Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 39 Anna Kvaran Schiöth - Minning Fædd 5. október 1909. Dáin 15. marz 1981. Anna Eva Catherina, eins og hún hét fullu nafni, var dóttir sæmdarhjónanna Axels Schiöth, bakarameistara á Akureyri, og konu hans Margrethe, fædd Friis, frá Vejen í Danmörku. Anna ólst upp á Akureyri, nánar tiltekið í Hafnarstræti 23 í glöðum syst- kinahópi við nám, leiki og störf, að þeirrar tíðar hætti. Hún lauk námi frá Gagnfræðaskólanum (seinna Menntaskóli) og dvaldist eftir það í Danmörku um hríð. Eftir heimkomuna vann Anna á símstöðinni á Akureyri til ársins 1931, að hún giftist eftirlifandi manni sínum Ágúst Kvaran leik- ara og leikstjóra, er þá var nýlega fluttur til Ákureyrar, var gull- brúðkaup þeirra hjóna 13. marz sl. Börn þeirra urðu tvö, Axel, forstöðumaður í Reykjavík, kvæntur Ósk Guðbjartsdóttur, og Anna Lilja er starfar hjá Flug- leiðum, gift Sveini Óla Jónssyni, einnig ólu þau upp sonarson sinn, Ágúst, sem er efnafræðingur hjá raunvísindastofnun Háskóla Is- lands. Anna var stórglæsileg kona, bæði í sjón og reynd, glaðlynd og hnyttin í svörum. Skemmtilegri ferðafélaga var ekki hægt að hugsa sér. Hún var fyrirmyndar húsmóðir, smekkvís og heimili þeirra hjóna ætíð mjög aðlaðandi. Um tíma tók hún mikinn þátt í félagsstarfi kvenna á Akureyri, var lengi ritari hins merka félags „Framtíðin", einnig var hún einn af stofnendum Rebekkustúku Oddfellowreglunnar á Akureyri, og starfaði þar í mörg ár. Hún hafði yndi af ræktun trjáa og blóma og um það ber garðurinn hennar í Brekkugötu 9 fagurt vitni. í mörg ár var hún í stjórn Lystigarðsins og hafði alltaf áhuga á vexti hans og viðgangi, en sem kunnugt er, var það amma hennar og nafna Anna Schiöth ljósmyndari, sem hóf þar fram- kvæmdir og móðir hennar Mar- grethe Schiöth, tók þá við og stjórnaði þar öllu til ellidaga. Var hún gerð að heiðursborgara Akur- eyrar vegna þess mikla og fórn- fúsa starfs, er hún innti af hönd- um í þágu bæjarfélagsins alls. Anna var enn á góðum aldri, er sjúkdómur í höfði hertók hana og gerði það að verkum, að minnis- leysi og sljóleiki gerði henni ókleift að lifa eðlilegu lífi. Sárt var að sjá þessa fögru og mikil- hæfu konu þannig á sig komna, en engin læknisverk gátu þar nokkru um þokað. Að leiðarlokum vil ég og fjöl- skylda okkar þakka öll góðu árin, sem við urðum samferða hér og biðjum henni blessunar guðs á nýjum tilverustigum. Öldruðum eiginmanni hennar og fjölskyldu sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Sigríður Guðmunds- dóttir Schiöth. Jón Runólfsson - Minningarorð Pantió nýja FREEMANS vörulistann strax . . . og veljið vandaöan sumarfatnað frá stærstu póstverslun í London fyrir ykkur og fjölskylduna í rólegheitunrv heima. Skrifiö eða hringið strax í dag eftir nýja pöntunarlistanum. Verð kr. 49.00. Póstburðargjald kr. 16.60. heimili: staöur: of London Þar scm tískan byrjar hann og mjög söngvinn og var af mörgum kallaður Jón tralli. Áhugamál átti hann aðallega tvö, og þau voru velgengni Sjálfs- bjargar og Hallgrímskirkju og taldi hann fjármunum sínum ekki vera betur varið en hjá þeim og má fullyrða að um talsverðar upphæðir er að ræða er runnu til þessara stofnana. Svo varð þessi vinur okkar fyrir því slysi fyrir rösku ári að detta niður stiga, en eftir það áfall var hann ekki sami maður. Var hann um tíma á Ási í Hveragerði en fluttist síðar á Elliheimilið Grund þar sem hann andaðist 31. mars sl. Þeir eru fjölmargir við Lauga- veginn og víðar, sem sakna vinar í stað og minnast hans sem sólar- geisla í grámyglu hversdagsleik- ans. Megi minning hans lengi lifa. Jón og óskar Sendist til FREEMANS OF LONDON c/o BALCO h/f. Reykjavikurvegi 66, 220 Hafnarfirði. simi 53900. Fæddur 12. desember 1899. Dáinn 31. mars 1981. Gamall vinur og samstarfsmað- ur hefur gengið veg sinn á enda. Jón Runólfsson fæddist og ólst upp á Vopnafirði en bjó mestan hluta ævi sinnar í Reykjavík og hér kynnumst við honum. Þegar við opnuðum verslun okkar við Laugaveginn fyrir rösk- um 10 árum kom þessi glaðværi og hugljúfi maður til okkar og bauð fram þjónustu sína, sem að athug- uðu máli var með þökkum þegin og ekki urðum við fyrir vonbrigð- um með störf hans, því samvisku- samari mann var vart að finna. Hann var þeim mannkostum búinn, að þeim er kynntust honum þótti fengur að kynningunni. Eins og áður segir var hann svo glað- vær að með ólíkindum var, því hann brá aldrei skapi þótt ýmis- legt væri honum andhverft. Þá var Nafn: Vinsamlega sendið mér nýja FREEMANS pöntunarlistann í póstkröfu. Kveðja: Margeir Margeirsson Fæddur 24.10.1968 Dáinn 5.11.1980 Softð er áxtarauKaA þitt, i»m aldrel bráet aA metti mlnum. Mest hef ég dáAst aA broei þinu. andi þinn oáat þar ailt meA sltt. J.H. Kveðja frá Sigríði og Jóni Baldri Lundi. Sviþjóð. JSHk Merkin sem við mælum með í Gólfteppin sem duga. t í Við mælum, sníðum og \ . í leggjum. \2C Friörik Bertelsen h.f.Teppaverslun Ármúla 7. Sími 86266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.