Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 „Kæmi mér ekki á óvart þótt allar fjör- ur fylltust af hrygningarloðnu á næstunni“ l'aó fer ekki milli mála, ad mikið er af loðnu í sjónum. Ég er alltaf að sannfærast betur og betur um að svo sé,“ sagði Gísli Jóhannesson, skipstjóri á Jóni Finnssvni GK, þegar Morgunblaðið ræddi við hann á dögunum. Sem dæmi um það mikla loðnumagn, sem nú er á ferðinni má nefna, að dagana 18. nóvember til 23. nóvember, þá var aðalloðnuveiðin á 67° 20’ N og 25° V til 65° 15’ N og 20° V. Tuttugu sjómílum vestar fundust á tveimur stórum blettum margar stórar og fallegar torfur. I'á heyrði ég í Júpitcr, sem var staddur austur á 13° og hafði hann kastað og fengið 100 tonn í kasti og orðið var við mikið af smátorfum, einnig talaði Hilmir SU um að hann hefði fundið margar smátorfur um 14° og vestar. Hilmir varð var við talsvert af fisklóðningum undir þessum smátorfum (og nú getur llörður á Guðbjarti ÍS fengið skýringu á því að loðnan getur fært sig úr stað og að fiskurinn eltir hana. Loðnan eltir líka átuna nú, sem ekki kann lengur við sig úti af Vestfjörðum vegna breyttra strauma og almenns ástands sjávar). Þegar ég kom á miðin 24. nóv- ember síðastliðinn, þá reiknaði ég með því að sigla austur á 14° eða enn austar, en annað kom upp. Við þurftum að fara vestur á 18° og reyndar enn vestar. Þarna sigldum við slóferð í einn og hálfan sólarhring á milli reits 1810 og austur á reit 1630. Á öllu þessu svæði fundum við margar torfur, ræmur og lengjur af loðnu, sem stóðu á 50—70 faðma dýpi, þannig að hún var ekki veiðanleg, en nóg var af loðn- unni. Það hefur heyrst af og til að veiðin hafi ekki alttaf verið mik- il, að loðnan sé búin. Minni veiði einn daginn en annan, stafar einfaldlega af því, að loðnan heldur sig svo djúpt og miðað við ástand hennar í haust, kæmi mér ekki á óvart að hún kæmi inn á Lónsbugt fyrstu dagana í febrúar, eða mánuði fyrr en hún hefur gert undanfarin 5—7 ár. Með fullri virðingu fyrir fiski- fræðingum, tel ég að þeir eigi að hafa meira samþand við okkur skipstjórana og ræða nánar við loðnufiskimenn og lofa þeim einnig að fylgjast með hvernig þeir byggja upp sína útreikn- inga. Það er staðreynd, að það fæst ekki rétt mynd af ástandi loðnustofnins, nema það sé fylgst með honum á sama tíma og verið er að veiða. Það er ekki - segir Gfsli Jóhannesson skipstjóri á Jóni Finnssyni nægjanlegt að skreppa út, nokkra daga af veiðitímabilinu, og hitta síðan á tímabil þegar enginn loðna er sjáanleg. Sjálfur hef ég verið fiskimaður í 40 ár og hef kynnst því að allur fiskur getur horfið af vissum svæðum, sem hafa gefið mikinn afla, en hegðun fisksins fer eftir ástandi sjávar hverju sinni. Ég vona að viðkomandi ráða- menn átti sig á, að núverandi ástand er algjörlega óviðunandi, og að þeir leiti til okkar loðnu- sjómanna og fái okkar álit. Ég sagði fyrir nokkru að það væri 3—4 milljónir tonna af loðnu í sjónum og ég er sannfærður um það enn og svo er almennt um loðnusjómenn. Hinsvegar rak mig í rogastanz þegar skýrt var frá því, að ekki væru nema 150 þúsund tonn af loðnu sem kæmu til hrygningar á þessu ári. Þetta stenst engan veginn, ef miðað er við allt það magn, sem var á miðunum í haust, því þá var loðna á svæði, sem var 150—160 sjómílur að lengd í austur-vestur og 5—15 sjómílur í norður-suður. Þarna hélt loðnan sig við skilin, þar sem heiti og kaldi sjórinn mæt- ast. Á mínu skipi höfum við haft sjóhitamæli undanfarin 3 ár og reynsla okkar er sú, að ekki þarf að setja fiskileitartæki í gang til að leita að loðnu, nema vera komin í þessi kulda- eða hitaskil. Stærstu og þéttustu torfurnar höfum við fundið, þar sem skilin eru skörpust. Var þetta greini- legast ef hitastigið breyttist úr 4°—5°C niður undir 0,6°—1°C á 4—6 sjómílna svæði, og ef siglt var þvert á skilin. Ég hefi séð það undanfarin ár, og þó sér- staklega í haust, að við svona að- stæður geta myndast geysistórar torfur, sem í eru fleiri tugir þús- unda tonna. Þau rök sem ég styðst við í sambandi við stærð loðnustofns- ins, eru meðal annars, að í haust mynduðust miklu fleiri loðnu- blettir á stærri svæðum en und- anfarin ár. Ég man eftir einni nótt í byrjun nóvember, en þá Qlafur G. Einarsson í útvarpsumræðum: Ofstjórnarvaldið stenaur eitt upp úr Hér fer á eftir kafli úr ræðu þeirri, sem Olafur G. Kinarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins flutti í útvarpsumræðum sl. fimmtu- dagskvöld. I umræðum sem þessum, grípa stjórnarliðar gjarnan til þess ráðs að spyrja hver sé stefna Sjálf- stæðisflokksins. Sjálfsagt er að upplýsa það, ef það mætti verða stjórninni til leiðbeiningar. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sl. haust stóðu allir saman um stefnumótun flokksins í atvinnu- málum. Þá stefnu er ekki verið að framkvæma nú af þessari ríkis- stjórn. í efnahagsmálum hefur Sjálfstæðisflokkurinn einnig markað sér ákveðna stefnu. Þá stefnu er ekki verið að fram- kvæma af þessari ríkisstjórn. Ég skal ekki fara langt aftur í tímann til að minna á málflutning Sjálfstæðismanna, aðeins tiltaka nokkur atriði frá umræðum um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar um áramótin ’80—’81 þar sem skýrt kom fram, hvert við Sjálf- stæðismenn vildum stefna í efna- hags- og atvinnumálum. Við lögð- um þá til að skattvísitala yrði rétt, þannig að tekjuskattar og eigna- skattar hækkuðu ekki frá sem ver- ið hafði. Við lögðum til lækkun á vörugjaldi, söluskatti og niðurfell- ingu á sælgætis- og gosdrykkjar- gjaldi. Við birtum tiliögur okkar um, hvernig hægja skyldi á verð- bólguhraðanum með því að lina á skattheimtunni. Allir útreikn- ingar bentu til þess, að verðbólgan gæti orðið viðráðanleg ef farið yrði að okkar tillögum. Ef ríkisstjórnin hefði þá gengið til liðs við okkur Sjálfstæðismenn um að fella niður alla þá auka- skatta sem lagðir höfðu verið á frá því árið 1978, hefði verið auðvelt að ná verðbólgunni niður í 12—18 stig án þess að skerða nokkurs manns kjör. Þetta sýndum við fram á í fyrra, það kom fram í málflutningi okkar á Alþingi. En auðvitað var ekki hægt að verða við þessum stefnumiðum okkar Sjálfstæðismanna. Hjá núverandi stjórnaraðilum ríkir sú stefna að ausa sífellt meira af fjármunum þjóðfélagsins í ríkishítina. Þessi stefna hefur þegar leitt til ófarnaðar. Sú ofstjórnarstefna á sviði pen- ingamála þar sem menn halda að Ólafur G. Einarsson þeir geti náð svo sterkum tökum á fjármálum með því einu að taka peningana af borgurunum og at- vinnufyrirtækjum þeirra í ríkis- sjóð og Seðlabanka — hún hefur reynst röng. Þetta er ekki stefna sú sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað. Þvert á móti höfum við viljað skila aftur til borgaranna hluta þess ránsfengs sem til ríkis- ins hefur gengið, lækka bæði beina og óbeina skatta svo að við verðbólguna verði ráðið. Við höfum sagt, að ríkið verði að koma til móts við fólkið í barátt- unni við verðbólguna í stað þess að knýja það til þátttöku í verðbólgu- dansinum. Sjálfstæðismenn vilja fjármunina til fólksins og frjálsra samtaka þess, því það kann best með þá að fara, en ekki ríkisvald- ið. í þessu tilviki takast á tvær meginstefnur stjórnmálanna. Annars vegar eru stjórnlyndir menn, þeir sem halda að velfarn- aður verði aðeins tryggður með „stjórnvisku” (og stjórnviska er hér í gæsalöppum) og hins vegar er frjálslynt fólk sem vill að hverj- um og einum sé eftirlátið nægilegt vald og nægilegt svigrúm til at- hafna, sjálfstæðis og þar með af- reka. Það hlýtur öllum að vera ljóst að fyrir utan hina skipulögðu kjaraskerðingu sem enn er reynt að dulbúa, stendur ofstjórnaræðið eitt upp úr hjá þessari ríkisstjórn. Nú er svo komið að fjörutíu hundraðshlutar fjármagns þjóð- félagsins eru frystir í Seðlabanka og ríkissjóði. Allt fé er sogið út úr lífeyrissjóðum og sparisjóðum og eina hjálpræðið virðist vera, að auka enn þetta miðstjórnarvald. Kvikmvndahátíö 1982 #82 Kvikmyndlr Berto og Jacko í hinni athyglisverdu mynd um lífið í botnfallinu — SNJÓ Sæbjörn Valdimarsson SNJÓR, NEIGE Stjórn og handrit: Juliet Berto og Jean-Henri Roger. Aðalhlutverk: Juliet Berto, Jean- Franrois Stevenin, Robert Liensol, Jean-Francois Balmer og Patrick ('hesnais. Frönsk, gerð 1981. I fáum orðum er efni myndar- innar Snjór að ungur eiturlyfja- sali fellur fyrir hendi lögregl- unnar og skapast þá vandræða- ástand á meðal dópætanna í Pigalle-gleðihverfinu í París. Anita, gengilbeina í kaffihúsi í hverfinu, á bágt með að horfa upp á kvalir vinkonu sinnar, kynskiptings, sem forfallin er í eitrinu. Reynir hún með aðstoð vina sinna tveggja að hafa uppá eitrinu en sú aðstoð verður dýr- keypt. Leikstjórarnir, hin fagra og kostum búna leikkona Juliet Berto — sem jafnframt fer með aðalhlutverkið í myndinni, og J.H. Roger, draga upp minnis- stæða mynd af þjóðfélagsböli sem við hér norður frá þekkjum blessunarlega lítið. Það er ár og dagur síðan undirr. gekk um göt- ur þessa fræga hverfis, og heim- urinn líka mun saklausari þá, en Berto og Roger ná tvímælalaust vel þreyttri og sjúskaðri stemmningu þessara gatna og kráa utangarðsmanna sem hvarvetna er að finna í henni veröld. Þá hefur þeim leikstjórunum tekist áberandi vel að velja í hlutverkin. Sjálf er Berto heill- andi í aðalhlutverkinu, en auka- hlutverkin mörg, einsog prestur- inn, boxarinn, dópsalinn og kú- rekinn, eru ljóslifandi mann- gerðir úr botnfallinu. Einna ólíklegast í myndinni var samband Anitu og hins unga sölumanns dauðans, Bobby. Það var ekki nægilega vel undirstrik- að en alls ekki ósennilegt. Mikið er gert úr harðfylgi og rustaskap franskra leynilögreglumanna, en aðspurðir, eftir sýningu, kváðust leikstjórar hafa gert síst of mik- ið úr ofbeldisaðgerðum þeirra! „Hverfi hinna rauðu ljósa“ er að finna í sérhverri stórborg. Þar drottnar hin slæma sam- viska þjóðfélagsins, lestir og niðurlæging allsráðandi. Ekki nýtt efni í kvikmynd. Hinsvegar er Snjór ólík öðrum myndum um nátthrafna stórborganna fyrir þá sök að hér stjórna ferðinni manneskjur, sem eru þess um- komnar að skilja þjáningu og vesöld „sinna minnstu bræðra" af samúð og skilningi. ÆVINTÝRIÐ UM FEITA- FINN, FATTY FINN Leikstjóri: Maurice Murphy. Handrit: Bob Ellis og Chris McGill. Aðalhlutverk: Bert Newton, Noni Hazelhurt, Gerard Kennedy, Ixtrraine Bayly. Ástralía 1981. Manni skilst að Feiti-Finnur sé eins konar þjóðhetja hjá and- fætlingum vorum, Áströlum. Myndasagan sem ber nafn hans er víst sú vinsælasta þar í álfu. Annars er Feiti-Finnur ekki svo ólíkur íslenskum kollegum sín- um á borð við þá bræður Jón Odd og Jón Bjarna. Hress og duglegur strákur sem elskar prakkarastrik. Myndin segir okkur frá barn- ingi Feita-Finns, sem reyndar er frekar horaður, við að komast yfir kristals-útvarpstæki, sem var ekki auðhlaupið að fá á þeim tíma sem myndin gerist — kreppuárunum. En Feiti-Finnur gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og reynir hinar ólíkleg- ustu fjárplógsaðferðir þrátt fyrir eílífan skæruhernað við erkióvin sinn Rosa Mörfi og fé- laga hans. Það er gaman að fá tækifæri til að bera saman svo fjarlæga unglingamynd sem þessa og þær þrjár myndir íslenskar sem komið hafa fram í dagsljósið á síðustu árum og hliðstæðar telj- ast. Sá ég ekki betur en landinn komist dável frá þeim saman- burði og þá einkum hvað leik smáfólksins varðar. Yfir höfuð er Ævintýrið um Feita-Finn ágætlega gerð og yfir henni er lífsglaður, hress og létt- ur stíll og manni virðist sem myndin ætti að spjara sig ágæt- lega á almennum sýningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.