Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 35 Elín Bergs - Minningarorð Elín Bergs var fædd þann 9. desember 1895 á Þingvöllum, dótt- ir Jóns Thorstensen prests á Þing- völlum og konu hans Guðbjargar Hermannsdóttur. Elín var næstelst 5 systkina en af þeim er nú aðeins ein systir á lífi, Ásta Thorstensen fyrrum starfsmaður Landsímans í Reykjavík. Mikilhæfar ættir standa að þessu fólki, sem verða þó ekki raktar hér. Þess aðeins getið að föðurafi Elínar var Jónas Thorstensen, sýslumaður á Eski- firði og langafi Jón Thorstensen landlæknir. Þekkta ættingja í móðurætt má telja móðurbróður, Halldór Hermannsson, bókavörð í Iþöku og Jón Hermannsson. Að vísu er sæmd að slíku frændiiði, en allir er þekktu Elínu vissu að hún þurfti ekki að sækja upphefð til ættar, svo mikil var hún af sjálfri sér í huga hvers er við hana kynntist. Elín giftist í júlí 1918 Helga Bergs, þá fulltrúa hjá Sláturfélagi Suðurlands. Börn þeirra eru Guð- björg læknisfrú, Helgi banka- stjóri, Halla sendifulltrúi og Jón forstjóri. Þegar frá bernsku á ég minn- ingar um Elínu, fyrst af umtali einkenndu af vináttu og aðdáun. Eg sá hana síðar er hún ásamt Helga kom í heimsókn á æskuslóð- ir hans. Þá er eins og einkennilega skærri birtu bregði yfir hvar sem ég minnist hennar. Sólardagar verða hvergi eins bjartir í sveit og á Síðu nærri jöklum. Mikils þarf við til þess að bera birtu inn í það umhverfi. Þó var því svo farið með Elínu. Ég man glöggt er þau hjón ásamt allmörgum vinum komu í heimsókn einn svona dag. Allt var í fegursta sumarblóma. Faðir minn hafði komið sér upp allstórri sáðsléttu með nýstárlegu grasi sem tók okkur krökkum í mitti og öxl. Elín fylltist áhuga á þessu og vildi skoða vel. Hún gekk ljósklædd um sléttuna þar sem blikandi grasið bylgjaðist í blæn- um. Mér fannst eins og bæri af henni birtu líkt og úr ævintýri. Síðar kom ég til Reykjavíkur, þá ungur drengur. Heimili Helga og Elínar á Skólavörðustíg 30 var fyrir mér tryggur staður þar sem alltaf mátti eiga víst athvarf. Elín kunni frábærlega vel að tala við börn og unglinga. I þessu þekkti ég aðeins einn jafnoka hennar, Jónas Jónsson frá Hriflu. Þetta mun vera einkenni mestu gáfumanna og snillinga. Þeir tala við börn eins og jafningja sína. Frá þessum dögum og síðar á ég Elínu og heimilinu að Skólavörðu- stíg 30 stóra skuld að gjalda. Svo stóra að hún gat aldrei orðið gold- in. Hafi eitthvað loðað við mig sem kallast mætti menntun þá á ég það að þakka kynnum við örfáa menn. — Elín var ein af þessu fólki. Aldrei mun ég gleyma hve lagin hún var að tala við sveita- strák um kvæði, sem ég bar ekkert skynbragð á annað en að geta lært þau utanað. Einu sinni man ég að hún sagði: „Hann kemst nú oft vel að orði hann Halldór (Laxness). Og hann tekur svo vel eftir." Svo fór húm með stefið um lömbin: Hér eni borin blessud lömbin svöng meö bláa grön og klaufalega fætur Heimili Elínar og Helga að Skólavörðustíg 30 er minnisstætt þeim er þekktu. Smekkvísi og háttprýði húsbænda blasti við hvert sem litið var. Helgi var slíkur snillingur í við- ræðu að fátítt er. Ævinlega gladdi hann gesti með kýmilegum sögum og sögnum sem hann gat rakið án enda. Allir vinir og ættingjar hugsa nú til þeirra daga og senda börn- um Elínar og Helga innilegar kveðjur með þökk til þeirra og for- eldranna sem þau áttu svo frá- bæra. Bergur Vigfússon í dag fer fram frá Fossvogs- kirkju útför ömmu minnar, frú El- ínar Bergs, en hún lést 27. janúar síðastliðinn, 86 ára að aldri. Þingvellir skipuðu sérstakan sess í huga hennar og þurfti það ekki að koma á óvart, því að þar var hún fædd 9. desember 1895 og sleit barnsskónum á völlunum við Öxará. Hún var næstelst af fimm börnum prestshjónanna þar, séra Jóns Thorstensens og Guðbjargar Hermannsdóttur. Séra Jón var sonur Jónasar sýslumanns Thorstensens og Þórdísar dóttur Páls Meisteðs amtmanns. Jónas sýslumaður var sonur Jóns Thorstensens, land- læknis, og Elínar dóttur Stefáns Stephensens, amtmanns á Hvít- árvöllum. Guðbjörg var dóttir Hermanníusar Johnssons, sýslu- manns á Velli í Hvolhreppi, og konu hans, Ingunnar Halldórs- dóttur. Elín minntist oft þeirra ára, er hún var að alast upp á Þingvöll- um. Þá var engin brú yfir Öxará suðvestan við prestssetrið, eins og nú er, heldur var ferjað yfir ána og fóru börnin oft til berja í hall- inum handan hennar. Þegar við komum þangað var ljóst að ljúfar minningar rifjuðust upp og þar grunaði hugann „við grassins rót gamalt spor eftir lítinn fót“. Séra Jón Thorstensen gegndi prestsembætti á Þingvöllum frá 1886 til 1923. Á þeim árum sótti fjöldi innlendra og erlendra gesta heim þennan sögufræga stað cg kom það í hlut prestsfrúarinnar og dætra hennar að veita þeim beina, enda engin veitingaaðstaða eða gistihús á staðnum. Sumir komu til Þingvalla ár eftir ár og gistu þá í gamla skólahúsinu, en öllum var hlýlega tekið í gamla Þingvallabænum. Elín stundaði nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík og bjó á skólaárunum á heimili föðursyst- ur sinnar, Elínar, og manns henn- ar, Magnúsar landshöfðingja Stephensens. Þeirra hjóna minnt- ist hún jafnan síðar með mikilli hlýju og virðingu. Arið 1918 giftist hún Helga Bergs, sem lengi var forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Faðir hennar, séra Jón, gaf þau saman í Þingvallakirkju 18. júlí. Þau Elín og Helgi áttu heimili í Reykjavík, lengst af á Skólavörðu- stíg 30. Hjá þeim var jafnan gestkvæmt og iðulega dvaldist þar um lengri eða skemmri tíma utan- bæjarfólk, sem leita þurfti til höf- uðstaðarins ýmissa erinda. Börn þeirra hjóna urðu fjögur: Guðbjörg, húsfrú í Reykjavík, Helgi, bankastjóri Landsbanka ís- lands, Halla, sendiráðunalatur í London, og Jón, forstjóri Sláturfé- lags Suðurlands. Barnabörn þeirra eru 10 og barnabarnabörn- in orðin 16. Eftir að Elín missti mann sinn fyrir aldarfjórðungi flutti hún úr húsi þeirra við Skólavörðustíg og bjó sér nýtt heimili í snoturri íbúð að Bólstaðahlíð 64. Síðustu árin var hún þrotin að kröftum og naut þá umönnunar elskulegs starfs- fólks í Hafnarbúðum í Reykjavik. Elín var glæsileg kona í sjón og raun, vel lesin og margfróð. Það er okkur hinum yngri mikils virði og lærdómsríkt að fá að kynnast slík- um fulltrúum þeirrar kynslóðar, sem lagði grunninn að því þjóðfé- lagi, sem við hrærumst í um þess- ar mundir. Elín hafði alla tíð að leiðarljósi þær fornu dyggðir, sem henni höfðu verið kenndar í barnæsku, heilindi, skyldurækni og trúar- traust og lagði kapp á að við barnabörn hennar létum þær móta líferrti okkar. Þessar dyggðir hafa augsýni- lega prýtt ömmu hennar, Þórdísi Melsteð, og gæti því eftirfarandi erindi úr kvæði Steingríms Thorsteinssonar, sem hann orti við fráfall Þórdísar 1891, jafnvel átt við Elínu: Med grandvarleSk hún gjördir * réð vanda, í i»a‘fu slillt, í raunum þolinmóiV llún virðing hlaut, þvi aöal har í anda, og elskud var hún, því að hún var gód. Blessuð sé minning hennar. Elín Bergs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.