Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1982
t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaðir og sonur, GEIR EMIL EINARSSON, tæknifulltrúi, Dunhaga 13, er látinn. Guörún Pétursdóttir, Gylfi Geirsson, Steinunn Ingólfsdóttir, Pétur Geirsson, Stefanía Helgadóttir.
t Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓN ÓLI ÞORLÁKSSON, Hrafnagilsstrætí 21, Akureyri, andaðist aöfaranótt 2. febrúar. Jarðarförin auglýst siöar. Árveig Kristinsdóttir, Ólöf Jónsdóttir, Jón Hensley, Hjálmar Jónsson, Signý Bjarnadóttir, Ari Jónsson, Hólmfríöur Þorleifsdóttir, Ásta Jónsdóttir, Ólafur Sigmundsson, Erla Hrönn Jónsdóttir, og barnabörn.
t Eiginkona mín, HELGA GEIRÞRÚÐUR ÞORVALDSDÓTTIR, lést í Elliheimilinu Grund, þriöjudaginn 2. febrúar. Hannes Kristinsson.
t Útför eiginmanns míns, ÞORGILS STEINÞÓRSSONAR, Eskihliö 22, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 5. febrúar, kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Sigríöur Guðmundsdóttir.
Sonur okkar og unnusti, HANNES KRISTINN ÓSKARSSON, er fórst viö björgun skipbrotsmanna togarans Pelagus, 21. janúar sl., veröur jarösunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugar- daginn 6. feb. kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hins látna, láti Hjálparsveit skáta, Vestmannaeyjum, njóta þess. Fyrir hönd ættingja og vina, Sigríður Siguröardóttir, Óskar Elías Björnsson, Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttír.
t Eiginkona mín, móöir okkar, tenpdamóöir og amma, INGUNN ÁGUSTSDÓTTIR, Eskihliö 6, Reykjavík, veröur jarösungin frá Neskirkju föstudaginn 5. febrúar kl. 10.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afbeönir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Ásmundur Pálsson, Ingíbjörg Pétursdóttir, Halldór Karlsson, Gunnar Pétur Pétursson, Sæbjörg Ólafsdóttir, Guölaug Sigurbjörnsdóttir, Þorsteinn B. Egilsson, Páll Ásmundsson, Dagbjört Ásmundsdóttir, Ragnar E. Sigurjónsson, Sigríöur Ásmundsdóttir, Kristófer Magnússon, og barnabörn.
t Eiginmaöur minn, faöir, sonur og bróöir, JÓN VATTNES KRISTJÁNSSON, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. febrúar kl. 13.30. Sigríöur Brynjúlfsdóttir, Dagur Thomas Vattnes, Lovísa og Kristján Vattnes, og systkini.
t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUDLAUG KONRÁÐSDÓTTIR frá Sauöárkróki, Áshlíö 17, Akureyri, veröur jarösungin frá Akureyrarklrkju, laugardaglnn 6. februar kl. 1.30. Börn, tengdabörn og barnabörn.
Minning:
Daði Steinn Kristjáns-
son stýrimaður
Fæddur 23. júní 1920
Dáinn 25. janúar 1982
Að kvöldi dags hinn 25. þ.m.
barst mér sú sorglega fregn að
mágur minn Daði Steinn hefði lát-
ist í sjúkrahúsi í London þennan
sama dag. Við sem þekktum Daða
höfðum vitað það nokkuð lengi að
hann gekk ekki heill til skógar og
til þess var förin til London farin,
að freista átti þess að fá hér að
nokkru úr bætt, það tókst ekki. Sá
sem öllu ræður hafði tekið sína
ákvörðun, hann hafði boðað Daða
Stein til ferðar, ferðarinnar eilífu,
sem enginn okkar umflýr.
Daði Steinn var fæddur í Bol-
ungarvík 23. júní 1920 og var næst
elstur sjö barna þeirra hjóna
Kristjáns skipstjóra Hálfdánar-
sonar og konu hans Ingibjargar
Guðjónsdóttur.
Daði ólst upp hjá foreldrum sín-
um í Bolungarvík, en 14. október
1933, þegar hann er aðeins 13 ára
þá missir hann föður sinn og uppi
stendur móðirin með 7 ung börn.
Óvægin barátta tilverunnar hefur
höggvið sitt fyrsta djúpa spor í
huga ungs drengs en hann harðn-
ar að sama skapi, því nú er að
duga og duga vel, móður sinni og
systkinum. Mér hefur verið sagt,
og öllum kunnugt sem til þekktu,
að samheldni og dugnaður þessar-
ar fjölskyldu við að komast áfram
og sjá sér og sínum farborða, án
t
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
SIGUROUR HELGASON,
Grundarstig 26, Flateyri,
veröur jarösunginn frá Flateyrarkirkju í dag fimmtudaginn 4. febrú-
ar kl. 3 e.h.
Þuríöur Jónasdóttir,
Helgi Sigurósson,
María Sigurðardóttir, Böövar Gíslason,
og barnabörn.
t
Eiginmaöur minn, faöir, stjúpfaöir og afl,
DAÐI STEINN KRISTJÁNSSON,
Akurholti 11, Mosfellssveit,
veröur jarösunglnn í dag, fimmtudag 4. febrúar frá Lágafellskirkju
kl. 15.00.
Kolbrún Matthiasdóttir,
börn, tengdamóöir, stjúpdœtur og barnabörn.
t
Utför
Sigrúnar Ágústsdóttur
°g
Boga Péturs Thorarensen
fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 6. febrúar klukkan
13.30. Jarösett veröur í Hrepphólum. Blóm vinsamlegast afbeöin.
Foreldrar og systkini.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö, viö andlát og jaröarför móöur
okkar, tengdamóöur og ömmu,
INGIBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR FLYGENRING.
Sérstakar þakklr færum viö stjórn, læknum og starfsfólki Hrafnistu
fyrir frábæra hjúkrun og umönnun.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum auósýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför konu
minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og systur,
RAGNHEIOAR LAUFEYJAR VILMUNDARDÓTTUR.
Sveinn Jóhannsson,
Árni Salómonsson,
Anna Lísa Salómonsdóttir,
Rósa María Salómonsdóttir,
Guömundur Bírgir Salómonsson,
Örn Axelsson,
tengdabörn, barnabörn og systkini.
utanaðkomandi hjálpar hafi verið
með eindæmum og þar mæddi
mest á móðurinni, en elstu dreng-
irnir tveir Daði og Kristján voru
henni mikil stoð og síðan komu
hinir drengirnir þrír eftir því sem
þeir þroskuðust. 1942 flutti fjöl-
skyldan til ísafjarðar, en þar urðu
samverustundirnar ekki langar,
því á jóladag 1942 andaðist móðir-
in. Eins og títt var á þessum árum,
þá stefndi hugur dugmikilla ungra
manna til sjós og hér var Daði
engin undantekning og 1941 tók
hann hið minna fiskimannapróf á
Isafirði og stuttu síðar gerðist
hann stýrimaður á Djúpbátnum
m/s Fagranesi og var þar til 1944.
Þessi tími var fyrir Daða harður
skóli, þvi næstu vetur voru ein-
hverjir þeir hörðustu sem komið
hafa við Djúp í langan tíma, með
norðan stórviðrum og hafís. Og
þeir sem til þekkja vita að þá er
Djúpið enginn leikvöllur í nátt-
myrkri og stórhríð. Þær voru því
margar svaðilfarirnar hjá þeim
Daða og félögum, því Djúpbáts-
menn voru þekktir fyrir allt annað
en að sleppa niður áætlunarferð-
um. Um tíma fór Daði í land og
lauk hann prófi í bifvélavirkjun á
ísafirði 1956.
Og enn stefndi hugurinn til sjós
og 1962 réðst Daði til Hafskips hf.,
þar sem hann starfaði sem báts-
maður á ýmsum skipum félagsins
til 1970. Haustið 1968 hóf Daði
nám við stýrimannaskólann í
Reykjavík og lauk þaðan far-
mannaprófi vorið 1971. Sumarið
1970 var Daði stýrimaður á m/s
Laxá og strax að loknu farmanna-
prófi fór hann aftur þangað um
borð og var upp frá því stýrimaður
og skipstjóri á ýmsum skipum fé-
lagsins og nú síðast fyrsti stýri-
maður á m/s Langá, en þaðan fór
hann frá borði í desember sl.,
helsjúkur — þar var staðið á með-
an stætt var — en kjarkurinn,
hann var óbilaður og hinn sami.
Daði Steinn var tvígiftur og var
fyrri kona hans Gerður Stur-
laugsdóttir. Börn þeirra hjóna eru:
Kristján Ingi málaram., Sturlaug-
ur Gunnar efnaverkfr., Arnar
húsasmiður, Daðey Steinunn hús-
móðir, Valgeir bifvélavirki, Rúnar
húsasmíðanemi, Guðlaug húsmóð-
ir, Sigurborg háskólanemi og Þór-
unn nemi.
16.8. 1975 giftist Daði Steinn
eftirlifandi konu sinni Kolbrúnu
Matthíasdóttur frá Akureyri.
Dætrunum hennar tveimur frá
fyrra hjónabandi, þeim Vöku og
Önnu Rósu, gekk Daði í föðurstað
og var mikill hlýleiki og kærleikur
þeirra á milli.
Daði Steinn var ákflega traust-
ur maður og prúðmenni hið mesta,
glaðvær og skemmtilegur í vina-
hóp, með frásagnarlist eins og hún
gerist best. Það var því oft glatt á
hjalla þar sem Daði var í vinahóp,
enda var hann allsstaðar auðfúsu-
gestur hinn mesti, átti gott með að
kynnast fólki og umgangast, enda
urðu vinirnir margir. Það fór því
ekki fram hjá neinum, sem kynnt-
ust Daða Steini að þar sem hann
fór, þar fór góður drengur.
Þessi brosmildi og glaðværi
maður átti sér og fleiri hliðar, þ.e.
hörku, dugnað og ákveðni hins ís-
lenska sjómanns. Þegar barist var
við vetrarstorma Norður-Atl-
antshafsins, oft á drekkhlöðnu
skipi, þá fór það ekkert á milli
mála hjá skipsfélögum Daða, að
þar sem Daði stóð, þar stóð vík-
ingur í stafni.
Síðustu tvö árin bjó Daði með
sinni ágætu konu Kolbrúnu að Ak-
urholti 11, í Mosfellssveit. Þar
höfðu þau hjónin komið sér upp
fögru og smekklegu heimili. Þar
voru gleði- og hamingjustundir
þegar Daði var í landi. Þangað var
gott að koma, þar mætti manni
gleði, hamingja og hlýhugur ís-
lenskrar gestrisni.
Daði Steinn, þessi hugprúði og
glaði drengur er horfinn, horfinn
yfir móðuna miklu. Honum fylgja
allar góðar óskir á ókunnum leið-
um, svo og þakkir fyrir alla þá
gleði, hlýhug og drenglyndi, sem
hann alla tíð sýndi mér og mínum.
Eg drúpi höfði í hljóðri bæn og
gjöri þökk fyrir að hafa borið
gæfu til að kynnast slíkum dreng
sem Daði var og ég segi að leiðar-
lokum, ég þakka kærum mági
mínum fyrir samfylgdina og fyrir
allt og allt. Kolbrúnu, sem á að
bak að sjá elskulegum og kærum
eiginmanni, börnunum og stjúp-
dætrunum, sem kveðja ástríkan
föður og stjúpföður hinstu kveðju
svo og systkinunum sex sem hér
kveðja kæran bróðir, sendi ég
djúpar samúðarkveðjur. Megi góð-
ur guð styrkja ykkur öll og leiða í
hinni mikiu sorg ykkar.
Ásgeir Valhjálmsson