Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1982 25 nga með kaup og kjör: verkfallsboðun- ldauppsagna ásamt öðrum starfsmönnum ríkis- ins. Sáttasemjari ríkisins er skyldug- ur að leggja fram sáttatillögu innan 10 daga frá boðun verkfalls. Hann getur síðan frestað verkfalli um 15 daga til viðbótar svo tími gefist til að fjalla um sáttatillöguna. Verkfall þarf því ekki að skella á 20. febrúar heldur er 6. marz líklegri dagur. I lögum eru hins vegar ákvæði um, að í heilbrigðisþjónustu og ör- yggisgæzlu geti kjaradeilunefnd sagt til um hverjir þurfi að vinna í verkfalli og hverjir ekki. Nefndin getur þannig skyldað ákveðinn fjölda hjúkrunarfræðinga til að halda uppi nauðsynlegustu heilsu- gæzlu. I verkfalli BSRB árið 1977 varð hins vegar ágreiningur um hvað væri bráðnauðsynleg heilsu- gæzla og taldi BSRB, að kjaradeilu- nefnd hefði þá látið halda uppi starfsemi, en ekki féll beinlínis und- ir þetta ákvæði. Ríkisspítalarnir — sérkjara- samningur — uppsagnir Hjá ríkisspitölunum hefur aðal- kjarasamningur hjúkrunarfræð- inga, sem gildir til 1. ágúst, verið samþykktur, en þar hafa hins vegar ekki tekist samningar um sérkjara- samning. í samtölum við hjúkrun- arfræðinga í gær kom fram, að hjúkrunarfræðingar hafa rætt sín á milli um uppsagnir og verða upp- sagnarbréf væntanlega send vinnu- veitendum frá miðjum þessum mán- uði. I könnun, sem hjúkrunarfræð- ingar gerðu í haust kom fram, að um 90% hjúkrunarfræðinga eru til- búin að segja starfi sínu lausu vegna óánægju með kaup og kjör. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki verkfallsrétt vegna gerðar sérkjara- samnings. Fastráðnir hjúkrunarfræðingar hjá rikinu hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest, en ef um víðtækar uppsagnir er að ræða geta stjórn- völd (vinnuveitandinn) áskilið sér allt að sex mánaða uppsagnarfresti. I lögum um réttindi og skyldur rík- isstarfsmanna segir meðal annars: „Nú vill starfsmaður beiðast lausnar. Skal hann þá gera það skriflega með þriggja mánaða fyrir- vara nema ófyrirsjáanleg atvik hafi gert starfsmann ófæran stöðu sinni eða viðkomandi stjónvöld samþykki skemmri frest. Skylt er að veita lausn ef hennar er löglega beiðst. Þó er óskylt að veita starfsmönnum lausn frá tíma, sem beiðst er, ef svo margir leita lausnar samtímis eða um líkt leyti í sömu starfsstétt að til auðnar um starfrækslu þar myndi horfa ef beiðni hvers um sig væri veitt. Geta stjórnvöld þá áskilið lengri uppsagnarfrest, allt að sex mánuðum." Nemendur foringjaskóla Hjálpræðishersins sungu fvrir vegfarendur í Austurstræti fyrir skömmu, en auk þess hafa þeir haldið samkomur og sungið á vinnustöðum. „Viljum benda á Jesúm“ „VIÐ erum hér í nokkurs konar her ferð,“ sagði Kannveig M. Níelsdóttir, en hún kom ásamt nokkrum félögum sínum úr norskum foringjaskóla Hjálpræðishersins, í heimsókn á Mbl. „Við komum á föstudaginn og förum aftur á sunnudag, og verðum með útisamkomur, syngjum fyrir fólk á vinnustöðum og höldum sam- komur fyrir börn og fullorðna." Rannveig og félagar hennar sungu fyrir starfsfólk Mbl. í kaffi- tímanum við góðar undirtektir, og kom ýmsum á óvart að sungið var við lög sem þekkt eru úr sönglaga- keppnum. „Þetta er engin nýjung innan hersins, við höfum oft notað dægurlagamúsik til að ná til fólks- ins, allt frá fyrstu tíð,“ sagði Rann- veig. Hún sagði, að þau væru búin að heimsækja nokkra vinnustaði, Hafskip, Eimskip, Grensásdeild, Elliheimilið Grund og væru á leið- inni á fleiri staði. „Þetta er í fyrsta sinn sem nem- Nemendur í foringjaskóla Hersins í heimsókn endur úr skólanum koma hingað til lands í 86 ára sögu Hersins hér á landi. Hjálpræðisherinn er þó eldri, hann var stofnaður fyrir rúmum 100 árum af William Booth í East End í London. Starfsemi Booths var fyrst nefnd kristna trú- boðið, en varð smám saman að nokkurs konar herfyrirkomulagi, sérstakir einkennisbúningar voru teknir upp og Hjálpræðisherinn var stofnaður 1878.“ Rannveig var spurð hvers vegna hún hefði farið í Herinn og hvernig fyrirkomulag væri innan hans. „Það má segja, að ég hafi alist upp í þessu, amma og afi á Akureyri voru bæði í Hernum þar og ég fór snemma að fara á barnasamkom- ur. Síðan sótti ég um inngöngu í Herinn, en maður verður að upp- fylla nokkur skil.vrði til að fá inn- göngu, vera persónulega kristinn og bindindismaður á vín og tóbak. Eftir að hafa verið „hermaður" í nokkur ár, sótti ég um að komast á foringjaskóla í Noregi og fékk það. Þetta er tveggja ára skóli og fara menn til ýmissa starfa innan hers- ins að honum loknum. Flestir vinna við nokkurs konar trúboð á heimaslóðum og margir vinna einnig að ýmsum félagsmálum, svo sem með eiturlyfjasjúklingum, börnum og gamalmennum. Þá starfa sumir við trúboð í fjarlæg- um löndum og aðrir með blindum og heyrnarlausum. Hjálpræðisher- inn starfar nú í 83 löndum og eru meðlimir um þrjár milljónir. Ég vil að lokum taka fram, að þessi herferð er framar öllu gerð til að leggja áherslu á Jesús Krist, en hann hefur gefið okkur innihalds- ríkt líf sem hefur sinn tilgang." ndinni má meðal annarra sjá Júlíus Ingibergsson, Ágúst Einarsson, Kristján Ragnarsson, ison, Jóhann Antoníusson, Björgvin Gunnarsson, Gísla Jóhannesson, Þórarin Ólafsson, Ljósm. Mbl.: ÓI.K.M. Eigendur loðnuskipa: Aflatryggingarsjóður bæti tap- ið vegna stöðvunar veiðanna EIGENDUR loónuskipa komu saman í höfuðstöðvum Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna á þriðjudag og ræddu þar þau vandamál sem komið hafa upp vegna stöðvunar á loðnuveið- um, en Ijóst er, að eigendur og áhafnir þeirra skipa, sem ekki hafa lokið við sinn kvóta, verða fyrir miklum skakka- follum, ef veiðitapið verður ekki bætt á einhvern hátt. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði eftir fundinn, að menn hefðu verið sammála um að útgerð- um og áhöfnum yrðu greiddar bætur úr Aflatryggingarsjóði. Málið væri nú til umræðu hjá stjórn sjóðsins og yrði væntanlega afgreitt þaðan á föstudag. Það kom fram hjá Kristjáni að Aflatryggingarsjóður stæði mjög vel að vígi með að bæta þeim loðnuskip- um tapið, sem um væri rætt, og ekki ætti að koma til neinna fjárhags- vandræða vegna þess. Sagði hann að loðnuskipin hefðu greitt mjög háar upphæðir í sjóðinn á undanförnum árum, en aldrei þurft að fá neitt úr honum. Því væri talið eðlilegt að sjóðurinn brygðist nú við og bætti mönnum eitthvað af því tapi, sem þeir hefðu orðið fyrir og stuðlaði þannig að jafnrétti innan flotans. Þá sagði Kristján, að fundarmenn hefðu verið sammála um, að við- halda kvótakerfinu víð framhald loðnuveiða, hvenær sem það yrði. 60% í árslok uvegum forréttindi haldið, getur aukið frjálsræði í verðmyndun orðið áhrifarík- asta og varanlegasta aðgerðin til verðjöfnunar af þeim sem ríkisstjórnin boðar nú. I tilefni af yfirlýsingum um að skera eigi niður útgjöld ríkissjóðs má benda á, að fyrri ráðagerðir í þeim efnum hafa oftast reynst nær orðin tóm, og hætt við að svo verði einnig nú. Brýnt er orðið að gera sömu kröfur til hagræð- ingar í opinberum rekstri, eins og gerðar eru í atvinnu- lífinu. ÞVí ber að fagna, að ríkis- stjórnin segist ætla að koma því í höfn að innleiða gjald- frest á aðflutningsgjöldum. Hins vegar er með öllu ónauð- synlegt að leggja um leið ný gjöld á innflutning. Hæglega má innleiða gjaldfrestun í Hjalti Geir Kristjánsson áföngum og sleppa því að skylda innflytjendur að taka gjaldfrest á allan innflutning sinn. Allar athuganir Verzl- unarráðsins benda til, að með slíku verði tekjutilfærsla hjá ríkissjóði óveruleg. Rætt er um skatt á banka og sparisjóði og má í því til- efni benda á, að bankar greiða nú landsútsvar og gjaldeyr- isbankar verulegan skatt af gjaldeyrisviðskiptum. Sá skattur er það hár, að hann stendur í vegi fyrir því, að fleiri bankar óski eftir heim- ild til gjaldeyrisviðskipta. Auknir skattar á banka og skattlagning sparisjóða munu hækka vexti og auka þannig tilkostnað atvinnuveganna. Þeir skapa heldur ekkert réttlæti, þar sem sparisjóðir og fjárfestingarlánasjóðir greiða ekki landsútsvar. Ef verið er að leita að réttlæti væri nær að skattleggja þann opinbera atvinnurekstur sem nú nýtur skattfríðinda og er í samkeppni við einkarekstur." Hjalti Geir Kristjánsson sagði í lokin: „Skammtímaað- gerðir í efnahagsmálum geta verið nauðsynlegar meðan verið er að skapa svigrúm til varanlegra lausna. Fátt bend- ir til að svo sé ætlunin nú. Því harma ég að enn skuli verða bið á markvissri framtíðar- stefnu í efnahagsmálum. Á slíkri stefnumörkun er nú brýn þörf.“ Spá Verslunarraðsins um þróun verðlags: Verðbólgan á árinu 1982 verður 51% VEKZLUNAKKÁÐ fslands hefur gert spá um þróun verdlags, launa og gengis Kandaríkjadollara í framhaldi af þeim efnahagsaðgerðum, sem ríkisstjórnin hefur boðad. Samkvæmt þessum athugunum verður verðbólg- an á árinu 1982 51% og launahækkanir 41%. Hækkun dollarans verður um 62% ef miðað er við gengisskráninguna í árslok 1981, en 41%, þegar reiknað er frá skráðu gengi hans eftir gengisfellinguna 14. janúar síðastlið- inn. Forsendur spár Verzlunarráðs- ins eru, að engar grunnkaups- hækkanir verði á árinu, gert er ráð fyrir versnandi viðskipta- kjörum, sem gæti við útreikning verðbóta á laun hinn 1. marz samkvæmt Ólafslögum, og einnig er gert ráð fyrir, að niðurgreiðsl- ur verði auknar um 6% á fyrri helmingi ársins, samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar. Spáin gerir ráð fyrir, að hinn 1. febrúar verði hækkun F-vísitöl- unnar 10,5%, síðan 10% hinn 1. maí, 10% hinn 1. ágúst og loks 13% hinn 1. nóvember. Mánuði síðar, þ.e.a.s. 1. marz, 1. júní, 1. september og 1. desember, hækki laun um fyrst 8%, þá aftur 8%, 8,5% og loks 1. desember um 11,5%. Þá er spáð verðgildi hvers Bandaríkjadollara, sem í upphafi ársins var 8,185 krónur, og áætlað verð hans sett í 9,90 krónur hinn 1. marz, í 11 krónur hinn 1. júní, í 12 krónur 1. september og í 13 krónur hinn 1. desember 1982. Samkvæmt þessu verður hækk- un frá upphafi árs til ársloka 51% á framfærsluvísitölu, 41% á launum, 62% á gengi Bandaríkja- dollara og meðaltalshækkun milli ára verður þá: 47% á F-vísitölu, 43% á laun og 56% á dollara. Þess má geta, að 13% hækkun F-vísitölu, sem spáð er í desem- bermánuði næstkomandi, lýsir verðbólguhraða miðað við eitt ár, sem nemur 63%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.