Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 Olíueyðslumælarnir: Spara vertíðarbátun- um allt að 40 þús. kr. í olíukaupum á mánuði Norræni fjárfestingarbankinn: ÍSNO veitt 5 millj. kr. lán „OLIUEYÐSLUMÆLARNIR spara okkur stórfé, og mcr sýnist að við getum sparað okkur 30—40 þúsund krónur á mánuði í olíukaup," sagði Uuðmundur l’orsteinsson í Grindavík þegar Morgunblaðið ræddi við hann, en Guðmundur gerir út tvo báta, sem eru með olíueyðslumæla frá (jrtölvu- tækni hf. Nokkur ár eru liðin síðan fvrstu íslcnzku olíueyðslumælarnir komu á markað og fer þeim nú sí- fjölgandi um borð í íslenzkum skip- um. Guðmundur sagði, að olíueyðslu- mælir hefði verið settur um borð í Kóp GK í fyrrahaust og notgildi mælisins strax komið í ljós. Með því að sigia 10,5 mílur eyddi báturirin 100 litrum af olíu, en ef hætt var við vélina þannig að bát- urinn færi 11 mílur, þá för eyðslan í 146 lítra á klukkustund að jafnaði. Sagði Guðmundur að samkvæmt þessu væri ljóst, að hægt væri að - segir Derick Ornsby sölumaður í Grimsby TCXiARINN Arsæll Sigurðsson frá llafnarfirði seldi 131,8 tonn af ísfiski í llull í gærmorgun fyrir 1379 þúsund krónur og var meðalverð á kíló krónur 10,47. Kyrir kílóið af stórþorski feng- ust 11,29 krónur, fyrir kílóið af stórum milliþorski fengust 10,83 krónur og fyrir minnsta stærðarflokkinn fengust 10,23 krónur. Langt er síðan að íslenzkt skip hefur fengið jafngott verð í febrú- armánuði í Englandi og Arsæll sig- urðsson fékk nú, og er sama hvort átt er við verð í pundum eða íslenzk- um krónum. Fiskurinn úr Ársæli Sigurðssyni þótti samt ekki allur spara 150 þúsund krónur á bát í olíukaup á vetrarvertíð ef vel væri fylgst með eyðslunni og menn vör- uðu sig á að keyra vélarnar ekki of mikið. Nótaskipið Grindvíkingur fékk olíueyðslumæli haustið 1980, en Grindvíkingur brennir svartolíu. Þeir Willard Ólason skipstjóri og Róbert Jóhannsson 1. vélstjóri sögðu, þegar Morgunblaðið ræddi við þá, að reynslan væri sú, að mikil olía hefði sparast með tilkomu mælisins og töldu þeir eyðsluna hafa minnkað að meðaltali um 20%. Róbert sagði að hagstæðast væri að keyra skipið á um 10,5 mílna ferð, þá eyddi það í kringum 210 lítrum á klukkustund, ef annarri mílu væri bætt við, þá færi eyðslan í 274 lítra og á 13,5 mílna ferð eyddi vélin 391 lítra á klukkustund. upp á það besta sökum þess hve mikil áta var i honum Derick Ornsby, fisksölumaður frá Fylki Ltd. í Grimsby, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að fisk- markaðurinn í Englandi væri mikið sterkari nú en á sama tíma í fyrra og hitteðfyrra. í febrúarmánuði í fyrra hefðu fengist 22—28 pund fyrir kitið (62,5 kíló) af íslands- þorski. Nú fengust hinsvegar 35—48 pund fyrir kitið og sömu sögu væri að segja af Norðursjávarfiski. Markaðsverð á honum væri 8—12 pundum hærra fyrir kítið en á sama tíma í fyrra. Þá sagði hann, að ekki væri hægt að sjá annað, en að mar- kaður yrði nokkuð góður næstu 3—4 vikurnar, en lengra fram í tímann þyrði hann ekki að spá. Knud Jörgensen „VARNIR Danmerkur með sérstöku tilliti til NorðurAtlantshafsins" heitir fyrirlestur, sem Knud Jörgensen, hershöfðingi, æðsti yfirmaður allra varna í Danmörku, flytur á fundi, sem Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg efna til í hádeginu næstkom- andi laugardag, 6. febrúar. Það eru Samtök um vestræna samvinnu, sem hafa boðið Knud Jörgensen hershöfðingja hingað til lands. Fyrir um það bil ári var Sverre Hamre hershöfðingi yfir- maður allra varna í Noregi, gestur samtakanna og flutti erindi á þeirra vegum. Knud Jörgensen er fæddur í Slag- else í Sóreyjaramti á Sjálandi árið 1919. Hann varð yfirmaður danska flughersins 1970, og 1. maí 1977 var hann útnefndur hershöfðingi og skipaður æðsti yfirmaður allra varna í Danmörku. Árásin í Þverholti: Gæzluvarðhald framlengt í GÆR var gæzluvarðhaldsúrskurð- ur framlengdur til 7. apríl yfir Hall- grími Inga Hallgrímssyni, sem réðst hrottalega á unga stúlku í Þverholti í byrjun desember. Hallgrími Inga var gert að sæta geðrannsókn og mun henni nú lokið. í FYRRADAG ákvað stjórn Nor ræna fjárfestingarbankans, á fundi sínum í Helsingfors, að veita fyrir tækinu ÍSNO hf. lán að upphæð 3 milljónir norskar krónur, eða sem nemur um 5 milljónum íslenzkra króna, til uppbyggingar við laxarækt Fundurinn með Knud Jörger.sen, hershöfðingja, er ætlaður félags- mönnum í Samtökum um vestræna samvinnu og Varðbergi og gestum þeirra. Fundurinn verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu (neðstu hæð, suðurenda). Verður fundarsalur opnaður klukkan tólf á hádegi, laug- ardaginn 6. febrúar. Viðskiptaráðuneytið hefur synjað fyrirtækinu Triton um útflutnings- leyfi fyrir lagmeti til Tékkóslóvakíu. Að sögn Þórhalls Ásgeirssonar, ráðuneytisstjóra, er þessi ákvörð- un tekin í samræmi við lög um lagmetisútflutning. Þar er kveðið á um, að Sölustofnun lagmetis eigi að hafa einkasölu til þeirra landa þar sem um ríkisviðskipti er að ræða. „Eins og lög þessi eru orðuð treystum við okkur ekki til að láta annan aðila fara inn á þennan markað á sama tíma og Sölustofn- un lagmetis er í samningaviðræð- í Lónum í Kelduhverfi. Tungulax hf. og norska fyrirtækið Mowi, stofn- uðu ÍSNO fyrir rúmu ári til fiski- ræktartilrauna og fiskiræktar á fs- landi. Tungulax á 55% hlutafjár í fyrirtækinu, en Mowi 45%. Tilraunir hafa verið gerðar í Lónum í Kelduhverfi og hófust sumarið 1980. Þá voru sett í flotkvíar um 15 þúsund laxaseiði af göngustærð og nú í vetur hefur verið hafin slátrun á laxinum, sem orðinn er milli 5 og 12 jmnd á 16- 18 mánuðum í sjó. Aður hafði Fiskifélag íslands gert tilraunir með laxeldi í Lónum í Keldu- hverfi. I fyrradag var 2 tonnum slátrað, en áður hafði 5 tonnum verið slátrað. í vetur er áætlað að slátra alls 20 tonnum. Næsta vet- ur gera forsvarsmenn fyrirtækis- ins sér vonir um, að heildarslátr- un muni nema um 100 tonnum. ís- lenzk matvæli í Hafnarfirði kaupa allan fiskinn, sem nú er slátrað og greiða 80 krónur fyrir hvert kíló. um um sömu vörur til viðkomandi lands,“ sagði Þórhallur Ásgeirs- son. Sjallinn á Akureyri: Þrír valkostir „ÞAÐ ER verið að athuga hvaða val- kostir séu vænlegastir varðandi fram- tíð Sjálfstæðishússins þessa dagana, og verða þeir lagðir fyrir hluthafafund, sem verið er að undirbúa, og taka mun ákvörðun um málið,“ sagði Gunnar Ragnars, formaður hússtjórnar Sjálf- stæðishússins á Akureyri, í samtali við Mbl. „Segja má að þrennt liggi fyrir. í fyrsta lagi að endurbyggja húsið sem samkomuhús, í öðru lagi sem skrifstofuhúsnæði og í þriðja lagi að selja húsið. Við höfum átt viðræður við auglýsingastofuna Arko um hönnun hússins, en eins og ég sagði, þá hefur engin ákvörðun um framtíð hússins verið tekin. Eins og sakir standa er verið að hreinsa bruna- rústirnar og undirbúa uppbyggingu hússins," sagði Gunnar Ragnars. Þrír í gæzlu ÞRÍR menn hafa verið úrskurðaðir í 10 daga gæzluvarðhald vegna um- fangsmikils innflutnings og dreif- ingar á fíkniefnum. Einn þeirra var úrskurðaður í g®L hinir tveir í fyrradag. Fikniefnadeild lögreglunn- ar í Reykjavík hefur yfirheyrt á ann- an tug manna vegna smygls og sölu fíkniefna, einkum kannabisefna. jpgtrgjamMitótifr nú selt á Kefla- víkurflugvelli NÍI um nokkurt skeið hefur Morg- unblaðið verið til sölu í íslenzkum markaði í fiugstöðinni á Keflavíkur fiugvelli. Vill Morgunblaðið benda flugfarþegum til útlanda á þessa nýju þjónustu. Albert Guðmundsson alþm.: Enginn þvingar mig til neins Andstæðingarnir reyna að skapa óróa í röðum sjálfstæðismanna I TÍMANIJM á laugardag var stór forsíðufyrirsögn þess efnis, að Al- bert Guðmundsson hygðist draga sig til baka af framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgar- stjórnar Reykjavíkur og bollalegg- ingar um það, að hann mundi bera fram sér lista. ()g í gær var einnig á forsíðu Tímans mikil frétt þess efnis, að Albert hafi orðið að sæta úrslitakostum og nánast verið Albert Guðmundsson þvingaður inn á lista Sjálfstæðis- flokksins. Af þessu tilefni sneri Mbl. sér til Alberts Guðmundsson- ar og spurði hann álits á þessari fréttamennsku Tímans. Hann svaraði: „Þetta er furðuleg frétta- mennska! Enginn sem þekkir mig reynir að þvinga mig til að gera það sem ég vil ekki gera. Að sjálfsögðu er ég á lista Sjálf- stæðisflokksins af fúsum og frjálsum vilja. Það eru aumar getsakir, sem undanfarið hafa birzt í andstæð- ingablöðunum um þátttöku mína í næstu borgarstjórnarkosning- um. Líklega birt til þess að skapa óróa í röðum sjálfstæðis- fólks, eða jafnvel sundurlyndi. En sjálfstæðisfólk sér í gegnum þetta sjónarspil, og svarar því að sjálfsögðu með samtakamætti sínum í kosningabaráttunni í vor. Sjálfstæðisfólk má ekki gleyma, að nýtt markmið er framundan. Við flestar borgar- stjórnarkosningar höfum við sjálfstæðismenn unnið varnar- sigra. Nú, í fyrsta sinn, hefjum við undirbúning að sóknarsigri. Til að sigur náist, verðum við, sem styðjum Sjálfstæðisflokk- inn og berum hag Reykjavíkur- borgar fyrir brjósti, að standa saman í þeirri baráttu. Þegar friður „skellur á“ í Sjálfstæðis- flokknum, ærast andstæðingarn- ir. Þeir reyna að skapa eða við- halda ófriði innan okkar raða. Og það er eðlilegt, því að góðan árangur þeirra byggja þeir á sundurlyndi okkar. Því megum við ekki gleyma. Látum þá tala, en ekki trufla okkur. Látum þá skrifa, en ekki rugla okkur. Á meðan vinnum við markvisst að sigri Sjálfstæðisflokksins í næstu borgarstjórnarkosning- um. Þetta er mitt svar,“ sagði Albert Guðmundsson. ÍMfflWtt BorgarstjómarKosningarnar: NÆR VÍST AÐ ALBERT iDRAGI SIG TIL BAKA! I — var þó boAin áframhaldandl seta I borgp.riðl og embetti I forseta borgarstjórnar nasói SjóifstaBÓisílohkurlnn meirlhiuta Albert tök þHöja saetl ð llsta SjðHstæöisflokksins eftir ad hafa sætt úrslitakostum: BIRGIR FÉLLST Á AÐ TAKA SÆTI ALBERTS! — Katrin Fteldsted. laeknlr taerð I ellgfta »jetia Agæt sala Arsæls Sigurðssonar: „Á von á góðum mark- aði næstu 3—4 vikurnar“ Yfirhershöfðingi Dana hjá SVS og Varðbergi: Heldur fyrirlestur um varnir Danmerkur Triton fær ekki að selja lagmeti tii Tékkóslóvakíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.