Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 Kannsóknir á austrænni menningu Undanfarin 8 ár hefur Bo Utas átt heima í Kaupmannahöfn ásamt fjölskyldu sinni. Hann hef- ur í allmörg ár unnið við stofnun þar í borK, sem kall^st „Sentral Institut for Nordisk Asienforskn- ing“ (Miðstöð norrænna Asíu- rannsókna), skammstafað SINA. Þar hefur hann borið ábyrgð á rannsóknum á Vestur- og Mið- AsÍU: SINA hefur rekið margþættá starfsemi innan Asíurannsókna. Forstöðumaður SINA er Sören Egerod, prófessor í kínverskum fræðum við Kaupmannahafnar- háskóla. SINA var stofnað árið 1967 með það fyrir augum að hvetja menn til dáða í Austur- landarannsóknum hér á Norður- löndum. Stofnunin er rekin með fjárframlögum frá ríkisstjórnum Norðurlanda — þar á meðal Is- Viðtal: Guðrún Jakobsdóttir Guðrún Jakobsdóttir, höfundur greinarinn- ar, flutti tii Kaup- mannahafnar að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949. Þar hefur hún átt heima síðan, að und- anskildum nokkrum árum í Svíþjóð og tveimur árum í íran, sem fjallað er um í við- talinu við Bo Utas dós- ent. Guðrún hefur lagt stund á persnesk fræði við háskólann í Kaup- mannahöfn og þýtt ír- önsk ljóð á dönsku. var þar á ferð og gat því fylgst rækilega með atburðum „í fremstu víglínu". Þegar heim var komið voru honum fengnar í hendur úr- klippur og greinar frá ýmsum vestrænum blöðum sem skrifað höfðu um stjórnarskiptin í Afgan- istan. Að hans dómi eigum við hér á Vesturlöndum erfitt með að losa okkur við áhrif fyrri tíma, frá því er stórveldin með England í broddi fylkingar — með yfirráð- um sínum yfir Indlandi — réðu sem mestu um borgarbrag í Ind- landi, siði og venjur. Þær fréttir, sem þaðan bárust, fengum við um enskar fréttastofur. Sem dæmi um slík ensk áhrif (anglocentricity) nefnir Bo Utas setningu í fréttagrein í enska dagblaðinu „The Guardian" í apríl 1978, svohljóðandi: „Beyond the thin veneer of civilisation in Kab- ul and the other towns of Qanda- har and Herat, Afghanistan is a largely tribal and nomadic soci- ety.“ (Að frátalinni dálít.illi menn- Uppreisnarmenn í Afganistan. Khomeini notar sér píslarvotta- hugmyndir til að halda völdum landi. Ýmis rit og bækur eru gefin út á vegum SINA — m.a. „News- letter“, ársrit með upplýsingum um starfsemi stofnunarinnar á ár- inu. Bo Utas er i hópi hinna fáu fræðimanna á Vesturlöndum, sem komið hafa til Iran undanfarið. Við spyrjum hann því frétta úr þeirri ferð. Bo Utas var fús til svars, þar sem hann kvað oft gæta misskilnings, vankunnáttu og grunnfærni í fréttaflutningi aust- an úr löndum. Utas hefur ferðast víða í Austurlöndum og talar því af mikilli þekkingu. Hann var í íran í fyrsta sinn 1962—63 á styrk frá háskólanum í Isfahan. Árið 1965 hlaut hann styrk frá Sænska vísindaráðinu, sem hann varði til fjögurra mánaða dvalar í Istanbul (Miklagarði), þar sem hann var við rannsóknir á persneskum handritum. Sama ár ferðaðist hann sjö mánuði um Austurlönd, íran, Áfganistan, Pakistan, Ind- land, um Sovétríkin og alla leið til Kína. Hann hefur unnið á bóka- söfnum í Tashkent, Samarkand og Bokhara — samtals rúm 3 ár í þessum löndum. „Ekki langur tími,“ segir Bo Utas, „til að kynn- ast framandi menningu." Bo Utas hafði þó ekki verið í íran síðan 1974, þegar hann fór í heimsóknina fyrri hluta sumars 1981. Hann hafði hins vegar verið nokkrum sinnum í Afganistan — þegið boð vísindamanna þar og einnig haldið áfram rannsóknum sínum um „Súfí“-reglur þar í landi. Osannar fréttir að austan Við víkjum aftur að fréttaflutn- ingi austan úr löndum. Sem dæmi um hlutdrægan fréttaflutning nefnir Bo Utas atburðina í Afgan- istan mánuðina apríl—júní árið 1978, þ.e.a.s. dagana sem upp- reisnin varð og Núr Muhammad Tarakí tók við völdum. Bo Utas Rætt við Bo Utas, dósent í írönskum fræðum um Afganistan og Iran ingu i Kabúl og öðrum bæjum Qandahar- og Herat-héraða, er Áfganistan aðallega ættflokka- og hirðingjaþjóðfélag.) Það er engu líkara en höfundur greinarinnar álíti steinsteypta vegi og þekkingu á enskri tungu aðaltákn menning- ar. Sá sem hefur sett sig inn í menningu þessara landa veit hvaða Ijarstæða þetta er — hversu rík og margþætt menning þessara landa er. „Þegar mér voru fengnar í hendur þessar úrklippur og grein- ar um þessa atburði, sem ég hafði sjálfur orðið vitni að og hafði inn- sýn í vegna margra ára náms og fræðiiðkana, varð ég æfur út í skilningsleysið og hrokann hjá vestrænum fréttamiðlurum. Það var eins og að lesa fréttir fyrri tíma frá London. Síðan hef ég gert mér far um að fylgjast með frétta- flutningi frá þessum löndum, — bæði pólitískum, menningarlegum og þjóðfélagslegum — og einna helst frá Afganistan og Iran. Ég verð að játa, að álit mitt hef- ur lítið breyst. Fréttaflutningur er hlutdrægur og stundum er jafnvel farið með rangt mál — það er því þar með um stórhættulegan fréttaflutning að ræða. Ég hef einnig gert mér far um að fylgjast með rússneskum fréttaflutningi. Hann er einnig í hæsta máta hlutdrægur og uppspunakenndur, en þá reyndar svo bersýnilega vill- andi samanborið við hina ósjálf- ráðu hlutdrægni í fréttaflutningi hins vestræna heims að segja má, að sá rússneski sé í raun hættu- minni." Vestræn þröngsýni Bo Utas er nú spurður: Hefur þú lesið bókina eftir Fred Halliday? Hún kom út stuttu eftir bylting- una, en var skrifuð að mestu fyrir þann tíma. Já, ég hef lesið bókina — skrif- aði um hana ritdóm. Hún er góð að mörgu leyti — eitt af því besta sem skrifað hefur verið um að- stæður og þróun í íran. En samt tekst honum ekki að komast að kjarna málsins. Honum sést al- gjörlega yfir áhrif trúarinnar á atburðarásina, enda eiga efnis- hyggjumenn okkar heimshluta erfitt með að skýra þvílíka atburði eftir reglum og viðhorfum efnis- hyggjunnar. Fred Halliday viður- kennir í eftirmála bókarinnar, að hann hefði hreint og beint ekki áttað sig á þætti trúarinnar og reynir hann að bæta ráð sitt í eft- irmálanum. í pólitík er hann vinstrisinnaður — Trotskíisti að ég held. Hann gleypir því hvorki við áróðri Rússa né Kínverja, en honum er bara um megn sem vest- rænum efnishyggjumanni að telja trúna, Islam, veigamikinn þátt í nútímaþjóðfélagsbyltingu. Ef vil vill má útskýra hin sterku ítök trúarinnar í fólkinu sam- kvæmt viðhorfum efnishyggjunn- ar — ég veit það ekki — ég veit það eitt, að það þýðir ekki að sópa trúnni af borðinu sem hlægilegum hlut. Enda þótt Fred Halliday og fleiri haldi því fram, að trúin sé einungis að yfirskini, framhlið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.