Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 13 // i ■ - Jón Finnsson GK 506 með fullfermi af loðnu mynduðust þrír blettir í þrí- hyrningi og voru 15—20 sjómílur á milii. Þarna fengust góð köst, en veiði var þó misjöfn sökum þess hve torfurnar voru á miklu dýpi. Þessa nótt voru um 40 bát- ar á miðunum. Nokkrir bátanna voru á keyrslu á milli þessara svaeða alla nóttina, en fengu þó allir fullfermi undir morgun, þegar loðnan kom ofar, en alls staðar var loðnu að finna. Það má einnig benda á, að undanfar- in ár hefur maður tekið þátt í, ásamt 10—15 bátum, að kasta á sömu torfuna, þannig að það gátu ekki nema tveir kastað í einu, en hversu oft sem kastað var, var ekki hægt að merkja að torfan minnkaði, þótt flestir bátanna væru komnir með um fullfermi úr henni. Ég réðst í það í haust, að setja nýtt fiskileitartæki í m/s Jón Finnsson, sem er, eftir því sem mér er sagt, fullkomnasta tækið á markaðnum í dag. Þetta tæki reyndist mjög vel. Maður sá svæðið í kringum skipið í 4000 metra radíus ef aðstæður voru góðar og það kom fyrir að 15—20 torfur, stórar og smáar, voru á skjánum á 3200 metra svæðinu. Ef ég fékk ekki í bátinn, þá var það alla tíð sjálfum mér að kenna, en ekki tækinu. Ég ætti kannski að lána Hafrannsókn- arstofnuninni tækið, því ef hún notaði það við sínar rannsóknir er ég viss um að loðnustofninn myndi 20 faldast. Ég hefi átt tal við flesta af loðnuskipstjórunum frá í haust og þeir eru allir á þeirri skoðun að magnið sé ekki minna en und- anfarin ár, meirihluti þeirra heldur því fram að meira magn sé á ferðinni en undanfarin ár. Sjálfum kæmi mér það ekki á óvart, þótt allar fjörur fylltust af hrygningarloðnu á næstu vik- um. Hins vegar er ég hissa á loðnusjómönnum, hversu lítið þeir láta heyra í sér. Ég skora hér með á að þeir geri það. Mér finnst það lágmark að allir fái að ljúka við sinn kvóta, ef ekki, þá eiga menn rétt á bótum. Að lokum. Við loðnusjómenn erum ekki þeir landráðamenn, sem margir halda, að við færum að drepa síðustu loðnuna í sjón- um. Ég vona að fólk í landi standi með okkur í þessu máli, því það á kannski eins mikilla hagsmuna að gæta og við, og að þessi mál verði farsællega leyst. Vogarskálar hamingjunnar VOGARSKÁLAR HAMINGJUNNAR Listahátíð ’82. Regnboginn. Nafn á frummáli: Schwestern oder die Balance des Gliicks. Leikstjóri og handritahöfundur: Margarehe von Trotta. Kvikmyndataka: Franz Rath. Tónlist: Konstantin Wecker. Árgerd: 1979. Undirritaður varð satt að segja hálf undrandi er hann kom í B-sal Regnbogans á mánu- dagskvöldið. Á tjaldinu gat að iíta stúlkur sem pikkuðu á IBM- ritvélar. Varð hann alveg hvumsa er þær hófu samræður á þýsku. Hann hélt nefnilega að hann væri staddur á Ofviðri Shakespeares. í kynningu hátíð- arnefndar var þeirri mynd lýst sem „galdraverki". Bjóst undir- ritaður því við að hér væru um töfralist að ræða. Nú líður og bíður og vélritunarstúlkan er komin á fulla ferð í BMW 320 á þráðbeinum autobahn. Rann þá upp ljós hjá gagnrýnandanum að í öllum látunum hafði hann villst á mynd og sennilega sæti hann undir mynd Margarethe von Trotta: „Schwestern oder die Balance des Glucks". Nú voru góð ráð dýr, allir salir troðfullir og tímamörk blaðsins senn á enda. Ákvað gagnrýnandinn því að horfa kurteisislega á mynd Trotta og skreppa síðar á Ofviðr- ið. En sá ásetningur vék brátt. Mynd Trotta er nefnilega slíkt meistaraverk að hún á ekki að- eins skilið umfjöllun heldur og íslenskan texta. Söguþráður þessa verks er ákaflega einfaldur. Tvær systur búa saman í Hamborg. Anna, sú yngri, er um það bil að ljúka líffræðinámi sem kostað er af eldri systurinni, Maríu. Daginn Kyikmyndlr Ólafur M. Jóhannesson fyrir lokapróf fremur Anna sjálfsmorð. í takmarkalausri ör- væntingu velur eldri systirin, sem er ritari hjá forstjóra stórs fyrirtækis, sér nýja aðstoðar- manneskju Miriam að nafni. Sú líkist á ytra borði Önnu. Enda fer svo að María kostar Miriam til náms og býður henni að búa hjá sér. — Hún verður einskonar staðgengill Önnu. Brátt fer svo að hin lífsglaða tilfinningaheita Miriam missir á huga á náminu og raunar á lífinu yfirleitt. Af tilviljun kemst hún í dagbók sem Anna hafði haldið fram á sein- asta augnablik. Er hún fetar sig gegnum martraðarkenndan texta bókarinnar verður henni ljóst að sálarlif hennar sjálfrar er að hverfa í sama far og Önnu. I örvæntingu sker Miriam á þau bönd sem tengt hafa hana við yfireinkaritarann. Hún stekkur út í lífið atvinnulaus og réttinda- laus. En eftir situr María með sinn BMW 320 — óaðfinnanlegur fulltrúi hins þýska velferðar- samfélags. Ef mynd þessi væri eingöngu ádeila á kalt samkeppnisþjóðfé- lag sem malar þá sem búa yfir óstýrlátu og fíngerðu tilfinn- ingalífi hefði ég ekki eytt á hana púðri. Nóg er nú samt af kerfis- ádeilumyndum. Nei, hér býr eitthvað annað að baki. Það skyldi þó aldrei vera að mann- eskjur á borð við Maríu stæðu á öðru hvoru götuhorni? Hvað vit- um við raunar um þann sálræna búnað sem léður er manneskj- unni? Er ekki möguleiki að milljónir manna lifi í heimi sem tilfinningar annarra mannvera hafa búið þeim? Er mögulegt að skýringin á því fyrirbrigði sem nefnt er sálsýki sé að leita í köldu útstreymi mannvera á borð við yfireinkaritarann Maríu? Kvikmynd Margarethe von Trotta „Schwestern oder die Balance des Glucks" leitar svars við þessum spurningum á svo nærfærinn hátt að ekki verður betur gert. ÞÉR ER ÓHÆTT AÐ TREYSTA KODAK GÆÐUNUM FYRIR GÓÐU MINNINGUNUM ÞÍNUM HANS PETERSEN HF TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KODAK Lærið vélritun Ný námskeið hefjast fímmtudaginn 4. febrúar. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heima- vinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13 Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20. Vorum aö fá sendingu af þessum vinsælu norsku arinofnum. Þeir sem eiga pantanir eru vinsamlega beönir aö staöfesta þær. 80.41 Veistu hvaöa litsjónvaipstæki fæst meö útt III II junfia kr.2-3þus • og eftirstöóvum til alltaóömánaóa?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.