Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 Dagur stækkar og flyst í nýtt húsnæði Akureyri, 29. janúar. BLAÐIÐ Dagur á Akureyri flutti starf.semi sína um áramótin í húsið Strandgötu 31, þar s» m Smjörlíkis- gerd Akureyrar var áður. Húsið er tv«r hæðir og var tveir stórir geimar, þegar það var keypt, en Bjarni Reykjalín arkitekt hefur síðan hann- að húsnsðið með þarfir blaðsins og framleiðsluferil í huga í samráði við starfsmenn blaðsins. t>að eru í raun- inni tvö fyrirtski, sem þarna eru til húsa, Útgáfufélag Dags og Dagsprent hf. A efri hæð er ritstjórn, setning, umbrot, filmu- og plötugerð, aug- lýsingaskrifstofa og almenn skrif- stofa, og er talinn mikill kostur að hafa alla þessa þætti starfseminn- ar á sömu hæð. A neðri hæð eru svo prentvél og husnæði undir pökkun og dreifingu. Sennilega er Dagur eina blaðið á Islandi, sem hefur alla framleiðslu- og vinnsluþætti sína undir sama þaki, en slíkt spar- ar ótrúlega mörg spor. Hjá Dagsprenti eru auk Dags prentuð fleiri blöð, svo sem Islend- ingur, Feykir og Kvennaframboðs- blaðið, en þau eru sett og undirbúin annars staðar. Jafnframt hefur Dagur verið stækkaður til muna, eða a.m.k. um 100%. Hann kemur nú út þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Tvö blöðin eru minnst 12 síður, en föstudagsblað- ið, sem Helgar-Dagur er runninn saman við, er 8 síður, svo að blaðið er minnst 32 síður á viku. Ekki mun stefnt að 6 daga blaði í fyrir- sjáanlegri framtíð. Formaður blaðstjórnar er Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri. Rit- stjóri er Hermann Sveinbjörnsson og blaðamenn Áskell Þórisson og Gylfi Kristjánsson. Auk þeirra mun hópur manna úr ýmsum stjórnmálaflokkum skrifa greinar í blaðið að staðaldri, svo það verður opið fyrir ólíkum skoðunum og frjálsum umræðum, þó það muni í ritstjórnargreinum styðja sjón- armið Framsóknarflokksins og samvinnuhreyfingarinnar. Jóhann Karl Sigurðsson er fram- kvæmdastjóri beggja fyrirtækj- anna, Útgáfufélags Dags og Dagsprents, Frímann Frímannsson auglýsingastjóri og (að hluta) um- brotsmaður, Aðalsteinn Óskarsson skrifstofustjóri, Jóhannes Mika- elsson útbreiðslustjóri og Jóhanna Friðfinnsdóttir skrifstofumaður. Hjá Dagsprenti vinna Guðjón Sig- urðsson, setjari og umbrotsmaður, Ríkharður Jónasson við filmu- og plötugerð, Inga María Sverrisdóttir við setningu og Arsæll Ellertsson við prentun. Hin þrjú síðastnefndu unnu áður hjá Morgunblaðinu. Dagur hefur komið út óslitið frá árinu 1918, og ritstjórar hafa veriö Ingimar Eydal, Jónas Þorbergsson, Jóhann Frímann, Haukur Snorra- son og Erlingur Davíðsson, sem gegndi því starfi í 25 ár. — Við byggjum á grunni, sem aðrir hafa lagt, starfi frumherj- anna, sagði Hermann Svein- björnsson ritstjóri í samtali við fréttamann Mbl. — Starfsandinn hér er góður og starfsliðið einhuga um að láta þetta ævintýri verða að veruleika og okkur finnst öllum hálfgert ævintýri að taka þátt í þessu uppbyggingarstarfi, sem hér er verið að vinna. — Hins vegar þykir okkur mikið óréttlæti, að Dagur og önnur blöð, sem gefin eru út á landsbyggðinni, skuli einskis njóta af þeim opin- bera stuðningi ríkisins, sem Reykjavíkurblöðunum stendur til boða. Þetta misrétti gerir alla blaðaútgáfu utan höfuðborgarinn- ar afar erfiða fjárhagslega og er því síst til að efla menningarlega starfsemi og umræðu um sérmál í byggðum landsins. Þar við bætist, að landsbyggðarblöðin fá til birt- ingar aðeins örfáar auglýsingar, sem ríkið og ríkisstofnanir senda frá sér og þá með eftirgangsmun- um og tregðu, þó að þessar auglýs- ingar skili sér með ágætum í Reykjavíkurblöðunum og efnið sé ætlað öllum landslýð, hvar sem hann býr eða er niðurkominn. Ríkisauglýsingar eru höfuðborgar- blöðunum hins vegar mikil tekju- lind. — Mér þótti einkennandi svarið, sem forstöðumaður einnar ríkisstofnunar veitti, þegar ég leit- aði eftir að fá að birta auglýsingu í Degi, auglýsingu, sem komið hafði í öllum sunnanblöðunum: „Það er stefna þessarar stofnunar að fara ekki með auglýsingar út fyrir Reykjavík." sv.p. Brigitte Engerer heitir franskur píanóleikari og leik- ur hún í kvöld einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikum í Háskólahíói. Leikur hún píanókonsert nr. 1 eftir Brahms og er hann á efnisskránni eftir hlé. I»á frumflytur hljómsveitin nýtt verk Hallgríms Helgasonar, Sinfóníu, en tónleikarnir hefjast á forleik Webers að óperunni Freischutz. Stjórn- andi er Jean-Pierre Jacquill- at, aðalstjórnandi Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Brigitte Engerer píanóleikari. Brigitte Engerer píanóleikari: Er þakklát fyrir hve vel mér hefur gengið Sinfóníuhljómsveitin frumflytur verk eftir dr. Hallgrím Helgason í kvöld — Ég spila aðallega ýmis verk frá rómantíska tímabil- inu svo sem eftir Mozart og Beethoven, en ég hef einnig gaman af verkum ýmissa yngri tónskálda t.d. Prokofi- effs þótt ég spili þau ekki mik- ið eða oft. Nútímaverk spila ég hins vegar sjaldan. Ég leik nokkuð jöfnum höndum með hljómsveitum eða held ein- leikstónleika. Ástæðan? Hún er meðal annars sú að píanó virðist ekki vera mjög vinsælt hjá nútíma- tónskáldum og ekki er mjög mikið um að samin séu píanó- verk, önnur hljóðfæri virðast í bili njóta meiri vinsælda. Brigitte Engerer er fædd í Paris árið 1952 og stundaði fyrst nám í tónlistarháskólan- um þar í borg. Árin 1968 til 1975 stundaði hún nám í Moskvu og kenndi henni þar Stanislav Neuhaus. Hún hefur unnið til ýmissa verðlauna og m.a. vann hún Marguerite Long-keppnina í París árið 1969, Tschaikovsky-keppnina í Moskvu árið 1975 og árið 1979 keppni kennda við Elísabetu drottningu í Belgíu. Nú er hún búsett í París, en ferðast víða um til tónleikahalds. — Ég er þakklát fyrir hversu vel mér hefur gengið og það er eiginlega sorglegt að vita af mörgum ágætum píanóleikurum, sem ekki hafa hlotið sín tækifæri. Hvernig hljómsveitarstjóri og einleik- ari vinna saman? Við ræðum um verkið og finnum út sam- eiginlega hvernig við viljum koma því á framfæri. Ég hef ekki unnið með Jacquillat áð- ur, en við höfum spjallað um Sannleikiir- inn um hús- næðismálin Eftir Hilmar Guölaugsson í DV Vísi 27. jan. sl. ritar Krist- inn Snæland grein, sem nauðsyn- legt er að svara og íhuga nánar. Það er leitt til þess að vita að menn skuli ekki afla sér betri upp- lýsinga en raun ber vitni, áður en þeir ætia sér að rita um eitthvert ákveðið mál á opinberum vett- vangi. Það er augljóst, í áður vitn- aða grein, að Kristinn veit lítið um það sem hann ritar þar og snýr að sjálfstæðismönnum. Ráðist er að sjálfstæðismönnum í horgarstjórn Reykjavíkur fyrir dugleysi í húsnæðismálum, að þeir hafi staðið gegn byggingum bvggðum á félagslegum grundvelli og beitt öllum ráðum til að koma í veg fyrir byggingar þessara íbúða. Hugum aðeins nánar að sann- leiksgildi þessara orða. Áður en haldið er lengra er rétt að geta þess að stefna Sjálf- stæðisflokksins í húsnæðismálum er fyrst og fremst sú að sérhverri fjölskyldu verði gert kleift að eignast og búa í eigin húsnæði. Þá er það stefna Sjálfstæðisflokksins að allir einstaklingar búi við sömu kjör til lána og lánstíma frá Hús- næðisstofnun ríkisins. Nú fá þeir einstaklingar, sem byggja á frjálsum markaði, lán sem svarar til ca. 20% af kostnað- arverði íbúðar, en ef þeir fá út- hlutað á vegum verkamannabú- staða fá þeir 80—90%' lán og lánstíminn mikið lengri, eða 42 ár. Þessu viljum við sjálfstæðismenn breyta og jafnframt að tillit sé tekið til þeirra sem eru að byggja sína fyrstu íbúð. Árið 1965 beitti þáverandi for- sætisráðherra, Bjarni Benedikts- son, sér fyrir því að lausn fengist á verkfalli er staðið hafði í nokkuð langan tíma. Lausnin varð sú að byggðar voru 1250 íbúðir á félags- legum grundvelli, söluíbúðir fyrir láglaunafólk í verkalýðshreyfing- unni. Stofnuð var sérstök fram- kvæmdanefnd sem sá um bygg- ingu þessara íbúða. Reykjavikur- borg kom svo síðar inn í pakkann og byggði 250 íbúðir af þessum 1250 sem nýttar hafa verið sem leiguíbúðir. Hverjir voru í forsvari á Aiþingi og í borgarstjórn þegar þessar ákvarðanir voru teknar? Voru það ekki sjálfstæðismenn? Árið 1970 voru sett ný lög um verkamannabústaði, sem gjör- breytti fyrirkomulagi á byggingu íbúða byggðum á félagslegum grundvelli á vegum sveitafélaga. Fljótlega eftir að þessi lög voru sett ákvað borgarstjórn Reykja- víkur byggingu á 308 íbúðum í Seljahverfi, eftir þessu nýja verkamannabústaðakerfi. I dag hafa alls verið byggðar 524 íbúðir í fjölbýlishúsum auk 60 raðhúsa frá því að þessi lög voru sett. Ekki var þetta gert að tilhlutan vinstri manna, því bæði á Alþingi og í borgarstjórn var þetta gert undir forsæti sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn hafa ætíð ver- ið sjálfum sér samkvæmir í hús- næðismálum og haldið fast við stefnu sína. Ekki er hægt að segja það sama varðandi stefnu vinstri manna, sem hefur verið og er bæði mjög óljós og þokukennd svo meira sé ekki sagt. Eitt er þó vist að þeir hafna að vissu marki Hilmar Guðlaugsson „Sjálfstæðismenn hafa ætíð verið sjálfum sér samkvæmir í hús- næðismálum og haidið fast við stefnu sína. Ekki er hægt að segja það sama varðandi stefnu vinstri manna, sem hefur verið og er bæði mjög óljós og þokukennd ...“ eignastefnu sjálfstæðismanna og leggja höfuðáherslu á byggingu leiguíbúða. Það er kannski eðlilegt því vinstri menn vilja ráðskast með brýnustu þarfir einstaklings- ins, ekki aðeins á sviði húsnæð- ismála, heldur á öllum sviðum. Allir eiga að vera háðir einhverj- um stofnunum, sem þeir vilja drottna yfir. Árið 1978 fluttu vinstri menn í borgarstjórn tillögu um byggingu hundruða leiguíbúða fyrir Reykja- víkurborg. Þetta gerðist rétt fyrir kosningar. Maður skyldi ætla að þegar þessir sömu menn kæmust í meirihluta, þá myndu þeir fram- fyigja sinni stefnu og flytja aftur tillöguna frá fyrri hluta árs 1978 um byggingu leiguíbúða og stór- átak í húsnæðismálum Reykvík- inga. Ekki hefur sú tillaga séð dagsins ljós eða þetta stórátak sem átti að verða. Það tók vinstri meirihlutann 3 ár að úthluta lóð- um undir 43 leiguibúðir og standa mál þannig í dag að á kjörtímabil- inu hafa þeir keypt 2 íbúðir til útleigu og búið er að teikna 6 íbúð- ir af 43, en engar framkvæmdir eru enn hafnar. Þetta eru allar efndirnar á stór- átaki vinstri manna í borgarstjórn Reykjavíkur, sem þeir lofuðu Reykvíkingum fyrir kosningarnar 1978. Það er ekki nóg að sam- þykkja tiilögur á tillögur ofan. Það verður að framkvæma tillög- urnar og sjá þeim framkvæmdum fyrir nægilegu fjármagni, sem ég stórefast um að hafi verið gert vegna þeirra framkvæmda sem ráðgerðar eru 1982.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.