Morgunblaðið - 04.02.1982, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982
Steve Mahre hélt uppi
heiðri f jölskyldunnar
- er Phil bróður hlekktist á og féll úr keppni
„1>ETTA var .stórkosllcg stund fyrir
mig, enda sigraói ég þarna í mikil-
vægustu stórsvigskcppni ársins og
þctta cr í fyrsta skipti sem ég sigra í
alþjóólcgri stórsvigskcppni," sagði
Aftur sigraði
Hess og hefur
nú náð sér í
tvenn gullverölaun
Hin 19 ára gamla Krika llcss náði
sér í önnur gullverðlaun á HM í
Srhladming í Austurríki er hún sigr-
aði mcð nokkrum yfirburðum í erf-
iðri stórsvigsbraut. Tími hennar var
2.37,17 sem var 78/100 betri tími en
tími sá er ('hristin ('ooper frá
Kandaríkjunum hlaut.
Síðastliðinn sunnudag hafði Hess
sigrað í tvíkeppni, bruni og svigi.
Mörgum frægum skíðakonum gekk
mjög illa í keppninni sökum j>ess
hve brautirnar voru erfiðar. Ising
mikil og á sumum stöðum hefði
hreinlega mátt fara á skautum.
Steve Mahre frá Bandaríkjunum, en
Steve er hinn minna þekkti tvíbura-
bróðir l’hil Mahre, sem er heims-
mcistari og sá skíðamaður sem
stendur lang best að vígi í yfirstand-
andi heimsbikarkeppni. Phil hlekkt-
• ,Jú vissulega er ég vonsvikinn.
Fyrir mig var það að sigra eða ekk-
ert,“ sagði skíðakappinn Ingemar
Stenmark við fréttamenn AP eftir
keppnina í gær. Hann sagði jafn-
framt að þetta hefði verið í fyrsta
skipti á tímabilinu sem hann hefði
þurft að skíða á gerfisnjó og það
hefði gert útslagið. En vegna mikill-
ar rigningar á keppnisstað þurfti að
bæta gerfisnjó í brautina.
ist á eftir aðeins 12 sekúndur í fyrri
ferð sinni, missti af hliði og var þar
með úr leik. Steve hélt uppi heiðri
fjölskyldunnar með því að vinna
glæsilegan sigur og leggja m.a. að
velli sænska snillinginn Ingimar
Stenmark, sem flestir bjuggust við
að yrði öruggur sigurvegari, sér
staklega eftir að Phil Mahre var úr
leik. En Stenmark varð að gera sér
annað sætið að góðu. Boris Strel frá
Júgóslavíu varð þriðji, fyrsti Júgó-
slavinn sem hreppir verðlaunapen-
ing á heimsmeistaramóti.
„Eg kann engar skýringar á því
hvernig fór fyrir mér, segir Phil
Mahre um ófarir sínar, „en Steve
notaði tækifærið meistaralega og
tókst að sigra þrátt fyrir slæma
byrjun í síðari ferðinni," bætti
hann við.
Samanlagður tími Steve Mahre
var 2:38,80 (1:21,32 og 1:17,48).
Tími Stenmarks var 2:39,31
(1:22,69 og 1:16,62). Samanlagður
tími Boris Stre! í þriðja sætinu
var 2:39,42 (1:22,94 og 1:16,48).
Fjórði var Joel Gazpoz frá Sviss á
samtals 2:39,49, fimmti var Bruno
Nöckler frá Italíu á samtals
2:39,80.
íslandsmótið í blaki:
Gunnar skoraði 13 stig
í röð úr uppgjöfum er
Þróttur sigraði Víking
FJORIR leikir voru á íslandsmótinu
í blaki á mánudagskvöldið. Fyrsti
leikurinn var í fyrstu deild kvenna á
milli Próttar og UBK. Próttar
stelpurnar komu mjög á óvart og
sigruðu 3—1 (15—9, 5—15, 15—1
og 15—9). Mikið var um góðar upp-
gjafir og þó sérstaklega hjá Prótti.
Attu Breiðabliksstelpurnar oft í
miklum erfiðleikum með móttök-
una. IfBK lék talsvert undir getu í
þessum leik en l'róttur náði aftur á
móti sínu besta og var það liðsheild-
in sem skóp þennan sigur.
í íþróttahúsi Háskólans léku ÍS
og KA í fyrstu deild kvenna og
sigruðu ÍS-stelpurnar örugglega
3-0(15-3,15-9, 15-5).
í fyrstu deild karla léku Þróttur
og Víkingur og vann Víkingur ör-
ugglega 15—9 og 15—9. Léku þeir
þá af miklu öryggi á meðan
áhugaleysi virtist vera a!!?ráðandi
hjá Þrótti. í þriðju hrinu tók
Gunnar Árnason sig til og skoraði
13 stig í röð úr uppgjöfum. Þróttur
vann þá hrinu 15—1 eftir aðeins 6
mínútna leik. Fjórða hrinan var
bæði jöfn og spennandi auk þess
að vera nokkuð vel leikin af beggja
hálfu. Þessari hrinu lauk með
sigri Þróttar 15—10. Úrslitahrin-
an var einnig mjög spennandi
framan af og voru Víkingar yfir
3—2 á timabili en síðan mjakaðist
Þróttur hægt og bítandi fram úr
og sigraði 15—6.
Besti maður Víkinga að þessu
sinni var Björgúlfur Jóhannesson
en hjá Þrótti var meðalmennskan
i hávegum höfð og enginn sem
skaraði fram úr.
Ágætur dómari leiksins var
Guðmundur Arnaldsson.
í annarri deild karla áttust við
Þróttur 2 og Fram. Þeirri viður-
• Gunnar Árnason, blakmaður úr
Þrótti átti góðan leik gegn Víking.
eign lauk með sigri Þróttar 2 3—2
(12-15, 11-15, 16-14, 15-11 og
15—8), Þetta er fjórði leikurinn
hjá Fram í vetur þar sem þeir
virðast komnir með unninn leik en
glopra síðan sigrinum út úr hönd-
unum á sér á óskiljanlegan hátt.
Um næstu helgi verða bikarleik-
ir á dagskrá og verður þá ekkert
leikið á Islandsmótinu nema hvað
Þróttur Neskaupstað fær Þrótt 2 í
heimsókn.
Staðan í fyrstu deild karla er
nú þessi:
Þróttur
ÍS
Víkingur
UMFL
IIMSE
10 10 0 30—11 20
10 8 2 28—11 16
11 4 7 21—23 8
8 2 6 7—21 4
9 0 9 6—27 0
Staðan í 2. deild karla:
Þróúuf •?
Samhygð
Bjarmi
HK
Fram
Þróttur Nesk.
7 5 2 21—15 10
7 i 2 8
4 3 1 11— 5 6
5 2 3 10—13 4
7 2 5 14—17 4
4 1 3 5—10 2
Staðan í 1. deild kvenna:
ÍS 7 6 1 20—3 12
Þróttur 8 5 3 17—14 10
UBK 6 3 3 12—13 6
KA 7 0 7 2—21 0
SUS
• Tvíburabræðurnir Steve Mahre og Phil Mahre. Þeir eru báðir í fremstu
röð skíðamanna í heiminum í dag I alpagreinum. Steve sem er til vinstri á
myndinni sigraði í stórsvigskeppninni mjög óvænt í gær. En bróðir hans Phil
hefur þegar tryggt sér sigur í heimsbikarkeppninni á skíðum. Þeir bræður
eru frá Yakima í Washington-fylki í Bandaríkjunum.
S/ENSKI tenniskappinn Björn Borg
hefur nú sett tennisheiminn á annan
endann með því að sniðganga vissar
reglur tennissambandsins alþjóð-
lega. Þannig er mál með vexti, að
sem cinn albesti tennisleikarinn fyrr
og síðar, hefði Borg, með því að skrá
sig í 10 meiri háttar mót, sniðgengið
aðra nautsterka tenniskappa á borð
við Jimmy Connors og John McEn-
roe þangað til í síðari umferðunum.
En Björn er sagður aðframkom-
inn af þreytu eftir æði erilsöm
keppnistímabil. Ætlar hann sér að
taka fjögurra mánaða hvíld og
hefur skráð sig í aöeins 7 meiri
háttar mót að því loknu. Þar með
fyrirgerir hann sér ofangreindum
hlunnindum og gæti þess vegna
dregist gegn fílefldum tennisköpp-
um í fyrstu umferð og verið sleg-
inn út. Þetta gæti eyðilagt heilu
mótin frá fjárhagssjónarmiði, en
það sem mönnum þykir hvað ein-
kennilegast er þetta:
Talsmaður alþjóða tennissam-
bandsins sagði: „Við hljótum að
gagnrýna þvermóðsku Björns
frekar en að hæla honum fyrir að
standa við sannfæringu sína, því
með þessu móti bendir allt til þess
að hann verði að leika mun meira
heldur en ef hann hefði skráð sig í
þrjú mót í viðbót og því er mál-
staður hans óskiljanlegur. Þó
hefðum við viljað hjálpa honum að
finna flöt á málinu vegna þess
hvað hann hefur gert mikið fyrir
íþróttina í gegn um árin. En regl-
ur eru reglur og hann verður að
kyngja því.“
Getrauna- spá MBL. *l jO e & k. e s Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the World Sunday Telegraph SAMTALS
1 X 2
Birmingham — Middlesbr. i 1 1 1 1 1 6 0 0
Brighton — Everton i X X X 2 2 1 3 2
Leeds — Coventry 2 1 1 1 1 1 5 0 1
Liverpool — ipwiCÍJ 1 X 2 X X 1 2 3 1
Man. Utd. — A. Villa 1 í 1 1 1 1 6 0 0
N. County — Swansea X X lx lx lx 1 5 1 á 0
Southampton — Man. City X I 1 1 1 1 5 1 0
Stoke — West Ham X 2 X 2 X X 0 4 2
Sunderland — Arsenal 1 2 2 2 2 X 1 1 4
Tottenham — Wolves 1 1 1 1 1 1 6 0 0
WBA — Nott. Forest X 1 1 1 1 1 5 1 0
Bolton — Barnsley 2 1 1 2 X X 1 3 2
Björn setur strik
í reikninginn