Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 3 X 2 ný fiskiskip bætast í flota Sandgerðinga Sandgerdi, 2. febrúar. TVÖ riskiskip bættust við skipastolinn hér í Sandgerði um síðustu helgi. Ann- að þeirra er hið margfræga skip, sem gengið hefur undir nafninu Klakkar inn og má þar með segja að hann hafi loksins eignast heimahöfn. Einnig hef- ur skipið hlotið nýtt nafn og heitir nú Sjávarborg GK 60 og kom það hingað síðastliðinn sunnudag. Sjávarborg var afhent af Slipp- stöðinni á Akureyri í síðustu viku er smíði lauk. Hinir nýju eigendur skipsins eru Sjávarborg hf. í Sand- gerði og er Hafliði Þórsson fram- kvæmdastjóri. Sjávarborgin er hið vandaðasta skip í alla staði. Skipið er 452 rúmlestir að stærð með 1800 hestafla Wichmann-aðalvél og út- búið fullkomnum og góðum sigl- inga- og fiskileitartækjum. Það er sérhannað til loðnuveiða en einnig búið til tog- og netaveiða og heldur það á netaveiðar nú í vikunni. Skip- ■ stjóri á Sjávarborg verður Ólver Skúlason. Hitt skipið sem bættist í flota Sandgerðinga heitir Sigurpáll GK 375 og er það 203 lesta skip, sem Rafn hf. hefur keypt og hét áður Fram RE 312. Þekktast mun það skip undir nafninu Siglfirðingur, sem það hét í allmörg ár og var af mörgum kallað fyrsti skuttogari ís- lendinga. Sigurpáli hefur verið í gagngerðri viðgerð í skipasmíða- stöðinni í Njarðvíkum undanfarna mánuði, en er nú byrjaður á veiðum með net. Skipstjóri á Sigurpáli er Jón Eyfjörð Eiríksson. Vertíðin hér fór frekar rólega af stað eftir að verkfalli lauk, en nú fyrir nokkru eru öll hjól farin að snúast á ný. Þrír togarar lönduðu hér í síðustu viku, Erlingur 123 lest- um, Sveinn Jónsson 153 og Haukur 100 lestum. Aflabrögð bátanna hafa verið frekar slök, það sem af er, nema hjá stærri línubátum, þeir hafa aflað allvel á djúpslóðum, og einstaka netabátar hafa fengið góða róðra. Útlit er fyrir að um 50 bátar, auk togaranna, verði gerðir út héðan í vetur og eru það ívið fleiri bátar en undanfarin ár. Af þessum 50 bátum eru 15—16 bátar af stærðinni 10—15 lestir, en ef að líkum lætur mun tala smærri bátantia allt að því tvöfaldast þegar fram á vertíðina kemur og handfæraveiðar hefjast. Jón Krá Reykjavíkurmótinu I sveitakeppni sem fer fram þessa dagana. Tvær efstu sveitirnar í mótinu öðlast þátttökurétt í Stórmóti Flugleiða sem fram fer á bridgehátíð í marz nk. Ljósm. Arnór. Arnór Ragnarsson Bridgefélag Stykkishólms Lokið er hauststarfi félagsins og hefur þátttaka verið góð, eða 26 manns að meðaltali á kvöldi. Enn sem fyrr reynast þeir feðg- ar Ellert Kristinsson og Krist- inn Friðriksson sigursælastir, en hér fylgir listi yfir efstu sæti í haustkeppni félagsins. Haust-tvímenningur Ellert Kristinsson — Kristinn Friðriksson Guðni Friðriksson — 476 Sigfús Sigurðsson Leifur Jóhannesson — 399 Bergsveinn Gíslason Halldór Jónasson — 371 Isleifur Jónsson llaust-sveitakeppni Ellert — Kristinn — 355 Guðni — Sigfús Kjartan — Páll — 100 Halldór — Isleifur Leifur — Halldór — 70 Viggó — Már Butlertvímenningur Ellert Kristinsson — 56 Kristinn Friðriksson Guðni Friðriksson — 117 Sigfús Sigurðsson Leifur Jóhannsson — 104 Jón Guðmundsson ísleifur Jónsson — 94 Halldór Jónasson 58 Mánudagskvöldið 1. febrúar sl. hófst 5 kvölda aðal-tvímenn- ingskeppni vetrarins. Bridgefélag Kópavogs Þriðja umferð barometer- keppni Bridefélags Kópavogs lauk fimmtudaginn 28. jan. Stað- an að 17 umferðum loknum er þessi: Þórir Sveinsson — Jónatan Líndal 176 Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 171 Haukur Margeirsson — Sverrir Þórisson 151 Haukur Hannesson — Valdimar Þórðarson 150 Meðalskor 0. Bridgefélag Hornafjarðar Úrslit aðaltvímennings Bridgefélags Hornafjarðar. Svava Gunnarsdóttir — Ingibjörg Stefánsdóttir 542 Gísli Gunnarsson — Kolbeinn Þorgeirsson 528 Árni Stefánsson — Jón Sveinsson 504 Ingvar Þórðarson — Skeggi Ragnarsson 490 Ragnar Snjólfsson — Björn Gíslason 483 Jón Heiðar Pálsson — Aðalsteinn Aðalsteinsson 477 Karl Sigurðsson — Birgir Björnsson 477 Næsta keppni er aðalsveita- keppni 1982. Bridgefélag kvenna Staðan í sveitakeppni Bridge- félags kvenna eftir 8 umferðir: Vigdís Guðjónsdóttir 107 Guðrún Einarsdóttir 106 Gunnþórunn Erlingsdóttir 103 Sigríður Jónsdóttir 96 Aldís Schram 95 Alda Hansen 88 Sigrún Pétursdóttir 88 Bridgefélag Saud- árkróks NÚ STENDUR yfir aðalsveita- keppni félagsins. Þátttaka er betri en nokkru sinni fyrr en alls taka þátt 10 sveitir. Lokið er 6 umferðum af 9 og er staða efstu sveita þessi: Sveit Stig 1. Þorsteins Þorsteinssonar 101 2. Kristjáns Blöndals 97 3. Árna Rögnvaldssonar 80 4. Hauks Haraldssonar 75 5. Gunnars Þórðarsonar 73 6. Ástvalds Guðmundssonar 71 Sveitir Þorsteins og Kristjáns spila innbyrðis í næstu umferð og gæti sá leikur ráðið úrslitum um sigur í mótinu en hann gefur rétt á Norðurlandamótið í bridge sem fram í byrjun maí og verður mótið á Akureyri þetta árið. ' í V I ró og næði \ heima og á þeim tíma dagsins sem hentar þér, getur þú æft þig með vaxtarmótar anum. Milljónir manna, konur og karlar nota vaxtarmótarann til að ná eðlilegri þyngd og til að viðhalda líkamshreysti sinni í ró og næði heima. > Ei • • Vaxtarmótarinn styrkir, fegrar og grenmr llkamann •• Arangurinn er skjótur og áhrifaríkur • • Æfingum með taakinu má haga eftir því hvaða líkamshluta menn vilja grenna eða styrkja • • Vaxtarmótarinn mótar allan líkamann. arma, brjóst, mitti, kviðvöðva, mjaðmir og fætur • • islenskar þýðingar á æfingakerfinu fylgja hverju tæki • • Hurðarhúnn nægir sem festing fyrir vaxtarmótarann. • • Reyndu þetta einfalda og hentuga nýja tæki til að ná aftur þinni fyrri Kkamsfegurð og lipurö í hreyfingum. ••14 daga skilafrestur þ.e. ef þú ert ekki ánægður með árangurinn eftir 14 daga getur þú skilað því og fengið fullnaöargreiöslu. l Aðeins t 5-10 mín. . aebngar á dað tit að grenna. stvrkja og 'tegra likamann l_______s Borgarprent Utsölustaður fyrir Reykjavík og nágrenni: Útilíf, Glæsibæ. Utsölustaður fyrir landsbyggöina: Póstverslunin Heimaval. Pósth. 39, 202 Kóp. Pöntunarsími: 44440. ■ J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.