Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1982 45 .tv'-.i. »*“»' V'- T/ 'Z i i r fe n í í mÚ£m?hxé!tiÁ_ *' VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ■sr Hr. Flinkur skrifar: Um verkamannakaup- ið, Bubba og poppið Háttvirti Velvakandi. Jæja, nú er Egóisti kominn fram á sjónarsviðið aftur og í þetta sinn ásamt kunningja sín- um sem segist vera friðarsinni. Bréf þeirra birtist í Velvakanda þann 27. janúar sl. og langar mig að gera örfáar athugasemdir við það. Kæri Egóisti. Það sem þú sagðir upphaflega um verka- mannakaupið fer hér á eftir orð- rétt: „í bréfi sem hr. Flinkur (furðulegt nafn) skrifaði sagði hann að Bubbi Morthens hefði ekki efni á að kaupa sér 4—5 plötur á viku ef hann lifði á verkamannakaupi. Verkamenn hafa að ég heid alveg örugglega 900 kr. yfir vikuna (5 plötur kosta 900 kr.“ Þú sagði aldrei að Bubbi hefði örugglega yfir eitt þúsund kr. á viku fyrr en í béfi þínu og Friðarsinna. Það virðist ætla að vera erfitt fyrir ykkur félagana, þig og UB 40, að kyngja því að þið höfðuð rangt fyrir ykkur í byrjun og hefðuð betur aldrei farið að deila um verkamannakaupið títtnefnda — auk þess sem ég sé stórkostlega eftir því að hafa nefnt það í byrj- un því þetta er komið út í algjör- ar öfgar eins og hver heilvita maður hlýtur að sjá. Jæja, nóg um það (og ég vona að það sé endanlegt). Varðandi hann Þórð, vin vor, hef ég þegar gefið honum full- nægjandi svar. Ég styð eindregið þá tillögu ykkar, Egóista og Friðarsinna, að Bubbi láti frá sér heyra um þetta mál þó svo að ég búist varla við öðru en út- úrsnúningi úr þeirri áttinni. Þó mætti Bubbi gjarnan taka af öll tvímæli um vikutekjur sínar og segja hreinskilnislega frá hverj- ar þær eru. Hann gæti orðið heimsfrægur fyrir bragðið; fyrsti popparinn sem segir opinberlega frá tekjum sínum. Annars langar mig til að minn- ast örlítið á vital við Bubba sem birtist í DV sl. laugardag — eitt það athyglisverðasta viðtal sem ég hef lesið við íslenzka poppara. Þar segir Bubbi m.a. að eftir nokkur ár verði fólk farið að fá leið á honum (Bubba) rétt eins og nú sé komið fyrir Bjögga Halldórssyni. Þetta finnst mér óneitanlega örlítið spaugilegt ef tekið er tillit til eftirfarandi staðreynda. Mér skilst að „Himinn & Jörð“ hafi verið bezt selda plata síöasta árs hér á landi og átti Björgvin víst stóran þátt í þeirri „Skallapopp- arasamkomu". En „Bubba- plága" var víst „ekki nema“ í 3. eða 4. sæti (ef erl. skífur eru taldar með). Mér skilst einnig að eitt allra vinsælasta lag ársins hafi verið titillag Himins og jarðar sungið af engum öðrum en Björgvini Halldórssyni sjálfum. Er nú al- veg víst að allir séu búnir að fá leið á Bjögga, eða eru unglingar á grunnskólaaldrinum ekki tald- ir með þegar talað er um fólk. Ég hefði einmitt haldið að flestir unnendur Bubba og Utan- garðsmanna sálugu væru á þess- um aldri. Þarna er ég þó ekki að segja að ég sé Bjögga-dýrkandi ákafur — þvert á móti, ég hef aldrei „fílað“ tónlist hans, rétt eins og Bubbi er ekki fyrir minn smekk. Nei, ég hef ekki heyrt í Egó (enn), en ég lofa að tjá mig um þá hljómsveit þegar þar að kem- ur (sé þess óskað þá). En að lok- um: Hafa Egóisti og Friðarsinni heyrt hina stórkostlegu iðnað- arrokkplötu „Ricochet" með The Rollers. Hr. Flinkur Þráskák Mikið lifandi skelfing er ég orðinn þreyttur á sífelldum skákfréttum í útvarpinu. Nú skyldi enginn taka orð mín svo að ég sé á móti skák, því fer fjarri, en að þetta skuli klingja í eyrum manns mörgum sinnum á dag, er einum of mikið. Ég get vel skilið að þeir sem liggja yfir töfl- um, eru með „delluna“, vilji vita hvort Kagan hafi jafnteflislega skák á móti Helmer, en ég vil segja þessum mönnum að mig varðar sko andsk ... ekkert um það og langar ekkert til að fá fréttir af því. Kagan má tapa í friði fyrir mér, ég veit ekki einu sinni hverrar þjóðar hann er og langar ekkert til þess að fá að vita það. Þessi endalausa upptalning jafntefla, þrátefla og allskonar „tefla", er bara fyrir þessa dellu- menn en alls ekid fyrir hinn al- menna borgara, sem hefir engan áhuga á skák a.m.k. ekki eins og hún er iðkuð á þessum mótum, þar sem pólitík og illmennska ráða ríkjum sbr. síðasta heims- meistaramót. Ég legg til að skákfréttir verði lesnar á þeim tímum þegar fáir nenna að hlusta á útvarp t.d. kl. átta á kvöldin, þegar allir eru að horfa á sjonvarpsfréttir eða þá um leið og veðurfréttir eru lesnar kl. 1 á nóttunni. Vilji skák-dellu- menn hafa þessar fréttir, t.d. hvort Húbner mátaði Geller eða Teller eða hvort Jóakim hafi peð framyfir Finnboga, þá verða þeir bara að hlusta á áðurgreindum tímum eða lesa um það í blöðun- um, sem væri það albesta. Þótt mörgum finnist gaman að tefla þá er hreint ekki víst að þeim finnist gaman að hlusta á fréttir af endalausum manngangi suður í löndum, nóg er af taflfréttum hér, miklu meira en nóg. Skákmaður Aldradir fái frítt rafmagn, hita og síma Aldamótamaður hringdi: „Það er mikið talað um ókeypis aðhlynn- ingu fyrir aldraða í heimahúsum. Ég bý heima hjá mér en ég verð ekki var við þessa ókeyni= "J- hlynningu — q™ se hana ekki á pessum reikningi sem ég fæ hér inn úr dyrunum. Það ætti að vera augljóst mál að aldrað fólk sem býr heima hjá sér, í stað þess að fara á stofnun, sparar því opin- bera stórfé. Nú er ár aldraðra — væri til of mikils mælst að aldrað fólk sem býr heima fengi frítt rafmagn, hita og síma? Það er mikið talað um að eitthvað þurfi að gera fyrir okkar gamla fólkið, en minna um að eitthvað sé gert. Hvernig væri að byrja á þessu — að auðvelda öldruðu fólki að búa heima hjá sér með því að veita því frían síma, rafmagn og hita. Ómengadar fréttir — og SVG í'rétta- skýringar fyrir þá sem hafa nógan túna Utvarpshlustandi hringdi og bað Velvakanda að koma því á fram- færi við fréttastjóra ríkisútvarps- ins, hvort ekki væri hægt að auð- velda fólki að hlusta á útvarps- fréttir með því að fella niður löngu samtölin og innskotsfrétta- skýringar, „sem valda því að fólk hefur einatt ekki tíma til að bíða Þessir hringdu . . . eftir helstu fréttum — enda lengir þetta fréttatímann úr hófi. Er ekki hægt að hafa fréttir í stuttu máli en hafa síðan viðbót fyrir þá sem vilja hlusta á löng samtöl og fréttaskýringainnskot, sem eins konar viðauka við frétt- irnar, fyrir þá sem hafa tíma til að hlusta á það allt, daginn út og daginn inn. Aðalfundur Aöalfundur Stjórnunarfélags íslands veröur haldinn aö Hótel Loftleiðum, Kristalssal, í dag, 4. febrúar kl. 12:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf 2. Önnur mál Aö loknum aöalfundarstörf- um flytur Björn Friðfinnsson, framkvæmdastjóri fjármála- deildar Reykjavíkurborgar erindi um aölögun að breyttri atvinnuþróun. Þátttaka tilkynnist til Stjórn- unarfélags íslands í síma 82930. SUÓRNUNARFÉIAG ÍSLANDS SlÐUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 Björn Friðfinnsson, lögfrnðingur tnOL afsláttur UlI /U vegna smávægilegra galla Viö höfum fengið enn eina sendingu af þessum frábæru þýsku stálpottum. 18/10 stál ofnfastar höldur ad 280 gráöum a “ ’ — íi <P RL =UlP V pa' ' ~ ft _ % " ÞYKKUR BOTN MEÐ ALUMINIUM MILLILAGI Stærdir Panna 24 cm......kr. 482.00 meö munstr Panna 28 cm......kr. 595,00 meö munstr Kanna 1,7 I......kr. 320,00 meö munstr Skaftpottur 1,4 I .. kr. 355,00 með munstr Skaftpottur 2,4 I .. kr. 455,00 meö munstr Pottur1,9l ...... kr. 375,00 meö munstr Pottur 3,3 I ... kr. 485,00 meö musntr Pottur 4,3 I ....kr. 503,00 meö munstr Pottur 5,3 I ....kr. 638,00 meö munstr Pottur 8,0 I ....kr. 740,00 með munstr Sendum í póstkröfu. 512,00 633,00 347,00 389,00 487,00 408,00 511,00 535,00 657,00 765,00 iBúsáhcíd og gjafavörur| GLÆSIBÆ Sími 86440. EF ÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AIGLYSINGA- SÍMINN FiR: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.