Morgunblaðið - 04.02.1982, Side 22

Morgunblaðið - 04.02.1982, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 Líbýumenn kæra ögrun við flugvél Beirút, 3. febrúar. AP. LÍBÝUMENN héldu því fram í dag, miðvikudag, að tv*r bandarískar herþotur hefðu flogið hættulega nærri líbýskri farþegaflugvél yfir Grikklandi og skoruðu á Öryggisráð SÞ að „fordæma hryðjuverkaiðju Bandarfkjamanna" að sögn líbýska ríkisútvarpsins. Útvarpið sagði, að tvær banda- rískar F 14-herþotur hefðu lagt líb- ýsku farþegaflugvélina í einelti þegar hún var í áætlunarflugi frá Aþenu til Tripoli. Það sagði, að elt- ingarleikurinn hefði átt sér stað á sunnudaginn og að bandarísku þot- urnar hefðu gert sig sekar um „ögr- andi framferði". „Bandarísku þoturnar, sem hófu sig til flugs frá bandarísku flugvélamóðurskpi á þessum slóð- um, flugu yfir líbýsku farþegaflug- vélinni og eltu hana 11 km vega- lengd í grískri lofthelgi um 48 km suðaustur af Aþenu,“ sagði útvarp- ið. Líbýustjórn sendi Öryggisráðinu orðsendingu þar sem mótmælt var „þessu villimannlega framferði Bandaríkjastjórnar og þess var far- ið á leit, að ráðið „tæki afstöðu gegn þessari hryðjuverkaiðju, sem bryti í bága við öll alþjóðalög og hefðir og sýndi berlega að framferði Banda- ríkjastjórnar ætti rætur að rekja til lögmála frumskógarins." Mótmæli hafa einnig verið send ríkisstjórn Grikklands og Alþjóða- sambandi flugfélaga, IATA, að sögn útvarpsins. Engin skýring var gefin á því hvers vegna það tók Líbýu- stjórn svo langan tíma að mótmæla atburðinum. EINELTI — F-4-herþota bandaríska sjóhersins fylgir tveimur sovézkum herþotum af gerðinni TU-95 (,,Bear“) út úr bandarískri lofthelgi. Sovézku þoturnar fylgdust í tvo tíma með tilraunum með nýjasta flugvélamóðurskip Bandaríkjamanna undan ströndum Virginíu. Fóstureyðingamálið í Noregi: Aldreilesið annað eins kjaftæði - er haft eftir einum virtasta lögfræðingi Noregs Osló. 3. febrúar. AP. „ÞIXTA cr niðurlægjandi dómur fyrir konur," segir á forsíðu norska dag- blaðsins í gær um niðurstöður héraðs- dómstóls í Noregi, sem kvað upp þann úrskurð að fóstureyðingar væru mannsmorð. „Þetta eru fordómar frá fyrri öldum og tugþúsundir kvenna, sem hafa gengist undir fóstureyðingu eru nú sakaðar um mannsmorð," sagði Aud Blegen Svindland, yfirlækn- Norskir fjölmiðlar eru uppfullir af fréttum um þennan dómsúrskurð, sem vakið hefur feikilega athygli þar í landi. Eru viðbrögðin flest á einn veg; menn eru ósammála hon- um. „Eg hef aldrei lesið annað eins kjaftæði," hefur einn virtasti lög- fræðingur Noregs látið hafa eftir sér um niðurstöðu dómsins. Dómarinn, sem kvað upp úrskurð- inn, hefur legið undir þungum ásök- unum. Hann er sjálfur kaþólskrar trúar og verður að beygja sig undir boðorð páfans í einu og öllu. Því hef- ur og verið haldið fram, að hann hafi ekki verið rétti maðurinn til að Ekkert lát á óveðrinu í Bandaríkjunum: Börre Knudsen, sóknarprestur ( Bals- fjarðarsókn, hefur megnustu andúð á frjalsum fóstureyðingum. Neitaði hann að gegna ýmsum skylduverkum sínum vegna þess. Norska ríkið höfðaði mál á hendur honum vegna þess, en tapaði þvi um leið og héraðsdómstóllinn í Malangen kvað upp þann úrskurð að fóstureyðingar jafn- giltu mannsmorði. kveða upp slíkan dóm, þar sem hann geti á engan hátt talist hlutlaus. Norska kirkju- og fræðslumála- ráðuneytið hefur þegar ákveðið að áfrýja úrskurðinum. „Verði úr- skurðurinn að lögum, hefur það í för með sér að norskir embættismenn geti farið sínu óhindrað fram án þess að taka tillit til norskra laga,“ segir kirkju- og fræðslumálaráð- herrann. Tæplega tveggja metra háir skaflar í Texas Frostið fór niður í 34 gráður í Mississippi New York, 3. febrúar. AP. EKKERT lát er á óveðrinu, sem geisað hefur í Banda- ríkjunum undanfarið. Miklar rafmagnstruflanir urðu í nokkrum borgum í Massa- chusetts er bylur í Nýja Eng- landi orsakaði skammhlaup. Á sama tíma urðu borgir allt frá Georgíu til Pennsylvaníu fyrir barðinu á úrhellisrign- ingu. I Oklahoma urðu bændur að koma nauðstöddu fólki til hjálpar á dráttarvélum þar sem snjórinn var víða á hæð við girðingar- staura. Látlaus snjókoma var í austurhluta fylkisins og geygði sig austur til Arkansas. Mældist 10 sm snjólag í norðurhluta Arkans- as-fylkis og frostið fór niður í 34 gráður í efri hluta Mississippi- dalsins. Gífurleg úrkoma, allt að 15 sm, lokaði þjóðvegum í Georg- íu-fylki í heilan sólarhring. Annar bylurinn á jafnmörgum dögum skall á íbúum í Massachu- setts, reif niður trjágreinar og rafmagnslínur með þeim afleið- ingum að stór svæði urðu raf- magnslaus. Bylurinn á þriðjudag skildi eftir sig tæplega tveggja metra háa skafla sums staðar í Texas og sjómokstursflokkar í Oklahoma lentu í miklum vand- ræðum þar sem aðeins ein akrein var opin á flestum þjóðvegum fylkisins. Snjórinn þar var tæp- lega hálfs metra djúpur. Afram- haldandi kulda er spáð í Banda- ríkjunum, en gert ráð fyrir minnkandi úrkomu. Var ógnað og hætti hungurverkfallinu 25 norskir þingmenn hafa sent Brezhnev bænaskjal ERLENT Moskvu, 3. febrúar. AP. „Ef þú nærist ekki munum við neyða mat ofan í þig gegnum slöngu. Við viljum ekki grípa til þess, en gerum það ef nauðsyn krefur,“ Marchais ver ófarir á mikilvægu flokksþingi LKIi)T(X:i franskra kommúnista, Georges Marchais, setti í gær 24. þing flokksins með skilgreiningu á ósigri fiokksins í kosningunum í fyrravor og skoðunum kommún- ista á því hvað sósíalismi eigi að vera í Frakklandi. Þetta er talið mikilvægasta þing franskra kommúnista síðan flokkurinn var stofnaður fyrir 62 árum. Flokkurinn á það á hættu að falla í gleymsku eftir hrak- farirnar í fyrra. Areiðanlegum stuðningsmönn- um flokksins hefur fækkað um helming síðan síðasta flokksþing var haldið fyrir tveimur árum. Ein milljón hefðbundinna stuðn- ingsmanna sagði skilið við flokk- inn í fyrra og gekk í 115 með sósí- alistum Francois Mitterrand for- seta. Samkvæmt skoðanakönn- unum, sem hafa verið gerðar síð- an, er allt að ein milljón annarra stuðningsmanna flokksins albú- in að kjósa aðra flokka, um stundarsakir eða til frambúðar. Samkvæmt leynilegri skoðana könnun kommúnistaflokksins nýtur flokkurinn ekki stuðnings nema litlu meira en tveggja milljóna manna, um 10% kjós- enda, og óháðar kannanir sýna að flokksbundnir kommúnistar hafa misst trúna á leiðtogum sínum. (Kommúnistar fengju að- eins 11% atkvæða skv. síðustu skoðanakönnunum miðað við 15% í kosningunum í fyrra og 22% 1969.) Völd Georges Marchais flokks- leiðtoga eru ekki í beinni hættu á flokksþinginu, en bollalagt er, að á þinginu komi fram greinileg vísbending um að trúnaðarmenn flokksins vilji skipta um forystu- menn. 4 ÆM. Marchais Til þess að sýna fram á ein- ingu hefur miðstjórnin samið mikilvægt stefnuskrárskjal — en það er skjalið sem Marchais las við setningu flokksþingsins í gær. Þar var baráttuaðferðum, sem Marchais erfði þegar hann tók við stöðu aðalritara 1972, kennt um kosningaáföllin. Skuldinni er skellt á Maurice Thorez, Waldeck Rochet og aðra stofnendur flokksins, sem hafi neytt flokkinn til að samþykkja bandalag við sósíalista 1972, en það hafi verið upphafið að óför- um hans. Samkvæmt þessari kenningu voru kommúnistar of seinir að aðlaga kenningar flokksins þró- un fransks þjóðfélags. Þótt skyssur fyrri leiðtoga séu viður- kenndar kemur ekki fram gagn- rýni á baráttuaðferðir Marchais síðustu 10 ár. Búizt er við að Marchais verði endurkosinn að- alritari í lok þingsins á sunnu- daginn. sagöi sovéskur læknir viö hvítasunnukonuna Lydiu Vaschenko, sem um helgina lét af mánaðarlöngu hungur- verkfalli sínu eftir að henni hafði verið hótað ofan- greindu að eigin sögn. Lydia greip til hungurverk- fallsins í mótmælaskyni, þar sem hún taldi bandaríska sendiráðið í Moskvu ekki leggja sig nóg fram við að koma fjölskyldu sinni og tveimur vinum úr landi. Hún var flutt á gjörgæsludeild Botkin-sjúkrahússins í Moskvu er heilsu hennar hrak- aði, en hún hefur nú náð sér að mestu að sögn talsmanns sendiráðsins. Móðir hennar fór með henni í hungurverk- fallið, en hefur undanfarið nærst á fljótandi fæðu og er við þokkalega heilsu. Leonid Brezhnev barst í fyrradag bænaskjal frá Nor- egi, undirritað af 25 þing- mönnum úr fimm stjórnmála- flokkum. „Vér förum þess á leit við yður að skjót lausn verði fundin á vandamálum sjömenninganna í bandaríska sendiráðinu í Moskvu og þeim veitt vegabréfsáritun til Sví- þjóðar.“ Yfirlýsing norsku þingmannanna var til stuðn- ings við tillögu, sem fram kom á sænska þinginu, þess efnis, að fólkinu yrði leyft að flytja úr landi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.