Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 5 Einstaklingsfrelsi og hagskipulag Bók í tilefni 70 ára afmælis Ólafs Björnssonar í TILEFNI af 70 ára afmæli Ólafs Björnssonar, prófessors, 2. febrú- ar síðastliðinn, hefur Félag frjáls- hygKjumanna gefið út bókina Ein- staklingsfrelsi og hagskipulag. I bókinni er safn ritgerða eftir Olaf um ýmis efni. Ritinu er skipt í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn ber yf- irskriftina Hagfræði. Annar hlut- inn nefnist Hagsaga. Þriðji hlut- inn ber heitið Stjórnmál og sá fjórði inniheldur ritgerðir Olafs um fimm kunna einstaklinga sem tengjast sögu frjálshyggjunnar á einn eða annan hátt, en þeir eru Adam Smith, Jón Sigurðsson, Ludwig von Mises, Friedrich Hay- ek og Milton Friedman. Ólafur Björnsson, prófessor, hefur í fjörtíu ár verið í fremstu röð þeirra fræðimanna sem við stjórnmál fást og hafa áður komið út fjölmörg rit eftir hann. Bókin Leiðrétting í minningargrein um Sveinbjörn Jónsson hér í blaðinu í gær, var sagt frá börnum og tengdabörnum Björns Sveinbjörnssonar. Þar misritaðist eitt nafn. Standa átti Halldór Reynisson forsetaritari (stóð Árni). Þetta leiðréttist hér með. Einstaklingsfrelsi og hagskipulag er enn eitt markvert framlag Ólafs til málefnalegrar umræðu um stjórnmál og hagfræði. For- mála að bókinni ritar dr. Guð- mundur Magnússon, háskólarekt- or. Bókinni, sem er 230 bls., hefur verið dreift í bókabúðir en þeir sem vilja geta pantað hana hjá Pöntunarþjónustu Félags frjáls- hyggjumanna. (Kréttatilkynning.) Einstaklingsfrelsi og hagskipulag Dr. Kristján Eldjárn talar um Grænland Fimmtudagskvöldið 4. febr. kl. 20.30 mun dr. Kristján Eldjárn flytja minningar frá sumardvöl á Grænlandi 1937 og segja frá uppgreftri miðaldaminja í Vestribyggð. Einnig sýnir hann litskyggnur. Eftir fyrirlesturinn mun Benedikta Þorsteinsson kynna og kenna nokkur orð á græn- lensku. Aðgangurinn að fyrirlestrin- um kostar 10 kr. Einnig eru seld aðgangskort að allri dagskránni á 100 kr. I bókasafni Norræna hússins i Sft: t:* yt«4|S«!is «S*f er sýning á bókum um græn- lensk málefni. Athugasemd frá Landa- kotsspítala MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd: „I Morgunblaðinu hinn 30. janúar sl. eru höfð þau ummæli eftir Þórunni Pálsdóttur, hjúkr- unarforstjóra Kleppsspítala, að á Landakotsspítala væru greidd laun „fyrir tíma, sem þó væru ekki unnir". Af gefnu þessu tilefni vil ég hér með upplýsa, að þessi stað- hæfing er röng og á sér enga stoð í veruleikanum. Reykjavík, 3. febrúar 1982, St. Jósefsspítali. Logi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri." Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður Nemendamótsnefndar, lengst t.v., ásamt þeim Birnu Bjarnadóttur, Jóhönnu Jónasdóttur og Jóni Axel Péturssyni, sem öll eiga sæti í nefndinni. Mrnd: RAX- O' INNLENT Nemendamót Verslunar- skólans í 50. sinn í gær VERSLUNARSKÓLI íslands hélt sitt árlega nemcndamót í 50. sinn í Háskólabíói í gær. Var að venju vandað til þess og dagskráin óvenju fjöl- Prófkjör sjálfstæðismanna í Eyjum: breytt í tilefni 50 ára afmælis mótsins. Verslunarskólinn hefur um langt árabil haft verulega sérstöðu á meðal framhaldsskólanna í þessum efnum og sá eini, sem haldið hefur slíka hátíð reglubund’- ið. 16 frambjóðendur í opnu prófkjöri í febrúar PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í Vestmannaeyjum vegna skipan á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor, fer fram 20. og 21. febrúar nk. I Vestmannaeyjum og verða kjörseðlar bornir heim til fólks og einnig verður kjörstaður opinn fyrir þá sem vilja taka þátt í prófkjörinu, en hafa ekki fengið senda kjörseðla af einhverjum ástæðum. Utankjörstaðakosning hefst í Vestmannaeyjum og I Valhöll í Reykjavík 12. febrúar nk. 16 frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu og hefur verið dregið um röð á listanum: 1. ólafur Helgi Runólfsson framkvstj. 2. Arnar Sigurmundsson skrifstofustj. 3. Fjóla Jensdóttir bankastarfsmaöur 4. Bragi I. Ólafsson umdæmisstjóri 5. Sigurgeir Ólafsson sjómaður 6. Unnur Tómasdóttir húsmæðrak. 7. Sigrún Þorsteinsdóttir húsmóðir 8. Georg Þ. Kristjánsson verkstj. 9. Guðmunda Bjarnadóttir fóstra. 10. Ásmundur Friðriksson verkstj. 11. Hanna Birna Jóhannsdóttir verkak. 12. Sigurbjörg Axelsdóttir verzlunarm. 13. Þórður Rafn Sigurðsson skipstjóri 14. Sigurður Jónsson kaupmaður 15. Hafliði Albertsson verkstjóri 16. Eyjólfur Pétursson skipstjóri Nemendamótin eiga sér hálfrar aldar sögu. Mun það hafa verið 16. marz 1932 að hið fyrsta var haldið. Tveimur árum síðar leit Verslun- arskólablaðið fyrst dagsins ljós og hefur haldist í hendur við nem- endamótið æ síðan. Kom nú í vik- unni út í 48. skipti, einkar mynd- arlegt rúmlega 100 síðna blað. Það er ætlun þeirra Verslun- arskólanema að endurtaka hátíð- ina í Háskólabíói kl. 13 á iaugar- dag. Á meðal atriða má nefna ieik- ritið Bónorðið eftir Anton Tchekov, flutning skólakórs VÍ á lögum frá árunum 1932—1982, leikrit, sem byggt er á atburðum úr skólalífinu og nefnist „Náli“, auk dansatriða og söngs. Formað- ur Nemendamótsnefndar verslun- arskólans er Guðbjörn Guð- björnsson. Félag járniðnaðarmanna: Guðjón Jónsson end- urkjörinn formaður FRAMBOÐSFRESTUR til skila á tillögum um skipan stjórnar og trún- aðarmannaráðs Félags járniðnað- armanna rann út þriðjudaginn 2. febrúar. Auglýst hafði verið eftir framboðum hinn 24. janúar síðast- liðinn, að atkvæðagreiðsla skyldi viðhöfð og að skila bæri inn tillögum til kjörnefndar félagsins fyrir klukk- an 18 síðastliðinn þriðjudag. Aðeins ein tillaga barst kjör- stjórn um skipan stjórnar og var hún borin fram af stjórn og trún- aðarmannaráði fyrir starfsárið 1982—1983 og er því listinn sjálfkjörinn og þeir, sem hann skipa, réttkjörnir í stjórn félags- ins. Þeir eru: Guðjón Jónsson, formaður; Tryggvi Benediktsson, varaformaður; Kristinn Karlsson, ritari; Jóhannes Halldórsson, vararitari; Gylfi Theodórsson, fjármálaritari; Guðmundur S. M. Jónasson, gjaldkeri, og Öli Stefáns Runólfsson, meðstjórnandi. í fréttatilkynningu frá Félagi járniðnaðarmanna segir, að fram- boðsfrestur hafi verið rúmir sjö sólarhringar, sem áskilið er í ný- Guðjón Jónsson, formaður Félags járniðnaðarmanna. legri reglugerð Alþýðusambands Islands um allsherjaratkvæða- greiðslur. Áður var framboðs- frestur tveir sólarhringar sam- kvæmt reglugerð ASÍ. OKÍ055 heyrnartæki ísamagæða flokkiog ] Rolls Royce FÁLKINN* SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI85884

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.