Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.02.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1982 27 Landssamband iðnaðarmanna 50 ára á þessu ári Fyrsti liður afmælishátíðar- halda var fundur á Akureyri Á þessu ári eru liðin 50 ár frá stofnun Landssambands iðn- aðarmanna, samtaka atvinnu- rekenda í löggildum iðngrein- um. I>essa afmælis verður minnst með ýmsu móti, en fyrsti liður þeirra hátíðahalda var kynningarfundur að Hótel KEA á Akureyri á laugardaginn. Eins og fram kom í ræðu Sigurðar Kristinssonar, forseta sam- bandsins, má rekja upphaf þess til bréfs Sveinbjarnar Jónsson- ar, sem þá var formaður Iðnað- armannafélags Akureyrar, til iðnráðs Reykjavíkur með áskor un um að gangast fyrir stofnun landssamtaka. I»ess vegna var ákveðið, að halda fundinn á Ak- ureyri, þar sem hugmyndin að Landssambandinu varð til. Haraldur Sumarliðason, for- maður afmælisnefndar, setti fundinn og kvaddi til fundarritara Gunnar Björnsson. Síðan flutti Sigurður Kristinsson, forseti Landssambandsins, ræðu um sögu þess og stefnu. Því næst voru flutt erindi um ástand og horfur í einstökum iðngreinum, og voru ræðumenn þessir: Byggingariðnaður: Ingólfur Jóns- son, frkvstj. Trésmiðjunnar Reyn- is sf., Akureyri. Málmiðnaður: Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar hf., Akureyri. Raf- og rafeindaiðnaður: Hannes Vigfússon, rafverktaki, Reykjavík. Ilúsgagna- og innréttingaiðnaður: Haukur Arnason, framkvæmda- stjóri Haga hf., Akureyri. Brauð- og kökugerð: Birgir Snorrason, bakarameistari, Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co., Akureyri. Þjónustugreinar: Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur Lands- sambands iðnaðarmanna. Að loknu kaffihléi flutti Þórleif- ur Jónsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Landssam- bands iðnaðarmanna, erindi, sem hann nefndi Starfsskilyrði iðnað- ar, en að því loknu voru almennar umræður. I ræðu sinni um stefnu og sögu Landssambands iðnaðarmanna sagði Sigurður Kristinsson for- maður sambandisns m.a.: Við merk tímamót í lífi ein- staklinga, stofnana og félaga er mönnum gjarnt á að huga að liðn- um tíma. Rifja upp tilgang og rekja baráttumál og hvað áunnist hefur í gegnum árin. Þegar Landssamband iðnað- armanna nálgast nú sitt 50 ára Umræðufundur um málfræði- kennslu í fram- haldsskólum SAMTÖK móðurmálskennara og ís- lenska málfræðifélagið efna til fund- ar um málfræðikennslu í fram- haldsskólum, fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20.30 í kaffistofu Nor ræna hússins. Málshefjendur verða Baldur Ragnarsson, Ólafur Oddsson, Sveinn Árnason og Sölvi Sveins- son. M.a. verður fjallað um síðara hefti kennslubókar í íslenskri málfræði eftir Kristján Árnason, sem nýlega kom út hjá Iðunni. Munu málshefjendur greina frá reynslu sinni af notkun bókarinn- ar við kennslu. Fundurinn er öllum opinn. Fréttatilkynning afmæli og vill í því tilefni kynna sig og minna á tiigang sinn og stefnu, fer mér eins og ég áður lýsti, það er að huga að upphafinu. Það verður ekki til af engu frek- ar en annað, undirbúning og að- lögun þarf til, og undirbúningur oft langur. Á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar voru komin til sögu nokkur iðnaðarmannafélög í stærstu kaupstöðum landsins. Þeirra elst var Iðnaðarmannafé- lagið í Reykjavík stofnað 1867, Iðnaðarmannafélag ísafjarðar var næst, stofnað 1888, Iðnaðar- mannafélag Akureyrar stofnað 1904, önnur voru yngri. Höfuð- starf þessara félaga var rekstur skóla, og margskonar menningar- og fræðslustörf. Á þessum árum áttu iðnaðarmenn fáa og stundum enga málsvara á Alþingi og iðnað- ur var ekki talinn meðal atvinnu- vega þjóðarinnar. Lög um réttindi iðnaðarmanna til iðnaðarstarfa, fram yfir hinn ólærða, voru engin, varð því verkkunnátta og yfir- burðir þeirra einu réttindi. Um margra ára bil hafði Iðnað- armannafélagið í Reykjavík starf- að að því að undirbúa löggjöf um iðju og iðnað og jafnframt henni stofnun, sem hefði ^mis iðnað- armál með höndum. Atti sú stofn- un jafnframt að vera einskonar ráðgefandi miðstöð fyrir iðnaðar- menn almennt, málsvari þeirra og ráðunautur þess opinbera í öllum iðnaðarmálum. Veturinn 1916—1917 markar fyrstu tímamót í sögu málsins, en þá var Jóni Kristjánssyni prófess- or falið að semja frumvarp til nýrrar iðnlöggjafar. Frumvarpið var samið, en aldrei lagt fyrir Ál- þingi, en upp úr þvi var samið frumvarp til atvinnulaga sem lagt var fyrir Alþingi 1922. Frumvarp þetta náði þó ekki samþykkt en í báðum þessum frumvörpum var gert ráð fyrir stofnun iðnráðs. Það var fyrst árið 1927, sem Al- þingi samþykkir lög um iðju og iðnað. Frumvarp að þeim lögum var samið af stjórn Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavík í sam- starfi við Helga H. Eiriksson, verkfræðing og skólastjóra Iðn- skólans í Reykjavík og unnið með samþykki Jóns Þorlákssonar ráðherra, sem iðnaðurinn heyrði þá undir. Ráðherrann flutti síðan frumvarpið á Alþingi árið 1927 og fékk það samþykkt, eins og áður er getið. Lögin tóku gildi 1. janúar 1928. Iðnráðin voru stofnuð, það fyrsta í Reykjavík 23.12. 1928 og síðan í flestum kaupstöðum lands- ins. Iðnráðum var falið veigamikið hlutverk í lögunum um fram- kvæmd þeirra og eftirlit. Fljótlega bar á ýmiss konar ósamræmi í starfsaðferðum iðnráða og nauð- syn á samræmingu á starfsem- inni. Þá var það að formanni iðn- ráðs Reykjavíkur, Helga Her- manni, barst bréfið að norðan frá formanni Iðnaðarmannafélagsins á Akureyri, Sveinbirni Jónssyni bygg- ingarmeistara, sem var áskorun á iðnráð Reykjavíkur um forystu að stofnun landssamtaka til að bæta hér úr. Eftir að málið hafði fengið all- mikla umræðu og könnun var þess óskað að hvert iðnráð og iðnað- armannafélag sendu fulltrúa sína á fund til umræðu um þessa til- lögu. Gert var ráð fyrir Það full- trúar iðnráðanna væru sjálfkjörn- ir fyrir iðngreinarnar, en einn frá hverju iðnaðarmannafélagi. Fund- ur þessi var síðan haldinn í bað- stofu iðnaðarmanna í Reykjavík og voru alls 52 fulltrúar á fundin- um 26 úr Reykjavík, 11 frá Hafnarfirði, 6 frá Akureyri, 5 úr Vestmannaeyjum og 1 frá Siglu- firði. Þessum fundi lauk 21. júní með samþykkt um stofnun landssam- taka, sem skyldu heita Landssam- band iðnaðarmanna, og kosningu bráðabirgðastjórnar, sem skyldi boða til Iðnþings Islendinga að ári liðnu og leggja þá fram drög að lögum fyrir sambandið. Fyrsta stjórn sambandsins var skipuð þeim Helga Hermanni Ei- ríkssyni, skólastjóra, Emil Jóns- syni, verkfræðingi, Ásgeiri G. Stefánssyni, byggingarmeistara, Þorleifi Gunnarssyni, bókbands- meistara og Einari Gíslasyni, málarameistara. Þessi stjórn var svo endanlega kosin á næsta Iðnþingi 1933. Ég gat þess áðan að fulltrúar frá Akureyri hefðu verið 6 og þeir voru: Guðjón Bernharðsson gullsmiður, Einar Jóhannsson, múrari, Indriði Helgason, rafvirki, Olafur Ágústsson, húsgagnasmið- ur, Aðalsteinn Jónatansson, húsa- smiður og Sveinbjörn Jónsson, byggingarmeistari sem var full- trúi Iðnaðarmannafélagsins. Fyrsta Iðnþing sem haldið var á Akureyri var hið 3. í röðinni 1934, þrisvar síðar hafa þingin farið hér fram, þ.e. 1954, 1965 og síðast 1977. Kftir að Sveinbjörn Jónsson flyst suður verður hann fyrsti starfsmað- ur LI, þegar það opnar skrifstofu 1937 og í 10 ár sat hann í stjórn og 12 ár var hann ritstjóri tímaritsins. Á þessum 50 árum sem liðin eru frá stofnun hafa alls setið í stjórn 35 menn, margir lengi, lengst Ein- ar Gíslason í 28 ár. Helgi Her- mann Eiríksson var forseti í 20 ár, Björgvin Frederiksen vélvirkja- meistari tók við af Helga og var forseti í 8 ár. Þá tók við Guðmundur Hall- dórsson húsasmíðameistari en féll frá á 5. ári sem forseti, og tók þá við Vigfús Sigurðsson sem var for- seti í 7 ár. Ingólfur Finnbogason var forseti í 1 ár og síðan hefur ræðumaður gegnt starfi þessu. Fyrsti framkvæmdastjóri var í hálfu starfi það var Eggert Jóns- son, lögfræðingur. Þá tók við Bragi Hannesson, lögfræðingur og var í fullu starfi. Ottó Schopka viðskiptafræðingur var næstur og síðustu átta árin hefur Þórleifur Jónsson viðskiptafræðingur verið framkvæmdastjóri. Það gefur augaleið að starfsemi Landssambands iðnaðarmanna hefur á þessu árabili breyst mikið, þó málefni ýmis séu enn þau sömu og byrjað var að fást við og munu fylgja Landssambandinu í gegn- um lífið, eðli síns vegna, þá hefur á síðari árum verið tekist á við ýmsa málaflokka, sem lítið var fengist við áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.