Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 Friðjón Þórðarson í útvarpsumræðum: Skýlaus krafa, að fyrirheitin séu eftid Hér fer á eftir kafli úr ræðu þeirri, sem Friðjón l*órðarson dómsmálaráð- herra, flutti í útvarpsumræð- um sl. fímmtudagskvöld. Það skal tekið fram, að letur breytingar eru Morgunblaðs- ins. Ég leyfi.mér að minna á upp- hafsorðin í stjórnarsáttmálanum, þar sem tónninn er sleginn og því lýst yfir, að meginverkefni rfkis- stjórnarinnar sé að treysta íslenzkt efnahags- og atvinnulíf, en það er, eins og allir vita, ein helzta for- senda fyrir sjálfstæði þjóðarinn- ar. I*að er skýlaus krafa okkar sjálfstæðismanna, að slík fyrirheit og önnur áþekk séu efnd og höfð að leiðarljósi. Tími vinnst ekki til að ræða um einstök efnisatriði þeirra aðgerða, sem nú eru á dagskrá, enda um þau fjallað nánar af öðrum. Um nokkur atriði ættu þó allir að geta orðið sammála, svo sem um auk- inn sparnað og aðhald í ríkisbú- skapnum. Niðurskurður útgjalda skv. nýsettum fjárlögum er að sönnu vandmeðfarinn og við- kvæmur, þó að oft hafi verið grip- ið til þeirra úrræða af valdhöfum á liðinni tíð. Þessi leið verður þó ásættanlegri, ef eitt er látið yfir alla ganga eftir því sem mögulegt er. Jafnvægi í ríkisfjármálum er mikilvægt. Grundvöllur þess er, að hófs og sparnaðar sé gætt á öllum sviðum þjóðlífsins. Þad verður að viðurkennast, að þær ráðstafanir, sem nú hafa verið kynntar, bera allsterkan keim af úr ræðum til skamms tíma. Þær eru þó studdar í trausti þess, að um sé að ræða áfanga á réttri leið. Vonir manna um álíka stórt skref í verð- bólguhjöðnun og varð á sl. ári, hafa brugðizt í bili. Þó er ekki ástæða til að örvænta. Vandi okkar er minni en margra annarra þjóða. Við verðum að læra að sníða okkur stakk eftir vexti og marka okkur viðfangsefni samkvæmt því. Þess vegna er nú horfið að því ráði að stytta næsta áfanga. Eins og fram hefur komið, hefur ríkisstjórnin nú að nýju sett sér markmið í efnahagsmálum, sem hún telur raunhæf við núverandi aðstæður í þjóðarbúinu. Stefnt er að því í næsta leik, að verðbólgan frá upp- hafi til loka ársins verði ekki meiri en um 35%, og að hraði Króksfjarðarnes: Kriðjón Þórðarson hennar verði kominn niður í um 30% á síðari hluta ársins. En jafn- vel þessi árangur næst ekki átaka- laust. Betur má, ef duga skal. Og hafa ber í huga, að helztu við- skiptalönd Islendinga búa enn við langtum lægra verðbólgustig. Þess vegna verður þegar í stað — og jafnhliða þeim ráðstöfunum, sem nú eru fyrirhugaðar — að hefjast handa um varanleg úrræði í efna- hagsmálum til frambúðar, að svo miklu leyti sem nokkuð er varanlegt í þessum efnum. í stjórnarsáttmál- anum er hvað eftir annað lögð höfuðáherzla á að leysa beri hin erfiðustu og viðkvæmustu mál þjóðfélagsins, svo sem kjaramál, með samstarfi og samkomulagi hagsmunaaðila. Þessi leið er vit- anlega sjálfsögð. Við eigum sem betur fer marga ágæta og hæfa menn, sem glöggt skilja, hvað gera verður og þjóðinni í heild má að gagni koma. En oft er erfitt að ná samkomulagi og samstöðu, og iðu- lega reka menn mál sitt af meira kappi en forsjá, og sjást lítt fyrir í kröfum sínum. En þegar allar sátta- og samkomulagsleiðir hafa verið reyndar til þrautar án ár- angurs, hljóta menn að sjá og skilja, að þjóðkjörnir valdhafar verða að grípa til þeirra ráða, sem þeir telja nauðsynleg og óumflýj- anleg, þegar almenningsheill og alþjóðarhagur er í veði. Hitt er svo annað mál, að ég held, að skilningur manna á því, að lækkun verðbólgu, m.a. með svipuðum aðgerðum og beitt var á liðnu ári, sé allra hagur og raun- hæfustu kjarabætur, sem kostur er á, mestar þeim til handa sem þyngst eiga fyrir fæti. Halda verð- ur í vonina um samkomulagsleiðir til úrlausnar mála í lengstu lög. Og hófleg bjartsýni er sjálfsögð. En náist engin samstaða né fót- festa og æði verðbólgan stjórnlaust upp á við á nýjan leik, er vá fyrir dyrum. Ríkisstjórn sú, er nú situr, getur senn horft yfir tveggja ára valda- skeið. Margt hefði vissulega mátt fara betur úr hendi og margt er ógert. Vafalaust vilja ýmsir, að hún fari sem fyrst frá völdum. En allmargir munu spyrja: Hvað tek- ur við, ef þessi stjórn hættir? Og það er von að spurt sé, miðað við fyrri reynslu. Ég tel, að stjórninni hafi sæmilega vegnað það, sem af er. Henni hefur tekizt að leysa hin brýnustu mál hingað til. Auðna mun áfram ráða ferðinni og ferða- lokum. Satt er það, að margir bú- ast við því versta, þegar minnzt er á aðgerðir í efnahagsmálum. Sé þessi efnahagsmálapakki, sem svo er nefndur, veginn og metinn, mun hann varla vekja ótta nokkurs manns. Miklu fremur vonbrigði þeirra, sem vilja taka fastar á og leggja eitthvað af mörkum til þess að meginstraumar þjóðmála hnigi til réttrar áttar. Þar sem í skýrslu rík- isstjórnarinnar er rætt um við- ræður hagsmunaaðiia, nýtt við- miðunarkerfi, er tryggt geti kaup- mátt og jöfnun lífskjara í öllum byggðum landsins, svo og frjálsari verðmyndun í landinu, þá er hér um að ræða ný viðhorf, sem at- hygli munu vekja. I umræðu um lausn vandamála líðandi stundar, má ekki gleymast, að mikilvægasta verkefnið í efna- hagsmálum er að auka þjóðartekj- urnar. Það eru þær, sem fyrst og fremst ráða raunverulegri afkomu launþega og þar með lífskjörum almennings. Því ber að efla hefð- bundnar atvinnugreinar og byggja upp nýjar af fyrirhyggju, en án allra fordóma. Ljóst er, að landinu verður ekki stjórnað, eins og nú horfir, nema saman vinni tveir eða fleiri flokk- ar stjórnmálamanna, sem hafa skiptar skoðanir á mörgum mál- um. I annan stað er og fullljóst, að innan sama flokks eru að jafnaði uppi ólík sjónarmið, sem iðulega þarf að laða til sátta og samkomu- lags með umburðarlyndi, víðsýni og festu. Samstilltir kraftar geta lyft Grettistökum. Þörungavinslan kaupir 300 t. af kolmunna frá Noregi MiðhÚNum, I. ffbrúar FORSTJÓRI Þörungavinnslunnar, Ómar Haraldsson, er núverið kominn heim úr utanlandsferð. Hann fór á vegum fyrirtækisins til að athuga með kaup á kolmunna. Reyndi hann fyrir sér í Færeyjum en þar reyndist kolmunninn of dýr. í Noregi var verðlag hagstæðara og ef innflutningsleyfi fást, kaupir Þörungavinnslan 300 tonn af kolmunna þar. Kolmunni þessi er heilfrystur og verða keyptar kol- munnavélar af Traust hf., en þær hausskera og slógdraga fiskinn. I fyrra keypti Þörungavinnsl- an 500 tonn af kolmunna til þurrkunar frá Rússum og gekk sú vinnsla vel. Sölumaður Þörungavinnsl- unnar, Vilhjálmur Kjartansson, hefur athugað markaðshorfur á framleiðsluvörum Þörunga- vinnslunnar og virðist áhugi fyrir framleiðslunni vera mikill, og sérstaklega vekur þangið áhuga erlendra kaupenda. Þang er notað í fegrunarlyf alls kon- ar, þá er Lyfjaverzlun ríkisins byrjuð að slá pillur úr þörung- um frá Reykhólum, en þær inni- halda mörg þau efni sem mannslíkamanum eru nauð- synleg. Einnig gætir eftirspurn- ar eftir þangi í katta- og hunda- fóður. Þang þykir einnig ómiss- andi í fuglafóður. Sé hugað að taprekstri, sem virðist vera á öllum sviðum, þá mun Þörungavinnslan standa sig sæmilega í þeim saman- burði, en ekki er enn búið að gera upp reikninga Þörunga- vinnslunnar fyrir árið 1981. Sveinn ♦p V Mynd af líkani skipulags á Laugarási. Þar sést hin nýja skipulagða byggð. í horninu efst til vinstri er kirkja Ásprestakalls. Húsafjöldi við Vesturbrún og Austurbrún nær tvöfaldast ef byggt verður eftir þessu skipulagi. Um skipulag og náttúruvætti í Laugarásholtinu eftir Þóri Sigurðsson Tilefni þessara orða er það að nú liggur fyrir lokaskipulag Laug- arássins, sem í daglegu tali er kallaður Holtið, og auglýsing um náttúruvætti birt staðfest af Nátt- úruverndarráði og ráðuneyti. Ég tel mig hafa nokkrar for- sendur til að leggja orð í belg þeirra umræðna sem nú fara fram um þessi mál. Ég ætla í stuttu máli að láta í ljós skoðanir mínar, sem að miklu leyti eru byggðar á eigin reynslu, í þeirri von að sumt af því sem ég nefni geti orðið gagnlegt innlegg í málið. Nú eru nærri þrjátíu ár síðan ég og fjölskylda mín byggðum hús við Vesturbrún og mun hún hafa verið fyrsta fjölskyldan sem hóf búskap þar. Þegar okkur var út- hlutað lóð fylgdu fyrirmæli um það að þarna skyldi byggja einbýl- ishús og voru ýmsar kvaðir settar á til að tryggja að svo yrði gert. Fyrstu húsin sem þarna risu voru teiknuð og byggð í samræmi við þessi ákvæði. En þetta átti eftir að breytast. Smám saman var farið að leyfa allskonar afbrigði og undanþágur og á löngum byggingatíma húsa við götuna sáum við hvernig upp- haflegt skipulag og að því er virt- ist skynsamleg fyrirmæli voru þverbrotin i mörgum tilbrigðum hvað eftir annað. Fróðlegt væri að kanna byggingarsögu húsa við götuna og sjá hvernig skipulagsyf- irvöld hörfuðu frá upphaflegum reglum og góðum ásetningi, hörf- uðu undan pólitískum og fjár- málalegum þrýstingi. Verkin sýna merkin og útkoman er sú að þarna er ákaflega óskipuleg röð húsa þar sem allt samræmi skortir. Fleira var breytingum háð og oft spurði maður sjálfan sig — Hvað kemur næst? Við húsbyggjendur við Vestur- brún máttum una því að þurfa að sprengja djúpa skurði, suma á annað hundrað metra langa, gegn um lóðir okkar og nágranna okkar sem voru að byggja við Kleifarveg sem er næsta gata fyrir neðan Vesturbrún. Okkur var nefnilega sagt að það yrðu ekki lagðar leiðslur fyrir vatn og frárennsli í Vesturbrún — þetta væri því óhjákvæmilegt og við því var ekk- ert að gera. Þetta kostaði mikla vinnu og fjárútlát. Mörgum árum síðar voru vatns- og skolpleiðslur lagðar í Vesturbrún. En það var ekki okkur til hagræðis á einn eða ann- an hátt, enda voru skipulagsyfir- völd nú með annað í huga eins og ég kem síðar að. En varðandi þessa skurði sem húsbyggjendur við Vesturbrún urðu að sprengja alla leið niður í Kleifarveg vil ég segja það að ég er áhyggjufullur yfir því að þeir séu ekki búnir að bíta úr nálinni með þær fram- kvæmdir. Þegar bilanir fara að koma í þessar lagnir verður afar dýrit að gera við þær. Þá mun koma að því að það verður að grafa sundur fallegar og dýrar lóðir húseigenda við Kleifarveg og mun það kosta þá mikil óþægindi og húseigendur við Vesturbrún mikil fjárútlát. — Nokkur orð um háhýsin í Laugaráenum. Þegar þau voru hönnuð urðu töluverðar umræður um gerð þeirra og staðsetningu. Ég man að helstu rök skipuleggj- enda voru þau að þessi háhýsi myndu fegra „prófíl" borgarinnar, þau sköpuðu tilbreytni og þess- vegna væri snjallt að setja þessi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.