Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 47 r, Fram mátti þola 18 marka tap gegn Víkingsliðinu LEIKMENN Fram í meistaraflokki karla máttu sætta sig við hvorki meira né minna en 18 marka tap fyrir hinum sterku íslandsmeisturum Víkings, í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöldi. Víkingar sigruðu með 33 mörkum gegn 15. Eftir að staðan hafði verið 13—8 þeim í hag í hálfleik. Þegar ein mínúta var til leiksloka höfðu Víkingar 20 marka forystu 33—13. Jafnt framan af fyrri hálfleik Leikmenn Fram börðust allvel fyrstu 20 mínútur leiksins og náðu oft að láta leikkerfi sín ganga lag- lega upp. Þrátt fyrir það hafði lið Víkings ávallt forystuna og frum- kvæðið í leiknum. Þegar leið að lokum fyrri hálfleiks var farið að draga af leikmönnum Fram og fimm mörk skildu liðin að í hálf- leik. Yfirburðir Víkinga algjörir I síðari hálfleiknum hafði lið Víkings svo mikla yfirburði að með ólíkindum var. Leikmenn Víkings keyrðu upp mjög mikinn hraða í leiknum og skildu hina ungu leikmenn Fram eftir hvað eftir annað er þeir útfærðu hraðaupphlaup sín oft af hreinni snilld. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður hafði Víkingsliðið náð 10 marka forskoti 20—10. Það var ekki fyrr en á 20. minútu síðari hálfleiksins sem leikmönnum Fram tókst að skora sitt þriðja mark í hálfleiknum. Vörn og markvarsla Víkings var sterk, en hjá Fram stóð ekki steinn yfir steini. Víst er að langt mun um liðið síðan lið hefur tapað með 18 mörkum í 1. deildinni. Liðin Þrátt fyrir að lið Víkings mætti ekki mikilli mótspyrnu í leiknum gegn Fram sýndi liðið að það er firnasterkt og líklegt til að verja íslandsmeistaratitil sinn í ár. Ekki er hægt að gera upp á milli manna í þessum leik, til þess var Víkingsliðið of jafnt. Liðsmenn unnu vel saman bæði í sókn sem vörn. Egill Jóhannsson var bestur í liði Fram og í raun sá eini sem eitthvað sýndi. I leiknum kom best í ljós sá mikli munur sem er á toppliði deildarinnar og svo liði sem er í fallbaráttunni. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild. Laugardalshöll. Víkingur— Fram 33:15 (13:8). Mörk Víkings: Þorbergur Aðalsteinsson 7 5v, Sigurður Gunnarsson 6 4v, Ólafur Jónsson 5, Steinar Birgisson 4, Páll Björgvinsson 2, Hilmar Sig- urgislason 2, Óskar Þorsteinsson 2, Guðmundur Guðmundsson 3 og Einar Magnússon 2. Mörk Fram: Egill Jóhannsson 4 2v, Jón Á. Rúnarsson 4, Hinrik Ólafsson 3, Dagur Jónasson 2 lv, Gauti Grét- arsson 1, Hermann Björnsson 1. Víkingur — Fram 33:15 Brottrekstur af velli: Jón Árni Rúnarsson Fram 2 mín., Þorbergur Aðalsteinsson í Víkingi í 4 mín., Hilmar Sigur- gislason Víkingi í 2 mín. og Stein- ar Birgisson Víkingi í 2 mín. Eitt vítakast mistókst í leikn- um. Dagur Jónasson Fram skaut í þverslá á 29. mínútu leiksins. - ÞR. Staðaní 1. deild Staðan í 1. deild karla á íslands- mótinu í handknattleik er nú þessi: Víkingur—Fram 33—15. Víkingur 9 7 0 2 209:160 14 Þróttur 8 6 0 2 181:157 12 FH 8 6 0 2 201:185 12 KR 8 5 0 3 171:165 10 Valur 8 3 0 5 158:160 6 HK 8 2 1 5 125:146 5 Fram 9 2 1 6 174:220 5 KA 8 1 0 7 147:178 2 • Hinn eldfljóti og snjalli leikmaður Víkings, Guðmundur Guðmundsson, kominn í gott markfæri á línunni. Hannes Leifsson, Fram, fylgist með. Hannes meiddist í leiknum og gat ekki leikið með Fram í síðari hálfleiknum. ft. Fram, skoraði 4 mörk gegn liði Víkings í gærkvöldi er • Guðríður Guðjónsdóttir, kvenna 19—12. Fram sigraði í meistaraflokki Framstúlkurnar sigruðu örugglega og eru í 2. sæti FRAMNTULKURNAR í meistara- flokki sigruðu lið Víkings með 19 mörkum gegn 12 á íslandsmótinu í handknattleik í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 10—4 fyrir Fram. Framstúlkurnar höfðu mikla yfir burði í fyrri hálfieiknum og náðu þá yfirburðastöðu. í síðari hálfleiknum tókst Vík- ingsliðinu að minnka muninn niður í 12—9, á tímabili, en Fram- stúlkurnar gáfu ekkert eftir og juku forskot sitt aftur og sigur þeirra var bæði sanngjarn og ör- uggur. Lið Víkings var jafnt að getu í leiknum. En í liði Fram áttu þær Margrét Blöndal og Guðríður Guðjónsdóttir einna bestan leik. Mörk Víkings: Ingunn, íris, Er- ika, Metta og Sigrún 2 mörk hver. Dögg og Sigurrós skorðuðu 1 mark. Mörk Fram: Margrét 6, Guðríð- ur 4, Sigrún og Jóhanna 3, Oddný, Þórlaug og Kristín 1 mark hver. — ÞR. Staðan STAÐAN' í 1. deild kvenna í ís- landsmótinu í handknattleik að loknum leik Víkings og Fram: Víkingur—Fram 12—19. FH 8 7 1 0 158:101 15 Fram 9 6 2 1 162:133 14 Valur 8 5 3 0 128:91 13 Víkingur 10 5 0 5 167:158 10 KR 8 3 0 5 136:124 6 IR 8 2 0 6 128:144 4 Akranes 7 2 0 5 87:139 4 Þróttur 8 0 0 8 93:179 0 Tveir reknir útaf og sjö leikmenn voru bókaðir WEST Bromwich og Tottenham gerðu markalaust jafntefli í gær kvöldi er liðin mættust í undanúr slitum enska deildarbikarsins í knattspyrnu. 32 þúsund áhorfendur sáu samt hörkuleik, þar sem ekki færri en sjö leikmenn voru bókaðir og, tveimur leikmönnum vikið af velli. Martin Jol, West Bromwich, og Tony Galvin, Tottenham, þurftu að víkja af leikvelli. Liðin leika síðari leik sinn næsta miðvikudag á White Hart Lane. Úrslitaleikur- inn í deildarbikarnum fer fram á Wembley 13. mars. Eins og skýrt hefur verið frá sigraði Liverpool lið Ipswich 2—0 í fyrri leik lið- anna í undanúrslitunum. Úrslit í 2. deild í gær urðu þessi: Newcastle — Bolton 2—0 Norwich — Sheffield Wed. 2—3 Anderlecht og Lokeren töpuðu TVEIR leikir fóni fram í 1. deild í I efst og jöfn í deildinni, öll með 27 Belgíu í gærkvöldi. Waterschei sigr I stig. Anderlecht, Ghent, og Stand- aði Anderlecht, 2—1, og Antwerpen ard. Antwerp er í fjórða sæti með 26 sigraði Lokeren 1—0. Þrjú lið eru nú j stig. Tvö ný íslandsmet í GÆRKVÖLDI setti Kolbrún Ruth Stefánsdóttir nýtt íslandsmet í þrí- stökki án atrennu, stökk 8,07 raetra. Þá setti Sigurður Matthíasson nýtt íslandsmet í hástökki án atrennu, stökk 1,78 metra. Það mun vera heimsmet unglinga í hástökki án at- rennu innanhúss. — ÞR. Knattspyrnuþjálfaranámskeið A-stigs námskeiö veröur haldið dagana 19., 20. og 21. febrúar nk. í íþróttahúsi Háskóla íslands. Þátt- taka tilkynnist fyrir 16. febrúar til skrifstofu KSÍ sem veitir nánari uppl. Sími 84444. Tækninefnd KSÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.