Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982
17
stærri vötnum á borð við Þing-
vallavatn.
Ganghraði bátanna er 30 til 35
mílur, og er það bæði góður hraði
ef fólk vill sigla sér til skemmtun-
ar, og ekki síður fyrir fiskimenn,
sem verða mun fljótari á og heim
af fiskimiðum á þessum bátum, en
á eldri trillum. Af því leiðir bæði
hagræði og aukið öryggi.
Fullbúinn fiskibátur frá okkur
með vél mun kosta um það bil 267
þúsund krónur á verðlagi dagsins í
dag, en óinnréttaður bátur, aðeins
samsettur, mun kosta um 55 þús-
und krónur. Við þetta munu vinna
3 til 5 menn allt árið um kring,
smiðir og verkamenn."
Atvinnulíf á
erfiðleikatímum
— Er það ekki bjartsýni að
leggja út í atvinnurekstur af þessu
tagi, nú á erfiðleikatímum í at-
vinnulífi og tímum versnandi
lífskjara?
„Jú, óneitanlega er margt sem
ekki er eins gott nú og vera þyrfti
hér á landi, svo sem erfiðleikar við
að gera fjárhagsáætlanir vegna
stöðugrar en þó óreglulegrar verð-
bólgu, gengið er „fast“ en breytist
þó stöðugt, efnahagsaðgerðir eru
jafnan á næsta leiti, og svo mætti
áfram telja. Þannig hefur þetta
verið um alllangt skeið, og er því
miður ekki séð fyrir endann á því
enn.
Það þýðir þó ekki að leggja árar
í bát, enda hefði lítið verið gert
hér á landi síðustu tíu ár eða svo,
hefðu allir beðið eftir betra efna-
hagsástandi.
Eg held að þetta muni takast
hjá okkur að koma þessu vel á veg,
fjöldi fyrirspurna kemur hingað,
og pantanir eru þegar teknar að
berast. Lán höfum við fengið úr
Byggðasjóði og Iðnlánasjóði, og
einnig hefur viðskiptabanki okkar
veitt ómetanlega aðstoð við að
koma þessu af stað, en nú eru
hjólin tekin að snúast, og ekki
dugir annað en að vera bjartsýnn
á framhaldið."
Frá Hveragerði til
Flateyrar
— En hvernig atvikaðist það að
þið settust hér að í fyrstu, áður en
til bátasmíðinnar kom?
„Við bjuggum í Hveragerði, þar
sem, eins og víðast á Suðurlandi,
hafði verið mikið að gera í bygg-
ingariðnaði árum saman. Sú vinna
fór hins vegar að dragast saman
fyrir nokkrum árum, bæði minnk-
andi vinnan og menn urðu að fara
lengra og lengra í atvinnuleit, og
voru þá oft fjær heimilum en ég
hafði áhuga á til lengdar.
Mikil vinna var hins vegar hér
fyrir vestan á þessum tíma, og
hingað kom ég fyrir tveimur og
hálfu ári, og vann við nýsmíði ein-
býlishúsa og við önnur verkefni,
en smám saman hefur það svo
þróast í þessa átt eins og ég hef
greint frá. — Já, okkur líkar alltaf
betur og betur hér á Flateyri, þótt
margt mætti auðvitað betur fara
hér sem víðar. Einangrun er þó
óneitanlega talsverð að vetrinum,
og er grátlegast í því sambandi,
hvað það myndi raunverulega
kosta lítið að bæta þar úr. Breiða-
dalsheiði er lokuð stóran hluta
ársins, svo jafnan er óvíst um
samgöngur til ísafjarðar, og þótt
þangað sé komið veit enginn hvort
hann kemst til baka aftur eða
ekki!
Að mínu viti ætti að gera göng í
gegnum Breiðadalsheiði, en sú
framkvæmd myndi líklega ekki
kosta meira en sem svarar and-
virði eins skuttogara. Með slíkum
göngum væru samgöngur hins
vegar tryggðar allan ársins hring
milli Flateyrar og Þingeyrar og
sveitanna hér annars vegar, og
Isafjarðar, Hnífsdals og
Bolungarvíkur hins vegar. Þetta
er að mínum dómi brýnasta hags-
munamál okkar hér, og göngin
koma, það er víst. Þetta er aðeins
spurning um tíma, og lengd tím-
ans fer mest eftir því hve fram-
sýnir stjórnmálamenn eru í þess-
um efnum. Mestar kröfur í því
efni hljótum við að gera til þing-
manna okkar Vestfirðinga, málið
stendur ekki öðrum nær!“
„Hneykslunarhellan“ við Geysi
eftir Hákon fíjarnason
Að undanförnu hafa birst
nokkrar greinar í dagblöðunum
um „upprisu" Geysis í Haukadal.
Þar skorti ekki stóryrði svo sem
þjóðarhneyksli og jafnvel heims-
hneyksli um þann atburð, að
gamla rásin úr hveraskálinni var
víkkuð og dýpkuð.
Þeir, sem fastast kváðu að orði,
eru eða hafa verið í svonefndri
Geysisnefnd, en um hana hefur
lengst af verið mjög hljótt. Þó má
segja nefndinni til lofs, að hún lét
girða hverasvæðið fyrir mörgum
árum, leggja stíga um það og
fegra. Síðan mun hún hafa verið
aðgerðarlítil.
Nú bregður allt í einu svo við, að
þegar Þórir Sigurðsson tekur sér
fyrir hendur að gera það, sem
nefndin hefði átt að gera fyrir
löngu, að halda gömlu rásinni við,
þá ærast menn og fela málið í
hendur rannsóknarlögreglu eins
og um stóran glæp væri að ræða.
Ég á engin orð til að lýsa furðu
minni yfir þessum stóru orðum,
hvað þá á því, að fela rannsóknar-
lögreglu málið í hendur út af eigi
meira tilefni.
Þórir Sigurðsson, bræður hans
og faðir, Sigurður Greipsson, eru
bornir og barnfæddir við Geysi.
Enginn staður mun þeim vera
hjartfólgnari en umhverfið þar.
Engum heilvita manni mun til
hugar koma að þeir feðgar mundu
nokkurn tíma hreyfa fingur til að
valda óbætanlegum náttúruspjöll-
um við Geysi, eins og hálfpartinn
var látið í veðri vaka.
Kurteisi væri það og við hæfi,
að viðkomandi stóryrðasmiðir
bæðu Þóri afsökunar á frum-
hlaupinu.
Lítum sem snöggvast yfir feril
Geysis. Sagt er að hann hafi legið
niðri í 40 ár á 16. og 17. öld. Eftir
mikla jarðskjálfta 1630 hófust gos
úr honum að nýju. Sama kom fyrir
við jarðskjálftana 1896. Þá magn-
aðist hann um allan helming, en
síðan dró úr goskraftinum. Sumir
bentu á að lækka þyrfti vatns-
borðið í skálinni, en aðrir vildu
hækka það til að gosin yrðu fal-
legri. Svo varð það úr, annaðhvort
fyrir eða eftir konungskomuna
1907, að vatnsborðið var hækkað
/ með því að steypa dálítinn garð
þar sem skálin var lægst. Þessa
steypu mátt sjá á skálarbarmin-
um í mörg ár, en kísillinn úr vatn-
inu huldi hana smám saman. Eftir
þetta lá hverinn niðri sem von var.
Dr. Trausti Einarsson mældi
hitann í hvernum hátt og lágt
snemma á fjórða tug aldarinnar
og komst að þeirri niðurstöðu að
vatnsþunginn í skálinni væri of
mikill til að hverinn gæti varpað
honum af sér. Þá var það, að hann
og Jón yngri Jónsson frá Laug
rufu skarð í skálina með þeim ár-
angri að hverinn tók að gjósa á ný.
Þetta var sumarið 1935, og hlutu
þeir Trausti og Jón almenningslof
fyrir. Enginn nefndi náttúruspjöll
á nafn, engum datt í hug að kæra
þá fyrir lögregluyfirvöldum. Þess
var varla von, því að Jón var þá í
lögregluliði Reykjavíkur.
Eftir þetta gaus Geysir oft af
sjálfsdáðum, einkum í góðu veðri.
Mest og fegurst urðu samt gosin
þegar sápu var skvett í hverinn.
Smám saman dró úr krafti hans
og gosin urðu æ fátíðari. Geysir
hefur varla bært á sér nú um
mörg ár, en gamla rásin hefur
bæði mjókkað og grynnkað smám
saman.
Dr. Trausta Einarssyni hefur
lengi verið ljóst, að það er skortur
á aðstreymi gufu eða öllu heldur á
yfirheitu vatni, sem olli því að
gosin fóru dvínandi. Þegar dr.
Gunnar Böðvarsson fór að starfa
hér við jarðhitarannsóknir og
jarðboranir munu þeir Trausti og
hann hafa verið sammála um, að
borun í Geysi væri eina skynsam-
lega úrræðið til að vekja hverinn
af dróma.
Hverinn Strokkur var áður fyrr
álíka þekktur og Geysir og gaus á
stundum varla minna en hann.
Ekki er nema steinsnar á milli
þeirra en Strokkur var talinn út-
kulnaður fyrir mörgum árum.
Gamla gosskálin var svo niður-
troðin að vart mótaði fyrir henni.
En svona til prófunar var komið
með lítinn jarðbor, sem stungið
var ofan í opið á hvernum. Ekki
þurfti djúpt að bora, mig minnir
að það hafi verið um 30 metrar,
þegar Strokkur ruddi sig af miklu
afli. Síðan hefur hann gosið vel og
reglulega, og eru nú gosin úr hon-
um aðalaðdráttarafl hverasvæðis-
ins.
I framhaldi af þessu lögðu þeir
Trausti og Gunnar það til við
Geysisnefnd, að borað væri í Geysi
á sama hátt og í Strokk. Nefndin
samþykkti þetta, en rétt þótti að
fá umsögn Náttúruverndarráðs,
sem þá var nýkomið á laggirnar.
Þar var þetta mál kveðið niður
eftir nokkrar umræður en án þess
að gild rök væru færð á móti bor-
un í hverinn. Ég átti sæti í ráðinu
er þetta var til umræðu. Ég þykist
„Ég fæ ekki betur
séð en nú hafi fengist sú
reynsla af Strokki, að
óhætt muni vera að
stinga bor ofan í kokið
á Geysi og sjá hvað
skeður. Slíkt ætti ekki
að vera talin náttúru-
spjöll lengur.“
muna það rétt, að dr. Gunnar
Böðvarsson lét hafa það eftir sér,
að borun í Geysi mundi takast vel
í 999 tilvikum af 1000. En ef til-
raunin mistækist mætti fylla
borholuna þannig að engin eftir-
köst yrðu af boruninni. Þrátt fyrir
þessa fullyrðingu færasta sér-
fræðings á þessu sviði, meðmæli
dr. Trausta og vilja Geysisnefndar
lagðist meirihluti ráðsins á móti
boruninni. Þótti mörgum þetta
einkennileg afgreiðsla.
Nú höfum við haft Strokk fyrir
augum í mörg ár. Hann gýs reglu-
lega og er að mynda mjög fallega
kísilskál umhverfis opið.
Ég fæ ekki betur séð, en að nú
hafi fengist sú reynsla af Strokki,
að óhætt muni vera að stinga bor
ofan í kokið á Geysi og sjá hvað
skeður. Slíkt ætti ekki að vera tal-
in náttúruspjöll lengur.
Það mun nú vera líkt á komið
með Geysi og Geysisnefnd. Hann
hefur tekið að gjósa að nýju, en
Geysisnefnd hefur vaknað, að vísu
nokkuð óþyrmilega við fyrirtekt
Þóris og Hrafns Gunnlaugssonar.
Nú má því búast við að hún taki til
starfa eftir góða hvíld og langa.
Ég vona að hún láti bora í Geysi á
svipaðan hátt og gert var við
Strokk, þannig að hann geti gosið
af sjálfsdáðum, án sápu og
mannhjálpar og að eigin vild, láti
síðan fylla raufina en hlutist til
um að Þórir Sigurðsson hljóti
riddarakross og Hrafn Gunn-
laugsson rauða rós í hnappagatið.
■ :
. RSLETTUR
FIOLSKYLDULBKUR
Nú veröunn viö meö nyja
Sunnudagsgátu 14-21 og 28febrúar
í auglýsingatíma sjónvarpsins eftir
fréttir, stórskemmtilega og fjöl-
breytta - og umfram allt fislétta,
ef allir í fjölskyldunni leggja saman.
2 spurningará kvöldi - þærfyrstu
14. febrúar. Miðaverö kr. 45.-
_____VINNINGAR: 5 GLÆSILEGIR CITROEN GSA PALLAS_
KÓR
LANCHOLTSKIRKJU