Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 2 1 Arndís Björnsdóttir skrifar frá Freiburg: V-þýzku fjárlögin endanlega afgreidd Heiftarleg gagnrýni á hið opinbera meðal þýzks almennings hraðaval og ýmislegt annað sem snertir flutninginn og þannig samvinna tel ég að þurfi jafnan að vera fyrir hendi. Ég hef leikið með hljóm- sveitarstjórum, sem vilja ákv- eða allt sjálfir, en ég nefni t.d. hinn þekkta hljómsveitar- stjóra Zubin Mehta, að þegar ég lék undir stjórn hans þá vildi hann að ég réði sem mestu um hvernig spila ætti verkið, hann vill jafnan láta einleikarana leggja sitt til málanna. Ferðast? Nokkuð mikið, en þó vil ég alltaf hafa lausa daga á milli, kannski 15 daga án þess að nokkuð sérstakt sé á dagskrá. Þá þarf ég að skoða ný verk, ég geng mikið og lifi þá ósköp venjulegu lífi. Helst vil ég ekki spila á fleiri en um 50 hljómleikum á ári, hverjum tónleikum fylgir ákveðinn undirbúningur og ferðalög svo það er ekki svo oft sem hægt er að taka sér frí. Þar við bæt- ist að þá er iðulega haft sam- band við mig og ég beðin að hlaupa inní þegar aðrir píanó- leikarar hafa forfallast. Einu sinni hafði t.d. um- boðsmaður minn í Hollandi samband við mig um hádeg- isbilið og spurði hvort ég gæti leikið um kvöldið í stað Claud- io Arrows. Ég dróst á það og var komin til Amsterdam um sexleytið og fékk tvær stundir til að undirbúa mig fyrir tón- leikana með Konsertgebouw- hljómsveitinni í Amsterdam. Framundan hjá Brigitte Engerer eru síðan fleiri tón- leikar og í maí í vor á hún að koma fram á tónleikum með Fílharmóníuhljómsveit Ber- línar. Eru þeir í tengslum við 100 ára afmæli hljómsveitar- innar og verða þá margir listamenn fengnir til að koma fram og spila. Síðar mun Brigitte Éngerer halda til New York og leika með sinfóníu- hljómsveit borgarinnar. Eftir 4ra daga ákafar umræð- ur voru fjárlög v-þýska ríkisins fyrir 1982 loksins afgreidd í end- anlegri mynd, föstudaginn 22. janúar, með 262 atkvæðum sam- steypustjórnar SPD/FDP gegn 214 atkv. stjórnarandstöðunnar. Það með lauk einhverjum mestu umræðu- og deilufjárlögum eftir stríð. Schmidt varð fyrir harka- legum árásum stjórnarandstöð- unnar og stundum voru lætin slík i þingsölum, að líkja mátti við mótmælafundi. En Schmidt tók öllu með jafnaðargeði nema einu sinni, þegar hann fékk ekki frið til að tala fyrir framíköllum og hávaða. Þá lamdi hann í ræðupúltið og kvaðst vera búinn að hlusta þegjandi á svívirðingar Kohl (CDU) og Strauss (CSU) svo og fleiri stjórnarandstöðu- manna og nú væri kominn tími fyrir þessa herramenn að þegja og hlusta á staðreyndir. Matthöfer fjármálaráðherra fullvissaði landsmenn um, að stjórnin myndi ekki horfa að- gerðarlaus á vaxandi atvinnu- leysi í landinu. Nú fer tala at- vinnulausra að nálgast 2 millj- ónir og er spáð 3 milljónum at- áframhaldi. Stjórnarandstaðan hins vegar varaði stjórnina ein- dregið við, að reyna að leysa ástandið með skattahækkunum eða auknum lántökum. Matthöfer var greinilega mjög umhugað um að sýna fram á vilja bæði stjórnarsinna og stjórnarandstöðu til að vinna saman að lausn efnahagsvand- ans. Stjórnarandstaðan lýsti sig þó andsnúna hinum svokallaða „skynsemispakka", þar sem reynt er að vinna gegn efna- hagsvandanum og vaxandi at- vinnuleysi. Að vísu sögðu tals- menn stjórnarandstöðunnar, að þeir myndu skoða tillögur stjórnarinnar þar að lútandi „á ábyrgan og efnislegan hátt“. Samt er greinilegt, að stjórnar- andstaðan er í öllum meginatrið- um á móti efnahagsstefnu SPD/FDP og er því nokkurn veginn fullvíst, að lítið muni fara fyrir alvarlegu samstarfi að lausn mála. Spjótin beinast að opinberum útgjöldum Útgjöld vestur-þýska ríkisins munu á þessu ári nema 240 milljarðar marka, sem er 3,2% meira en útgjöld síðasta árs. Til fjármögnunar munu á þessu ári verða tekin ný lán að upphæð 27 milljörðum marka og geta má þess, að árið 1981 voru tekin ný lán að upphæð 38 milljarðar marka. Hér í Þýskalandi beinast nú spjótin mjög að opinberum útgjöldum og var föstudaginn 22. janúar sýndur í sjónvarpinu hér Matthöfer, fjármálaráðherra V-Þýskalands,ásamt öðrum ráðherra stjórnarinnar, Lambsdorff. fyrri hluti þáttar, sem gérður hefur verið um opinbera starfs- menn, greiðslur og útgjöld til þeirra og ýmislegt fleira, sem hið opinbera varðar. Kom þar fram, að árið 1963 námu laun opinberra starfsmanna 28 millj- ónum marka; árið 1970 námu þau 78 milljónum marka og árið 1981 var þessi tala komin upp í 270 milljónir. Nú eru opinberir starfsmenn 18% af launþegum ogþykir mönnum nóg um þá tölu svo ekki sé minnst á fríðindi þau og aukagreiðslur, sem þeir fá. I þættinum var rætt við ýmsa opinbera starfsmenn um laun þeirra og kjör. Margt fróðlegt kom fram, svo sem eins og það, aö ræstingarkonur í þinghúsinu fá áhættuþóknun svipað og lög- reglumenn. Það er greinilegt að hinar og þessar aukagreiðslur eru komnar út í hreinustu öfgar, því að þegar upp er staðið eru það hæst launuðu embættis- mennirnir, sem mest hafa en þeir, sem stunda hin raunveru- legu erfiðu og hættulegu störf bera minnst úr býtum, því að all- ar þóknanir reiknast í prósent- um miðað við föst laun. Það kom fram, að venjulegur póstburðar- maður t.d., sem borið hefur út póst í 15 ár, hefur í brúttólaun ca. DM 2.100 (ísl. kr. ca. 8.500), en deildarstjóri hjá pósti og síma með sama starfsaldur hef- ur DM 6.000 (ísl. kr. ca. 25.000). Hinir ýmsu ráðuneytismenn hafa að sjálfsögðu sem því svar- ar hærri laun og þóknanir og var t.d. sérstaklega tekið fyrir í þess- um þætti, að sérlegur talsmaður Schmidts hefur á mánuði um- fram launin sín DM 1.161.- (ca. ísl. kr. 4.800) í þóknun fyrir hið „áhættumikla" starf sitt. Lög- reglumaður hins vegar, sem vinnur á nóttunni við áhættu- söm störf í baráttu við glæpalýð hefur ca. 200—300 DM (ísl. kr. 500—950) í áhættuþóknun. Schmidt kanslari Samtök stofnuð gegn skattakröfum Það er semsé víða pottur brot- inn og allar likur eru á, að opin- berir starfsmenn fái ekki þá 3% kauphækkun, sem þeir áttu að fá á þessu ári. Almenningsálitið er á móti þessum miklu útgjöldum og bruðli hins opinbera, sem skattgreiðendur verða að borga, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Mótmælaraddirnar verða líka sífellt háværari og Schmidt og stjórn hans verða að taka til- lit til þeirra. Nýlega voru stofn- uð samtök gegn skattkröfum hins opinbera og ekki er glæsi- legt frásagnar, að formaður þeirra er lögmaður, sem var háttsettur starfsmaður í inn- heimtuliði hins opinbera. Hon- um ofbuðu svo kröfurnar til þegnanna á móti gagnrýnislaus- um eyðsluútgjöldum ríkisins hvað það sjálft snerti, að hann sagði starfi sínu lausu. Hann þekkir því vel til mála og er óspar á upplýsingar um það, hvernig fólk getur leitað réttar síns. Hér í Þýskalandi er því hið opinbera í varnarstöðu gagnvart fólkinu. Það er því við nóg að glíma fyrir stjórn Schmidts kanslara, en styrkur Schmidts felst einna mest í því, að hann er vinsæll mjög og þykir mesti stjórnmálamaður samtíðarinn- ar. Almenningur treystir honum til að takast á við vandann, en hann er samt ekki í öfundsverðri aðstöðu. Beint samband viö opnaði á sl. ári beint samband við Færeyjar með reglubund- EIMSKIP inni viðkomu í Þórshöfn. í ár verða brottfarardagar frá Reykjavík til Þórshafnar sem hér segir: I 7 I ) \ / 4. febrúar 4. marz 1. apríl 29. apríl 27. maí 24. júní 22. júlí 19. ágúst 16. september 14. október 11. nóvember 9. desember Gmboðsmaður í Þórshöfn: F.A. H.C. Möller Havnen 3800Torshavn Telex 81237 Tel. 11511 & 11716. Beint samband vid Færeyjar gaeti opnað þér nýja vídskiptannöguleika. Vinsamlegast hafið samband við Norðurlandadeild Eimskips. Vörumóttaka í Sundaskála er opin kl. 8.00 - 1630, sími 27794. Alla leið með EIMSKIP SÍMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.