Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 25. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Leiðtogar Bandarfkjanna og Egyptalands, Ronald Reagan og Hosni Mubarak, áttu með sér viðræður í Hvíta húsinu Washington í gær. Myndin er tekin af þeim og konum þeirra að viðræðunum loknum. (Símamynd AP) Schmidt fer fram á trausts- yfírlýsingu þingsins í Bonn Bonn, 3. febrúar. AP. HELMUT Schmidt, kanzlari V-Þýzkaiands, krafðist þess í dag að v-þýzka þingið samþykkti sérstaka trausLsyfirlýsingu á stjórn hans og áform hennar um nýja áætlun til að vinna gegn atvinnuleysinu í landinu. Fáist þessi yfirlýsing ekki samþykkt verður stjórn Schmidts að fara frá. Schmidt greindi frá þessari ákvörðun sinni á blaðamannafundi í dag og kvaðst hafa óskað eftir því, að atkvæðagreiðslan færi fram á föstudag. Þetta verður í annað sinn í sögu Þýzka sambandslýðveldisins, sem slík atkvæðagreiðsla fer fram. Mjög harðar deilur hafa að und- anförnu verið innan stjórnar Schmidts um efnahags- og at- vinnumál. Frjálsir demókratar, sem eiga mikil ítök meðal vinnu- veitenda, lögðust gegn víðtækum tillögum verkalýðshreyfingarinnar um stóraukin útgjöld ríkisins í því skyni að örva atvinnu. Atvinnuleysingjar í V-Þýzka- landi eru nú um 1,9 milljónir og hafa ekki verið fleiri frá 1955. Búizt er við að þessi tala hækki í 2 millj- Finnland: Viðræður um nýja stjórn að hefjast Helsinki, 3. fehrúar. Frá fréttaritara Mbl., Harry Granbcrg. VIOR/EÐUR um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Finnlandi eru nú að hefjast. Johannes Virolainen, sem hefur verið endurkjörinn forseti þingsins, átti i dag fund með Koivisto forseta og sagðist að honum loknum vonast til að ný stjórn yrði mynduð von bráðar á sama grundvelli og fráfarandi stjórn. Koivisto mun á morgun, fimmtu- dag, eiga viðræður við leiðtoga allra stjórnmálaflokkanna um stjórnar- myndunarmöguleika. í ræðu sem forsetinn flutti þegar þingið var sett á nýjan leik sagðist hann vænta þess að flokkarnir létu málefnin sitja í fyrirrúmi í stjórnarmyndunarvið- ræðunum. Koivisto hefur áður látið á sér skiljast, að hann vilji gjarnan að þeir fjórir flokkar, sem nú mynda stjórn, sameinist í nýrri ríkisstjórn, en í þetta sinn undir forystu manns úr Miðflokknum. Miðflokkurinn vill þó gjarnan halda utanríkisráðherra- embættinu í nýrri stjórn. Nokkur vafi er á því hvaða afstöðu kommúnistar taka til stjórnarmynd- unarinnar. Stjórnarnefnd flokksins hefur rætt málið án þess að komast að niðurstöðu og er nú beðið fundar miðstjórnar flokksins á laugardag. Talið er mögulegt að kommúnistar muni setja fram kröfur um nýjar að- gerðir ríkisstjórnarinnar gegn at- vinnuleysi og gætu stjórnarmyndun- arviðræður þá dregist mjög á lang- inn og jafnvel upp úr þeim slitnað. Yrði þá að boða til nýrra þingkosn- inga sem gætu orðið næsta haust. Helmut Schmidt ónir á þessu ári. í atvinnumála- áætlun Schmidts, sem kosta mun um 40 milljarða marka, er m.a. gert ráð fyrir hækkun virðisauka- skatts úr 13 í 14 af hundraði frá miðju ári 1983. Þá er gert ráð fyrir auknum opinberum stuðningi við fjárfestingar fyrirtækja, aukn- um lánum ríkisins til borga og hér- aðsstjórna, auknum opinberum framkvæmdum og skattaívilnunum fyrir þá, sem byggja ný íbúðarhús. Einnig er í áætluninni gert ráð fyrir auknu fé til að greiða fyrir störf ætluð ungu fólki. Loks er í áætluninni gert ráð fyrir að kann- að verði, hvort heppilegt sé að lækka eftirlaunaaldurinn í V-Þýzkalandi og skapa þannig auk- ið svigrúm fyrir yngra fólk á vinnumarkaðnum. Þingmenn frjálsra demókrata á þinginu í Bonn lýstu því yfir í kvöld að þeir myndu allir styðja Schmidt og stjórn hans í atkvæðagreiðsl- unni á föstudag. Búizt var við svip- aðri yfirlýsingu frá þingflokki j af naðarmanna. Páfi til Póllands í ágúst? BrusM-l, Kóm, N arsjá, 3. fchrúar. Al'. Atlantshafsbandalagið gaf í dag út nýja yfirlýs- ingu þar sem herstjórnin í Póllandi er fordæmd, en ekki var tilkynnt um nýjar refsiaðgerðir gegn vald- höfum þar í landi né Sovétríkjunum. Fulltrúi Grikklands tók ekki þátt í afgreiðslu málsins hjá NATO. Búizt er við því, að fulltrúar vestrænna ríkja muni harðlega gagnrýna ástandið í Póllandi á ráðstefnunni um frið og öryggi í Evrópu, sem hefst að nýju í Madrid í næstu viku. Von er á yfirmanni kaþólsku kirkjunnar í Póllandi til páfa- garðs á morgun, ásamt helztu biskupum pólsku kirkjunnar. Munu þeir eiga viðræður við páfa næstu daga um ástandið í Pól- landi og viðbrögð kirkjunnar við því. Einnig verður rætt um hugs- anlega heimsókn páfa til Pól- lands í ágúst nk. Talsmaður pólsku stjórnarinn- ar upplýsti í dag, að lögregla hefði notað vatnsbyssur og tára- gas gegn hópi unglinga, sem efnt hefðu til mótmæla í Gdansk um síðustu helgi. Einnig var upplýst, að framkvæmdastjóra Lot-flug- félagsins hefði verið vikið úr starfi, en miklar deilur stóðu um hann sl. sumar, sem m.a. leiddu til verkfalls starfsmanna flugfé- lagsins. Fjórir menn far- ast í Álaborg Álahorg, 3. febrúar. AF. FJÓRIR MENN fórust og tveir slösuðust í sprengingu sem varð um borð í norsku ferjunni Borgen, þar sem skipið var í slipp í Álaborg. Talið er, að mistök í meðferð logsuðutækja hafi valdið sprengingunni. Gat kom á skipsskrokkinn í sprengingunni og hentust mennirnir sex út úr skipinu og lentu í sjónum. Tókst að bjarga tveimur þeirra, en froskmenn náðu síðar líkum hinna fjögurra. Unnið hefur verið dag og nótt að undanförnu við að stækka ferjuna Borgen, sem er í eigu Fred Olsen Line í Noregi. Var ráðgert að skip- ið hæfi að nýju siglingaf á milli Frederikshavn í Danmörku og Kristiansand í Noregi í næsta mánuði. Ekki er ljóst, hvort slysið í dag mun tefja vinnuna við skipið að ráði. Fjórar stórþjóðir hyggjast brátt hefja vinnslu málma á hafsbotni Tókýó, 3. fcbrúar. AF. BANDAKÍKIN, Bretland, V-Þýskaland og Frakkland munu á næstunni undirrita samkomulag um vinnslu málma á hafsbotni, að því er japanska utanríkisráðuneytið hefur skýrt frá. Japönum var boðin þátttaka í þessu samkomulagi, en höfnuðu því þar til útséð verður um þetta efni á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Að sögn japönsku heimildar- löndunum fjórum verði úthlutað mannanna verður samkomulagið undirritað 19. febrúar nk. í sam- komulaginu mun gert ráð fyrir að fyrirtækjasamsteypum frá tilteknum hafsvæðum til vinnslu. Samkomulagið mun verða í gildi þar til nýr alþjóð- legur hafréttarsáttmáli liggur fyrir og hefur verið staðfestur. I samningnum mun einnig gert ráð fyrir að ríkisstjórnir landanna skeri úr deiluatriðum sem kunna að rísa milli fyrir- tækjanna. Að sögn hinna jap- önsku heimildarmanna er hér ekki um að ræða tilraun þessara fjögurra öflugu iðnríkja til að ná einokunaraðstöðu á þessu sviði. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja vinnslu í stórum stíl á árinu 1987 og fyrstu svæðin sem unnin verða eru undan vestur- strönd Bandaríkjanna og við Hawaí. Að sögn heimildar- manna í Tókýó munu Japanir gerst aðilar að þessu samkomu- lagi fari hafréttarráðstefnan út um þúfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.