Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 Forskólinn eftir Elínu G. Ólafsdóttur Forskólinn á sér ekki ýkja langa sögu hér á landi, en hún er þó um margt merkileg. Það var ekki fyrr en 1970 sem forskóladeildir tóku almennt til starfa í Reykjavík og nokkrum sveitarfélögum öðrum. Fram að þeim tíma hafði verið lítið um námsframboð að ræða fyrir 6 ára börn, og dagvistar- stofnanir voru þeim lokaðar. A undanfarandi árum hafði atvinnu- þátttaka foreldra einnig farið ört vaxandi, og því var vandi heimil- anna, sérstaklega í þéttbýli orðinn filfinnanlegur. Ekki bætti það úr skák að um langan aldur hafði skólinn tekið á móti væntanlegum nemendum sínum með skeið- klukku í hendi, og þar með gefið í skyn að þeir ættu að vera orðnir læsir við upphaf skólagöngu. Jók þetta enn á vanda heimil- anna og þá spennu sem gætti bæði hjá börnum og aðstandendum þeirra varðandi skólabyrjun. Oft er á það bent að breytingar taki langan tíma í kerfinu, og víst eru það orð að sönnu í þessu sam- bandi. Orsakanna fyrir „leskapp- hlaupi" því sem lengi hefur gætt hér, er sennilega að leita allt til aldamóta. Þegar fyrstu fræðslulögin voru sett (1907) og skólabyrjun barna ákveðin við 10—14 ára aldur, voru heimilin gerð ábyrg fyrir lestrar- kennslunni. Þegar svo skólaskyld- an hafði verið færð niður í 7 ára aldur og skólinn löngu orðinn ábyrgur fyrir lestrarkennslunni samkvæmt lögum, halda heimilin áfram að taka á sig ábyrgðina, og skólinn að búast við að börnin komi þangað læs. Enn þann dag eimir eftir af þessum misskilningi. Mörgum skólamanninum var farið að blöskra ástandið, og ekki síst þróunin sem orðið hafði þessu samfara í byrjendakennslunni. Viðurkenndir smábarnaskólar voru að vísu til hér á landi, en þeir voru svo nauðafáir að aðeins lítið brot af árganginum komst þar að. Aftur á móti hafði svokallaðri „tímakennslu" vaxið mjög fiskur um hrygg. Það var hins vegar starfsemi sem var í höndum ým- issa mishæfra einstaklinga, án alls eftirlits. Þrýstingur var því orðinn tölu- Látum okkur málið varða verður á stjórnvöld, að veita þess- um aldri, sem hvergi virtist eiga inni í kerfinu einhverja úrlausn. I þessu sambandi er rétt að fram komi, að heimildarákvæði hafði verið fyrir hendi í lögum, til handa sveitarfélögum að setja á stofn forskóla fyrir 5 og 6 ára börn allt frá 1946. Þetta ákvæði er reyndar ónotað enn í sumum sveitarfélögum landsins. Leiðir það hugann að því hversu seint stjórnvöldum skilst sú aug- Ijósa staðreynd, að ef allir vinnu- færir fullorðnir eru nýttir í þjóð- aframleiðsluna, verður jafnframt að gera ráðstafanir til að sjá börn- um fyrir sæmilegu uppeldisum- hverfi. Þegar ákveðið hafði verið að stofna til forskóladeilda haustið 1970 í Reykjavík og á nokkrum stöðum öðrum, var fljótlega farið að huga að tilhögun starfsins og markmiðum. Klín G. Olafsdóttir í stuttu máli má segja að meg- intilgangur starfsins væri, að jafna námsaðstöóu barna úr mis- munandi uppeldisumhverfi, og gefa þeim kost á fjölbreyttum verkefnum til að þroska hæfileika sína almennt. Óhætt er að fullyrða að þegar af stað var farið hafi nokkru verið til kostað, bæði af kennurum og stjórnvöldum, til að starfið mætti takast sem best. I því skyni að vanda sem mest til kennslunnar var efnt til nám- skeiðs fyrir kennara, og tilkvaddir færustu sérfræðingar að leiðbeina þeim. Það var sem sé talið ómaks- ins vert að vanda val þeirra, sem verkið áttu að vinna. A hverju hausti í nokkur ár (til 1976) voru haldin slík námskeið í Reykjavík fyrir forskólakennara, og enginn kom til starfa, a.m.k. þar, án undangengins námskeiðs. Hvernig ætli ástandið sé núna? I yfirliti frá menntamálaráðu- neytinu yfir kennara forskóla- deilda árið 1980—1981 kemur þetta í ljos: Af 226 manns, sem kenna 6 ára nemendum þetta ár voru aðeins 173 með kennarapróf (76,5%), fóstrur voru 30 (13,3%) og enga uppeldisfræðimenntun höfðu 23 eða (9,8%). Aðeins 51 af þessum 226 höfðu sótt undirbún- ingsnámskeið. Skýringin á þessari þróun er ekki ljós, en óheillavænleg er hún, og í hrópandi mótsögn við vænt- ingar í upphafi. Það þarf raunar ekki að eyða orðum að því frekar hvað er í húfi, en undirstrikað að stungið verði við fótum og gert átak til úrbóta. En það er ekki nóg að mennta kennara, þá verður einnig að hvetja og styðja til samstarfs inn- an skólanna og skólasvæða. Samstarf er lykilatriði í fram- þróun skóiastarfs. Samstarf kenn- ara og skólayfirvalda, kennara, heimila og umhverfisins sem skól- inn hrærist í. Ef þetta er í molum er unnið fyrir gýg. Sjaldan hefur skapast jafn ein- læg samstaða milli kennara og stjórnvalda um að hrinda verkefni í skólamálum í framkvæmd og þarna tókst, enda til mikils að vinna og verkefnið áhugavert. Starfshættir 6 ára deildanna voru um margt frábrugðnir því sem almennt var í skólum hér á þeim tíma. í raun má segja að eitt og annað hafi verið sótt til dag- vistarstofnana í þeim efnum. Viðfangsefnin voru í samræmi við tilgang starfsins, afar fjöl- breytt og fólust í margs konar verkefnum sem ýttu undir tján- ingu og sköpunarhæfileika. Það var mikið málað og teiknað, sung- ið og spiiað á einföld hljóðfæri, sagt frá og hlustað, klippt og límt, farið í hreyfileiki, og unnar foræf- ingar að lestrar-, skriftar- og stærðfræðináminu. Þeim sem komnir voru af stað í lestri voru fljótlega fengin verkefni þar að lútandi, en almennt lestrarnám hófst ekki fyrr en eftir áramót. Um það hvenær lestrarnám á að hefjast eru menn á öndverðum meiði. Það sem mestu skiptir í því sem öðru námi er hvernig, ekki hvenær. Fljótlega eftir að starfið var hafið kom eitt og annað í ljós, sem háði því. í Reykjavík var t.d. fyrsta árið þrí- og fjórsetið í rúm- lega helming 6 ára deildanna. Nemendur reyndust einnig of margir í námshópi, eða 21 að með- altali. Reyndist því örðugt að koma við einstaklingsbundinni kennslu, eins og æskilegt og nauð- synlegt er. Auk þess sem það hamlaði skapandi vinnu. Enn er verið að kljást við þenn- an vanda, og raunar margt fleira. Enn er víða þrísett í stofur. Slíkt er óþolandi og ætti hvergi að vera til lengur. Mörg vond dæmi eru til um óhæfan aðbúnað í forskóla, bæði í þéttbýli og á landsbyggð- inni, en lesendum hlíft við þeim að sinni. Það sem þó hefur háð forskóla- starfinu einna mest er tímaskort- ur. Kennslutíminn hefur alla tíð verið ófullnægjandi, bæði fyrir skólastarfið og heimilin. 1—2 klukkustundir á dag, eða hámark 15 kennslustundir á viku sam- kvæmt reglugerð, er hrein fásinna ef tími á að vera til einhvers ann- ars en að heilsa og kveðja eða „renna og reima". í skýrslu sem unnin hefur verið að tilhlutan menntamálaráðu- neytisins er gerð úttekt á stöðu forskólans í ljósi fenginnar reynslu. Þar eru og setta fram til- lögur um starfið, sem taka mið af þroskaþörfum barna um 6 ára ald- ur, með sérstöku tilliti til þjóðfé- lagsbreytinga sem orðið hafa á undanförnum áratugum. Kemur þar m.a. skýrt fram að skólinn verði að laga sig að nemand- anutn, en ekki öfugt. Forskólanum verði að skapa skilyrði til að ná settum markmið- um. Að horfst verði í augu við ríkjandi þjóðfélagsaðstæður og brugðist við þeim. I því.augnamiði að nálgast þetta er m.a. sett fram tillaga um að aukið verði við kennslutíma for- skólans, þannig að hann verði 20 kennslustundir á viku, eða svipað- ur og í 7 ára deildum. Einnig er gert ráð fyrir möguleika á við- verutíma fyrir og eftir kennslu- timann ef vill, þannig að um sam- felldan tíma fyrir eða eftir hádegi yrði að ræða. Með tilkomu forskólans var brotið blað í byrjendakennslu hér á landi. Starfið hefur sannað ágæti sitt þrátt fyrir erfiðar að- stæður oft á tíðum. Forskólinn hefur markað spor í skólastarfið sem ekki verða afmáð. Þeirra gæt- ir í manneskjulegra umhverfi og aukins tillits til fleiri þroskaþarfa barna en áður var. Við viljum halda áfram á þeirri braut og bæta um betur. Stuðlum öll að bættu skóla- starfi. Látum okkur málið varða. Háskólamenn, sem starfa sjálfstætt: Vilja aukna hlutdeild í störfum, sem opinberar stofnanir vinna Á vegum Bandalags háskólamanna starfar ráð, sem er samstarfsnefnd þeirra háskólamanna, sem starfa sjálfstætt en þeir eru um 11%. Eftir- talin aðildarfélög BHM eiga aðild að ráðinu: Arkitektafélag Islands, Félag íslenskra sjúkraþjálfara, Félag við- skiptafræðinga og hagfræðinga, Læknafélag Islands, Lögfræðingafé- lag íslands, Tæknifræðingafélag ís- lands og Verkfræðingafélag íslands. Ráðið var sett á laggirnar árið 1971 og hafa helstu verkefni þess hingað til verið: Könnun á samkeppnisstöðu sjálf- stætt starfandi háskólamanna gagn- vart hinu opinbera. Hafa ráðsmenn ra;tt við opinbera aðila með það fyrir augum, að fá þá til að setja reikn- ingsskil hinna ýmsu opinberu stofn- ana þannig upp, að mögulegt sé að gera hagkvæmnisamanburð á því, hvort lætra sé að leita til sjálfstætt starfandi háskólamanna eða opin- lærra stofnana með t.d. teikningu og hönnunarverkefni. Ráðið hefur kannað tryggingaþörf sjálfstætt starfandi háskólamanna. Voru læim send eyðublöð til útfyll- ingar, þar sem þeir gerðu grein fyrir þeim trvggingum sem þeir höfðu og þeim sem þeir töldu sig hafa þörf fyrir. í Ijós kom, að sjálfstætt starf- andi háskólamenn voru afar mis- jafnlega settir með tilliti til trygg- inga. Árið 1976 efndi BHM til ráðstefnu um málefni sjálfstætt starfandi há- skólamanna. Þar var m.a fjallað um samkeppnisstöðu gagnvart hinu opinbera, eftirmenntun, tryggingar og gjaldskrármál. Ráðið hefur tekið nokkurn þátt í erlendum samskiptum sjálfstætt starfandi háskólamanna. Á vegum ráðsins hefur verið unnin greinargerð um rekstrarform þjón- ustufyrirtækja sjálfstætt starfandi háskólamanna. Þessi greinargerð var unnin af Helga V. Jónssyni hrl. Hef- ur henni verið dreift til ýmissa aðila. í ráði sjálfstætt starfandi háskóla- manna sitja nú: frá Arkitektafélagi íslands: Haukur Viktorsson; frá Fé- lagiísl. sjúkraþjálfara: Hilmir Ágústsson; frá Fél. viðskiptafr. og hagfræðinga: Gylfi Sveinsson; frá Læknafélagi íslands: Jónas Bjarna- son; frá Ixígfræðingafélagi Islands: Jón E. Ragnarsson; frá Tæknifræð- ingafélagi Islands: Bjarni Axelsson, og frá Verkfræðingafélagi Islands: Jóhannes Guðmundsson. Formaður ráðsins er Jón E. Ragn- arsson hrl., varaformaður Jóhannes Guömundsson verkfr. og ritari Bjarni Axelsson tæknifr. Fyrir skömmu hélt ráðið fund á Hótel Ixtftleiðum, þar sem rætt var um hin ýmsu mál, er varða sjálfstætt starfandi háskólamenn. Einkum urðu umræður um samkeppnisstöðu gagnvart hinu opinbera, trygginga- mál, auglýsingar og siðareglur. I framsöguræðu Jóhannesar Guð- mundssonar um samkeppnisstöðu kom m.a. fram að ekki hefur reynst unnt að gera hagkvæmnisamanburð á tækniþjónustu frá sjálfstætt starf- andi háskólamönnum annarsvegar og opinberum aðilum hinsvegar, þar sem bókhald er ekki nægjanlega að- greint og almennt ekki haídnar tíma- skýrslur. Forustumenn ráðsins hafa átt viðræður við ýmsa opinbera emb- ættismenn með ósk um að þessu verði breytt. í umræðum um málið kom fram, að hinir sjálfstætt starf- andi töldu sig fyllilega standast sam- anburð við opinbera þjónustu, en þó væri ekki hægt að keppa við niður- greidda tækniþjónustu, sem víða er til staðar í opinberum stofnunum. Þá it .uii:nr ti :r?ST kom fram, að öll tækniþjónusta við landbúnaðinn er frá hinu opinbera án þess að nokkur skynsamleg ástæða liggi að baki, en mikillar tregðu gætir hjá ríkinu að leggja niður stofnanir, sem ekki er lengur þörf fyrir. Bent var á þá hættu, sem fylgir því að einoka ákveðið þekkingarsvið á ákveðnum stofnunum s.s. á tækni- deild Vegagerðarinnar. Slíkt skapar hættu á, að viðkomandi svið drabbist niður og að sú þekking, sem er til staðar á viðkomandi stofnun, nýtist ekki annarsstaðar í þjóðfélaginu. I umræðum um vátrygginga- og lífeyrismál kom fram að sjálfstætt starfandi háskólamenn eru mjög misjafnlega á vegi staddir hvað varð- ar lífeyrisréttindi. Nokkur félög hafi trausta lífeyrissjóði en hjá öðrum eru lífeyrismál í megnasta ólestri. Læknar og verkfræðingar hafi rætt nokkuð um ábyrgðartryggingar, en sú skoðun er ríkjandi í þessum félög- um, að rétt sé að flýta sér hægt í að taka upp slíkar tryggingar. Reynslan erlendis hefur sýnt, að kærumálum fjölgar stórlega þegar ábyrgðar- tryggingar hafi verið teknar upp. Á fundinum kom fram áhugi á sameig- inlegri hóptryggingu sjálfstætt starfandi háskólamanna. Hákon Árnason hrl. hafði fram- sögu um siðareglur og auglýsingar. Þessi mál eru jafnan nokkuð á dagskrá hjá félögum sjálfstætt starf- andi háskólamanna. I sumum félög- um er algert auglýsingabann og ann- arsstaðar eru verulegar takmarkanir á auglýsingum. Sú skoðun kom fram, að rétt væri að athuga möguleika á að rýmka ákvæði um auglýsingar innan skynsamlegra marka. Einnig kom fram, að mjög strangar siða- reglur séu andstæðar hagsmunum neytandans. (FrétUtilkynning.) i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.