Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1982 11 Eina ríkisstjórnin sem setið hefur við völd í Portúgal og einhverri tiltrú náð var ríkisstjórn AD und- ir forystu Francisco Sa Carn- eiro, sem fórst í flugslysi fyrir rúmu ári. Núverandi forsætis- ráöherra Pinto Balsemao þykir ákaflega veikur forystumaöur og honum hefur hvorki tekist að vekja traust á geröum stjórnar sinnar né hrifningu á sjálfum sér. Og efnahagsvandi Portú- gala hefur ekki minnkað, atvinnuleysi hefur vaxiö á ný, framleiösla stendur í stað, skólakerfiö er í molum. Því óttast margir aö sterkur leiötogi á borö viö Ftamahlo Eanes sem á sér rætur innan hersins kynni aö víkja af braut lýöræöis og þingræðis og hverfa smátt og smátt til einræöis á ný. Þaö mun koma í Ijós á næstu vik- um, hversu þungar hótanir Ean- esar veröa á vogarskálunum, þ.e. þegar umræður hefjast á þinginu um hin nýju stjórnar- skárdrög, en ný stjórnarskrá Portúgals á aö vera tilbúin á byltingarafmælinu þann 25. aþr- íl. texti: Jóhanna Kristjónsdóttir talningarmörk. Núna er öllum slíkum ákvörðunum frestað til sumars. • I fyrra var verðbótavísitalan skert með lögum undir kjörorð- inu „Slétt skipti". Núna er framfærsluvísitalan borguð niður með fjármunum skatt- borgaranna. Auknar niður- greiðslur hafa komið í stað niðurtalningar. Af hverju skyldi ríkisstjórnin ekki efna til svipaðra aðgerða og fyrir ári, ef það er rétt sem hún heldur fram, að þær hafi gefið góða raun? Svarið er auðvitað það, að ár- angurinn varð ekki meiri en svo, að nú, ári seinna, er verðbólgan sú sama og hún var þegar stjórnin komst til valda. Ríkisstjórnin þor- ir ekki að taka á vandanum því að stjórnarflokkarnir óttast sveitar- stjórnarkosningarnar, sem fram- undan eru. Öllu er slegið á frest, vegna þess að kommúnistar, sem hafa hvorki meira né minna en 10 sinnum staðið að vísitöluskerð- ingu á undanförnum árum, sam- tals 26,4%, þora ekki að efna til kaupráns rétt fyrir kosningar af ótta við að vekja upp gömlu slag- orðin: „Kjósum gegn kaupráns- flokkunum" og „Kosningar eru kjarabarátta". Og Framsóknarflokkurinn, sem lofaði niðurtalningu, lætur komm- ana kúga sig til frestunar og fær í staðinn loðnar yfirlýsingar um þokukennd markmið á síðari hluta ársins. Kammertónlist í Gamla Bíói Tónlist Jón Ásgeirsson Aðrir tónleikar myrku mús- ikdaganna voru haldnir í Gamla Bíói og flutt þar tónverk eftir Leif Þórarinsson, Askel Másson, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Flytjendur voru Manuela Wiesler, Einar Jóhann- esson og Þorkell Sigurbjörnsson. Fyrsta verkið, Largo y largo eft- ir Leif, var sérstaklega samið fyrir tríóið og frumflutt í hljómleikasal sænska útvarps- ins. Það er greinilegt að Leifur, eins og fleiri, er farinn að færa tónmál sitt nær „tónölum" göml- um rithætti og jafnvel, en þó óbeint, að „vitna til“ eldri tón- verka. Hægt og hægt, eins kalla mætti verkið á íslensku, er áheyrilegt og koma fyrir í því góðir sprettir. Annað verkið, Blik, einleiksverk fyrir klarinett, eftir Askel, er fremur lítilfjör- legt og ef ekki hefði komið til frábær flutningur Einars Jó- hannessonar, þá hefði næsta lít- ið verið gaman á að hlýða. Xanties, eftir Atla Heimi, er gamall kunningi og alltaf gaman að endurnýja kynni sín við þetta frjálslega leikandi verk, sem var í sínum breytileik vel flutt af Manuelu og Þorkeli. Þriðja verkið og alveg nýtt af nálinni var Duo eftir Þorkel Sigur- björnsson, svo nýtt að ekki var komið á það nafn fyrir prentun efnisskrár. Verkið er röð fimm smáþátta, er tónskáldið kallar næturljóð. Það má kenna fljót- virkni Þorkels í niðurlagi verks- ins en annar og þriðji þátturinn eru frábærlega fallegar tónsmíð- ar, innilegar, rómantískar, „tón- heild voru þessir tónleikar skemmtilegir og einkum fyrir þá sök að flutningur verkanna var í besta gæða- flokkiH alar“ og einfaldar í formi og gerð. Tónleikunum iauk með hinni „hranalegu" rómönsu Hjálmars, sem er í ætt við mótorhjóla- og bílaplansróman- tík nútímans, „töff“ og skemmti- leg tónsmíð. I heild voru þessir tónleikar skemmtilegir og einkum fyrir þá sök að flutningur verkanna var í besta gæðaflokki. Það liggur ekki svo lítið við, þegar tónmót- unarkröfurnar eru á takmörkum „velsæmis", að flytjandinn sé fær á sitt hjóðfæri og einnig, þegar tónverkið er svo einfalt að gerð að kalla mætti hluta þess eintónung, er ljóst að það er tónmyndunartækni flytjandans er flytur verkið yfir á það form að vera skemmtilegt, fallegt, stórkostlegt og hrikalegt áheyrnar. Þannig reynir á hæfni hljóðfæraleikarans og þar sem, í viðbót við það sem fyrr er upp talið, er krafist að hljóðfæraleik- arinn leiki af fingrum fram, er ekki ósanngjarnt að gefa flytj- anda eignaraðild að slíkum verk- um. Þegar svo öllu er á botninn hvolft, heldur flytjandinn áfram, eins og frá upphafi tónlistarsög- unnar, að vera skapandi þess sem heitir lifandi tónlist og í Gamla Bíói síðastliðið mánu- dagskvöld var sköpuð góð tón- list. Qlafur Jóhannesson, utanrfkisráðherra: Ríkisstjórnin hefur ekki rætt málefni E1 Salvador Hver er afstaða íslenzku ríkis- stjórnarinnar til atburða og stjórn- mála- og hernaðarþróunar, sem átt hefur sér stað í El Salvador?, spurði Kjartan Jóhannsson, formaður Al- þýðuflokks, utanríkisráðherra í Sameinuðu þingi í fyrradag. Kjart- an sagði stjórnvöld í El Salvador standa að fjöldamorðum, 10% þjóð- arinnar væri landflótta og ekki væri vanzalaust, að mannréttindaþjóðir tækju ekki afstöðu til þróunar mál í þessu landi. Ólafur Jóhannesson, utanrík- isráðherra, sagði íslenzku ríkis- stjórnina hvorki hafa rætt né tekið afstöðu til þessa máls. Al- þingi hefði heldur ekki ályktað þar um. Hann vitnaði hinsvegar til síðustu skýrslu sinnar um utanríkismál, hvar komið væri inn á málefni E1 Salvador, og ræðu sinnar á þingi Sameinuðu þjóðanna, en hann hefði á hvor- tveggja þessum vettvangi tekið skýra afstöðu gegn þeirri þróun, sem nú ætti sér stað í E1 Salva- dor, herforingjastjórnin þar væri hrein ógnarstjórn. Allir þingmenn, sem til máls tóku, töldu ástæðu til að marka ótvíræða afstöðu, og koma henni á framfæri við Bandaríkin, sam- starfsríki okkar í Nató og um varnarmál. Jafnframt lögðu þingmenn áherzlu á, að finna þyrfti pólitíska lausn á vanda þessarar þjóðar í stað hernaðar- legrar. FRAMKÖLLUN MEÐHRAÐI! NÚ APGREIÐUM VIÐ ALLAR LITFILMUR ÚR FRAMKÖLLUN DAGINN EFTIR AÐ ÞÆR BERAST OKKUR HANS PETERSEN HF TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KODAK Útgeróarmenn skipstjórar Kraftaverkanet fyrirliggjandi. Garn 12 — 714 möskvi. Verö kr. 346,00 pr. stk. ísfjörð umboðs- og heildversl., Dugguvogi 7, sími 36700. — 1x2 21. leikvika — leikir 30. janúar 1982 Vinningsröð: 122 — X21— 2X1 — 12X 1. vinningur: 11 réttir — kr. 42.110,00 3407 15778(i/n, 1/10) 26991(+) 2. Vinningur: 10 réttir — kr. 637,00 2848 15244 24658 40979 66928 78348 86687 5584 15279+ 25236 41199 68472 78506 86869 8153 16872 26201 41532 69178 80901 87338 8836 17946 35334+ 42050+ 72283 81707+ 25864(2/10) 9212 18867 35368+ 42193 72571 81711 41834(2/10) 9867 18981 36402 43035 72583 83153-. 42824(2/10) 10282+ 21246 36414 43069 72588 84278 71547(2/10) 10558 21749+ 38726 43205 73330+ 85799 72682(2/10) 11435 22672 39924 43216 74839 85888 85853(2/10) 11721 23983 40297+ 65910 76215 86567 86731(2/10) 13878 24250 40306+ 66*. 49 76370 86669 20. v: 9799 Kærufrestur er til 22. febrúar kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboösmönnum og á skrifstof- unni i Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla(+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstööinni - REYKJAVÍK GETRAUNIR — íþróttamiöstödinni — Reykjavík . : Veistu hvaóa litsionvarpstæki býðstmeö allt aö 5 ára ábyigö?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.