Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 23 írsku kosningarnar vatn á myllu IRA? FALL írsku stjórnarinnar hefur aukið líkurnar á því ad írski lýðveldisherinn (IKA) nái fram auknum pólitískum ávinningi í baráttu sinni fyrir samein- ingu Irlands, en þingkosningarnar 18. Tebrúar munu þó aðallega snúast um eCnahagsmálin. Ríkisstjórn Fine Gael og Verka- mannaflokksins undir forystu Garret FitzGeralds forsætisráðherra féll með eins atkvæðis mun í atkvæða- jjreiðslu á þingi um sparnaðarráð- stafanir í fjárlagafrumvarpi, sem miðaði að því að auka skatta og draga úr ríkisútgjöldum í því skyni að leysa einn erfiðasta efnahagsvanda írska lýðveldisins frá stofnun þess 1921. Astandið er ekki glæsilegt: 140.000 manns eða fimmtán af hundraði vinnufærra manna eru atvinnulausir, verðbólga er 15,2% á ári og skuldir við útlönd nema tæpum einum millj- arði írskra punda. Ef fjárlögin hefðu verið samþykkt hefðu orðið hækkanir á flestum svið- um: virðisaukaskattur hefði hækkað og verð hefði hækkað á flestum vöru- tegundum, verð á fötum og skófatn- aði hefði hækkað um 18% og mjólk- urverð um einn þriðja þar sem nokkr- ar niðurgreiðslur á matvörum hefðu fallið niður. Sérstakur skattur hefði verið lagður á sólarlandaferðir og tekjuskattur hefði hækkað, sérstakur skattur hefði einnig verið lagður á hina tekjuhæstu og nýr skattur á fasteignaviðskipti. Harka getur færzt í kosningabar- áttuna vegna persónulegra og póli- tískra illdeilna dr. FitzGeralds, hins fræðilega sinnaða leiðtoga íhalds- flokksins Fine Gael (fjölskylda íra), og Charles J. Haughey, auðmannsins sem er leiðtogi þjóðernissinnaflokks- ins Fianna Fail (hermenn örlag- anna), aðalandstöðuflokks stjórnar- innar. En þótt írsk stjórnmál hafi löngum einkennzt af persónulegum illdeilum og naggi fremur en hugsjónaágrein- ingi hefur andófsmaður úr röðum þingmanna Fianna Fail, Charles McCreary, komið af stað umræðum að undanförnu um heiðarleika, ábyrgðartilfinningu og forystuhæfi- leika í stjórnmálum. MeCreary hefur gagnrýnt yfirboð stjórnmálaflokkanna í kosningum síðustu ára og fengið orð fyrir að vera heiðarlegasti stjórnmálamaður lýð- veldisins. Nýlega var hann rekinn úr flokknum þar sem skoðanir hans tengdust árásum sem voru gerðar á Haughey flokksleiðtoga. Sjónarmið McCrearys hafa fengið góðan hljómgrunn hjá almenningi og hjá hagfræðingum, sem hafa með litlum Dr. Fitz(>erald þegar hann kom til íslands í maí 1977 llaughey, leiðtogi Fianna Fail árangri varað hverja ríkisstjórnina á fætur annarri við yfirvofandi hruni. Fine Gael og Fianna Fail eru á öndverðum meiði um hvernig leysa skuli efnahagsvandann. Fine Gael vill auka tekjur ríkisins og draga úr ríkislánum, sem nú munu nema 3,5 milljörðum írskra punda og er met. Fianna Fail vill haída áfram lántök- um erlendis, en flokkurinn mun lík- lega draga úr J>eim ef hann kemst aftur til valda. I kosningunum í júní í fyrra hlaut bandaiag Fine Gael og Verkamannaflokksins 80 sæti af 166 í neðri deild þingsins, en Fianna Fail 78. Hin þingsætin skiptust milli sjö óháðra þingmanna. Mjog fagmannlega þótti staðið að kosningabaráttu Fine Gael í fyrra og kjósendur fengu mörg loforð frá flokknum. Lækka skyldi skatta úr 33% í 25% og standa undir breyting- unni með hækkun á virðisaukaskatti. Flokkurinn hét því að allir fengju auknar tekjur við breytinguna og aukin áhrif á ráðstöfun tekna sinna. Dr. FitzGerald heyktist á þessu lof- orði í fjárlagafrumvarpi sínu, en stóð við annað meiriháttar loforð, sem rakst á hitt: að lækka hallann á ríkis- fjárlögum um 25% í samræmi við þá stefnu að afnema hallann á fjórum árum. Hækkunin á virðisaukaskatti átti að standa undir þessu og hún varð stjórninni að falli. Jafnframt hefur efnahagsstefna Fianna Fail og Haugheys valdið miklum trúnaðarbresti. Fyrstu mán- uðina í stjórnarandstöðu neitaði Haughey, á sama hátt og síðustu mánuðina í embætti forsætisráð- herra, að við nokkurn mikinn vanda væri að stríða. Greinilegur klofning- ur í Fianna Fail hefur einnig dregið úr trausti manna á honum. Nýlega skipaði Haughey í stöðu talsmanns flokksins í fjármálum dr. Martin O'Donoghue, arkitekt loforða flokks- ins í kosningunum 1977 og manninn sem sumir hagfræðingar saka um að hafa leitt íra út á þá hálu braut þar sem þeir eru nú staddir. Haughey hafði sjálfur fellt dóm yfir hagfræði- speki dr. Donoghues með því að reka hann úr stjórn sinni um leið og hann varð forsætisráðherra. Sjálfur hefur dr. Donoghue lítið álit á leiðtoga sínum. Á fundi „skuggaráðuneytis" flokksins um viðbrögð við fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar tókst dr. Donoghue að koma því til leiðar að lagzt var gegn þeirri stefnu Haugheys að berjast með öllum tiltækum ráðum gegn stefnu stjórnarinnar. Hann hélt því fram að flokkurinn yrði að sætta sig við nokkrar harðar ráðstafanir, þar sem ástandið væri stórhættulegt þeg- ar öllu væri á botninn hvolft. Dr. FitzGerald virðist standa held- ur betur að vígi en Haughey þrátt fyrir svikin loforð og getur hrósað sér af því að landsmenn viðurkenna nú almennt að við alvarlegan efnahags- vanda er að etja og að efnahagsvand- inn verður aðalmál kosninganna. Menn bera almennt mikið traust til hans, persónulegur heiðarleiki hans er ekki dreginn í efa og hugrekki hans er viðurkennt. Vandamál Norður-írlands hafa lítt komið við sögu í kosningabaráttunni til þessa. Þau voru mikið hitamál í kosningunum í júní því að þá stóð sem hæst sjö mánaða mótmælafasta dæmdra skæruliða þjóðernissinna, sem börðust fyrir því að farið yrði með þá sem pólitíska fanga í Maze- fangelsi í Belfast. Tveir fangar voru kosnir á þingið, Dail, og mótmæla- fangarnir í Maze nutu víðtækrar samúðar (tíu fangar létust, þar af annar þeirra sem var kosinn á þing, Bobby Sands. Annar fangi var kosinn á þing í hans stað í haust). Það getur þó sett nokkurt strik í reikninginn að Sinn Fein, stjórn- málahreyfing IRA, hefur ákveðið að bjóða fram í minnst sex kjördæmum, aðallega meðfram landamærum Norður-írlands. Írski lýðveldis-sósí- alistaflokkurinn (IRSP) hyggur einn- ig á framboð og Bernadette Devlin McAliskey mun bjóða sig fram gegn Haughey, leiðtoga Fianna Fail, í Dyflinni fyrir Alþýðulýðræðisflokk- inn (PD). Þessir þrír hópar munu heyja sameiginlega kosningabaráttu og það yrði meiriháttar áfall fyrir FitzGerald í þeirri tilraun að tryggja Fine Gael hreinan þíngmeirihluta. Ef Sinn Fein og aðrir þjóðernissinnar fá nokkur þingsæti geta þeir komizt í oddaaðstöðu á þingi og komið í veg fyrir samkomulag við Breta um Norður-írland. (FitzGeraíd studdist við fjóra óháða þingmenn af sex og IRA-mennirnir sem voru kosnir á þing voru í fangelsi.) Haughey hóf kosningabaráttuna og lagði áherzlu á að lausn á vandamál- um Norður-írlands yrði takmark flokks hans ef hann sigraði í kosning- unum. Hann hét áframhaldandi við- ræðum við Breta, en lýsti því yfir að efnahagsmálin yrðu aðalmál kosn- ingabaráttunnar og spáði því að Fi- anna Fail fengi sex þingsæta meiri- hluta. FitzGerald hefur jafnað ágreining við samstarfsflokk Fine Gael, Verka- mannaflokkinn, með því að leggja á hilluna hina umdeildu tillögu um 18% hækkun söluskatts á fötum og skófatnaði. En FitzGerald leggur áherzlu á að aðalbaráttumál Fine Gael í kosningunum verði sú sparn- aöarstefna í efnahagsmálum, sem flokkurinn hefur fylgt og miðar fyrst og fremst að því að lækka hallann á fjárlögum og draga úr lántökum er- lendis. Sérfræðingar segja að Fine Gael og Verkamannaflokkurinn þurfi aðeins örlitla fylgisaukningu í mik- ilvægum kjðrdæmum til að sigra í kosningunum. Dozier Dozier vel fagnað við komuna til Washington - virðist hafa sloppið ótrúlega vel eftir 42 daga einangrun \\ ;»shini,Mon. 3. rebrúar. Al'. „ÞETTA gefur okkur von um betri tíð á áratug, sem hefur þegar á fyrstu tveimur árun- um, orðið fyrir barðinu á skæruliðum jafnoft og á öllum síðasta áratug," sagði George Bush, varaforseti Bandaríkj- anna, er hann bauð James L. Dozier, hershöfðingja, vel- kominn í ræðu sem hann flutti við komu Doziers til Wash- ington. Dozier leit hraustlega út og virðist hafa komist ótrúlega vel frá hinni ómannúðlegu 42 daga einangrun hjá Rauðu herdeildun- um á Italíu. Hann léttist um 6 kíló í prísundinni, en slapp að öðru leyti vel frá dvölinni, utan hvað vart varð við smávægilega ígerð í öðru eyra hans við læknisskoðun. Læknar hafa þó varað við hugs- anlegum eftirköstum og telja ekki loku fyrir það skotið að hann kunni að þjást af lystarleysi og hafa tilhneigingu til hlédrægni er frá líður. „Ég vonast til þess að dvelja hér í nokkra daga, en geri síðan ráð fyrir að hverfa til starfa minna í Verona," sagði Dozier í stuttu máli við fréttamenn í Washington ígær. Utsala - Utsala Áklæðis- og bútasala Örfá sófasett á mikiö niöursettu veröi Stendur í örfaa daga Áklæði verð f rá ir. per meter húsgögn Armúla 44 Símar 32035 — 85153

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.