstur sjá þeir Ómar Anderson og Gylfi Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.